Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 ARKITEKT / BYGGINGAFRÆÐINGUR Vegna spennandi verkefna framundan óskum við eftir bygg- ingafræðingi eða arkitekt með gott vald á fullnaðarhönnun bygginga. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á Revit eða sambærilegu BIM forriti. Við bjóðum upp á lifandi og skemmtilegan vinnustað þar sem unnið er af metnaði að fjölbreyttum verkefnum. Arkþing-Nordic er hluti af Nordic Office of Architecture sem er 270 manna fyrirtæki með starfsemi í fjórum löndum. Hér á Íslandi starfa 31 hjá fyrirtækinu. Umsóknir sendist til hh@arkthing.is fyrir 21. október. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. www.nordicarch.com Sérfræðingur í málefnum barna Sérfræðingar í málefnum barna er starfa hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarvæðinu veita þjónustu við öll sýslu- mannsembætti og sinna verkefnum á landsvísu. Markmið með starfi sérfræðings í málefnum barna er að aðstoða foreldra við að leysa úr ágreiningsmálum og veita ráðgjöf og liðsinni m.a. vegna umgengni, forsjár eða búsetu barna, með sáttameðferð, ráðgjöf og öðrum úrræðum barnalaga. Sérfræðingur annast sáttameðferð þegar foreldrar deila um umgengni, forsjá eða búsetu barna í málum hjá sýslumönnum. Við sáttameðferð er beitt viðurkenndum aðferðum til að leita sátta í ágreiningsmálum innan marka barnalaga. Sérfræðingur veitir einnig foreldrum sérfræðiráðgjöf í málum barna hjá sýslumanni. Þá veitir sérfræðingur liðsinni við meðferð máls hjá sýslumanni, sem getur meðal annars falist í að rannsaka hvaða tilhögun umgengni er barninu fyrir bestu og setja fram álit og mat á því. Þegar viðtal við barn er hluti af meðferð máls hjá sýslumönnum, annast sérfræðingur viðtalið og gerir um það skýrslu. Sérfræðingur sinnir einnig eftirliti með umgengni. Starf sérfræðings er unnið í samstarfi teymis sérfræðinga og lögfræðinga sýslumanns. Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf til starfsréttinda í sálfræði, félagsráðgjöf eða sambærilegum greinum. • Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni barna og/eða foreldra. • Að hafa haldgóða þekkingu á ákvæðum barnalaga og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra. • Menntun á sviði sáttameðferðar eða sáttamiðlunar eða umtalsverð starfsreynsla á því sviði eða fjölskyldu- meðferðar. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi. • Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum. • Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku. Sótt er um starfið rafrænt á Starfatorg.is og má þar finna nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18.10.2021 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur www.syslumenn.is NNE Verkfræðistofa leitar eftir góðu fagfólki til framtíðarstarfa á burðarvirkjasvið. Í boði er gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfið felst í allri almennri hönnun burðarvirkja. Menntunar- og hæfniskröfur • Tækni- eða verkfræðimenntun • Gott vald á Revit og Autocad • Lágmark 3ja ára starfsreynsla • Sjálfstæði í starfi • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið hoo@nne.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. NNE Verkfræðistofa er lítið en öflugt fyrirtæki á sviði mannvirkjahönnunar. Fyrirtækið þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina og framundan eru spennandi verkefni. Hönnuður burðarvirkja www.nne.is Deildarstjóri skólaþjónustu Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf deildar skólaþjónustu á fjölskyldusviði Árborgar. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu og þekkingu á skólaþjónustu og almennu skólastarfi. Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 11 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skólastarf og góða frístunda- og velferðarþjónustu. Skólaþjónustan og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna af miklum krafti að eflingu þverfaglegs samtarfs og snemmtæks stuðnings sem er liður í að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Meginþjónustuþættir skólaþjónustu eru kennslufræðileg ráðgjöf, talmeinaráðgjöf og þjálfun, sálfræðiráðgjöf, stuðningur við starfsþróun í skólum sem og ýmsar skimanir og greiningar. Í Sveitarfélaginu Árborg eru sex leikskólar og fjórir grunnskólar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022 eða eftir nánari samkomulagi. Meginverkefni • Fagleg forysta á sviði skólaþjónustu í samræmi við lög og menntastefnu Árborgar • Stýra og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri skólaþjónustu • Næsti yfirmaður starfsfólks skólaþjónustu, m.a. kennsluráðgjafa, sálfræðinga og talmeinafræðinga • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í Árborg • Innleiðing á nýju verklagi og þróun teymisvinnu í samstarfi við aðra stjórnendur • Stjórnsýsluverkefni og ábyrgð á rekstri skrifstofu skólamála ásamt sviðsstjóra • Tryggja gott samstarf við stofnanir á sviði heilbrigðis- og skólamála Menntun og færnikröfur • Háskólamenntun í menntavísindum eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Framhaldsmenntun er kostur • Leiðtogahæfileikar og hæfni í teymisvinnu • Þekking og reynsla af rekstri og opinberri stjórnsýslu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæði • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku • Góð færni í ensku og fleiri tungumálum er kostur Nánari upplýsingar Umsóknarfrestur er til 18. október 2021. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, thorsteinnhj@arborg.is eða í síma 480-1900. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, ásamt greinargóðum rökstuðningi fyrir hæfni í starfið og er skilað í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins, starf.arborg.is Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.