Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 56

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 56
veit maður og finnur fyrir því samt sem áður. Það er al- veg ótrúlegt hvernig maður finnur straumana í gegnum fjarlægðina,“ segir Helgi. Hlaðan tekin í gegn Segir hann að vel hafi verið tekið til hendinni í hlöð- unni í sumar þar sem nokkrar stórar breytingar voru gerðar sem verði gaman að sjá á laugardag. Það er komin Helgi verð- ur í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans, mbl.is og á K100 í sex þáttum fram að jólum en fyrsti þátturinn hefst, eins og áður sagði, núna á laugar- dagskvöld. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins, Það er komin Helgi með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, snýr aftur næstkomandi laugardag, 16. október. „Við erum bara að fara að stað strákarnir að starta næstu seríu af Það er komin Helgi þannig að það er bara rosa gaman, spennandi og skemmtilegt. Allir í stuði,“ segir Helgi Björns í samtali við Morgunblaðið og K100.is. Mikið af ungum listamönnum Kveðst Helgi hlakka mikið til að koma aftur á skjáinn en hann vill, að vana, lítið tjá sig um gesti þáttarins. „Við verðum með fullt af gestum og ætlum að vera með mikið af ungum listamönnum sem fólk hefur kannski ekki séð mikið af og blanda þessu skemmtilega saman. Svo verðum við með gömul „legend“ líka og allt í bland,“ segir Helgi, sem vill halda í óvissuþáttinn varð- andi gestina. „Svo verður Kalli selló mér þarna til aðstoðar. Honum finnst hann vera ómissandi þótt við gætum nú alveg komast af án hans en ég veit að það hafa margir gam- an af því að sjá hann,“ bætti Helgi glettnislega við. Finnur straumana í gegnum fjar- lægðina Helgi segist að- spurður aldrei fá nóg af því að koma fram og flytja tónlist, sem sé það skemmti- legasta sem hann geri. „Ég fæ aldrei nóg. Maður hefur ástríðu fyrir tónlist og tónlist- arflutningi. Það er ekkert skemmtilegra en að flytja tónlist fyrir fólk. Þó að það sé nú kannski ekki beint í þessu tilviki fyrir framan mann þá Helgi snýr aftur Helgi Björns og Reiðmenn vindanna snúa aftur í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, Það er komin Helgi, næstkomandi laugardag þar sem þeir munu halda uppi stuðinu í beinu streymi úr hlöðunni í Sjónvarpi Símans, mbl.is og K100. Ljósmynd/Mummi Lú Í stuði Helgi Björns snýr aftur á skjáinn á laugardaginn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Ljósmyndaprentun Frábært fyrir ljósmyndara. Bjóðum upp á prentun í öllum stærðum, t.d. á striga, álplötu eða pappír. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|konni@xprent.is www.xprent.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Snæbjörn talar við fólk varð til þegar við Baldur ákváðum að gera Hljóðkirkjuna að veruleika. Þá var ég þegar búinn að gera þónokkuð marga þætti af Bestu plötunni en gekk með þessa hugmynd í maganum. Svo gerðum við þetta báð- ir í einu, ég byrjaði með Snæbjörn talar við fólk og hann með Drauga fortíðar, og þá var Hljóðkirkjan formlega stofnuð.“ WTF með Marc Maron er uppáhaldið mitt. Hann tekur bestu viðtöl í heimi og ég hef alveg viðstöðulaust tekið mér hann til fyrirmyndar. Það þarf ekkert stórkostlegt innsæi til að sjá hversu mikið ég hef fengið lánað frá honum.“ Dark Fonzie er hliðarhlaðvarp hjá Marc Maron og félaga hans Dean Delray (sem hefur reyndar sitt eigið hlaðvarp sem ég hlusta stundum á). Þar fær maður að kynnast Maron svolítið nánar, þátturinn er bara spjall milli þeirra félaga og engir viðmælendur að flækjast fyrir. Dómsdagur „Ég hlusta undantekningar- laust á þrjú af Hljóðkirkjuhlaðvörpunum, Bestu plötuna, Dómsdag og Listamenn. Ég vil nú samt ekki taka allt plássið hérna undir þau og ætla að nefna Dómsdag sér- staklega þar sem konan mín er nýgengin til liðs við þau. Agnes gerir allt betra. Smartless er svona nýjasta reglulega viðbótin sem ég hlusta á. Skemmtileg viðtöl og allskonar rugl hjá þremur mönnum sem allir eru perluvinir.“ Chasing Tone er fyrir tónlistargræju- nördann í mér. Brian Wampler er eig- andi Wampler Pedals sem framleiðir gítareffekta og þarna talar hann við fólk um tónlist og græjur.“ Fimm hlaðvörp frá Snæbirni Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður í hljómsveit- unum Skálmöld og Ljótu hálfvitunum og hlaðvarps- stjórnandi í vinsæla viðtalshlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, mælir hér með sínum uppáhaldshlaðvörpum. Vinsæll Snæbjörn talar við áhugavert og skemmtilegt fólk í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en hann hlustar sjálfur mikið á viðtalshlaðvörp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.