Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Hallur Már
Dagmál Þrjár ungar konur í stjórn-
málum eru gestir í Dagmálum.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Verkefni undirbúningsnefndar fyrir
rannsókn kjörbréfa eru fordæmalaus
og þeim fylgir mikil ábyrgð. Nefndin
vinnur við að velta hverjum steini og
sinna rannsóknarskyldu sinni. Um
þetta eru Lenya Rún Taha Karim,
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og
Diljá Mist Einarsdóttir sammála og
segja jafnvel traust fólks til lýðræð-
isins í húfi. Þær eru gestir Karítasar
Ríkharðsdóttur í Dagmálum. Allar
eiga þær það sameiginlegt að vera
ungar og áberandi konur í stjórn-
málum, hver í sínum flokki, ásamt því
að tengjast allar vinnu við rannsókn á
talningu atkvæða í Norðvestur-
kjördæmi; Lenya Rún er meðal fram-
bjóðenda sem kærðu framkvæmdina
til Alþingis, Lilja Rannveig er þing-
maður Norðvesturkjördæmis og hefur
enn ekki leyft sér að fagna kjöri sínu
og Diljá Mist situr í undirbúnings-
nefndinni. Ásamt málefnum Norðvest-
urkjördæmis eru úrslit kosninganna
og óþreyjan við að hefjast handa við
þingstörf rædd, málefnin sem brenna
á stjórnmálakonunum ungu og vænt-
ingar þeirra til starfsins á Alþingi. Le-
nya Rún greinir sömuleiðis frá kyn-
þáttafordómum sem hún varð fyrir í
kosningabaráttunni.
Traust fólks til lýðræðisins í húfi
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
Sigurður Már Jónsson blaða-
maður fjallar um skipulags-
mál í borginni. „Þéttingarstefna
Reykjavíkurborgar mun dynja á
okkur í Vogunum eins og öðr-
um,“ segir hann, og bætir við að
eitt „lykilhlutverk
borgarskipulagsins
er Borgarlínan
svokallaða sem
kallar á gríðarlega
þéttingu enda á að
fjármagna hana
með innviða- og
gatnagerðar-
gjöldum. Hún á að
liggja í gegnum Suðurlandsbraut
sem afmarkar hverfi 104 til vest-
urs. Hinum megin er Skeifan sem
hefur verið þjónustu- og versl-
anamiðstöð okkar í hverfinu eins
og margra Reykvíkinga. Þar
lengra í burtu er Ármúlinn með
skrifstofu- og atvinnuhúsnæði.
Alls staðar á nú að setja niður
byggð sem virðist eiga að blanda
saman atvinnuhúsnæði og íbúð-
um.“
- - -
Sigurður Már bendir á að í
Fossvoginum eru íbúar nú
„að ganga í gegnum áfallið eftir
kynningu á nýrri byggð við Bú-
staðaveg og eiga sjálfsagt eftir
að verða fyrir fleiri áföllum. Við
hér í póstnúmeri 104 eigum lík-
lega eftir að ganga í gegnum
sama ferli. Við erum rétt að
kyngja þeirri hugmynd að það er
verið að byggja 2.000 íbúðir hér
fyrir neðan okkur í Vogabyggð.
Þar er byggt þétt og umferðar-
öngþveitið er áberandi þó allt sé
bara á byggingastigi.“
- - -
Það er ömurlegt að byggðaþró-
un í Reykjavík eigi að þjóna
áformum um borgarlínu. Í stað
þess að samgöngurnar þjóni
byggðinni og íbúunum hefur
skipulaginu verið snúið á haus,
íbúum þjappað saman og rótgróin
hverfi sett í uppnám. Og kostn-
aðurinn er yfirgengilegur.
Hvers vegna er þetta gert?
Sigurður Már
Jónsson
Skipulag á haus
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herbergja íbúð á annari hæð í húsi fyrir fyrir 55 ára og eldri í
Njarðvík Reykjanesbæ, í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla.
Töluvert endurnýjuð eign á eftirsóttum stað
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
TILBOÐ Birt stærð eignar er 81,8m2
„Sjófarendur treysta á vitana,“ seg-
ir Eiríkur Páll Jörundsson. Hann er
hönnuður sýningarinnar Leiðarljós
í lífhöfn – Saga Reykjanesvita og
sjóslysa sem opnuð var á dögunum.
Fyrsti ljósvitinn á Reykjanesi var
tekinn í notkun árið 1878 og sá sem
nú stendur á Bæjarfelli árið 1908.
Sýningin er í mótorhúsi sem stend-
ur neðan við vitann sem sendir ljós-
geisla – hvítt leifur á 30 sekúndna
fresti – langt út á haf.
Á síðastliðnum 150 árum hefur
alls 121 skip strandað eða farist við
Reykjanesið, en þess, vitavarðanna
sem staðinn sátu og margs fleira er
getið á sýningunni. Sú er sett upp á
vegum Hollvinasamtaka Reykja-
nesvita, þar sem Hallur Jónas
Gunnarsson í Grindavík er formað-
ur. Verkefnið hefur verið lengi í
undirbúningi og naut meðal annars
stuðnings Uppbyggingarsjóðs Suð-
urnesja og Safnasjóðs.
Í vetur verður sýningin góða að-
eins opin tilfallandi, en daglega
með vorinu. Hugsanlegt er að þá
verði sýningin stækkuð og gerð ít-
arlegri. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vitamenn Eiríkur Páll Jörundsson, til vinstri, og Hallur Jónas Gunnarsson.
Sýnt í Reykjanesvita
Reykjanesviti Sýningin er í mótor-
húsinu til hægri á myndinni.