Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskur NRS vill þjónusta íslenskan fiskmarkað í tengslum við uppboð. Vill veita RSF öfluga samkeppni - Lögbannið veldur umtalsverðu tjóni - Sagt upp störfum eftir þrjátíu ár „án nokkurrar skýringar“ Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Nýja fiskuppboðsfyrirtækið NRS, sem hefja átti starfsemi sína á föstu- dag, hefur fengið á sig lögbann með staðfestingu sýslumannsins í Kefla- vík, að kröfu Reiknistofu fiskmark- aða ehf. (RSF). Það félag hefur notið einokunarstöðu á fiskuppboðsmark- aðnum til þessa. Vegna lögbannsins er ljóst að NRS neyðist til að gera hlé á starfsemi sinni í einhvern tíma. Eyjólfur Þór Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda fyrir- tækisins, segist litlar áhyggjur hafa, enda telji hann rök RSF ekki standast nokkra skoðun. Það muni þó taka daga eða vikur að greiða úr málinu en það hvílir á RSF að sanna að NRS hafi viðhaft ólög- mæta háttsemi. Lögbannið kom Eyjólfi vægast sagt á óvart, að hans sögn. Reiknistofan byggir helst á því að Eyjólfi hafi ekki verið heim- ilt að stofna fyrirtæki sem stæði í samkeppni við RSF, enda hafi hann áður starfað sem framkvæmdastjóri reiknistofunnar. „Mér var sagt upp störfum þar án nokkurrrar skýring- ar. Þetta er áratugalangt starf og ég stóðst bara ekki mátið að halda áfram á þessari braut,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á að hann sé 62 ára gamall, búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði eftir 30 ár í starfi og vilji freista þess að veita reiknistofunni öfluga samkeppni með því að gera betur. Eyjólfur segir að þótt það hafi verið einhverskonar samkeppnisákvæði í ráðningar- samningi hans við RSF á sínum tíma, ætti það ekki að hafa áhrif þar sem honum var sagt upp og ekkert slíkt ákvæði hafi verið að finna í starfslokasamningnum. Lögbannið hefur nú þegar valdið því að NRS verði af tekjum við sölu. Fiskinn þarf að selja, svo á meðan lögbannið er í gildi verður hann allur seldur hjá RSF, enda voru þeir markaðir sem höfðu ætlað sér að selja í gegnum NRS; Fiskmarkaður Vestfjarða og Fiskmarkaður Snæ- fellsbæjar, nú þegar með gildan samning við RSF. Þá lendir NRS einnig í lögfræðikostnaði við mála- reksturinn svo tjónið er umtalsvert. Eyjólfur Þór Guðlaugsson 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ g 6. janúar í 20 nætur Tenerife Verð frá kr. 279.900 Hlaðvarpið Dr. Football, sem haldið er úti af Doc Media slf., undir stjórn Hjörvars Hafliðasonar, er nú orðið skráður fjölmiðill hjá fjölmiðlanefnd. Kemur það til af úrskurði nefnd- arinnar á föstudag þar sem Dr. Foot- ball var gert að greiða hálfa milljón króna í stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um skráningarskyldu fjöl- miðla og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, þar sem Hjörvar hafði auglýst vörumerkið Ólafsson Gin í þáttum sínum og ekki sinnt því að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil. Í svörum Hjörvars við frummati fjölmiðlanefndar taldi hann skilning nefndarinnar á hugtakinu „fjölmiðill“ úr hófi víðtækan, en með því væru nær öll hlaðvörp og miðlun ein- staklinga og lögaðila á samfélags- miðlun sett undir sama hatt. Í skiln- ingi laganna er fjölmiðill hvers konar miðill er miðlar efni til almennings reglulega og lýtur ritstjórn. Nefndi hann sem dæmi að miðlun Lindu Ben. á uppskriftum og lífsstílstengdu efni á Instagram, og miðlun fólks á efni á miðlinum OnlyFans, væri ekki skráð sem fjölmiðlun hjá fjölmiðla- nefnd, eins og krafist sé af honum. Hjörvar segist ekki vilja tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar á opinberum vettvangi, heldur muni hann einfald- lega greiða sektina og halda svo áfram með þættina. Sektir sem þessar taka ekki mið af veltu þess fjölmiðils sem þær hlýtur. Heimildir Morgunblaðsins herma að sektin, sem er að upphæð 500.000 krónur, samsvari um fimm prósent- um af ársveltu hlaðvarpsins. Þannig má ætla að hún leggist hlutfallslega þyngra á Dr. Football en hún kæmi til með að gera á stærri fjölmiðla, sem lúta sömu reglum. Tekið er fram í úrskurði nefnd- arinnar að við ákvörðun sektar- fjárhæðar hafi verið tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvar- leika þess. thorab@mbl.is Sektin nemur fimm prósent- um af ársveltu Dr. Football - 500.000 króna sekt - Greiðir og heldur áfram með þættina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þáttastjórnandi Hjörvar Hafliða- son stýrir umræðum í Dr. Football Fanney Sandra Albertsdóttir, ung kona sem lenti í því óhugnanlega at- viki síðastliðinn föstudag að vera byrluð ólyfjan, líkir ástandinu við al- varlega frelsissviptingu. Fanney, sem hafði einungis innbyrt þrjá áfenga drykki það kvöldið, fann skyndilega fyrir miklum áhrifum. Hún hætti að geta staðið í lappirnar, gat ekki haldið á neinu og féll að lokum í óminni. Fanney var þó í góðum höndum vina sinna sem tóku eftir ástandi hennar og fylgdu henni af staðnum og á heimili eins úr vinahópnum, þar sem ástandið versnaði. Kolbrún Benediktsdóttir varahér- aðssaksóknari segir að ekkert byrl- unarmál hafi komið á borð embættis- ins. Þó hafa nokkur kynferðis- brotamál komið þar sem brotaþola hefur grunað að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Að sögn Kolbrúnar er þó erf- itt að sanna slíkt nema með gögnum og því sé mikilvægt að leita strax til læknis til að tryggja sannanir. Að sögn Kolbrúnar gæti byrlun mögu- lega leitt til þyngingar dóms, takist að sanna verknaðinn. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club, kveðst vita um nokkur tilvik síðast- liðnar helgar þar sem fólki er byrluð ólyfjan á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Telur hún að þetta gæti verið að færast í vöxt og hefur líkt ástandinu við faraldur. Mikilvægt að sanna byrlanir - Stóð ekki í lapp- irnar eftir byrlun Ýmsum sögum fer af afla þeirra sem dorga á bryggjum, eins og sást í Hafnarfirði um helgina. Hvort ýsutittir eða þyrsklingar bíta á agnið er ef til vill aukaatriði í huga margra. Aðrir vilja veiða sér í soðið og horfa þá til þess að tryggja sér vænan bita úr hafinu. Útiveran á bryggjunni er þá ekki síður góð, en á landinu öllu var ágætt veður um helgina, sem spáð er að haldist um sinn. Dorgað á bryggjunni í Hafnarfirði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líf við höfnina en aflabrögðin eru æði misjöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.