Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 s. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ungmennafélagsandinn er raun- verulegur og einstakur. Þetta eru viðhorf og tilfinning sem fólk finn- ur hvert og eitt í gleðinni og því að taka þátt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður Ungmennafélags Íslands. „Jú, margir hafa tengt UMFÍ við lands- byggðina og telja ræturnar sterk- astar þar. Ég tengi það líka við upphafið þegar krafturinn í sam- félaginu var í raun mestur í sveit- unum og áður en stærri svæði fóru að soga til sín stærri þætti þjóðlífs- ins. Kannski lifir ungmennafélags- andinn sterkast á landsbyggðinni.“ Framsækin í nýja tíma Sambandsþing UMFÍ var haldið á Húsavík á dögunum þar sem Jóhann Steinar var einn í framboði til formanns og því sjálf- kjörinn. Aðspurður segir hann starf vera öflugt í félaginu, sem var stofnað árið 1907 eða fyrir 114 ár- um. Neistinn hafi lifað. „Ung- mennafélagshreyfingin hefur auð- vitað breyst í takt við tímann en alltaf tekist að vera leiðandi í sam- félaginu. Íþróttir skipa þó orðið stærstan sess í hreyfingunni í dag. Einnig er í deiglu lýðheilsa og áhersla á bæði líkamlegt og and- legt heilbrigði sem hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Jóhann og bætir við: „Yngra fólk hefur fengið heil- mikla félagsmálafræðslu hjá UMFÍ í gegnum árin og gerir enn, svo sem í gegnum Ungmennabúðirnar sem við starfrækjum á Laugar- vatni fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Nýtt fólk og nýjar hugmyndir halda líka ungmenna- félagshreyfingunni kvikri og fram- sækinni inn í nýja tíma.“ Öflug félög innanborðs Nýlega var skerpt á stefnu Ungmennafélags Íslands í kjölfar umræðu fólks í grasrótinni. Að fé- lagið sé samstillt, viðbragðsfljótt, nútímalegt og öflugt lands- samband sem hefur hagsmuni allra íþróttahéraða og félaga þeirra í forgrunni, er kjarni stefnunnar sem Jóhann segir mikilvægt að sé í sífelldri endurskoðun. Félagið sé líka að breytast, sbr. að á sam- bandsþingi 2019 fengu íþrótta- bandalögin í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri aðild að hreyfingunni. Innan vébanda þeirra eru mörg af öflugustu íþróttafélögum landsins, þar með talin stóru félögin í höf- uðborginni. „Eðli UMFÍ breyttist ekki svo mikið við þetta eða starfið. En sprengikraftur hreyfingarinnar og styrkur íþróttalífs í umræðunni varð mun meiri en áður. Umfang UMFÍ nærri tvöfaldaðist,“ segir formaðurinn. „Það sem stendur þó helst upp úr er að samvinnan á milli bandalaganna og UMFÍ hefur aukist til muna en hún var ekki mikil fyrir. Samvinnan gerir allt auðveldara. Það sama á líka við um vinnuna með ÍSÍ. Þegar við sam- einum krafta okkar þá er árang- urinn margfaldur og við höfum sterka rödd sem hlustað er á.“ Þátttaka barna líf fjölskyldna Í starfi UMFÍ eru hápunkt- arnir auðvitað Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót 50+ og svo gamla Landsmótið, eða Íþróttaveislan, sem stendur til að halda á höfuð- borgarsvæðinu næsta sumar. Þá má nefna Ungmennabúðirnar á Laugarvatni, sem eru opnar öllum 9.-bekkingum og ásókn er í af öllu landinu. „Fyrsta unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992, en þessi mót voru sett á fót til að vera heilbrigður valkostur fyrir fjöl- skyldur sem njóti þess að vera sam- an. Slíkt er enn tilgangur mótsins og hefur tekist afar vel því margar fjölskyldur miða ferðalög sín á sumrin út frá unglingalandsmóti,“ segir Jóhann og ennfremur: „Unglingalandsmótin tengjast líka því að á sínum tíma var efnt til átaks til að auka samveru fjöl- skyldna og draga úr unglinga- drykkju. Það hefur tekist svo tekið er eftir í útlöndum. Nú sækja hing- að fulltrúar erlendra ríkja til að læra af okkur í forvarnarmálum. Við höfum fengið fólk í heimsókn til okkar hjá UMFÍ frá Mexíkó, Singapúr og frændum okkar í Dan- mörku, sem blöskrar þróunin þar í landi og vilja læra af okkur. Þátt- taka barna í íþróttum er í raun orð- in lífsstíll fjölskyldna.“ Starfið aftur af stað Ungmennafélagandinn, sem fyrr er nefndur, og fjölbreytt sam- vinna með góðu fólki eru það sem leiddi Jóhann Steinar í störf fyrir UMFÍ. „Þátttaka í þessu starfi hefur gefið mér mikið. Verkefnin eru mörg og fyrir mér skiptir núna mestu máli að koma starfi hreyf- ingarinnar af stað aftur eftir bak- slagið sem Covid olli. Þá tel ég nauðsynlegt að skilgreina betur starf íþróttahéraða ásamt fjár- mögnun þeirra. Einnig hefur lengi verið reynt að samræma út- greiðslur ÍSÍ og UMFÍ á ávinningi þeirra af rekstri Íslenskrar get- spár. Ég tel ákveðið tækifæri vera núna til að slá tvær flugur í einu höggi og takast á við þessi tvö verkefni, íþróttahéruð og lottó- greiðslur, á sama tíma og efla enn frekar starf íþróttahéraða. Þannig eru þau betur í stakk búin til að styðja við íþróttafélögin í landinu,“ segir formaður UMFÍ að síðustu. Íþróttir og efld lýðheilsa aldrei mikilvægari, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður Ungmennafélags Íslands Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Þegar við sameinum krafta er árangurinn margfaldur og við höfum sterka rödd sem hlustað er á, segir Jóhann Steinar Ingimundarson. Gleðin fylgir þátttöku í íþróttastarfinu - Jóhann Steinar Ingimundar- son fæddist árið 1974, við- skiptafræðingur að mennt auk þess að hafa meistaragráðu í verkefnastjórnun. Starfar sem sérfræðingur í lánastýringu hjá Íslandsbanka. Hefur frá ung- lingsárum starfað innan íþrótta- hreyfingarinnar, einkum hjá UMF Stjörnunni í Garðabæ. Hann var kjörinn í stjórn UMFÍ 2017 og er nú nýr formaður fé- lagsins. - Sem barn og unglingur æfði Jóhann Steinar með Fylki, ÍA og Stjörnunni. Sat í aðalstjórn og varð að lokum formaður aðal- stjórnar Stjörnunnar 2011-2015. Hver er hann? Körfubolti Kraftur í krökkunum á móti yngri flokka sem haldið var í Grindavík á dögunum. Þátttakan er aðalatriði og að finna gleði í leiknum. Vel var mætt á Torg – Listamessu 2021 á Korpúlfsstöðum um helgina. Myndlistarmenn sýndu þar og seldu verk sín, sem voru hvert öðru ólík rétt eins og listamennirnir voru margir. Að því leyti er þetta mikil- vægur vettvangur. Þá geta gestir rætt við listamenn, fræðst um verk þeirra og störf, spjallað um sköp- unarkraftinn, lífið og listina – eins og margir gerðu. Listamessan verður aftur opin næstkomandi fimmtudag, 28. októ- ber, milli kl. 18-22 og svo aftur dag- langt um næstu helgi. Söluverð verka rennur að fullu til listamann- anna, því messan og þau sem að henni standa þiggja enga þóknun fyrir sína þjónustu. Tilgangurinn með Listamess- unni, sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur að, er að auka sýnileika listarinnar og gera fólki auðveldara að eignast verk eftir íslenska eða erlenda listamenn sem starfa hér á landi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Geirsson Listalíf Vel var mætt á messu helgarinnar þar sem fólk tók tal saman um stefnur og strauma í listinni og fjölbreyttar myndir sem sýna lífið í svip. Sköpunarkraftur á Korpúlfsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.