Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
vinnuföt fást einnig í
Í Búastríðinu í Afr-
íku fyrir röskum 120
árum ráku Englend-
ingar sig á að nýliðar í
herútboði á Englandi
voru með alls konar
pestir og krankleika
sem gerðu marga
óhæfa til hernaðar.
Englendingar röktu
þetta m.a. til lélegs
húsakosts og skipulags
og ákváðu að taka sig á.
Þeir tóku í kjölfarið upp fjöl-
fræðinám í skipulagsfræðum til að
tryggja að engin ein starfsgrein ein-
okaði þetta svið og stórbættu bæði
skipulag og framkvæmd skipulags-
og byggingarmála. Mörg lönd fylgdu
í kjölfarið og hér á landi, fyrir réttum
100 árum, var frumkvöðullinn Guð-
mundur Hannesson læknir einn af
höfundum fyrstu skipulagslaganna.
Fljótlega ráku menn sig líka á að í
skipulagi er oft um mjög mikla og
flókna hagsmuni að ræða og því
þurfa stjórnmálamenn og almenn-
ingur haldgóða ráðgjöf og styrka
stjórn ef vel á að vera. Einnig þurfa
þeir að geta treyst að til þessara
starfa veljist hið hæfasta fólk sem
hefur bæði menntun og starfs-
reynslu og er reiðubúið að taka fag-
lega ábyrgð á sinni tillögugerð.
Eitt það dýrasta sem við Íslend-
ingar skipuleggjum og byggjum í
sameiningu er það þéttbýli sem núna
er orðið heimkynni flestra Íslend-
inga. Auðvitað skiptir það okkur öll
miklu hvernig þetta þéttbýli er
skipulagt og byggt því það hefur
daglega áhrif á okkur öll á fjölmörg-
um sviðum. Grundvallaratriði þess-
ara mála ættu þó að vera flestum
ljós, það ætti að vera bæði hag-
kvæmt í byggingu og rekstri, heilsu-
samlegt og vistvænt, svo eitthvað sé
nefnt. Þetta á ekki síst við um dýra
hluta þess eins og gatnakerfi og frá-
veitukerfi þar sem vondar útfærslur
eru fljótar að hlaupa á mörgum millj-
örðum. Vanhugsuð ráðsala getur
þannig orsakað margra milljarða
skaða fyrir viðkomandi svæði og
samfélag, sem erfitt eða ómögulegt
getur verið að bæta úr. Ekki síst á
þetta við um gatnakerf-
ið þar sem við daglegan
rekstrar- og notk-
unarkostnað bætist líka
tafakostnaður sem nú
er talinn nema jafnvirði
einnar loðnuvertíðar á
ári. Ekki virðist samt
að fyrri stjórnvöld hafi
gert sér fulla grein fyr-
ir mikilvægi þessara
mála og tekið þeim
nauðsynlegt tak. Heilsa
manna skiptir hér líka
miklu en mikið er núna
vitað m.a. um áhrif hvers kyns meng-
unar á fólk og skort á birtu og sólar-
ljósi í íbúðum og nauðsyn góðra
tengsla við náttúrulegt umhverfi.
Af þessu og umræðum dagsins
leiða margar spurningar: Geta t.d.
stjórnmálamenn og almenningur á
höfuðborgarsvæðinu treyst þeirri
„þéttingarstefnu“ sem núna er rekin
á þessu svæði? Hver tekur á henni
faglega ábyrgð? Lækkar þétting
byggðar raunverulega útblástur
gróðurhúsalofttegunda? Nýlegar
rannsóknir draga þetta mikið í efa.
Einnig verður að hafa í huga að í
mörg hundruð ár hefur dregið veru-
lega úr þéttleika borga. Fólk hefur
unnvörpum flúið þennan þéttleika.
Fyrir þessu eru margar ástæður.
Fólk vildi meira rými, sólarljós og
birtu, græn svæði til útivistar og
manneskjulegra umhverfi til að ala
upp börnin sín í og hvílast. Mikið af
þessu var ekki fyrir hendi í þétt-
byggðum borgum fortíðarinnar.
Þetta kostaði auðvitað eitthvað, en í
ljós kom að þetta aukna frelsi og
rýmra umhverfi gerði fólk bæði
ánægðara og gerði því kleift að
skapa verðmæti sem gerðu gott bet-
ur en að borga þetta allt saman.
Mesta árangri í minnkun á út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda hefur
þannig ekki verið náð með þéttingu
borga heldur með betri nýtingu á
orkugjöfum og rafmagnsvæðingu.
Reynslan sýnir líka að þar sem op-
inberir aðilar hafa reynt að breyta
hegðun fólks hefur það í besta falli
gengið misjafnlega. Líka er rétt að
hafa í huga að flestar ferðir fólks í
þéttbýli eru ekki lengur línulegar,
eða frá heimili á vinnustað, heldur
eru aðrar ferðir víða allt að 85% af
heildarfjölda ferða – í allar áttir – og
vafasamt verður að telja að kostn-
aðarsamar „borgarlínur“ hjálpi þar
mikið.
Þegar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi var valinn staður við
Hringbraut kynntu ráðsalar stjórn-
málamanna á þessu svæði svokölluð
Öskjuhlíðargöng og Kópavogsgöng
sem eina af mikilvægustu forsendum
þessa staðarvals. Nú hafa bæði
Reykjavíkurborg og Kópavogur fellt
þessi göng út af skipulagi sínu án
þess að nokkuð frambærilegt komi í
staðinn. Auðvitað sáu allir sem eitt-
hvað vita um skipulag að þessi göng
voru fráleit hugmynd frá upphafi,
sem aldrei kæmi til framkvæmda. Þó
hafa þessi göng hangið inni í skipu-
lagi frá því fyrir aldamót – og haldið
er áfram að byggja spítalann! Ekki
er heldur ólíklegt að margar grímur
renni á menn þegar farið verður í al-
vöru að hugsa til þess að setja Miklu-
braut og Sæbraut í „stokka“ neð-
anjarðar.
Í tilefni af 100 ára afmæli íslenskra
skipulagslaga væri því ekki úr vegi
að við tækjum þau til gagngerðrar
endurskoðunar, allt frá notkun og
nýtingu hálendisins til samgangna
og umhverfis á höfuðborgarsvæðinu.
Þótt það sé yndislegt að geta fram-
kvæmt félagshagfræðilega greiningu
á framkvæmdum eða áætlað fjölda
hjólandi manna upp og niður Lauga-
veg í maí árið 2030 – miðað við
ákveðnar forsendur – þá gætu mörg
önnur skipulagsmál verið meira að-
kallandi. Einnig bendir margt til
þess að ekki sé vanþörf á að taka svo-
lítið til í þessum ranni, þó ekki væri
nema fyrir komandi kynslóðir.
Að skjóta sig
í skipulagsfótinn
Eftir Gest Ólafsson »Margt bendir til að
ekki sé vanþörf á að
taka svolítið til í „skipu-
lagsranninum“, þó ekki
væri nema fyrir kom-
andi kynslóðir.
Gestur Ólafsson
Höfundur er fyrrverandi formaður
Skipulagsfræðingafélags Íslands.
skipark@skipark.is
Ágæti Guðmundur
Ingi. Við viljum hér
með skora á þig að af-
létta ekki friðun ís-
lensku rjúpunnar fyrir
það veiðitímabil sem
fyrirhugað er 1. til
30.11. 2021.
Erum við með þess-
um hætti að andmæla
ráðgjöf Náttúru-
fræðistofnunar Íslands
(NÍ) frá 29.10. 2021 um að þú heimilir
undanþágu frá friðun á um 20.000
fuglum, sem NÍ telur að muni ganga
til skiptanna á um 5.000 veiðimenn
þannig að heildarveiði hvers veiði-
manns verði fjórir fuglar.
Í fyrsta lagi teljum við að þessi ráð-
gjöf virði ekki nægjanlega það krít-
íska ástand sem rjúpnastofninn er í, í
öðru lagi metum við það svo að þessi
ráðgjöf sé óraunsæ og standist ekki í
framkvæmd og í þriðja lagi er það
okkar skoðun að ráðgjöfin, þ.e. hugs-
anleg framkvæmd hennar, standist
ekki lög nr. 64/1994.
Við viljum færa eftirfarandi rök
fyrir áskorun okkar:
1. Í tölvupósti frá Ólafi Karli Niel-
sen (ÓKN), helsta sérfræðingi NÍ um
rjúpnamál, frá 8.10. 2021, staðfestir
hann að vorstofn rjúpu nú, 2021, sé sá
veikasti og minnsti sem verið hefur
frá því að mælingar stofnsins hófust
1995, eða í 26 ár. Mælist hann ein-
vörðungu 69.000 fuglar. Veiðistofn er
nú í haust talinn 248.000 fuglar.
Þessi staðreynd ein og sér hlýtur
að hvetja ráðamenn til sérstakrar
varkárni við mat á veiðum nú.
2. Í gagninu Mat á veiðiþoli rjúpn-
astofnsins haustið 2021, frá 29.9.
2021, samið af ÓKN, kemur fram á
bls. 9 að veiðistofninn hafi aðeins
tvisvar áður farið niður fyrir 300.000
fugla. Annars vegar árið 2002, sem
leiddi til þess að fuglinn var friðaður
af þáverandi umhverfisráðherra, Siv
Friðleifsdóttur, árin 2003 og 2004, og
svo aftur í fyrra, 2020, sem í raun
hefði átt að leiða til friðunar þá líka ef
samræmis hefði verið gætt.
Nú milli ára hefur vorstofninn svo
minnkað aftur frá því lágmarki sem
var í fyrra, 2020, um 30%, úr 99.000
fuglum í 69.000 fugla, þannig að ráð-
gjöf um frekari veiðar nú skortir allt
samræmi, allt hóf og alla skynsemi að
okkar mati.
3. Í sama gagni, á bls. 11, kemur
þetta fram:
A. Árlegur meðaltalsveiðistofn síð-
ustu 16 ár, 2005 til 2020, var 600.520
fuglar og var hann lægstur á þessu
tímabili 282.478 fuglar. Nú er þetta
met um lágmarksstofn sem sé slegið,
með 248.000 fuglum. Enn ein alvarleg
viðvörun.
B. Meðalveiði á veiðimann á ári á
þessu 16 ára tímabili, skv. skrám, var
12 (11,1) fuglar. Lágmarksveiðimagn
á veiðimann var níu (8,8) fuglar, mest
var veiðin á mann 16 fuglar.
Verður þá að spyrja hvort heil brú
sé í því þegar gengið er út frá því að
veiðimenn sætti sig nú við heildar-
veiði upp á fjóra fugla! Hver fer til
fjalla fyrir slíka veiði og hver er sú
fjölskylda sem þessi fjöldi fugla
myndi nægja í hátíðarmat?
Fyrir okkur stenst þessi hugmynd
og ráðgjöf um 20.000 fugla, fjóra
fugla á veiðimann, enga skynsamlega
skoðun eða raunsætt mat, heldur
býður hún upp á þá hættu að um stór-
fellda ofveiði verði að ræða, sem gæti
verið upphafið að endalokum íslenska
rjúpnastofnsins. Þegar stjórnvöld
vilja innleiða reglur og lagaramma
sem standast ekki praktíska skoðun
eða eru fjarri venjum manna, vilja og
þörfum sýnir reynslan að þær eru
virtar að vettugi.
4. NÍ og UST virðast ganga út frá
því að allir sem veiða rjúpu kaupi
veiðileyfi og tilkynni sína veiði. Okkur
er það stórlega til efs að
bændur og landeig-
endur telji sér bært að
kaupa veiðileyfi fyrir
veiðar á sinni eigin jörð
eða landi. Slík kvöð sam-
ræmist vart þeim skiln-
ingi á eignarrétti sem
bændur og landeig-
endur hafa tamið sér.
Er því líklegt að
hundruð eða þúsundir
bænda og rjúpnaveiðar
þeirra komi ekki fram í
veiðitölum. Veiðiþjófnaður kemur
auðvitað líka inn í myndina, auk þess
sem ætla má að ýmsir vantelji sína
veiði, sérstaklega þegar veiðimagn
(fimm fuglar í fyrra) stendur ekki í
neinu samhengi við praktískar þarfir.
Skv. ofangreindu teljum við að
taka verði áætlaðar veiðitölur, sem
NÍ segir að verði 20.000 fuglar nú í
haust ef veiðar verða leyfðar, með
miklum fyrirvara.
5. Hvað varðar stofnstærð, bæði
varpstofn að vori og veiðistofn að
hausti, teljum við margt benda til
þess að sú talning og þær tölur kunni
að standast, séu allavega góð vís-
bending sem byggja megi á.
Skv. fyrirliggjandi gögnum NÍ var
þróun vorstofns rjúpu síðustu fjögur
árin þessi:
2018 293.000 fuglar
2019 228.000 fuglar
2020 99.000 fuglar
2021 69.000 fuglar
Hvernig getur nokkrum manni,
sem annt er um íslenskt dýra- og líf-
ríki og á auk þess að bera ábyrgð á
stöðu þess og viðkomu gagnvart
landsmönnum, dottið í hug, með hlið-
sjón af ofangreindri þróun, að mæla
með áframhaldandi veiðum?
6. Skv. lögum 64/1994, gr. 6, eru öll
villt dýr, þar með talin rjúpan, friðuð.
Afléttun friðunar er háð því að ekki
sé gengið á stofn þannig að veiðar og
afföll fari ekki fram úr viðkomu. Til-
gangurinn er að stofn haldist eða
aukist. Þessi lög tóku gildi 1. júlí 1994.
Hrun vorstofns, skv. gr. 5 hér að
ofan, og áframhaldandi árlegar veið-
ar, þrátt fyrir það, sýnir að þess lög
hafa verið virt að vettugi. Stofninn
hefur verið í frjálsu falli og samt var
veitt áfram.
Önnur hlið á þessu máli er að skv.
upplýsingum NÍ var vorstofn rjúpu
fyrsta vorið eftir að lög 664/1994 tóku
gildi, vorið 1995, 127.000 fuglar.
Skv. okkar skilningi á lögunum
hefði aldrei mátt veiða hefði vorstofn
farið undir 127.000 fugla.
Það var og er sá lágmarksstofn
sem til þarf að koma til að þeirri við-
leitni sé sem best fylgt að ekki sé
gengið á stofn með veiðum. Það er
auðvitað miklu meira en mál til komið
að ákvæðum laga nr. 64/1994 sé fylgt!
Það þýðir það að ekki verði veitt, sé
vorstofn ekki minnst 127.000 fuglar.
Eins og fram hefur komið var hann
99.000 fuglar í fyrravor og 69.000 nú í
vor.
Ágæti Guðmundur Ingi. Við leggj-
um hart að þér að skoða þessi mál nú
vel, í trausti þess að þú skiljir og met-
ir staðreyndir málsins og aðra þætti
þess með svipuðum hætti, og skorum
á þig að aflétta ekki friðun íslensku
rjúpunnar fyrr en vorstofninn er
kominn í minnst 127.000 fugla aftur.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
» Vorstofn rjúpu hefur
verið í frjálsu falli:
2018 293.000 fuglar,
2019 228.000, 2020
99.000 og nú 2021 er
stofninn 69.000 fuglar
og áfram skal veiða!
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-,
náttúru- og umhverfisvernd.
Opið bréf til
umhverfis- og
auðlindaráðherra