Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 24
Ragnar þriðji í langstökki og 100
m hlaupi, en þá vegalengd hefur
hann hlaupið nokkrum sinnum á
11 sekúndum sléttum. Í framhaldi
af því var Ragnar valinn í landslið
frjásíþróttamanna sem keppti þá
um sumarið í Vejle í Danmörku. Á
landsmótinu á Þingvöllum 1957
varð hann landsmótsmeistari í
langstökki. Þegar Laugardals-
völlurinn var vígður var honum
boðið að keppa í nokkrum grein-
um. Frjálsíþróttaferill Ragnars
varði í 15 ár og keppti hann víða
um land.
„Ég hef verið að dunda við að
veiða í vötnunum hérna í kring,
Klúbburinn var stofnaður árið
áður.
Á Hólum kynntist Ragnar
frjálsíþróttum og hóf æfingar hjá
Ungmennafélaginu Hjalta og
keppti fyrstu ár vegum þess fé-
lags. Á þessum árum voru haldin í
Skagafirði héraðsmót ungmenna-
félaganna 17. júní og vakti Ragnar
þar fyrst athygli fyrir árangur
sinn í frjálsíþróttum. Hann tók
þátt í sínu fyrsta landsmóti árið
1955 á Akureyri. Þar keppti hann
í boðhlaupi, 100 m hlaupi og lang-
stökki. Síðar átti Ragnar eftir að
keppa á sex landsmótum. Á lands-
mótinu á Laugum 1961 varð
R
agnar Guðmundsson
fæddist 25. október
1936 á Hafragili á
Laxárdal ytri, Skaga-
firði. Þar dvaldi Ragn-
ar til þriggja ára aldurs. Þá flutti
hann með móður sinni að Hrauni í
Unadal þar sem hún var ráðskona
þrjú ár. Árið 1942 festi móðir
Ragnars kaup á jörðinni Á í Una-
dal og þar ólst Ragnar upp til 15
ára aldurs, en þá hélt hann til
náms á Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal og útskrifaðist þaðan bú-
fræðingur 18 ára að aldri.
Á Hólum kynntist Ragnar konu
sinni Margréti Sigríði Helgadótt-
ur. Að námi loknu námi hélt unga
parið til Reykjavíkur og bjó þar í
eitt ár. Þá lá leiðin norður á Sauð-
árkrók þar sem Ragnar lærði
múrverk hjá Jóhanni Guðjónssyni
múrarameistara sem síðar varð
byggingafulltrúi og skólastjóri
Iðnskólans á Sauðárkróki. Að
námi loknu starfaði Ragnar meira
og minna að iðn sinni í 60 ár.
Meðal annars byggði Ragnar
fjögur íbúðarhús á Sauðárkróki.
Árið 1980 fluttust Ragnar og Mar-
grét að Skíðastöðum á Laxárdal
ytri sem var ættaróðal Ragnars.
Þar bjuggu hjónin með fjárbú í 10
ár, byggðu upp jörðina og rækt-
uðu. Árið 1990 fluttist Ragnar aft-
ur á Krókinn og byggði fimmta
íbúðarhúsið. Frá því að hjónin
hættu búskap á Skíðastöðum hef-
ur Ragnar haldið nokkrar kindur
allt fram á þetta ár. „Sú síðasta
fór í síðustu viku, það var erfiður
dagur, þetta voru vinir mínir. Ég
þurfti aldrei að reka þær neitt,
þær komu bara til mín og ég gaf
þeim brauð.“ Árin 1990-2000 starf-
aði Ragnar m.a. sem leigu-
bifreiðarstjóri.
Ragnar sat í 10 ár í stjórn Bú-
hölda, félags um byggingu íbúða
fyrir eldri borgara á Sauðárkróki,
og kom þar að byggingu sex
íbúða. Félagið á nú um 50 íbúðir.
„Ég er loksins hættur að byggja,“
segir Ragnar. Hann hefur verið
félagi í Kiwanisklúbbnum Drangey
á Sauðárkróki frá 1979 og gegnt
þar öllum trúnaðarstörfum.
eins og Miklavatni, og leggja net.
Ég hef alltaf haft gaman af að
veiða, veiddi t.d. mikið í Laxá á Ás-
um meðan dagurinn kostaði ekki
offjár. Það gerðist svolítið sérstakt
atvik einu sinni. Ég var búinn að
setja í lax en skildi ekki að laxinn
fór í allt aðra átt. Ég baksaði við
að koma honum að landi og var þá
kominn með tvo laxa. Þá hafði
girnið snúist utan um hausinn á
öðrum laxinum meðan hann var að
elta hinn. Ég hafði þá báða í land.“
Fjölskylda
Eiginkona Ragnars er Margrét
Sigríður Helgadóttir, f. 19.12. 1937 á
Ragnar Guðmundsson, múrarameistari og búfræðingur – 85 ára
Á Sauðárkróki Ragnar og Margrét með hluta af fjölskyldunni.
Loksins hættur að byggja
Hjónin Ragnar og Margrét á góðri stundu.
Sextán ára Ragnar frjálsíþrótta-
kappi UMSS á Sauðárkróki.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT
BYGGINGAKERFI
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
R
NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is
Bestu undirstöðurnar fyrir:
SÓLPALLINN
SUMARHÚSIÐ
GIRÐINGUNA
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND
ÞEGAR VERSLAÐ ER Á DVERGARNIR.IS
50 ÁRA Linda er Akureyringur og
býr í Síðuhverfinu. Hún hefur tekið
ýmis námskeið hjá Símey og er
skrifstofumaður hjá Heilsuvernd
Hjúkrunarheimila. „Ég hef mörg
áhugamál; göngutúra, bíóferðir,
spjall á kaffihúsum og margt fleira,
en aðallega að vera með fjölskyldu
og vinum.“
FJÖLSKYLDA Dætur Lindu eru
Margrét Hrönn, f. 1991, Katrín
Anna, f. 1996, og Guðrún Lilja, f.
2007. Dótturdóttir Lindu er Lára
Lind Ámundadóttir, f. 2012, dóttir
Margrétar. Foreldrar Lindu eru
Freyja Ragna Guðmundsdóttir, f.
1944, húsmóðir, og Tryggvi Harð-
arson, f. 1945, vann hjá Akureyr-
arbæ. Þau eru búsett á Akureyri.
Linda Björk Tryggvadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér finnst engu líkara en allir hafi
myndað einhvers konar samsæri gegn þér.
Hristu þessa ásókn af þér og haltu áfram.
20. apríl - 20. maí +
Naut Fólk sem hagar sér heimskulega veld-
ur vandræðum, en reyndu að sjá fyndnu
hliðina á því. Láttu það ekki koma þér á
óvart og stattu fast á þínu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það felur í sér mikla ábyrgð að
leiða starf annarra. Fólkið sem þú rekst á
virðist tala bara til að geta hlustað á sjálft
sig og reynir sífellt að sýnast betra en
náunginn.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú færð tækifæri til þess að láta
sköpunarmáttinn í ljós í vinnunni í dag. Fólki
þykir mikið til þess koma sem þú gerir.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur vanrækt vini og vandamenn
og nú er komið að því að bæta þeim það
upp. Það er í góðu lagi þótt allt sé á öðrum
endanum, bara að það verði ekki viðvarandi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Manneskja sem þú þekkir fær und-
arlegar hugmyndir um leiðir til þess að eyða
peningum. Reyndu að ná heildarsýn til þess
að þú getir metið aðstæður.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ef áfall steðjar að skaltu ekki sitja og
bíða eftir því að eitthvað meira gerist.
Mundu að þú ert ekki einráður heldur nýttu
hæfileika hinna.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það getur verið þreytandi þeg-
ar allir vilja stjórna manni og skipanirnar
ganga sitt á hvað. Mundu að sjaldan veldur
einn þá tveir deila.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hugsaðu um hvernig þú getur
unnið þig í betra álit hjá yfirmönnum og þar
með hugsanlega öðlast meiri starfsframa.
Hugsaðu áður en þú talar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Eitt og annað hefur rekið á fjörur
þínar, sem fær þig til að efast um stöðu
þeirra sem þú hefur treyst. Þér er óhætt að
treysta eðlisávísun þinni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ekkert fæst án fyrirhafnar og því
stoðar lítt að sitja með hendur í skauti og
bíða þess að hlutirnir gerist af sjálfu sér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér finnst verkið sem þú hefur verið
að byggja upp vera á vonlausum stað.
Gættu þess að skrifa ekki undir neitt sem
gæti komið í bakið á þér seinna.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Iðunn Ósk Esradóttir
fæddist 25. október 2020 kl. 16.40 og
á því eins árs afmæli í dag. Hún vó
2.424 g og var 46 cm löng við fæð-
ingu. Foreldrar hennar eru Esra Braga-
son og Aníta Ósk Guðnadóttir.
Nýr borgari