Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 25
Ólafsfirði. Margrét vann lengst á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Nú eiga
Ragnar og Margrét heimili í Lauga-
túni 22, Sauðárkróki. Foreldrar
Margrétar voru hjónin Helgi Sveins-
son, f. 29.8. 1911, d. 18.3. 2006, vöru-
bílstjóri á Ólafsfirði, og Lára
Þorsteinsdóttir, f. 4.6. 1912, d. 3.2.
1986, húsmóðir.
Börn Ragnars og Margrétar eru:
1) Helgi Sveinn mjólkurfræðingur, f.
20.4. 1956. Maki: Ólöf Jónsdóttir
matráður hjá Fiskiðjunni; 2) Árni
Birgir sjómaður, f. 12.3. 1958. Maki:
Sigríður Magnúsdóttir starfsmaður
hjá Steypustöð Skagafjarðar með
meiru; 3) Ingibjörg Ragna, starfs-
maður Árskóla, f. 25.3. 1961. Maki:
Einar Guðmannsson trésmiður; 4)
Berglind, starfsmaður Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra, f. 22.2.
1971. Maki: Sigurður H. Ingvarsson
byggingafulltrúi Svf. Skagafjarðar;
5) Elín Lilja sölumaður hjá Ásbirni
Ólafssyni hf., f. 13.7. 1971. Maki:
Ómar Halldórsson, starfsmaður Ör-
yggismiðstöðvarinnar. Öll börn
Ragnars og Margrétar eru búsett á
Sauðárkróki nema Elín sem býr í
Hafnarfirði. Barnabörnin eru orðin
16 talsins og barnabarnabörn 19.
Hálfsystkini Ragnars sammæðra
voru tvíburarnir Anna Guðný Andr-
ésdóttir, f. 7.6. 1927, d. 4.9. 1988,
ljósmóðir, bjó á Röðli, A-Hún., og
Kristinn Andrésson, f. 7.6. 1927, d.
12.7. 1991, vörubifreiðarstjóri á
Blönduósi.
Foreldar Ragnars voru Lilja
Kristbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.10.
1896, d. 10.7. 1977, bóndi á Á í Una-
dal, og Guðmundur Sölvason, f. 11.8.
1901, d. 30.10. 1978, verkamaður á
Sauðárkróki.
Ragnar
Guðmundsson
Lilja Kristbjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Spáná
Ólafur Ólafsson
bóndi á Spáná í Unadal
Anna Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja í Bjarnastaðagerði
Jóhann Sveinn Símonarson
bóndi í Bjarnastaðagerði í Unadal
Kristbjörg Lilja Jóhannsdóttir
bóndi á Á í Unadal, Skag.
Guðbjörg Sigmundsdóttir
húsfreyja á Bjarnastöðum
Símon Kristjánsson
bóndi á Bjarnastöðum í Unadal
Sigríður Gunnarsdóttir
húsfreyja í Kálfárdal
Ólafur Rafnsson
bóndi í Kálfárdal
Sigurlaug Ólafsdóttir
húsfreyja í Kálfárdal
og á Skíðastöðum
Sölvi Guðmundsson
bóndi í Kálfárdal í Gönguskörðum,
síðar á Skíðastöðum
Margrét Björnsdóttir
húsfreyja á Skarðsá og Fagranesi
Guðmundur Sölvason
bóndi og hreppstjóri á Skarðsá í Sæmundar-
hlíð, síðar á Fagranesi á Reykjaströnd
Ætt Ragnars Guðmundssonar
Guðmundur Sölvason
verkamaður á Sauðárkróki
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GARÐAR JÓNSSON,
YFIRÖRYGGISVÖRÐUR
HÚSDÝRAGARÐSINS.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að brosa við
tilhugsunina um hann.
ÉG GET EKKI HANGIÐ
HÉR Í ALLAN DAG
LETIBIKKJA!
HVAÐ LÍKAR
ÞÉR BEST VIÐ
STARFIÐ ÞITT,
TÓKI LÆKNIR?
TEKJURNAR!
OG HVAÐ KANNTU
SÍST VIÐ?
VÍKINGANA!
„OG HANN SAGÐI VIÐ ÞÁ: SMELLIÐ Á
SUBSCRIBE-TAKKANN OG FYLGIÐ MÉR
OG ÉG MUN GERA YÐUR ÁHRIFAVALDA
MANNKYNS.“
Limra eftir Kristján Karlsson:
„Nú hættum við hórdómi og sluksi,“
mælti Hámundur, „gyðjan er uxi“.
Hann bíður um stund
brýtur stól, lemur hund.
Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi.
Ég fékk góðan póst: „Haraldur
Benediktsson alþingismaður og
bóndi á Rein birti mynd þar sem
hann var að dreifa úr haugsugu
sinni á túnin með bæjarhúsin í bak-
sýn og ákallaði Pál Magnússon
gamlan félaga sinn af Alþingi með
þessum orðum: Mig vantar fallegt
ljóð um haugsuguna.
Svar Páls var eftirfarandi:
„Haugsuguandinn kom ekki yfir
mig þannig að ég hafði samband við
stórvin minn sem mig grunaði að
gæti deilt dálæti þínu á þessu fyr-
irbæri. Og Árni Geirhjörtur Jóns-
son úr Kinninni brást ekki fremur
en fyrri daginn:“
Þó haugurinn henti best túnum,
hollustu efnum búnum,
þá Halli á Rein
á húsþökin hrein,
dreifir hér drullunn’i úr kúnum.
Guðný Jakobsdóttir bætti í sarp-
inn:
Virðing og væntumþykja
virðist hér alltumlykja.
Segðu mér sál,
Halli segir við Pál.
Hvað er indælla en áborin mykja?“
Pétur Stefánsson sendi mér póst:
„Nú er vetur að bresta á og þá
verða svona vísur til“:
Veðrið er í verra lagi,
vindar gnauða býsna hátt.
Þjóðinni er þungur bagi
þessi bölvuð norðanátt.
Þegar vetrarbylir bylja
og brunagaddur plagar þjóð,
veit ég þá að vill mér ylja
væn og fögur íslensk ljóð.
Og hér er haustvísa eftir Magnús
Halldórsson:
Fallin eru flestöll strá,
fölna börð og lautir.
Líða nú um loftin grá,
lóuhópar blautir.
Kristján H. Theódórsson kveður
Sokka:
Fjögur ár þann færleik sat,
á flengreið, aldrei dettinn.
Svo viljugur í Valhöll gat,
vísað endasprettinn.
Mér síður hugnast Sokki minn,
hve sár þér verður leikur.
En þar mér bjóðast betri skinn,
og bakherbergjareykur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haugsuguandinn
og vetur í nánd