Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 19. október 2021
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
70 ÁRA Árný Skúladóttir fæddist í Reykjavík en hefur búið
alla sína tíð í Hafnarfirði. „Ég ólst upp í suðurbæ Hafn-
arfjarðar, Hlíðarbraut 9.“ Að loknu stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands vorið 1971 lá leið Árnýjar í Tækniskólann
þar sem hún lagði stund á nám í meinatækni. Lauk Árný prófi
þaðan vorið 1973. Eftir námið gekk hún til starfa hjá Borg-
arspítalanum, nú LSH, og hefur hún starfað þar alla tíð síðan.
„Að starfa þar hefur verið gefandi og skemmtilegt og ekki
skemmir allt hið frábæra starfsfólk sem ég hef unnið með
gegnum árin.
Vorið 1973 fórum við vinkonur mínar í makaleit til Costa del Sol á Spáni og þar
kynntist ég að sjálfsögðu manni drauma minna, Friðriki Guðlaugssyni.“ Árný og
Friðrik gengu í hjónaband árið 1975 og eiga þrjú börn og fjögur barnabörn.
Áhugamál Árnýjar eru fjölbreytt. „Mitt aðaláhugamál er að fara á skíði með
fjölskyldunni innanlands sem og erlendis en við Friðrik höfum farið til Austur-
ríkis nánast árlega frá árinu 1983. Að auki finnst mér öll ferðalög erlendis
skemmtileg en öll sumur reynum við hjónin að fara til Costa del Sol. Uppáhalds-
borgin mín er Kaupmannahöfn og þar ætla ég að fagna afmælinu með fjölskyld-
unni um helgina. Rúsínan í pylsuendanum væri svo að hitta Margréti drottningu
á Det Lille Apotek í góðra vina hópi.“
Árný Skúladóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Farðu varlega þegar ókunnugir eiga í
hlut og láttu reyna á persónuna áður en þú
hleypir henni að þér. Gefðu þér tíma til að
hugsa málið ofan í kjölinn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er mikil hætta á töfum og sam-
skiptatruflunum í dag og næstu daga. Þú
mátt eiga von á því að hitta gamlan vin í dag.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert að undirbúa þig undir meiri-
háttar áskorun. Ef þú stefnir á lang-
tímamarkmið, er gott að skammta orkuna,
og einbeita sér að því sem lætur verkið rúlla.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Draumar um mikilfengleika ein-
kenna daginn. Stundaðu hugleiðslu og
komdu ró á hug þinn. Þú færð óvænta heim-
sókn í kvöld.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þótt þér takist ekki að breyta skoð-
unum annarra er alveg öruggt að málflutn-
ingur þinn fellur í góðan jarðveg. Láttu þver-
móðskuna ekki ná tökum á þér.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Valdabarátta vegna eigna er yfirvof-
andi. Gaumgæfðu peningamálin betur og
mettu verðmæti á öllum stigum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Varastu að festast í gömlum gildum
sem eiga ekki lengur við og eru bara til traf-
ala. Þú kannt að fá upplýsingar sem gætu á
endanum haft breytingar í för með sér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er undir sjálfum þér komið
hvort samskipti þín eru góð eða slæm við
annað fólk. Þú ættir að leggja við hlustirnar í
dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu ekki gylliboð ókunnugra
villa þér sýn. Ekki aðeins veistu nákvæmlega
hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt
að fá því framgengt.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það fylgir því mikil ábyrgð að tala
yfir fólki hvert svo sem umræðuefnið er.
Umburðarlyndi er undirstaða sambands
fólks í millum.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér er óhætt að láta eitthvað eft-
ir þér í tilefni farsælla verkloka. Yfir höfuð
hefðirðu gott af meira stuði og minni ígrund-
un.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og
þarft því að gera þér grein fyrir hvaða vænt-
ingar þú gerir til annarra. Gerðu það upp við
þig hvað er mest áríðandi.
Anna hefur alla tíð skrifað mikið
á íslensku, ensku, dönsku og
sænsku um sitt fag, rannsóknir,
kennslubækur, kennsluleiðbein-
ingar sem og áhugamál sín. „Ég fór
að skrifa kennslubækur af því mér
fannst vanta bækur sem töluðu til
nemandans og þá var ekki um ann-
að að ræða en skrifa þær sjálf. Fyr-
irmynd mín var bók tengdaföður
míns, Guðmundar Arnlaugssonar,
Tölur og mengi. Ég skrifaði einnig
greinaflokk í Mbl. um stærðfræði á
stærðfræðiárinu 2000, að ógleymd-
um fjölda minningargreina um eftir-
minnilegt fólk.“
Anna hefur verið virkur félagi í
og var um tíma varaformaður SKÝ,
Skýrslutæknifélags Íslands. SKÝ
átti aukaaðild að IFIP (Inter-
national Federation of Information
Processing) og var hún virk í tækni-
nefndinni TC3.1, sem fjallar um
tölvur og upplýsingatækni í skólum.
Sem slík sótti hún heimsráðstefnur
á þeirra vegum víða um heim. Einn-
ig hefur hún verið virk í ICME
(International Council for Mat-
hematics Education) og sótt ráð-
stefnur þeirra í Evrópu, Japan og
Kanada. Þá sótti hún alþjóðlegar
ráðstefnur á vegum International
Group for the Psychology of Mat-
hematics Education í Ísrael og
Ástralíu.
Mér fannst ég aldrei vera að
ryðja neinar brautir fyrir konur
með störfum mínum,“ segir Anna
aðspurð. „Ég vildi bara gera það
sem mér fannst gagnlegt og
skemmtilegt. Svo fór að spyrjast út
að ég gerði þetta vel. Nemendurnir
kunnu vel að meta minn stíl í
kennslu, en ég stóð ekki upp við
töfluna og skrifaði forskrift fyrir þá
heldur ræddi ég við nemendurna
um efnið og fékk þá með í um-
ræðuna.“
A
nna Kristjánsdóttir
fæddist 14. október
1941 í Gerði, Reykja-
víkurvegi 27, sem áður
var í Skildinganes-
hreppi en tilheyrði þá Skerjafirði í
Reykjavík. Æskuslóðirnar voru
Skerjafjörðurinn og nágrenni. Á
sumrin dvaldi hún oft í sumarbústað
föðursystur sinnar og eiginmanns
hennar við austanvert Þingvalla-
vatn. Bústaðurinn var kallaður
Naustið. „Þar lærði ég að veiða og
róa og hafði mikla ánægju af.“
Anna gekk í Melaskóla til 12 ára
aldurs, því næst í unglingadeild
Miðbæjarskóla í tvö ár og tók lands-
próf frá Gagnfræðaskólanum við
Vonarstræti. Hún lauk stúdents-
prófi frá stærðfræðideild Mennta-
skólans í Reykjavík og þaðan lá
leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem
hún útskrifaðist með BA-gráðu í
stærðfræði og sagnfræði vorið 1967.
Samhliða háskólanámi kenndi hún
stærðfræði við Hagaskóla og
Menntaskólann við Hamrahlíð auk
þess að vera framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta í hálfu
starfi. Haustið 1969 bauðst henni
styrkur Reykjavíkurborgar til
framhaldsnáms við Kennaraháskóla
Danmerkur í Kaupmannahöfn og
þaðan lauk hún cand. pæd.-prófi í
stærðfræði og uppeldisfræði vorið
1972.
Eftir heimkomu hóf hún störf á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sem
kennsluráðunautur ásamt því að
kenna stærðfræði við MH. Hún var
námsstjóri í stærðfræði og starfaði
þá á Skólarannsóknardeild mennta-
málaráðuneytisins. Hún var síðan
ráðin lektor við Kennaraháskóla Ís-
lands 1980, varð dósent 1986 og pró-
fessor þar 1991 í stærðfræði-
menntun, fyrst á Norðurlöndum.
Anna var kölluð til starfa sem pró-
fessor í stærðfræðimenntun við
Högskolen i Agder, síðar Agder
University, í Noregi árið 2002 og
starfaði þar til starfsloka 2011. Hún
hefur verið gestaprófessor í Eng-
landi, Kanada og á Grænlandi. „Ég
var í litlu hlutastarfi og hélt minni
aðstöðu í KHÍ og síðan í HÍ á þess-
um tíma.
Félagsstörf
Anna gekk kornung til liðs við
skátahreyfinguna. Hún varð flokks-
foringi 15 ára, sveitarforingi 16 ára,
deildarforingi 17 ára og svo
stjórnarmaður í Kvenskátafélagi
Reykjavíkur 1960-1961. Anna var
tjaldbúðastjóri kvenskáta á 50 ára
afmælismóti íslenskra skáta á Þing-
völlum 1962. Hún var gjaldkeri
skátafélagsins Landnemar 1973-
1975 og gjaldkeri Skátasambands
Reykjavíkur 1975-1976. Hún átti
drýgstan þátt í stofnun sjálfseignar-
stofnunarinnar Skátaheimili Land-
nema 1984 og var formaður hennar
fyrstu árin. Hún var aðstoðar-
tjaldbúðastjóri fyrir starfsmanna-
búðir á alheimsmóti skáta, Nord-
jamb 1975.
Hún var stofnfélagi Gilwell-
hringsins og var leiðbeinandi á
nokkrum Gilwell-námskeiðum, einn-
ig fararstjóri skátahópa til Svíþjóð-
ar og síðar Finnlands. Anna var
stofnfélagi í og formaður íbúa-
samtaka Vesturbæjar á árunum
1986-1988. Hún hefur verið virkur
félagi í gönguklúbbnum Fet fyrir
fet í rúmlega 30 ár. „Við höfum
gengið um allt land og gist í tjöldum
og skálum, en seinni árin á hótelum.
Við höfum líka farið í gönguferðir
erlendis svo sem í Austurríki, Nor-
egi og á Borgundarhólmi.“
Anna var einnig aðalhvatamaður
að og fyrsti formaður Flatar, sam-
taka stærðfræðikennara. Um árabil
stóð Anna fyrir Kapp Abel-
keppninni á Íslandi, eða „Best“,
Bekkirnir keppa í stærðfræði, en
þetta er norræn stærðfræðikeppni
milli áttundu bekkja. Hún var félagi
í samtökum danskra stærðfræði-
kennara, Danmarks Matematik-
lærerforening.
Anna var heiðruð 1966 af Norsk
Spedergutt-forbunn með „Den
Grønne Lilje“ með þakklæti fyrir
stuðning við norskt skátastarf. Hún
fékk viðurkenningu frá Hagsmuna-
félagi um eflingu verk- og tækni-
menntunar á háskólastigi á Íslandi
árið 2001. Hún varð félagi í Agder
Vitenskapsakademi árið 2002 og var
gerð að heiðursfélaga Skýrslu-
Anna Kristjánsdóttir, prófessor emeríta – 80 ára
Í Skíðadal Gönguhópurinn Fet fyrir fet í ferð árið 2019, en hópurinn fer í
stutta gönguferð einu sinni í mánuði og eina langa ferð á á ári.
Stærðfræði er málið
Hjónin Anna og Arnlaugur í
Winterpark í Colorado árið 2017.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Saga Von Sólversdóttir
fæddist 4. júlí 2021 kl. 21.08. Hún vó
3.570 g og var 54 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sólver Hafsteinn Sól-
versson Guðbjargarson og Guðrún
Stella Ágústsdóttir. Nafngift fór fram
í safnaðarheimili Laugarneskirkju 10.
október 2021. Athafnarstjóri var Hilm-
ar Hildar Magnússon og kristilega
blessun veitti síra Davíð Þór Jónsson.
Svavar Knútur Kristinsson sá um
tónlistarflutning.
Nýr borgari