Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 26

Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 England Southampton – Burnley.......................... 2:2 - Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 78. mínútu. Chelsea – Norwich ................................... 7:0 Crystal Palace – Newcastle..................... 1:1 Everton – Watford ................................... 2:5 Leeds – Wolves......................................... 1:1 Brighton – Manchester City ................... 1:4 Brentford – Leicester .............................. 1:2 West Ham – Tottenham .......................... 1:0 Manchester United – Liverpool.............. 0:5 Staðan: Chelsea 9 7 1 1 23:3 22 Liverpool 9 6 3 0 27:6 21 Manch. City 9 6 2 1 20:4 20 West Ham 9 5 2 2 16:10 17 Brighton 9 4 3 2 9:9 15 Tottenham 9 5 0 4 9:13 15 Manch. Utd 9 4 2 3 16:15 14 Everton 9 4 2 3 15:14 14 Leicester 9 4 2 3 15:15 14 Arsenal 9 4 2 3 10:13 14 Wolves 9 4 1 4 9:9 13 Brentford 9 3 3 3 11:9 12 Aston Villa 9 3 1 5 13:15 10 Watford 9 3 1 5 12:17 10 Crystal Palace 9 1 6 2 11:14 9 Southampton 9 1 5 3 8:12 8 Leeds 9 1 4 4 8:16 7 Burnley 9 0 4 5 7:15 4 Newcastle 9 0 4 5 11:20 4 Norwich City 9 0 2 7 2:23 2 Þýskaland B-deild: Schalke – Dynamo Dresden ................... 3:0 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Schalke. Holstein Kiel – Darmstadt...................... 1:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Holstein Kiel á 85. mínútu. Ítalía Sassuolo – Venezia .................................. 3:1 - Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Venezia á 58. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason var á bekknum allan tímann. B-deild: Lecce – Perugia ....................................... 0:0 - Brynjar Ingi Bjarnason var varamaður hjá Lecce og kom ekki við sögu en Þórir Jó- hann Helgason var ekki með. Pisa – Pordenone..................................... 1:1 - Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 56 mín- úturnar með Pisa. C-deild: Siena – Pescara........................................ 1:1 - Óttar Magnús Karlsson kom inn á hjá Siena á 81. mínútu. Virtus Verona – Fiorenzuola ................. 2:1 - Emil Hallfreðsson lék fyrstu 60 mínút- urnar með Virtus Verona. Frakkland B-deild: Guingamp – Nimes .................................. 3:1 - Elías Már Ómarsson kom inn á hjá Ni- mes á 67. mínútu. Holland Groningen – AZ Alkmaar....................... 2:0 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ. Tyrkland Sivasspor – Adana Demirspor ............... 1:1 - Birkir Bjarnason lék fyrstu 69 mínút- urnar með Adana Demirspor. Danmörk Midtjylland – SönderjyskE..................... 3:2 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midt- jylland og Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá SönderjyskE á 83. mínútu. Bröndby – Köbenhavn ............................ 2:1 - Ísak B. Jóhannesson lék í 65 mínútur með Köbenhavn en Andri Fannar Baldurs- son og Hákon Arnar Haraldsson voru á bekknum allan tímann. Randers – AGF......................................... 1:0 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 70 mínúturnar með AGF en Mikael Anderson var ekki með vegna meiðsla. Silkeborg – OB......................................... 1:1 - Stefán Teitur Þórðarson hjá Silkeborg fór meiddur af velli á 45. mínútu en Aron Elís Þrándarson lék í 88 mínútur með OB. Svíþjóð Häcken – Halmstad ................................. 2:3 - Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á hjá Häcken á 82. mínútu. AIK – Norrköping ................................... 1:0 - Ari Freyr Skúlason kom inn á hjá Norr- köping á 77. mínútu. Noregur Rosenborg – Sandefjord......................... 4:1 - Viðar Ari Jónsson lagði upp mark Sandefjord og lék allan leikinn. Hólmar Eyjólfsson var varamaður hjá Rosenborg. Strömsgodset – Bodö/Glimt .................. 1:1 - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset og Valdimar Þór Ingimund- arson kom inn á sem varamaður á 82. mín- útu. Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Vålerenga – Haugesund ......................... 2:1 - Viðar Örn Kjartansson lék fyrri hálfleik- inn með Vålerenga. Viking – Lilleström ................................. 5:1 - Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Viking á 56. mínútu en Patrik S. Gunnars- son var varamarkvörður. 50$99(/:+0$ HANDBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn undirstrikuðu í gærkvöld að þeir eru besta lið úrvalsdeildar karla í handbolta það sem af er þessu keppnistímabili þegar þeir unnu afar öruggan sigur á KA á Ak- ureyri, 35:26. Úrslitin voru nánast ráðin eftir 23 mínútur þegar staðan var orðin 15:4, Valsmönnum í hag, og þeir voru á tímabili í seinni hálfleiknum með þrettán marka forystu. Ekkert gengur hjá KA-mönnum sem töpuðu sínum þriðja leik í röð eftir að hafa fengið fjögur stig í fyrstu tveimur umferðunum. „Hið unga lið Vals er hrein unun að horfa á. Í því eru ungir og efnileg- ir leikmenn í stórum og jafnvel lykil- hlutverkum. Það er gaman að sjá lið eins og Val unga út svona mörgum mönnum úr yngri flokkum félagsins og treysta þeim til að leika stór hlut- verk í liðinu. KA gat gefið sínum heimalningum mínútur í þessum leik og er ljóst að þar eru hörkustrákar á ferð. Þeir sem hingað til hafa spilað meira verða hreinlega að hysja upp um sig buxurnar eftir slaka leiki upp á síðkastið,“ skrifaði Einar Sig- tryggsson m.a. um leikinn á mbl.is. Arnór Snær Óskarsson skoraði 7 mörk fyrir Val, Tumi Steinn Rún- arsson 6 og Vignir Stefánsson 5 og Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot í marki Hlíðarendaliðsins. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8 mörk fyrir KA og Einar Rafn Eiðs- son 5 en Akureyrarliðið tapaði þriðja leik sínum í röð. _ Framarar unnu sinn fjórða sig- ur í fimm leikjum og hafa byrjað mótið vel en þeir þurftu að hafa fyrir því að leggja stigalausa nýliða Vík- ings að velli í Víkinni, 27:25. Framarar voru með yfirhöndina allan tímann en sigurinn var ekki tryggður fyrr en þeir komust í 27:24 rétt fyrir leikslok. Vilhelm Poulsen skoraði 6 mörk fyrir Fram og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5 og Lárus Helgi Ólafsson varði 17 skot í markinu. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði 7 mörk fyrir Víking og Jó- hannes Berg Andrason 6 og Jovan Kukobat varði 14 skot. _ Haukar sóttu tvö stig með all- öruggum sigri gegn Gróttu á Sel- tjarnarnesi, 32:25, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 16:14. Grótta situr eft- ir með sitt eina stig eftir fyrstu fimm leikina. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Darri Aronsson 7 en Andri Þór Helgason skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Birg- ir Steinn Jónsson 5. Ungir Valsarar fóru á kostum á Akureyri - Fram og Haukar unnu sína leiki Morgunblaðið/Óttar Geirsson Nesið Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk sækir að marki Gróttu- manna í leiknum á Seltjarnarnesi í gærkvöld. _ Real Madrid vann í gær sætan sig- ur á Barcelona á útivelli í uppgjöri stórliðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 2:1. David Alaba kom Real yfir á 32. mínútu og Lucas Vázquez bætti við marki í uppbótartíma áður en Sergio Agüero lagaði stöðuna fyr- ir Barcelona rétt fyrir lokaflautið. Lu- is Suárez tryggði Atlético Madrid jafntefli gegn Real Sociedad, 2:2, með tveimur mörkum seint í leiknum. Real Sociedad er samt efst með 21 stig en Real Ma- drid og Sevilla eru með 20 stig. _ Martin Her- mannsson átti stórgóðan leik með Valencia á laugardaginn þeg- ar lið hans vann útisigur á Andorra í hörkuleik, 76:75, í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Martin var langstigahæstur með 20 stig og átti auk þess langflestar stoð- sendingar, 6 talsins og tók þrjú frá- köst. Hann lék í 30 mínútur, næst- mest leikmanna Valencia. Tryggvi Snær Hlinason fagnaði líka sigri en hann lék í 22 mínútur, skoraði 9 stig og tók 5 fráköst fyrir Zaragoza sem vann heimasigur á Breogan, 79:75. _ Hornamaðurinn Orri Freyr Þor- kelsson skoraði tólf mörk fyrir Noregsmeistara Elverum og var markahæstur þegar lið hans vann yfirburðasigur á Nötteröy, 42:31, í úrvalsdeildinni í Noregi á laugardag- inn. Elverum skoraði 28 mörk í fyrri hálfleik, gegn 17. _ Óskar Ólafsson var markahæsti leikmaður norska liðsins Drammen í gær þegar það sigraði H71 Hoyvík frá Færeyjum, 32:20, á heimavelli í 2. umferð Evrópubikars karla. Drammen hafði unnið fyrri leikinn í Færeyjum 24:22 og er því í hatt- inum þegar dregið verður til þriðju umferðarinnar í dag. _ Sveinn Aron Guðjohnsen nýtti vel fyrsta tæki- færi sitt í byrjunarliði Elfsborg í gær þegar liðið vann Sirius 3:0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveinn skoraði tvö fyrstu mörk Elfsborg í leiknum, á 4. og 28. mínútu og var síðan skipt af velli eftir klukkutíma leik. Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn þriðja leik í marki Elfsborg og hefur haldið hreinu í þeim öllum. Eitt ogannað Íslands- og bikarmeistarar KA/ Þórs töpuðu sínum fyrsta deild- arleik í 399 daga þegar Fram vann uppgjör liðanna í Olísdeild í handbolta kvenna í Safamýri, 27:25, á laugardaginn. KA/Þór tapaði síðast í deildinni gegn Stjörnunni 19. september 2020 og Akureyrarkonur höfðu frá þeim tíma verið taplausar í 14 leikjum í deildinni, ásamt því að vinna fjóra leiki af fimm í úrslita- keppninni síðasta vor og alla leik- ina í bikarkeppninni í haust. Karen Knútsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir 8 en Martha Her- mannsdóttir skoraði 6 mörk fyrir KA/Þór og Rut Jónsdóttir 5. _ Haukar unnu Aftureldingu 29:21 á Ásvöllum eftir að hafa verið undir í hálfleik, 12:15. Sara Odden skoraði 6 mörk fyrir Hauka og Birta Lind Jóhanns- dóttir 5 en Jónína Hlín Hansdóttir og Ólöf Marín Hlynsdóttir skor- uðu 4 mörk hvor fyrir Aftureld- ingu. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Safamýri Framarinn Harpa María Friðgeirsdóttir í góðu færi í sigur- leiknum gegn KA/Þór á laugardaginn. Hún skoraði tvö mörk. Fyrsta tap í 399 daga ÍBV komst í gær í 3. umferðina í Evrópubikar kvenna í handknatt- leik þegar liðið sneri fimm marka tapi í Grikklandi á laugardaginn upp í sjö marka sigur í seinni leikn- um í gær. PAOK vann fyrri leikinn í Þess- aloníku 29:24 en ÍBV knúði fram 29:22 sigur í gær þar sem Sunna Jónsdóttir og Harpa Valey Gylfa- dóttir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins undir lokin. ÍBV vann því með tveimur mörkum samanlagt, 53:51, en dregið verður til þriðju umferðarinnar í dag. Sunna skoraði 8 mörk fyrir ÍBV í gær, Elísa Elíasdóttir 7 og Karolina Olszowa 6. Í leiknum á laugardag skoraði Harpa Valey 8 mörk og El- ísa 5. _ Selfyssingar féllu úr leik í 2. umferð Evrópubikars karla þegar þeir töpuðu 28:22 fyrir Jeruzalem Ormoz í Slóveníu en liðin höfðu skilið jöfn á Selfossi, 31:31, um fyrri helgi. Slóvenarnir gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir komust í 16:8. Staðan var 18:13 í hálfleik, Selfyssingar minnkuðu muninn í 19:17 og 23:21 en þá skor- uðu Slóvenarnir fimm mörk í röð og tryggðu sér sigurinn. Árni Steinn Steinþórsson og Richard Sæþór Sigurðsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Selfoss. _ FH vann góðan útisigur á SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi, 26:25, á laugardaginn en það dugði skammt því Minsk hafði unnið fyrri leikinn í Kaplakrika 37:29 og var því með allt í hendi sér á sínum heimavelli. Ásbjörn Friðriksson skoraði 8 mörk fyrir FH og Egill Magnússon 6. Sjö marka sigur ÍBV eftir fimm marka tap Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Átta Sunna Jónsdóttir var marka- hæst í seinni leiknum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.