Morgunblaðið - 14.10.2021, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 49
PÓSTDREIFING
Póstdreifing er dreifingarfyrirtæki sem
dreifir dagblöðum, tímaritum, fjölpósti
og ýmsu öðru dreifingarefni.
Fyrirtækið keppir að því að vera í forystu á
sviði dreifingar með því að bjóða víðtæka
og áreiðanlega þjónustu á góðu verði.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október. Nánari upplýsingar veitir Viktoría Rós Khorchai
forstöðumaður dreifingarsviðs, viktoria@postdreifing.is. Umsóknir óskast fylltar út á
www.postdreifing.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Hæfniskröfur:
– Mikil þjónustulund
– Góð almenn tölvuþekking
– Samskiptahæfni og jákvætt viðmót
– Stundvísi
– Skilyrði að umsækjandi tali og skrifi íslensku
og ensku
Helstu verkefni:
– Ráðningar
– Samskipti við blaðbera
– Símsvörun og móttaka ábendinga vegna
dreifingar
– Kannanir
– Önnur tilfallandi verkefni
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Póstdreifing óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa í dreifingardeild fyrirtækisins.
Ert þú snjall penni og glærusmiður
sem brennur fyrir málefnum atvinnulífsins?
Hefurþúbrennandi áhugaá íslenskuatvinnulífiogvilt hafa áhrif?
Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli færni í textagerð og framsetningu og
samþættingu efnis. Einstaklingi sem á auðvelt með að vinnameð fólki og getur sett fram
vandað efni á lifandi máta. Starfið heyrir undir miðlunarstjóra Samtaka atvinnulífsins.
Í starfinu felst m.a.
• Almenn ritstjórn og skrif um fjölbreytt
málefni
• Úrvinnsla, framsetning og miðlun efnis
þ.á.m. gerð glærukynninga
• Reglubundin samskipti við fjölmiðla
• Þátttaka í stefnumörkun og málefnastarfi
samtakanna
Umsóknarfrestur er til og með
20. október nk.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar. Gagnlegt er að fá dæmi
um ritstörf og/eða framsetningu á efni sem
lýsir hæfni til að gegna starfinu.
Sótt er um starfið á
alfred.is/vinnustadir/atvinnulifid
Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Védísi Hervöru
Árnadóttur, miðlunarstjóra Samtaka atvinnulífsins -
vedis@sa.is
Hæfnikröfur
• Framúrskarandi íslenskukunnátta, færni
í textagerð og miðlun efnis
• Framúrskarandi færni í gerð
glærukynninga
• Brennandi áhugi og þekking á málefnum
íslensks atvinnulífs
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulags-
hæfileikar og geta til að halda utan um
marga þræði eru mikilvægir eiginleikar
• Lagni í mannlegum samskiptum
• Teymishugsun, jákvæðni, frumkvæði
og þjónustumiðuð nálgun
• Tæknileg nálgun og færni
• Háskólagráða sem nýtist í starfi
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR