Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Eftir langvinnar tafir, deilur og alls
kyns ófyrirséð vandamál við bygg-
inguna var hið stóra og glæsilega
safn utan um dánargjöf Edvards
Munchs (1863-1944) opnað gestum í
Ósló fyrir helgi og boðið þar um
helgina upp á alls kyns viðburði í og
við bygginguna. Safnið er einfald-
lega kallað „Munch“ og hýsir þau
28.000 verk – málverk, teikningar,
grafíkmyndir, skúlptúra, ljósmyndir
og skissur af ýmsu tagi – sem þessi
kunnasti myndlistarmaður í sögu
Noregs ánafnaði heimaborg sinni.
Þrettán ár eru síðan samþykkt
var að ráðast í byggingu nýs safns
sem átti í senn að varðveita og sýna
dánargjöf Munchs með sómasam-
legum hætti. Frá 1963 hefur safnið
verið hýst í allt of litlu húsnæði í einu
úthverfa Óslóborgar, í Toyen, en það
ýtti við stjórnvöldum að koma safn-
inu í betri húsakynni þegar tveimur
af frægustu verkum Munchs, Ópinu
(1910) og Madonnu (1894), var stolið
þaðan árið 2004. Verkin voru endur-
heimt en tekið var að undirbúa
bygginguna nýju, nærri hinu róm-
aða óperuhúsi borgarinnar.
Ein deilan tengd nýju safnbygg-
ingunni hefur snúist um hvað ætti að
gera við gömlu safnbygginguna en
að lokum var ákveðið að opna þar
skemmtigarð og frístundaaðstöðu.
Ellefu sýningarsalir
Nýja Munch-safnið er hannað af
spænsku arkitektunum Estudio
Herreros. Og skiljanlega kostaði það
sitt að koma því upp; hátt í 34 millj-
arða íslenskra króna, en byggingin
er hönnuð og reist út frá ströngustu
umhverfisvænu stöðlum. Safnið er
13 hæðir og í því 11 stórir og ólíkir
sýningarsalir, auk geymslna fyrir
þau verk sem ekki eru sýnd hverju
sinni, skjöl, húsgögn og aðrar eigur
listamannsins. Í nýja safninu er
fimm sinnum meira sýningarpláss
en í því gamla. Þá er í byggingunni
rannsóknaraðstaða og vinnuaðstaða
fyrir starfsfólk. Á efstu hæðinni er
veitingastaður með útsýni yfir borg-
ina og til hafs.
Allt líf Munchs í gjöfinni
Í samtali við The Art Newspaper
segir Jon-Ove Steihaug, yfir-
sýningarstjóri safnsins, að í dánar-
gjöf Munchs felist „í raun allt hans
líf“. Og við flutninginn gafst í fyrsta
sinn tækifæri til að fara yfir öll verk-
in, skjöl og hluti í safninu, skrá allt
vandlega og koma á stafrænt form.
Og flutningurinn var snúinn, ekki
síst að ná að flytja langstærsta mál-
verk Munchs, Forskene (1911-1925),
í heilu lagi, en verkið er um 50 fer-
metrar og þurfti að lyfta því inn á
sjöundu hæð með krana.
Í opnunarsýningu safnsins hefur
verið farin sú leið að sýna ævistarf
listamannsins ekki í tímaröð heldur
brjóta það upp með þematískum
hætti. Í einum stærsta salnum er
þannig yfirlit yfir helstu viðfangsefni
og þemu verka Munchs, í öðrum eru
tvö af stærstu verkum hans, Forsk-
ene og Sólin (1910-1911). Þá er yfir-
skrift eins salarins „Skuggar“ en þar
er sjónum beint að síðasta hluta ævi
listamannsins, þegar hann bjó á
Ekely, setri sínu fyrir utan Ósló.
Auk þess að sýna og gefa góða til-
finningu fyrir því hvernig Munch
vann síendurtekið út frá sömu minn-
um og myndefnum, í hina ýmsu
miðla myndlistarinnar, eru alls kyns
upplýsingar um ævi og verk lista-
mannsins birtar með stafrænum
hætti, auk hluta sem tengdust um-
hverfi hans – allt niður í sígerettu-
stubba úr vinnustofunni. Þannig er
til að mynda reynt að gefa gestum
góða tilfinningu fyrir persónunni
Munch, segir Steihaug, en líka heim-
ili og vinnustofu Munchs en hún var
jöfnuð við jörðu á sjöunda áratug lið-
innar aldar.
Emin og Munch sýnd saman
Tveir salanna í Munch-safninu
verða settir undir sérsýningar með
verkum annarra listamanna, gjarn-
an í samtali við verk Munchs, en í
fyrstu sýningunni, „Einsemd sálar-
innar“, er stillt saman myndverkum
eftir hann og bresku samtímastjörn-
una Tracey Emin. Sýningin var
fyrst sett upp í Royal Academy of
Arts í London og fékk mikið lof. Þá
verður níu metra hátt bronsverk eft-
ir Emin, The Mother, sett varanlega
upp við safnið næsta vor og við það
tækifæri mun dauðamálmssveitin
Satyricon troða upp.
Aðstandendur Munch-safnsins
leggja áherslu á að það sé ekki bara
safn heldur eigi að verða miðstöð
fyrir iðandi mannlíf, en þar við Bjør-
vika-víkina er til að mynda vinsælt
að synda í sjónum á sumrin. Það
liggur í augum uppi að gestir sem
koma til borgarinnar muni flykkjast
að. „En gleymið öllu sem þið vitið
um söfn – þetta er eitthvað annað,“
er haft eftir safnstjóranum Stein
Olav Heinrichsen.
Munch-safnið í Ósló loksins opið
- 13 hæða safnbyggingin hýsir dánar-
gjöf Edvards Munchs, um 28.000 verk
Ljósmynd/Einar Aslaksen/MUNCH
Glæsilegt Nýja Munch-safnið rís tignarlegt yfir Bjørvika í Ósló. Undirbúningur og bygging safnsins tók 13 ár.
Reffilegur Edvard Munch umkringdur verkum í setustofunni á setri sínu,
Ekely, árið 1943, ári áður en hann lést. Allt þar inni er í nýja safninu.
Ljósmynd/Einar Aslaksen/MUNCH
Upplýsandi Í sýningarsölunum er afar vel sett fram og sýnt hvernig Munch
vann síendurtekið með ákveðin minni og þemu í verkunum.
Ljósmynd/Ivar Kvaal/MUNCH
Samtal Á sérsýningunni „Einsemd sálarinnar“ er stillt saman verkum eftir Munch og bresku
myndlistarstjörnuna Tracey Emin sem vann sérstaklega út frá völdum verkum Munchs.
Ljósmynd/Einar Aslaksen/MUNCH
Flennistór Í safninu má sjá mörg af stærstu verkunum sem Edvard Munch málaði, eins og
Sólina (1910-11), sem hann málaði upphaflega fyrir Háskólann í Ósló.