Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
25. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.15
Sterlingspund 178.03
Kanadadalur 104.75
Dönsk króna 20.187
Norsk króna 15.474
Sænsk króna 15.059
Svissn. franki 140.8
Japanskt jen 1.1342
SDR 182.67
Evra 150.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.2207
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sérfræðingar fjárfestingarbankans
Antarctica Advisors í Bandaríkjun-
um hafa haft í nógu að snúast á þessu
ári og nú síðast kom félagið að kaup-
um framtakssjóðsins Acon Invest-
ments á nokkrum stöndugum banda-
rískum og kanadískum sjávar-
útvegsfyrirtækjum.
Birgir Brynjólfsson er meðeigandi
og einn af stofnendum Antarctica og
segir hann þessi
viðskipti gott
dæmi um vaxandi
áhuga framtaks-
sjóða (e. private
equity) á sjávar-
útvegi. Um sé að
ræða þróun sem
komi sér vel fyrir
greinina enda
mikil eftirspurn
eftir fjármagni í
sjávarútvegi til að
byggja upp skipakost, fjárfesta í
tækninýjungum og liðka fyrir sam-
þjöppun smærri fyrirtækja til að
skapa stærri og öflugri rekstrar-
einingar.
Fyrirtækin sem Acon keypti eru
Northern Wind, Suncoast Seafood
og Raymond O‘Neil Fisheries.
Northern Wind er með starfsfemi
sína í New Bedford í Massachusets
og er í hópi stærstu hörpuskelsfram-
leiðenda í Bandaríkjunum en Sun-
coast Seafood og Raymond O‘Neil
eru umsvifamiklir kanadískir hum-
arframleiðendur. Kaupverðið er
trúnaðarmál en fyrirtækin eru á
stærð við dæmigerð íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki. „Með því að sam-
eina þessi þrjú fyrirtæki er verið að
skapa fjölbreyttan rekstur með auk-
inni hagkvæmni og vaxtartækifæri í
alþjóðlegri samkeppni,“ útskýrir
Birgir.
Sniðugt að fjárfesta í fiski
Að mati Birgis má finna mörg
tækifæri af svipuðum toga í alþjóð-
legum sjávarútvegi og hann á von að
á komandi árum muni framtakssjóð-
ir verða umsvifameiri í fjárfesting-
um í sjávarútvegi: „Þeir hafa á síð-
astliðnum árum komið auga á að
sjávarútvegur er góður eignaflokkur
til að fjárfesta í. Sjávarútvegur hefur
yfirleitt staðið af sér efnahagssveifl-
ur og það einkennir greinina að
fyrirtæki búa að sterkum undirliggj-
andi eignum, s.s. skipum, kvóta og
fiskvinnslum, en að auki eru þetta
fyrirtæki með gott sjóðstreymi og
svo hefur heimseftirspurn eftir sjáv-
arfangi verið að aukast töluvert.
Neytendur sækja í auknum mæli í
náttúrulegt og hreint prótein úr haf-
inu og tengja fiskafurðir við heil-
brigðan lífsstíl. Sjávarútvegurinn er
einnig í góðri aðstöðu til að njóta
góðs af því að ráðstöfunartekjur í ný-
markaðsríkjum hafa farið vaxandi.“
Segir Birgir að enginn hörgull sé á
fjársterkum framtakssjóðum í leit að
góðum fjárfestingartækifærum en
erfitt sé fyrir almenning að fjárfesta
í sjávarútvegi því sárafá sjávarút-
vegsfyrirtæki sé að finna á markaði.
„Í Bandaríkjunum er ekkert sjávar-
útvegsfyrirtæki skráð í kauphöll, í
Kanada er aðeins eitt, á Íslandi örfá
og bara í Noregi má finna ágætis
safn af fyrirtækjum á hlutabréfa-
markaði,“ útskýrir Birgir og bætir
við að skýringin á þessu sé einkum
að það henti ekki alltaf sjávarútvegs-
fyrirtækjum að opna rekstur sinn
með þeim hætti sem krafist er af
skráðum félögum.
Þolinmótt fjármagn
væri heppilegast
Verða framtakssjóðirnir því að
fara þá leið að leita til milliliða á borð
við Antarctica til að grípa áhuga-
verðustu kauptækifærin. Segir Birg-
ir mikinn mun á því hvernig viðskipt-
in ganga nú og fyrir tíu árum. „Við
þurftum að leggja mikið á okkur til
að ná tali af stjórnendum sjóðanna
og sýna þeim fram á möguleikana í
sjávarútvegi. Núna hefur dæmið
snúist við og eru það sjóðirnir sem
hringja í okkur og spyrja hvort við
eigum ekki góð fjárfestingartæki-
færi handa þeim,“ segir Birgir.
Framtakssjóðirnir eru yfirleitt
með skýra stefnu og reiða sig á að-
komu reynslumikils fólks. „Skipta
má stofnanafjárfestum í tvo megin-
hópa. Annars vegar eru þeir sem
koma inn í fyrirtæki með það fyrir
augum að innleiða breytingar og inn-
leysa arð sinn að fimm til sjö árum
liðnum. Svo eru hinir sem fjárfesta
til lengri tíma, s.s. fjölskyldusjóðir
(e. family office) eða lífeyrissjóðir,
sem búa iðulega að þolinmóðu fjár-
magni,“ útskýrir Birgir og bætir við
að síðarnefndi hópurinn sé á margan
hátt sá sem eigi mest erindi við fjár-
festingar í sjávarútvegi enda geta
miklar sveiflur orðið í greininni á
milli ára. „Menn innleysa ekki
skammtímagróða í sjávarútvegi
nema þeir hafi verið sérlega heppnir,
en þolinmóðir sjóðir sjá að þrátt fyr-
ir tímabundnar sveiflur er lang-
tímaþróunin hagfelld.“
Stökkpallur fyrir íslenska
þekkingu út í heim
Birgi þætti upplagt ef íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki gripu gæsina og
fengju erlenda fjárfesta að borðinu,
s.s. til að standa straum af yfirtökum
erlendis. „Regluverkið takmarkar
aðkomu erlendra aðila að fiskveiðum
en setur t.d. fjárfestingum í vinnslu
og eldi ekki sömu skorður. Þá eru
aðrar leiðir færar til að nýta það er-
lenda fjármagn sem stendur til boða,
s.s. með víkjandi lánum.“
Gæti aðkoma fjársterkra sjóða
reynst vera mikilvægur stökkpallur
og segir Birgir að það sé eðlilegt að
skoða hvort íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki eigi ekki fullt erindi í yfirtök-
ur á félögum erlendis til að heimfæra
íslenska þekkingu og reynslu yfir á
nýja markaði til að skapa verðmæti.
Minnir Birgir á að mjög gott orð fari
af íslenskum sjávarútvegi erlendis
og dæmi um árangursrík verkefni ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja á er-
lendri grundu: „Útrás íslensks
sjávarútvegs hófst fyrir 30 árum og
voru t.d. Grandi og Þormóður rammi
byrjuð að fjárfesta í Suður-Ameríku
árið 1992. Gæti aukinn metnaður
hvað varðar útrás og yfirtökur líka
verið liður í því að renna fleiri stoð-
um undir íslenskan sjávarútveg og
dreift áhættu á fleiri heimsálfur og
fleiri fisktegundir.“
Sjóðir með sjávarútveg í sigtinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Möguleikar „Menn innleysa ekki skammtímagróða í sjávarútvegi nema þeir hafi verið sérlega heppnir, en
þolinmóðir sjóðir sjá að þrátt fyrir tímabundnar sveiflur er langtímaþróunin hagfelld,“ segir Birgir.
Vænn biti
» Sárafá sjávarútvegsfyrir-
tæki er að finna í kauphöll-
unum.
» Sjóðir sjá sjávarútveg sem
áhugaverðan kost, m.a. vegna
sjóðstreymis og undirliggjandi
eigna.
» Grein sem á eftir að vaxa og
dafna en víða samþjöppunar-
tækifæri.
» Íslenskur sjávarútvegur
gæti notað erlent fjármagn til
að standa straum af útrás.
- Antarctica Advisors annaðist kaup bandarísks framtakssjóðs á þremur sjávarútvegsfyrirtækjum í
N-Ameríku - Framtakssjóðir leita tækifæra í sjávarútvegi og það gæti verið stökkpallur fyrir íslensk félög
Birgir
Brynjólfsson
Í viðtali við CNN á sunnudag vísaði
Janet Yellen, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, því á bug að verð-
bólga væri að fara úr böndunum í
Bandaríkjunum. Væntir Yellen
þess að verðbólga verði komin aft-
ur á eðlilegt bil á seinni hluta næsta
árs.
Vísaði Yellen m.a. til þess að
flöskuhálsar í vöruflutningakerfi
Bandaríkjanna hefðu átt sinn þátt í
verðbólguþróuninni undanfarnar
vikur og mánuði. „Eftir því sem
okkur tekst að vinna okkur betur út
úr heimsfaraldrinum vænti ég þess
að losni um þessa flöskuhálsa,“
sagði ráðherrann.
Gagnrýnendur hafa bent á að
hækkandi verðlag megi ekki hvað
síst rekja til örvunaraðgerða
stjórnvalda og beinast spjótin að
peninga- og vaxtastefnu seðla-
banka Bandaríkjanna. Að sögn
Reuters hefur seðlabankinn gefið
til kynna að þó að dregið verði úr
beinum inngripum á skuldabréfa-
markaði verði stýrivöxtum haldið
lágum þar til bandarískur atvinnu-
markaður kemst aftur í eðlilegt
horf. ai@mbl.is
AFP
Tímabundið Yellen væntir eðli-
legrar verðbólgu seint á næsta ári.
Telur BNA ekki vera að
missa tökin á verðbólgunni
Atvinna