Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 ✝ Arngrímur Sigurðsson fæddist 11. febrúar 1933 á Seyðisfirði. Hann lést 7. októ- ber 2021, 88 ára að aldri. Arngrímur var yngstur fjög- urra systkina. Móðir hans var Ólöf Kristjáns- dóttir ljósmóðir og faðir Sigurður Arngrímsson ritstjóri, kaup- maður og skáld. Arngrímur kvæntist Ellen Sverrisdóttur Ragnars frá Akureyri, f. 8. apr- íl 1933, læknaritara, 28. maí 1955. Arngrímur lauk BA-námi í ensku og dönsku frá Háskóla Íslands 1961. Það sama ár lauk hann einliðaprófi (solo) á flug- vél af gerðinni Piper J-3 Cub. Fyrst um sinn kenndi hann við grunn- og gagnfræðaskóla en gerðist síðar kennari á framhaldsskólastigi og kenndi íslenskra flugmála. Árið 1994 kom svo út bókin „Það verður flogið“ - Flugmálasaga Íslands í 75 ár (1919-1994). Hann var félagi í Hinu ís- lenska flugsögufélagi þar sem hann sat í stjórn frá 1989 til 2003 og var gerður heiðurs- félagi 1989. Ættfræðifélagið naut einnig starfskrafta Arngríms um langt skeið og sat hann í stjórn þess og hannaði merki félagsins. Ár- ið 1983 varð hann einnig fyrsti ritstjóri fréttabréfs félagsins. Á 50 ára afmæli félagsins 1995 var hann sæmdur gullmerki fé- lagsins fyrir störf sín í þágu ættfræðinnar. Arngrímur var einnig virkur meðlimur í Rotaryklúbbnum í Breiðholti og lagði mörgum góðum málefnum lið sitt. Hann lék á gítar og voru nokkur dægurlög eftir hann gefin út. Arngrímur og Ellen eign- uðust þrjá syni. Þeir eru Sverr- ir framkvæmdastjóri, f. 27. mars 1956, Sigurður fjárfestir, f. 28. nóvember 1963, og Matt- hías flugstjóri, f. 7. nóvember 1970. Útför hans fór fram í kyrr- þey. við Iðnskólann í Reykjavík fram að starfslokum. Arngrímur var afkastamikill sem rithöfundur og fræðimaður og eft- ir hann liggja fjöl- mörg ritverk. Ensk lesbók (1962), kvæði, greinar um flugmál í tímarit- um og blöðum, einna mest þó í barnablaðinu Æskunni þar sem hann skrifaði um flugmál og flugvélar í fé- lagi við Skúla Jón Sigurðarson á sjöunda og áttunda áratugn- um. Arngrímur skrifaði bókina Flugeðlisfræði - Ágrip, sem kom út 1967. Íslensk-ensk orða- bók eftir hann kom svo út 1970 og var endurprentuð tvisvar. Hann hófst handa við að rita flugsögu Íslands og sú vinna stóð yfir með hléum allt frá 1970 til 1990 og urðu bindin alls 6 sem báru titilinn Annálar Látinn er faðir minn, Arn- grímur Sigurðsson kennari og rithöfundur. Óhætt er að segja að lífshlaup hans hafi verið fjöl- þætt og gefandi en ekki án átaka. Ég minnist hans fyrst og fremst fyrir ótrúlegan dugnað og áræði í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur og það var ekki fátt. Mér er einkum minn- isstætt hversu mikla vinnu hann lagði í Íslensk-enska orðabók, þá fyrstu sinnar tegundar hérlendis svo vitað sé. Auk þess liggja eft- ir hann fjölmörg ritverk á sviði flugmála og ættfræði svo eitt- hvað sé nefnt. Ekki nóg með það; hann fékkst líka við tón- smíðar og liggja eftir hann nokk- ur dægurlög að auki. Það ætti að vera markmið hvers manns að verða betri einstaklingur til orðs og æðis en foreldrarnir. Ég hef haft þetta að leiðarljósi í lífinu en mér er ekki ljóst ennþá hvort það tekst, a.m.k. ekki á öllum sviðum. Pabbi var mjög handlag- inn og á okkar heimili tíðkaðist að við vorum sjálfum okkur nóg með flest, hvort sem það laut að smávægilegum viðgerðum og viðhaldi eða hvort um meirihátt- ar framkvæmdir var að ræða á heimilinu. Hann var auk þess með endemum sparsamur en jafnframt örlátur ef því var að skipta. Honum hélst almennt vel á fé og eignaðist m.a. bifreið árið 1966, Ford Consul Cortina Mark I (tvennra dyra). Þessi bifreið var í miklu uppáhaldi hjá hon- um, svo miklu að hann stóð nán- ast óhreyfður, en vel smurður og bónaður, mánuðum saman á bílastæðinu. Ég frétti af því mörgum árum síðar að það hefði verið altalað í hverfinu að hann hefði verið sviptur ökuleyfi vegna ölvunaraksturs og því væri bíllinn nánast óhreyfður á stæðinu langtímum saman. Þetta var auðvitað fleipur, hann neytti hvorki áfengis né reykti alla sína ævi! Sennilega hefur honum þótt bensíndropinn of dýr. Síðustu árin glímdi hann við alvarleg minnisglöp sem vissu- lega rýrðu lífsgæði hans og hans nánustu. Hann verður hvíldinni feginn. Hvíl í friði elsku pabbi minn. Sverrir Ragnars Arngrímsson. Látinn er einn af æskuvinum mínum, Arngrímur Sigurðsson, 88 ára að aldri. Við kynntumst fyrst í skátastarfi í Reykjavík árið 1948, og fórum árið eftir ásamt átta öðrum félögum í eft- irminnilega skátaferð til Eng- lands. Höfum alla tíð síðan verið nánir vinir og vorum nokkra áratugi saman í kanasta-spila- klúbbi með skátafélögum okkar, Ólafi Walter Stefánssyni og Steinari Guðjónssyni. Meginævistarf Arngríms var kennsla í framhaldsskólum í Reykjavík, og ég er viss um að nemendur hans muni minnast hans með miklu þakklæti og virðingu. En til hliðar vann hann ötullega að ýmsum áhugamálum sínum, einkum skráningu flug- sögu Íslands. Árið 1967 samdi hann og gaf út bækling um flug- eðlisfræði. Á árunum 1970 til 1980 birti hann í tímaritinu Æskan, í samstarfi við Skúla Jón Sigurðsson, mjög fróðlega pistla um skráningu loftfara á Íslandi. Að mínu mati er hins vegar hið stóra afrek Arngríms á þessu sviði hin stórmerka sam- antekt hans „Annálar íslenskra flugmála 1917-1945“, sem kom út í sex bindum á árunum 1971- 1990. Þetta voru stórar og vand- aðar bækur með fjölda sögu- legra ljósmynda. Hann fékk hinn fræga breska flugmynda- málara Wilfred Hardy til að mála viðeigandi kápumyndir allra sex bindanna. Í þessum bókum er einnig að finna afar fróðleg viðtöl Arngríms við átta frumherja flugs á Íslandi, m.a. Frank Fredrickson flugmann, sem hér flaug Avro 504K flug- vél Flugfélags Íslands hins fyrsta árið 1920. Þessir annálar Arngríms eru ómetanlegar heimildir um upphafsár flug- sögu Íslands. Í kjölfar annál- anna samdi Arngrímur árið 1994 einnig merka bók í sama formi, „Það verður flogið“, sem var skráning flugsögu Íslands, ágrip helstu atburða 1919-1994. Eftir að ég fékk flugréttindi bauð ég Arngrími stundum í flug, bæði svifflug og vélflug. Mér er mjög minnisstætt hversu gaman hann hafði af því. Hann var aðstoðarmaður minn á Ís- landsmótunum í svifflugi árin 1980 og 1982 og reyndist mér þar heldur betur vel. Við Oddrún vottum Ellen og sonunum, Sverri, Sigurði og Matthíasi, og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Minning- ar um góðan dreng munu lifa. Leifur Magnússon. Arngrímur Sigurðsson ✝ Guðrún Garð- arsdóttir, Dúna eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Akranesi 29. júní 1956. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 16. október 2021. Foreldrar Dúnu voru Garðar Berg- mann Benedikts- son, f. 27.7. 1919, d. 17.2. 2004 og Ásta Guðjóns- dóttir, f. 10.2. 1927, d. 25.9. 2018. Systkini Dúnu eru Drífa, f. 9.1. 1949, Skúli Bergmann, f. 12.8. 1951 og Halldóra Jóna, f. 30.12. 1953. Uppeldisbróðir Dúnu var Benedikt Rúnar Hjálmarsson, f. 31.1. 1946, d. 7.3. 1990. Eiginmaður Dúnu er Karl Dúna og Kalli hófu búskap á Akranesi 1973 og giftu sig 28. nóvember 1976. Dúna var stúd- ent frá Fjölbrautarskóla Vest- urlands. Framan af starfs- ævinni vann Dúna við verslanir og ýmis þjónustustörf. Aðal- starf Dúnu var við bókhald og skyld störf. Hún rak bókhalds- fyrirtæki ásamt Skúla Berg- mann bróður sínum í þrjá ára- tugi. Þau seldu reksturinn til KPMG á árinu 2015, hjá KPMG starfaði Dúna í 3 ár og eftir það við Tónlistarskóla Akra- ness. Dúna átti ýmis áhugamál þar ber að nefna útivist, hreyfingu, ferðalög og golf. Hún var í kirkjukór Akraneskirkju með Kalla, með kórnum fóru þau í tónleikaferðalög víða erlendis. Dúna kom víða að í félags- störfum. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju 25. október 2021 kl. 13. Streymt verður frá athöfn- inni á vef Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Örn Karlsson, f. 24.3. 1957. For- eldrar hans voru Karl Kristján Ragnarsson, f. 12.11. 1930, d. 9.11. 2007 og Erna Guðbjörg Bene- diktsdóttir, f. 16.3. 1930, d. 28.7. 2017. Börn Dúnu og Kalla eru Rakel Karlsdóttir, f. 14.6. 1979, eiginmaður hennar er Bjarni Árnason, f. 11.1. 1980, börn þeirra eru: Sara Börk, f. 19.8. 2001 og Tristan Bjarki, f. 5.6. 2007. Styrmir Karlsson, f. 14.11. 1980, maki hans er Hulda Sigmarsdóttir, f. 22.10. 1982, börn þeirra eru Benjamín Karl, f. 13.7. 2001, Sigmar Örn, f. 3.6. 2015 og Baldur Hrafn, f. 18.6. 2017. Ég áttaði mig á því strax á fyrsta degi þegar ég kom í fjöl- skylduna að tengdamóðir mín væri mikil týpa. Kona sem lét margt flakka, sagði hlutina um- búðalaust og það sem henni datt í hug hverju sinni. Það lærði maður á með tímanum og höfð- um við Styrmir oft gaman af því þegar hún lét hitt og þetta flakka. Dúna var frábær amma sem lifði fyrir barnabörnin og fjöl- skylduna sína. Alltaf til í að passa, bjóða drengjunum okkar í sumarbústaðinn, kyssa þá og knúsa. Drengirnir okkar voru mjög hændir að henni og vildu helst fara sem oftast á Skagann, leika á Langasandi og svo í ró- legheit heima hjá ömmu Dúnu og afa Kalla. Hún var mjög dugleg að koma til okkar í heimsókn og njóta tíma með okkur og drengj- unum. Dúna var skemmtileg tengda- mamma sem tók mér vel frá fyrstu stund, var mér góð og við náðum vel saman sem fjölskylda og vinkonur. Ég er þakklát fyrir þau 17 ár sem ég hafði hana í mínu lífi. Hún var drífandi og margar af þeim samverustund- um sem við fjölskyldan áttum eru henni að þakka. Það er þyngra en tárum taki að við fáum ekki hafa hana áfram í lífi okkar og barnanna okkar. Ég er þakk- lát fyrir hana og hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hulda Sigmarsdóttir. Elsku litla systir mín hún Dúna er dáin langt fyrir aldur fram, raunveruleiki sem er erfitt og sárt að kyngja. Dúna er búin að vera stór hluti af lífi mínu allt frá því hún fæddist heima á Stekkjarholti á sólríkum júnídegi fyrir rúmlega sextíu og fimm árum. Hún var mér meira en systir. Hún var vinur minn og félagi. Við vorum samstarfsfólk og rákum saman fyrirtæki í rúmlega þrjá áratugi. Samstarf sem aldrei bar neinn skugga á. Dúna var góður vinnu- félagi, afburðadugleg og ósérhlíf- in, létt í skapi, kát og skemmtileg og vildi hafa góðan anda í kring- um sig. Hún var réttsýn og hreinskiptin og sagði manni til syndanna þegar henni mislíkaði við mann. Það var gæfa Dúnu að eignast góðan dreng sem lífsförunaut sem var strax hluti af fjölskyld- unni okkar og góður vinur. Þau stofnuðu saman fjölskyldu og eignuðust tvö yndisleg börn. Börnin voru þeim allt og barna- börnin þegar þau komu í heim- inn. Ég set þessi fátæklegu orð á blað til þakka fyrir að Dúna var til og allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Ég mun alltaf sakna hennar mikið. Elsku Kalli, Rakel, Styrmir, Bjarni, Hulda, Benjamín, Sara, Tristan, Sigmar Örn og Baldur Hrafn og Drífa og Dóra. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Við stöndum saman í okkar sorg og mikla missi og eflum vin- áttu okkar og fjölskyldubönd eins og Dúna hefði viljað. Það er á svona stundum sem maður sér best hvað vinátta og fjölskyldu- bönd eru mikils virði og að þau eigi maður að rækta. Skúli Bergmann Garðarsson. Elsku Dúna okkar! Hjartans þakkir fyrir allt – þú varst einstök, minning þín verð- ur ljós í lífi okkar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur). Drífa, Skúli og Halldóra (Dóra). Það var dimmt yfir landinu þegar við vinkonurnar lentum eftir góða golfferð til Spánar. Það dimmdi þó enn frekar morg- uninn eftir, þegar ég fékk þær fréttir að elsku Dúna hefði veikst alvarlega og væri vart hugað líf. Dúna hafði ætlað sér að koma með okkur í ferðina en skömmu áður fékk hún óvænt verkefni í fangið, sem kom í veg fyrir það. Við sem þekktum Dúnu vorum aldrei í neinum vafa um að hún myndi klára það verk með stæl. En því miður fékk hún ekki tæki- færi til þess. Lífið er núna. Það höfum við verið rækilega minnt á. Við sem áttum eftir að gera svo ótal margt. Það var farið að styttast í lífið eftir vinnu og þá átti ým- islegt að bralla. En lífið er það sem gerist á með við gerum aðr- ar áætlanir. Við Dúna vorum tólf ára þegar við byrjuðum að labba saman í frímínútunum eftir stóru stétt- inni við Barnaskólann á Akra- nesi. Síðan þá höfum við verið vinkonur. Í mínum huga hafa það alltaf verið forréttindi að vera vinkona Dúnu. Hún var alltaf svo skemmtileg, með sinn dásamlega húmor en fyrst og fremst traust og yndisleg manneskja. Tárin og allar góðu minning- arnar hafa streymt fram samtím- is undanfarna daga. Unglingsár- in með öllum sínum áskorunum, sumarið okkar í Hnífsdal, full- orðinsárin, barneignirnar, gagn- kvæm barnapössun, kvöldskól- inn í Fjölbraut, leikfimi, skokk, sjóböð, gönguferðir, utanlands- ferðir, golf, ömmuhlutverkið, sem við vorum báðar svo stoltar af, leikhúsferðir með körlunum okkar og allskonar samvera með góðum vinkonum. Óteljandi gæðastundir sem áttu að verða svo miklu, miklu fleiri. Elsku Kalli, Rakel, Styrmir og fjölskyldur. Við Sturlaugur send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Þið voruð líf hennar og yndi. Einnig sendum við systkinum Dúnu og öðrum aðstandendum og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Fari elsku Dúna mín í friði. Ef það er líf eftir þessa jarðvist, þá hlakka ég mikið til að hitta vin- konu mína aftur. Jóhanna H. Hallsdóttir. Við í Tónlistarskólanum á Akranesi vorum svo heppin fyrir rúmum þremur árum að fá hana Dúnu til starfa hjá okkur sem skólaritara. Það kom í ljós frá fyrsta degi að þar var rétt mann- eskja á réttum stað og féll hún vel inn í starfsmannahópinn. Hún var fljót að komast inn í allt og eldklár og sömuleiðis var mik- ill kostur að það virtist stundum sem hún þekkti bókstaflega alla á Akranesi. Dúna var alltaf hress og gekk með gleði í öll verk. Einnig var það oft hún sem átti frumkvæði að því að gera eitt- hvað skemmtilegt og var manna duglegust að halda uppi stemn- ingunni á vinnustaðnum. Það var okkur því áfall þegar hún greind- ist nú fyrir stuttu með krabba- mein, en hún tókst á við það eins og allt annað með bjartsýnina að vopni og þetta leit allt saman bara vel út. En örlögin spyrja ekki alltaf leyfis og nú er hún farin frá okkur. Við tregum mjög frábæra samstarfskonu en erum jafnframt ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vinna með henni. Það voru sannarlega forréttindi. Við send- um Kalla, Styrmi, Rakel, börnum þeirra og allri fjölskyldunni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Tónlistarskólans á Akranesi, Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Í dag kveðjum við kæra vin- konu sem fór allt of fljótt og skyndilega frá okkur. Fyrir tæpum þrjátíu árum byrjuðum við að hlaupa saman í hlaupahóp sem þá var nýstofn- aður á Skaganum. Við fórum þrisvar í viku kl. 18.30 og þótti mörgum nóg um, konurnar á hlaupum um bæinn á kvöldmat- artíma! Við þekktumst flestallar og vissum hver af annarri en vinátta okkar styrktist og hópurinn Englakroppar varð til. Þegar hlaupunum linnti var fundið upp á ýmsu skemmtilegu, við fórum að læra magadans og línudans svo eitthvað sé nefnt. Við höfum fyrir reglu að hitt- ast einu sinni í mánuði og borða saman. Það eru gæðastundir sem engin okkar vill missa af. Einnig hittumst við hver hjá annarri, förum í óvissu-, sumarbústaða- og utanlandsferðir saman og það nýjasta er að spila saman golf. Eins og alltaf fór Dúna á kostum á golfvellinum, skammaði kúluna ef höggið misheppnaðist. Dúna sá um að vera ritari hópsins og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni. Við hinar gátum ekki sett staf á blað á meðan flæddi frá Dúnu. Hún skrifaði öll afmæliskort fyrir okkur í hópnum en þegar kom að henni fékk hún autt kort og var vinsamlegast beðin um að skrifa það sjálf. Dýrmætt er núna að eiga allar þessar góðu minningar. Dúna var húmoristi, glaðleg, orkumikil, skemmtileg, hrein og bein, sagði sína meiningu og um- fram allt góð og traust vinkona. Nú þegar komið er að kveðju- stund og Dúna lögð af stað í sína hinstu ferð er okkur efst í huga þakklæti fyrir allar þær dýr- mætu stundir sem við áttum með henni. Fyrir húmorinn, glað- værðina og ómetanlega vináttu. Nú eigum við tvo Englakroppa í Sumarlandinu. Elsku Dúna okkar, engillinn okkar. Þú munt alltaf vera hluti af okkur og þín verður sárt sakn- að. Minning um yndislega vin- konu mun alltaf fylgja okkur. Guð geymi þig. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Kalli, Rakel, Styrmir og fjölskyldur. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi sá sem öllu ræður styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Valdís, Helga, Rósa, Jóhanna (Hanna), Erna, Bryndís, Valdís (Addý), Ingibjörg (Imba), Auður. Guðrún Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.