Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 27
ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ótrúlegur yfirburðasigur Liverpool gegn Manchester United á Old Traf- ford í gær, 5:0, undirstrikaði tvennt. _ Liverpool er eina liðið sem virð- ist geta fylgt Chelsea og Manchester City eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu í vet- ur. _ Manchester United á mun lengra í land með að geta blandað sér í þann slag en útlit var fyrir í upphafi tímabilsins. Og síðan má bæta því við að full- yrðingar um að Mohamed Salah sé besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir má taka alvarlega eftir þennan leik. Mjög alvarlega. Hann varð fyrsti leikmaður Liver- pool til að skora þrennu á Old Traf- ford í 85 ár og hefur nú skorað í tíu leikjum liðsins í röð. Staðan var orðin 5:0 í byrjun síð- ari hálfleiks, Naby Keita og Diogo Jota skoruðu tvö fyrstu mörkin áður en Salah tók við, og Paul Pogba fékk síðan rauða spjaldið á 60. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem vara- maður hjá United í hálfleik. Hann braut illa á Keita sem var borinn af velli. Niðurlæging United var algjör og fjölmargir áhorfendur yfirgáfu Old Trafford í byrjun síðari hálf- leiks. Þeir höfðu fengið nóg. _ Jamaíkumaðurinn Michail Ant- onio skoraði sitt sjöunda mark í deildinni í haust þegar hann tryggði West Ham sætan sigur á Tottenham í gær, 1:0. _ James Maddison skoraði sigur- mark Leicester í góðum útisigri á Brentford í London, 2:1. _ Mason Mount skoraði þrennu fyrir Chelsea í stórsigri á botnliði Norwich, 7:0, í hádegisleiknum á laugardaginn. Himinn og haf virðist skilja þessi tvö lið að enda er Chelsea efst með 22 stig og marka- töluna 23:3 en Norwich neðst með 2 stig og markatöluna 2:23. _ Norðmaðurinn Joshua King náði ekki að skora mark fyrir Ever- ton á síðasta keppnistímabili og lík- lega voru áhorfendur á Goodison Park á laugardag gapandi hissa þeg- ar Watford kom í heimsókn. King skoraði nefnilega þrennu í óvæntum en mögnuðum útisigri Watford á Everton, 5:2. _ Rodrigo bjargaði stigi fyrir Leeds þegar hann jafnaði, 1:1, á fjórðu mínútu uppbótartíma gegn Wolves, úr vítaspyrnu, á Elland Road. _ Callum Wilson náði að jafna fyr- ir Newcastle gegn Crystal Palace í London og tryggja liði sínu stig, 1:1. Newcastle hefur ekki unnið leik og spurning hvort liðið verði orðið illa statt á botninum þegar nýir moldrík- ir eigendur mega loksins kaupa leik- menn í janúarmánuði. _ Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta korterið með Burnley í 2:2 jafntefli gegn Southampton á suður- strönd Englands. Burnley er enn án sigurs eftir níu umferðir en náði þó í stig á útivelli. Útsalah á Old Trafford - Mohamed Salah skoraði þrennu í 5:0 sigri Liverpool á Manchester Utd AFP Þrenna Mohamed Salah fagnar þriðja marki sínu á Old Trafford við litla kátínu nærstaddra. Hann hefur nú skorað 15 mörk á tímabilinu. Elfsborg er komið í þriðja sæti deild- arinnar og í hörðum slag við Djurg- ården, AIK og Malmö um sænska meistaratitilinn. _ Chicago Bulls hefur farið frábær- lega af stað á tímabilinu í NBA- deildinni í körfuknattleik og vann sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikj- um í fyrrinótt. Chicago vann þá þægilegan 97:82 sigur gegn Detroit Pistons á heimavelli þar sem sterk liðsheild heimamanna gerði vart við sig líkt og í sigurleikjunum tveimur þar á undan. Demar DeRozan var stigahæstur Chicago-manna með 21 stig. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með tvöfalda tvennu þegar hann skoraði 15 stig og tók 19 fráköst. _ Arnar Pét- ursson úr Breiða- bliki og Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR urðu Íslands- meistarar í mara- þonhlaupi á laug- ardaginn en þau sigruðu í flokkum karla og kvenna á Íslandsmótinu sem fór fram samhliða Haustmaraþoni Félags maraþonhlaup- ara. Arnar sigraði í karlaflokki á 2 tím- um, 51,47 mínútum og Andrea í kvenna- flokki á 3 tímum, 6,22 mínútum. _ Í hálfu maraþoni varð Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR Íslandsmeistari karla á 1 klukkustund, 12,02 mínútum. Arnar keppti líka þar, á sama deginum, og varð annar á 1 klukkustsund, 13,31 mínútum. Íslands- meistari kvenna varð Verena Karlsdóttir á 1 klukkustund, 24,25 mínútum. _ Helena Sverrisdóttir fór af velli vegna meiðsla eftir aðeins átta mínútur í leik Hauka og Grindavíkur í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. _ Borche Ilievski er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik, sem hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Borche hefur þjálfað ÍR undanfarin sex ár. _ Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknar- kona íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og sænska úrvals- deildarfélagsins Kristianstad, þar sem hún er á láni frá þýska félaginu Wolfsburg, segist búast við því að spila með Wolfs- burg á næsta tíma- bili. „Planið er allavega að fara í Wolfs- burg. Ég er komin með dagsetningu varðandi það hvenær ég á að fara, sem er núna í desember. Allavega eins og þetta lítur út núna þá er ég á leiðinni þangað eftir tímabilið,“ sagði Sveindís á fréttamannafundi í gær en hún býr sig undir landsleikinn gegn Kýpur á Laug- ardalsvellinum annað kvöld. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 Keflavík varð fyrsta liðið til að sigra Val á þessu keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik en Suðurnesjakonur unnu leik lið- anna á Hlíðarenda í gærkvöld á mjög sannfærandi hátt, 84:64. Þar með hafa Keflavík, Valur, Njarðvík og Haukar öll tapað ein- um leik það sem af er mótinu og allt stefnir í tvísýna toppbaráttu í vet- ur. Daniela Wallen skoraði 23 stig fyrir Keflavík og Agnes María Svansdóttir 15 en Ameryst Alston skoraði 23 stig fyrir Val og Dag- björt Dögg Karlsdóttir 16. _ Aliyah Collier tók hvorki fleiri né færri en 27 fráköst fyrir Njarð- vík auk þess að skora 22 stig þegar nýliðarnir unnu Breiðablik í Smár- anum í gærkvöld, 74:62. _ Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 29 stig fyrir Hauka sem unnu Grindavík auðveldlega á úti- velli, 84:50. _ Sanja Orozovic skoraði 24 stig fyrir Fjölni sem vann Skallagrím í Grafarvogi, 87:58. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Mögnuð Aliyah Collier úr Njarðvík fer framhjá tveimur leikmönnum Blika. Keflavík fyrsta liðið til að vinna Val Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þor- geir Kristjánsson og samherjar þeirra í Magdeburg héldu áfram magnaðri sigurgöngu sinni í gær. Þeir lögðu Kiel að velli, 29:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik, á einhverjum erfiðasta útivelli heims í þessari íþrótt, og hafa nú unnið fyrstu 14 leiki sína í öllum keppnum á tímabilinu. Ómar var í aðalhlutverki sem fyrr með sex mörk og sex stoðsend- ingar fyrir Magdeburg og hann er næstmarkahæstur og næst- stoðsendingahæstur í deildinni. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk. Magdeburg hefur nú unnið alla átta leiki sína og er eina liðið með fullt hús stiga. Þá varð liðið heimsmeist- ari félagsliða á dögunum ásamt því að vinna fyrstu leiki sína í bikar- keppninni og Evrópudeildinni. Bjarki skoraði ellefu Bjarki Már Elísson var líka í sviðsljósinu í gær þegar hann skor- aði ellefu mörk fyrir Lemgo í úti- sigri á botnliði Minden, 32:29. Hann gerði aðeins eitt markanna af víta- línunni. Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig. _ Rhein-Neckar Löwen vann Wetzlar á útivelli, 30:29, og kom sér upp í tíunda sætið eftir erfiða byrj- un á tímabilinu. Ýmir Örn Gíslason var að vanda í stóru varnar- hlutverki hjá Löwen en skoraði ekki. _ Teitur Örn Einarsson skoraði ekki í fyrsta leik sínum með Flens- burg sem vann Stuttgart 30:29. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart. Meistarataktar hjá Magdeburg í Kiel Ljósmynd/Magdeburg Drjúgur Ómar Ingi Magnússon var enn og aftur í aðalhlutverki. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Njarðvík.... 19.15 1. deild karla: Ice Lagoon-höll: Sindri – Álftanes...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kórinn: HK – Afturelding ................... 19.30 Í KVÖLD! Subway-deild kvenna Fjölnir – Skallagrímur......................... 87:58 Grindavík – Haukar ............................. 50:84 Breiðablik – Njarðvík .......................... 62:74 Valur – Keflavík.................................... 64:84 Staðan: Keflavík 5 4 1 421:362 8 Valur 5 4 1 386:353 8 Njarðvík 5 4 1 338:302 8 Haukar 4 3 1 305:208 6 Fjölnir 4 2 2 300:289 4 Grindavík 5 1 4 345:419 2 Breiðablik 5 1 4 351:354 2 Skallagrímur 5 0 5 272:431 0 1. deild kvenna Tindastóll – Snæfell ............................. 87:77 Aþena/UMFK – Fjölnir b.................... 52:67 Vestri – ÍR........................................... 46:106 Þór Ak. – Stjarnan................................ 64:73 Spánn B-deild: Gipuzkoa – Granada ........................... 50:76 - Ægir Már Steinarsson skoraði 8 stig fyr- ir Gipuzkoa, átti 2 stoðsendingar og tók eitt frákast á 14 mínútum. >73G,&:=/D Olísdeild karla KA – Valur ............................................ 26:35 Grótta – Haukar ................................... 25:32 Víkingur – Fram................................... 25:27 Staðan: Valur 5 5 0 0 146:112 10 Stjarnan 4 4 0 0 121:107 8 Fram 5 4 0 1 134:125 8 Haukar 5 3 1 1 146:130 7 ÍBV 4 3 0 1 112:110 6 FH 5 3 0 2 133:124 6 Afturelding 4 1 2 1 117:116 4 KA 5 2 0 3 132:143 4 Selfoss 5 1 0 4 116:134 2 Grótta 5 0 1 4 121:133 1 HK 4 0 0 4 100:116 0 Víkingur 5 0 0 5 113:141 0 Grill 66 deild karla Kórdrengir – Vængir Júpíters............ 26:22 Olísdeild kvenna Haukar – Afturelding .......................... 29:21 Fram – KA/Þór..................................... 27:25 Staðan: Fram 4 3 1 0 113:100 7 Valur 3 3 0 0 85:60 6 Haukar 3 2 1 0 82:68 5 KA/Þór 3 2 0 1 78:77 4 HK 4 1 0 3 80:95 2 Stjarnan 4 1 0 3 89:99 2 ÍBV 3 1 0 2 80:73 2 Afturelding 4 0 0 4 78:113 0 Grill 66 deild kvenna Fjölnir/Fylkir – ÍR............................... 22:25 Grótta – Selfoss .................................... 27:31 Danmörk SönderjyskE – GOG ............................ 31:32 - Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot í marki GOG. Aalborg – Skive ................................... 37:27 - Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Aalborg. Pólland Kielce – Kwidzyn................................. 41:29 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson var ekki með vegna meiðsla. Frakkland Montpellier – París SG ....................... 33:34 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. B-deild: Nice – Strasbourg ............................... 23:18 - Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot í marki Nice. Svíþjóð Guif – Lugi............................................ 26:24 - Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Guif en Daníel Freyr Ágústsson varði 4 skot í marki liðsins. Lugi – Kristianstad ............................. 32:27 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með Lugi vegna meiðsla en Andrea Jacobsen skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad. Evrópubikar kvenna 2. umferð: Füchse – Zug........................................ 26:37 Zug – Füchse........................................ 35:25 - Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Zug í fyrri leiknum og tvö í seinni. Zug vann 72:51 samanlagt. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.