Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Ferðalag Mild veðrátta sem ríkt hefur á landinu að undanförnu hefur nýst vel til framkvæmda. Á Ísafirði ók karl í körfu milli gömlu húsanna á eyrinni og kom víða við, rétt eins fljúgandi fugl. Sigurður Bogi Í lok þessa mánaðar hefst í Glasgow í Skot- landi 26. fundur aðild- arríkja að loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna (COP = Conference of the Par- ties) sem staðfestur var á Ríó-ráðstefnunni 1992. Eflaust er þetta þýðingarmesti alþjóða- fundur sem haldinn hefur verið og því eðli- legt að með honum sé fylgst í öllum heimshornum. Verkefni hans bygg- ist á Parísarsamþykktinni um lofts- lagsmál frá COP-21-fundinum í des- ember 2015. Flest ríki heims hafa gerst aðilar að þessari samþykkt með það að markmiði að stöðva loftslagshlýnun, aðallega vegna los- unar CO2, við 1,5-2 gráður C að há- marki miðað við meðaltal á jörðinni. Ráðstefnan á m.a. að innsigla bind- andi samþykktir aðildarríkjanna hvers og eins um niðurskurð í losun árið 2030 og að útiloka slíka losun umfram bindingu (net zero) um miðja þessa öld. Einnig þarf þar að staðfesta stuðning við þróunarríki til að auðvelda þeim að ná þessu markmiði Akureyri sem miðstöð norðurslóðamálefna Það hefur lengi verið ljóst í hvað stefndi með loftslag jarðar vegna mengunar gróðurhúslofts. Ábend- ingar um þetta árið 1974 í riti mínu Vistkreppa eða náttúruvernd (Mál og menning, sjá s. 29) byggðust á mælingum á Havaí um 12 ára skeið, 1958-1970. Þær vísbendingar gengu að fullu eftir og forspá vísindamanna leiddi til samþykktar loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992, sem Ísland staðfesti. Alþingi samþykkti 1995 tillögu mína um sérstaka norður- stofnun á Akureyri sem hefði það hlutverk að stuðla að sem öfl- ugustum rannsóknum innlendra aðila á norðurslóðum og al- þjóðlegri þátttöku Ís- lendinga í málum er varða heim- skautssvæðið (lög nr. 81/1997 um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norður- slóða). Á vegum þessarar stofnunar hefur síðan verið unnið mikið og merkilegt starf með verulegum al- þjóðlegum stuðningi, en fjárveit- ingar af hálfu ríkisins sem eiganda hafa hingað til verið afar takmark- aðar. Á því þarf hið fyrsta að verða breyting í ljósi þeirra miklu áskor- ana sem við blasa vegna loftslags- mála og snerta íslenska framtíðar- hagsmuni. – Þessu tengd er margvísleg önnur starfsemi þar nyrðra þar sem Háskólinn á Akur- eyri er hluti af háskólaneti norður- slóða og starfandi eru skrifstofa vís- indanefndar norðurskautsins (IASC) og skrifstofur tveggja af sex vinnuhópum norðurskautsráðsins, þ.e. vinnuhóps um verndun lífríkis norðurslóða (CAFF) og annars um málefni hafsins (PAME). Í ályktun Alþingis hinn 19. maí 2021 um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða er kveðið á um að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Það er rökrétt einnig í ljósi þeirra innviða sem þar eru nú þegar fyrir hendi. Það rímar jafnframt við stefnu ná- grannaþjóða okkar eins og Norð- manna og Finna, sem byggt hafa slíkar miðstöðvar upp hjá sér á norðurslóðum, þ.e. í Tromsö og Rovaniemi. Hringborð norðursins og þáttur Grænlands Hringborð norðursins – Arctic Circle-ráðstefnan – var haldið hér í áttunda sinn frá 2013 að telja, að- eins í fyrrahaust féll hún niður vegna Covid. Það var afrek að koma henni á laggir á ný við óvissar kringumstæður og fylla Silfurberg í Hörpu og aðra sali hússins með sér- fundum í þrjá daga. Þáttur Ólafs Ragnars í þessu fundahaldi hér og víðar umhverfis norðurheimskautið er óumdeildur og sýnir hvers ein- beittur vilji einstaklings er megn- ugur. Það hefur fært manni margan fróðleik að sækja þessar Arctic Circle-ráðstefnur hérlendis frá upp- hafi og fylgjast þar með vaxandi undiröldu loftslagsmálanna. Í þetta sinn vantaði Rússa og Kínverja vegna tæknihindrana veirunnar, en raddir úr öðrum heimshornum voru fjölþættar. Sérstaka athygli að þessu sinni vakti þátttaka Græn- lendinga með afar athyglisverðum áherslum nýrrar ríkisstjórnar þar- lendis. Þessi fámenni granni okkar vekur nú ekki síst athygli heimsins vegna frétta um risavaxna bráðn- andi ísþekju. Hinn 30. september sl. birti vís- indaritið Nature grein eftir 20 vís- indamenn (Jason P. Briner + 19) undir heitinu Rate of mass loss from the Greenland Ice Sheet will exceed Holocene values this cent- ury. Samkvæmt niðurstöðum víð- tækra rannsókna á ísþekju suðvest- urhluta Grænlands stefnir nú í hraðari bráðnun Grænlandsjökuls en áður hefur gerst eftir að ísöld lauk fyrir um 12 þúsund árum. Ís- magnið sem um ræðir er talið á bilinu um 9.000 til 36.000 miljarðar tonna, en var áður áætlað mest um 6.000 milljarðar á öld. Afleiðing þessa og hliðstæð rýrnun jökla á Suðurskautslandinu gæti orðið um eða yfir eins metra hækkun sjávar- borðs á heimsvísu þegar á þessari öld. Sjálfbær orkustefna – ekki sæstrengur Það er tilviljun háð hvað frétt- næmt þykir af samkomum eins og Hringborði norðursins. Svo fór að margt athyglisvert féll í skuggann að þessu sinni vegna ummæla Ólafs Ragnars í Silfri Sjónvarpsins um hugsanlegan sæstreng til raforku- flutnings frá Grænlandi um Ísland og til meginlands Evrópu. Hug- myndin um slíkan sæstreng frá Ís- landi var til umræðu fyrir skemmstu, m.a. á Alþingi vegna tengsla við svonefndan 3. orku- pakka ESB. Alþingi samþykkti þá að fyrir slíkri framkvæmd þyrfti sérstaka samþykkt þingsins en aðr- ir töldu að slík ákvörðun stæðist ekki stjórnarskrá. Óháð formi er ágreiningur um hvort yfirleitt eigi að hugsa til slíkrar framkvæmdar og sæstrengur til raforkuflutnings hefur ekki verið á dagskrá ríkis- stjórna hér undanfarið. Ég var undrandi á málflutningi Ólafs um þetta efni og tel að engar skyn- samlegar forsendur séu til að stefna að slíkri framkvæmd. Því þóttu mér athyglisverð viðbrögð nýs orku- málastjóra, Höllu Hrundar Loga- dóttur, við spurningum Sjónvarps- ins 19. okt. sl. um viðhorf hennar til hugmynda um útflutning raforku með streng, þar sem hún benti á önnur og langtum nærtækari verk- efni hér innanlands. Hagvaxtarmódelið verður að endurskoða Það hefur lengi blasað við að ríkjandi efnahagskerfi er sá mótor sem mestu veldur um ósjálfbæran vöxt og árekstra mannkyns við um- hverfi sitt. Því er brýnt að breyta í senn viðmiðunum og takti í efna- hagsstarfseminni sem dragi úr sóun og hvetji til umskipta með minni losun gróðurhúsalofts. Ísland er nú með einna mesta orkusóun í hópi vel stæðra þjóða og því bíður hér af- ar stórt viðfangsefni. Við höfum ásamt grannþjóðum heitið því að draga saman losun um 55% á ný- byrjuðum áratug. Til þess að það megi takast þarf í senn að skipta út olíutengdum orkugjöfum á öllum sviðum og jafnframt að draga úr óþarfa neyslu og sóun sem einkenna lífshætti meðal þorra fólks. Leiðtog- ar þjóða heims eru þessa dagana að undirbúa á COP-26 vegferð sem skipta mun sköpum um framtíð af- komenda okkar og alls mannkyns. Eftir Hjörleif Guttormsson »Nú stefnir í hraðari bráðnun Grænlands- jökuls en áður hefur gerst eftir að ísöld lauk fyrir um 12 þúsund ár- um. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. COP – 26, norðurslóðir og framtíð mannkyns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.