Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Norður-
Kórea
byggist á
sósíalismanum og
eins og í öðrum
slíkum ríkjum hef-
ur afleiðingin verið kúgun, al-
varlegur skortur og jafnvel
skelfileg hungursneyð innan
lands á sama tíma og umheim-
inum stendur ógn af landinu.
Lýðræðisríki hafa sterka til-
hneigingu til að halda frið við
önnur lönd og eru almennt ekki
ógn við umhverfi sitt ólíkt ríkj-
um á borð við Norður-Kóreu
sem þrífast á ólgu og ófriði.
Í Norður-Kóreu ríkir hörm-
ungarástand innan lands en
stjórnvöld kenna öðrum um
ófarirnar og reyna að búa til
sameiginlegan óvin til að auð-
velda þeim að halda þjóðinni
saman og koma í veg fyrir ólgu,
því að sameiginlegur óvinur í
bland við óhefta kúgun innan-
lands er meðalið sem hefur
dugað harðstjóranum Kim
Jong-un, föður hans og afa til
að halda völdum og lifa í lúxus á
sama tíma og almenningur fell-
ur úr hor.
Í liðinni viku sökuðu stjórn-
völd í Norður-Kóreu Banda-
ríkjastjórn og öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna um að vera að
„setja upp hættulega tíma-
sprengju“ með því að ræða
frekari aðgerðir gegn Norður-
Kóreumönnum vegna nýlegra
eldflaugatilrauna þeirra.
Einhverjum kynni að þykja
það ósvífni í ljósi þess að Norð-
ur-Kóreumenn hafa verið
einkar iðnir við að prófa eld-
flaugar sem borið geta kjarn-
orkuvopn á síðustu vikum,
þrátt fyrir að þeim sé það al-
gjörlega bannað samkvæmt
ályktunum ráðsins, og landið
sæti nú þegar refsi-
aðgerðum vegna
kjarnorku-
vopnaáætlunar
sinnar. Fyrir utan
það hve fráleitt er
og í raun ósvífið að ríki sem
ekki getur tryggt íbúunum
nægan mat og aðrar nauðsynj-
ar skuli eyða stórfé í slíkar til-
raunir.
Bæði hafa Norður-Kóreu-
menn skotið upp eldflaug, sem
sögð var vera „ofurhljóðfrá“,
sem og eldflaug, sem hægt er
að skjóta úr kafbáti. Þó að ým-
islegt bendi til þess að stjórn-
völd í Pyongyang eigi enn langt
í land með að fullkomna
tæknina er þetta váleg þróun,
ekki síst í síðarnefnda tilfellinu,
þar sem hægt er að beita kaf-
bátaflaugum til þess að hefja
skyndiárás, sem erfiðara er að
verjast en eldflaugum sem
skotið er af jörðu niðri.
Þá veldur ekki síður áhyggj-
um að Kim Jong-un blæs nú á
allar tilraunir nágranna sinna
og Bandaríkjastjórnar til að
hefja viðræður á ný, jafnvel
þótt Bandaríkjamenn hafi heit-
ið slíkum viðræðum án nokk-
urra skilyrða um efni þeirra
eða framgang. Á sama tíma
hafa Suður-Kóreumenn ekki
látið sitt eftir liggja í þróun eld-
flauga, þó að þeir ráði ekki yfir
kjarnaoddum.
Slíkt vígbúnaðarkapphlaup á
Kóreuskaga gæti haft skelfileg-
ar afleiðingar í för með sér. Þó
er erfitt að sjá hvernig hægt
verði að leysa úr þessari stöðu,
nema Kim snúist allt í einu
hugur. Á meðan hann getur
nýtt sér vopn sín til þess að
kúga nágranna sína verður það
þó að teljast helst til ólíklegt. Á
meðan tifar tímasprengjan.
Norður-Kóreumenn
ögra umheiminum
enn og aftur}
Ekkert lát á
tilraununum
Óhagstætt
rekstrar-
umhverfi einkarek-
inna fjölmiðla hef-
ur verið til umræðu
hér á landi í nokkur ár en sú
umræða hefur litlu skilað. Tek-
ið var upp styrkjakerfi sem er
óhagstæðast þeim fjölmiðlum
sem hafa flesta blaðamenn í
vinnu og stunda mestan frétta-
flutning en hagstæðast hinum.
Við þetta öfugsnúna fyrirkomu-
lag bætist að fjölmiðlar greiða
háa skatta til ríkisins á sama
tíma og þeir verða að keppa við
fjölmiðil ríkisins og greiða fyrir
starfsemi hans.
Í því efni hefur ekkert breyst
og heldur ekki því sem snýr að
samkeppni við erlenda miðla af
ýmsu tagi sem taka sífellt
meira til sín á auglýsingamark-
aði. Meira að segja ríkisstofn-
anir dæla skattfé
inn á samfélags-
miðla í stað þess að
nýta innlenda fjöl-
miðla. Ennfremur
birta erlendir miðlar Íslend-
ingum íslenskar auglýsingar
um vörur og þjónustu sem
óheimilt er að auglýsa hér á
landi. Með þeim hætti missa
einkareknir íslenskir fjölmiðlar
einnig spón úr sínum aski.
Ekki hefur komið fram að
staða einkarekinna fjölmiðla sé
til umræðu meðal formannanna
þriggja sem nú ræða endurnýj-
að stjórnarsamstarf. Sé þeim
og flokkum þeirra alvara um að
ástæða sé til að bæta stöðu
þessara miðla er þó nauðsyn-
legt að sú umræða verði tekin
og að lausnin taki mið af þeim
vanda sem raunverulega er við
að etja.
Vandi einkarekinna
fjölmiðla er óleystur}Lausnin hæfi vandanum
N
ýtilkominn áhugi ráðherra í
ríkisstjórninni á stöðu fjar-
skiptamála á Íslandi hefur aðal-
lega snúið að sölu Símans á
dótturfélagi sínu, Mílu, til er-
lends sjóðstýringarfyrirtækis – eðlilega, enda
um mikilvæga fjarskiptainnviði að ræða og
mikið í húfi fyrir Íslendinga ef ekki er vandað
til verks.
Áhugi ráðherranna hefði þó mátt sjást fyrr
enda hefur legið fyrir í nokkurn tíma að salan
væri yfirvofandi. Hins vegar vekur athygli að
þetta mál, salan á Mílu, var rifin inn til um-
ræðu í Þjóðaröryggisráði á dögunum enda til-
efni til. Það sem er athyglisvert hins vegar er
að fyrir stuttu, á liðnu þingi, taldi Þjóðarör-
yggisráð ekki ástæðu til að taka sérstaka af-
stöðu til 87. greinar frumvarps til nýrra fjar-
skiptalaga sem kvað á um mögulegar takmarkanir á
viðskiptum við framleiðendur fjarskiptabúnaðar, oft kall-
að „Huawai-ákvæðið“. Það virðist því vera tilviljanakennt
hvaða angar fjarskiptamála rata inn á borð Þjóðarörygg-
isráðs og stýrist frekar af óðagoti en styrkri stefnu.
Þetta frumvarp til fjarskiptalaga sem varð ekki að lög-
um, þótt um væri að ræða stjórnarfrumvarp sem var lagt
fram af samgönguráðherra og búið væri að leiða öll
helstu ágreiningsefni í jörð á þinginu, hafði að geyma
ýmsar breytingar til hins betra fyrir íslensk heimili.
Heimilt hefði verið að opna á meira reiki milli far-
símakerfa á þjóðvegum sem hefði gjörbylt gæðum far-
símaþjónustu á vegum landsins. En aftur virt-
ist áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á
fjarskiptamálum ráða för – fróðlegt verður að
sjá hvernig farið verður með þetta mál á nýju
þingi.
Það er fleira sem ríkisstjórnin hefur horft
framhjá þegar kemur að fjarskiptamálum.
Þar má helst nefna mikilvægi þess að koma
ljósleiðara í þéttbýliskjarna á landsbyggðinni.
Lagningu ljósleiðara í dreifbýli lýkur senn en
þeir þéttbýliskjarnar á landsbyggðinni þar
sem ljósleiðari verður ekki lagður á markaðs-
legum forsendum hafa margir verið ótengdir
og verða það að óbreyttu áfram. Í þeim efnum
þvælast misvísandi skilaboð stjórnvalda fyrir.
Hlutverk stjórnvalda er að tryggja grunn-
þjónustu um allt land og er þessi staða óboð-
leg.
Það er þekkt að síðustu prósentin, síðustu húsin, síð-
ustu metrarnir, síðasta mílan eru dýrasti hluti uppbygg-
ingar á fjarskiptainnviðum. Það er ótækt að stjórnvöld
séu í þeim efnum beinlínis til trafala með því annars veg-
ar að hindra skynsamlegt samstarf og samvinnu og hins
vegar með því að tefja innleiðingu á nýju regluverki fjar-
skipta. Nægar eru áskoranirnar samt.
Það er ekki annað hægt en að vona að skyndilegur og
nýtilkominn áhugi ríkisstjórnarinnar á fjarskiptamálum
leiði til frekari uppbyggingar, öllum til heilla.
Bergþór
Ólason
Pistill
Síðasta mílan
Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
F
rá því að sænski rapp-
tónlistarmaðurinn Einár
var skotinn til bana í
Stokkhólmi, höfuðborg
Svíþjóðar, á fimmtudagskvöld hefur
kastljósið beinst að stigvaxandi of-
beldi í landinu þar sem skotvopnum
er beitt.
Ofbeldi skipulagðra glæpa-
gengja hefur aukist og með því
skotárásir og jafnvel sprengingar,
aðallega í fjölmennum úthverfum í
borgum Svíþjóðar.
Rekja flest mál til gengja
Átta af hverjum tíu skotárásum
í Svíþjóð má rekja til skipulagðrar
brotastarfsemi í hverfum efnaminna
fólks og bágstaddra. Í slíkum út-
hverfum eru innflytjendur í meiri-
hluta íbúa. Mest er virkni glæpa-
gengja í úthverfum Stokkhólms,
Gautaborgar og Málmeyjar. Er
hlutfall skotárása sem rekja má til
glæpagengja töluvert hærra í Sví-
þjóð en í öðrum Evrópulöndum.
Flest dauðsföll í Evrópu
Árið 2018 tróndi Svíþjóð á
toppnum á lista yfir fjölda dauðs-
falla vegna skotárása í Evrópu, og
tók þá fram úr Ítalíu, þar sem al-
ræmd mafíustarfsemi lifir enn góðu
lífi, og Austur-Evrópuríkjum þar
sem byssunotkun er algeng.
Á árunum á milli 2012 og 2020
þrefaldaðist fjöldi dauðsfalla vegna
byssuofbeldis og nærri 260 afbrot
voru skráð árið 2019 þar sem notast
var við sprengjur. Um var að ræða
60 prósenta aukningu frá árinu áð-
ur.
Þá er Svíþjóð eina Evrópu-
landið þar sem banvænum skot-
árásum hefur fjölgað verulega frá
aldamótum. Dauðsföll af völdum
skotvopna voru allsjaldgæf í Svíþjóð
fyrir rúmum áratug.
Í Svíþjóð búa um 10 milljónir
manna. Þar urðu 42 byssukúlu að
bráð árið 2019 og benda bráða-
birgðatölur fyrir árið 2020 til þess
að yfir 40 manns hafi látist í skot-
árásum.
Ógni lýðræðinu
Anders Thornberg, ríkislög-
reglustjóri Svíþjóðar, sagði í viðtali
við Financial Times á síðasta ári að
aukning í glæpastarfsemi gengja
gæti ógnað lýðræðinu í landinu ef
„ákveðnir hópar“ myndu áfram
„standa utan við samfélagið“, og vís-
aði þá til innflytjenda í úthverfum.
Sagði hann að aukning ofbeldis á
þessum viðkvæmu svæðum væri af-
leiðing þess að Svíþjóð hefði brugð-
ist þessum hópum. Að menntakerfið
sinnti þeim ekki sem skyldi, að inn-
flytjendur upplifi sig utangátta í
samfélaginu og að atvinnuleysi og
skortur á fullorðnum fyrirmyndum
„sem þessir ungu menn gætu spegl-
að sig í“ yrði þess valdandi að þeir
ættu erfitt með að aðlagast sænsku
samfélagi.
Kalla eftir viðbrögðum
Í kjölfar fréttanna af morðinu á
Einári kölluðu formenn stjórnmála-
flokka eftir viðbrögðum og sögðu
stöðuna vera neyðarástand.
Annie Loof, formaður sænska
Miðflokksins, sagði að allt of margir
væru í þeirri stöðu að syrgja ástvini
og væru komnir með nóg af
gegndarlausu ofbeldinu og gerðu
kröfu um að ráðist yrði í aðgerðir
gegn ofbeldi glæpagengja.
Byssuofbeldi og
sprengjur æ algengari
AFP
Morð Rannsókn á vettvangi morðsins á Einári í Hammarby Sjostad.
Viðamikil rannsókn á morði 19 ára rapptónlist-
armannsins Einárs stendur yfir.
Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Sví-
þjóðar. Hann var t.a.m. sá listamaður á Spotify-
tónlistarveitunni sem naut mestra vinsælda í
Svíþjóð árið 2019. Einár rappaði í textum sínum
gjarnan um glæpi á borð við fíkniefnanotkun og
vopnaeign. Enginn hefur verið handtekinn vegna
morðsins enn sem komið er en fjöldi fólks hefur
verið yfirheyrður. Einár átti að bera vitni gegn
glæpasamtökunum Vårbynätverket í vikunni.
Átti að vitna gegn gengi
19 ÁRA RAPPTÓNLISTAMAÐUR SKOTINN
Rapp Tónlistarmaðurinn
Nils Kurt Erik Einár Gron-
berg lést á fimmtudag.