Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 13
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rannsókn lögreglunnar í Nýju- Mexíkó á atvikinu á fimmtudaginn þar sem leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins til bana með leikmuna- byssu beinist nú að Dave Halls, að- stoðarleikstjóra myndarinnar, sem og Hönnuh Gutierrez-Reed, sem sá um öryggi skotvopna á tökustað. At- vikið hefur vakið alvarlegar spurn- ingar um öryggi á tökustöðum, sér í lagi þegar skotvopn eru notuð. Hutchins var 42 ára þegar slysið átti sér stað, en Baldwin hæfði einnig leikstjórann Joel Souza, er hann kraup að baki hennar. Kvikmyndin sem þau voru að taka upp heitir Rust, og á að gerast í Kansas í villta vestr- inu. Voru þau að stilla upp myndavél- inni í æfingu fyrir næsta atriði, þar sem karakter Baldwins átti að ganga út úr kirkju og skjóta í áttina að myndavélinni. Gutierrez-Reed hafði stillt upp þremur byssum fyrir utan tökustað- inn og tók Halls eina þeirra og rétti Baldwin með skilaboðum um að byss- an væri „köld“, það er óhlaðin. Óánægja á tökustað Los Angeles Times greindi frá því um helgina að tökulið myndarinnar hefði verið mjög óánægt með vinnu- skilyrðin í Nýju-Mexíkó áður en banaslysið átti sér stað. Annars vegar sneri óánægjan að því að tökuliðinu hafði ekki verið tryggð gisting í ná- munda við tökustaðinn, en hins vegar að því að leikmunabyssur höfðu í tví- eða þrígang hleypt af skoti. Hafði einn tökumaður látið framleiðanda vita af því og bætt við að slíku fylgdi „ofurmikil hætta“ (e. super unsafe). Þá hafa fjölmiðlar birt búta úr sím- talinu til neyðarlínunnar í Nýju- Mexíkó, en sá sem hringdi blótaði þar aðstoðarleikstjóra myndarinnar í sand og ösku fyrir að hafa ekki kann- að almennilega byssuna. Gutierrez-Reed er 24 ára dóttir Thell Reed, sem hefur séð um skot- vopnaöryggi í kvikmyndaiðnaðinum um langa hríð. Rust er önnur myndin sem hún vinnur við, en Gutierrez- Reed sagði í hlaðvarpi í september síðastliðnum að hún hefði verið hald- in óöryggi áður en hún tók við hlut- verki vopnaumsjónarmanns (e. armorer) í fyrsta sinn. Strangar reglur um öryggi Guillaume Delouche, sem verið hefur umsjónarmaður vopna í kvik- myndaiðnaðinum bæði í Frakklandi og í Hollywood, sagði við AFP-frétta- stofuna að þrátt fyrir að tæknibrellur væru oftast gerðar í tölvum, þyrfti oft enn að beita leikmunabyssum á töku- stöðum, þar sem án þeirra vanti bak- slagið og reykinn sem fylgi „alvöru“ skotvopnum. „Þegar þú lætur leikara fá byssu úr latex eða plasti og bætir við áhrifum skotsins síðar með tölvu- tækni, sést samt enn skýr munur,“ segir Delouche. Hann bætir við að strangar öryggisreglur gildi um notkun skot- vopna á tökustað, jafnvel þótt um „leikmunabyssur“ sé að ræða. Þannig sé látið eins og byssur með púður- skotum séu eins og alvöru vopn. „Í mörgum tilfellum eru þær alvöru vopn sem hefur verið breytt.“ Vopnin eru geymd í læstum skáp, og þegar þau eru tekin út eru púður- skotin tekin sérstaklega frá og lita- merkt svo að augljóst sé hvað sé hvað. Þá er sýnt í heyranda hljóði þegar byssurnar eru hlaðnar og til- kynnt oftar en einu sinni að búið sé að hlaða þær með púðurskotum. Þegar hleypt er skoti af byssunum má enginn vera nær en tuttugu fet, sem jafngildir um sex metrum, beint fyrir framan þær. „Jafnvel þegar um púðurskot er að ræða, geta smáagnir skotist úr hlaupinu. Það er betra að miða aldrei beint á neinn, þannig að við vinnum með kvikmyndatöku- manninum til að ramma inn skotið og gefa þá ímynd að viðkomandi sé í skotlínunni,“ segir Delouche. Þurfi að vera nær en sex metra eru settir upp sérstakir veggir úr plexígleri, en auk þess eru allir á tökustað með öryggis- gleraugu og heyrnarhlífar. Röð mistaka á undan slysi Slys eru mjög fátíð á tökustað að sögn Delouche, en geti átt sér stað ef ekta skotfæri séu einnig á tökustaðn- um auk púðurskotanna. Hann segir þó að slík skotfæri eigi alls ekki heima á tökustað, því þar sé oft einnig unnið með fölsk skotfæri, það er án byssupúðurs, og auðvelt sé að rugla þeim saman. Þá sé einnig sú hætta fyrir hendi að ef hleypt sé skoti af slíkri byssu muni kúlan festast í hlaupinu. Sé sama byssa í kjölfarið hlaðin með púðurskoti sé niðurstaðan í raun sú sama og ef ekta skotfæri hefði verið notað. Delouche bendir á að þetta hafi orðið Brandon Lee að bana við tökur á myndinni The Crow árið 1993, þar sem leikmunameistarinn hafi ekki skoðað vopnið áður en hann afhenti leikaranum það. „Þegar slys gerist, er alltaf röð mistaka á undan því.“ AFP Voðaskot vekur spurningar - Rannsóknin á banaslysinu beinist að aðstoðarleikstjóra og umsjónarmanni skotvopna á tökustað - Kvartað hafði verið undan öryggi á tökustaðnum áður - Strangar reglur gilda um skotvopn AFP Leikmunabyssur Þessar byssur eru leikmunir, en Guillaume Delouche vopnaumsjónarmaður segir slík vopn oft hafa verið fyrst ekta og síðar breytt. Öryggi Halynu Hutchins var minnst á laugardaginn í Albuquerque í Nýju-Mexíkó og mættu sumir með kröfuskilti. FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Stjórnvöld í Kólumbíu greindu frá því á laugardaginn að þau hefðu handsamað Dairo Antonio Usuga, öðru nafni „Otoniel“, sem leiddi „Flóaklanið“, stærsta fíkniefnahring landsins. Var hann gripinn rétt hjá einni helstu bækistöð sinni í Necocli- héraði, sem er í nágrenni við landa- mærin að Panama. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, sagði að handtakan væri þyngsta höggið sem fíkniefnahringjunum hefði verið veitt á þessari öld. Sagði hann að einungis mætti líkja hand- töku Otoniels við það þegar Pablo Escobar, þekktasti fíkniefnabarón- inn í sögu Kólumbíu, var felldur í skotbardaga árið 1993. Um 500 hermenn og 22 þyrlur tóku þátt í aðgerðunum, en staðfest var að einn lögregluþjónn hefði fall- ið. Jorge Vargas, lögreglustjóri Kól- umbíu, sagði að stjórnvöld hefðu not- ið gervihnattamynda sem þau fengu með aðstoð frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Bandaríkjastjórn hafði áður sett fimm milljónir bandaríkjadala til höfuðs Otoniel, sem var ákærður þar í landi árið 2009, og á nú yfir höfði sér framsalskæru. Að sögn lögreglunnar hafði Oton- iel verið í felum í frumskógum Kól- umbíu um nokkra hríð og treyst á sendiboða til þess að koma skila- boðum frá sér, þar sem hann hefði óttast að símtal yrði rakið til sín. „Flóaklanið“ á sér bækistöðvar um nánast alla Kólumbíu og segja stjórnvöld hringinn bera ábyrgð á mesta ofbeldinu í landinu eftir að skæruliðahreyfingin FARC lagði niður vopn árið 2016. Stjórnvöld hafa því sett mikið fé og mannafla til þess að stöðva frekari starfsemi þess. „Otoniel“ í haldi stjórnvalda - Handtökunni líkt við fall Escobar AFP Handtaka Otoniel sést hér í haldi lögreglunnar eftir handtökuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.