Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 20

Morgunblaðið - 25.10.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021 ✝ Arnald Reykdal fæddist á Sauð- árkróki 30. október 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 12. október 2021. Foreldrar hans voru Kristbjörg Reykdal, f. 1920, d. 1999, og Guðmund- ur Aðalsteinsson, f. 1910, d. 1988, upp- eldisfaðir hans var Guðvarður Jónsson, f. 1916, d. 1996. Sam- mæðra systkini hans eru: Gréta Kolbrún, f. 1943, Trausti, f. 1944, Guðfinna, f. 1948, d. 2007, og Snorri, f. 1953. Arnald átti líka samfeðra systkini, nánust honum Örn, f. 2003. 4) Anna Kristbjörg, f. 1966, maður hennar Njáll Krist- jánsson. Börn hennar eru Íris Björk, f. 1987, og Stefán Þór, f. 1988. 5) Ingibjörg, f. 1971, sonur hennar er Annmar, f. 2017. 6) Hjördís, f. 1972, maður hennar Vilhjálmur H. Þorgrímsson, börn þeirra eru Stefanía, f. 2002, og Al- exander, f. 2007. Arnald ólst upp á Siglufirði og var ungur farinn að stunda sjó- inn. Hann flutti um tvítugt til Ak- ureyrar og bjó þar upp frá því. Hann stundaði ýmis störf eftir að hann hætti sjómennsku. Starfs- ferlinum lauk hann í verslun Pennans á Akureyri. Arnald spil- aði lengi í bridgefélagi Akureyr- ar og síðar með eldri borgurum. Hann naut veiðiferða og ferða- laga með fjölskyldunni. Útför hans fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 25. október 2021, kl. 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat var Ingigerður, f. 1938, d. 2016. Arnald kvæntist Ástu Þórðardóttur, f. 12. október 1938. Börn þeirra: 1) Agnes, f. 1960, börn hennar eru Bryndís, f. 1980, Hermann, f. 1981, og Auður, f. 1990. Barnabörn hennar eru níu. 2) Þórður Sigursveinn, f. 1961, kona hans Sigurbjörg Bjarnadóttir, dætur þeirra eru Ásta, f. 1990, og Marta, f. 1995. 3) Steindór Valur, f. 1963, kona hans Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, synir þeirra eru Arnald Már, f. 2000, Haukur Ingi, f. 2002, og Einar Ævin líður, þrekið þver, þyngist lífsins byrði. En árin liðnu þakka ég þér þau voru mikils virði. (Jón Árnason frá Syðri-Á) Í dag kveðjum við góðan mann og tengdapabba, Arnald Reykdal. Árið 1982 þegar við Þórður fórum að rugla saman reytum varð ég heimagangur í Ásveginum. Það hefur verið yndislegt að eiga Arn- ald sem tengdapabba, hann var glaðlyndur og jákvæður, duglegur og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd, t.d. í málningarvinnu þegar við fluttum inn í Múlasíðuna. Hann var einnig mjög gestrisinn og vildi gera öllum gott sem heim- sóttu þau hjón. Hann var veislu- maður og hafði gaman af því að bjóða heim í mat og kaffi. Þá fannst honum notalegt að koma í matarboð í Múlasíðuna sem end- uðu oft með kaffi og góðu koníaki. Það hefur verið siður að fjölskyld- an hittist í sunnudagskaffi í Ás- veginum þar sem málefni líðandi stundar eru rædd og alltaf gott bakkelsi með kaffinu, t.d. lummur eða vöfflur sem Arnald bakaði eða Ásta bakaði góða brúnköku. Arn- ald var líka afar hlýr og góður afi og ég veit að stelpurnar okkar Þórðar sakna þess að hitta afa og ömmu í Ásveginum á sunnudög- um. Hann sýndi líka alltaf áhuga á því sem þær voru að gera, hvort sem það sneri að námi eða vinnu, og hvatti þær til góðra verka. Arn- ald hafði gaman af ferðalögum og voru æskustöðvarnar, Siglufjörð- ur, í uppáhaldi hjá honum. Síðast- liðið sumar fórum við dagstúr þangað og hann sýndi okkur húsið þar sem hann hafði alist upp og rifjaði upp ýmislegt skemmtilegt frá uppvaxtarárunum þar. Það var greinilegt að hann var stoltur af sínum heimabæ. Þá spilaði hann bridds og hafði gaman af því að veiða og ferðirnar austur í Vopna- fjörð voru margar. Arnald var mikill fjölskyldumaður og var um- hugað um sitt fólk og hvernig því reiddi af í lífinu. Síðustu starfsárin vann hann í Pennanum-Eymunds- son og var vel liðinn af sínu sam- starfsfólki. Eftir að starfsferli lauk voru hann og Ásta dugleg að fara í göngutúra og einnig í sund. Ég vil að lokum þakka tengda- pabba fyrir yndislega samfylgd í gegnum árin og ég mun halda áfram að stjana við Þórð eins og þú orðaðir svo skemmtilega þegar þú lást veikur síðustu dagana á sjúkrahúsinu, en hafðir alls ekki misst húmorinn og gleðina sem fylgdi þér alla tíð. Ég kveð elsku tengdapabba með ást og hlýju og votta Ástu tengdamömmu og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu sam- úð. Guð geymi góðan mann. Sigurbjörg (Sibba). „Nei, ert þetta þú!“ eru orð sem hafa ómað í höfðinu síðustu vikur, svo fylgdi „… og þú líka!“ ef við systur vorum samferða, því þann- ig tók afi iðulega á móti okkur. Þessi orð eru með sterkari minn- ingunum sem sveima um hugann, enda eiga þær óteljandi kveiki. Orðunum fylgdi ávallt bros, glað- legur augnsvipur og hlýjan og væntumþykjan skein frá honum. Svo faðmaði hann okkur að sér eins og maður hefði snúið aftur óhultur úr löngu ferðalagi eða væri sjálf sólin. Að sitja í eldhúsinu í Ásvegin- um, fylgjast með þaulæfðum og öruggum dansi afa og ömmu í eld- húsinu, hvort sem verið var að steikja lummur, laufabrauð eða annað, notalegur kaffibolli sem fylgdi spjalli um lífið og tilveruna eru meðal margra minninga sem ylja í myrkrinu. Afi var ljúfur, hress og hörku- duglegur, þrátt fyrir það sem hann hafði upplifað og reynt á ævi sinni. Hann var alltaf jákvæður og drífandi og vildi helst ekki sitja auðum höndum, enda var hann mættur í Múlasíðuna einn daginn, ekki löngu eftir að hann fór á eft- irlaun, að mála gluggakarma þeg- ar ekki voru fleiri verkefni að finna í Ásveginum. Þessi atorka hans beindist einnig að tækni, sem hann fylgdist vel með, vildi prófa það nýjasta og vera með puttann á púlsinum. Afi var allur af vilja gerður og góður og gerði óteljandi hluti fyrir okkur barnabörnin, hvort sem það var að baka vöfflur ef þess var ósk- að, skutlast með okkur hingað og þangað, lána bílinn eða rétta fram hjálparhönd. Nú eða útvega okkur vinnu, en að vinna með afa var mikil gæfa. Það var yndislegt að kynnast þeirri hlið á honum og upplifa það að vinnufélagarnir mátu hann mikils og hvað hann tók öllum vel. Einnig sýndi afi ávallt stolt og stuðning, hvort sem var yf- ir misjöfnum leiksýningum, hand- boltaleikjum, prófgráðu eða hvað sem við tókum okkur fyrir hendur. Afi naut þess að lesa góða bók, setjast niður með góðan kaffibolla og spjalla en það var jafnframt alltaf stutt í gamanið. Líkt og þeg- ar hártoppurinn fékk að fjúka einn daginn, sem er eitthvað sem eng- inn í fjölskyldunni eða aðrir sem hittu hann þann dag gleyma í bráð. Áramótapartíin í Ásveginum eru líka ógleymanleg og með þeim betri, enda afi og amma gestgjafar af bestu gerð. Þá kom stórfjöl- skyldan saman og partíið varð stundum svo stórt að dúka þurfti langborð á ganginum og útbúa sætaraðir framan við sjónvarpið til þess að allir gætu horft á skaupið. Og þrátt fyrir háan aldur var afi jafn spenntur og við barnabörnin fyrir því að sprengja flugeldana. Björgvin Halldórsson var ávallt í miklu uppáhaldi hjá afa og sú minning stendur upp úr þegar fjöl- skyldunni áskotnuðust miðar á Jólagesti Björgvins á Akureyri og það kom fátt annað til greina en að bjóða afa með á tónleika. Við afi fórum prúðbúin á tónleikana og þeir voru alveg hreint magnaðir og afi talaði lengi um þá. Þessi dýr- mæta minning er geymd í hjart- anu. Það er sárt að kveðja en eftir sitja dýrmætar minningar um yndislegan mann. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi, alla þá ást, umhyggju og hvatningu sem þú veittir okkur. Þín verður sárt saknað. Ásta og Marta. Elsku besti afi, það verður skrýtið að koma norður næst og geta ekki hringt í þig og látið þig vita að við séum hjá Þverárrétt sem var fastur liður í ferðinni norður til ykkar ömmu og þá gast þú farið að hlakka til að sjá okkur og hellt upp á kaffi fyrir mömmu og pabba. Þú varst afinn sem gott var að vera hjá og tala við, gast sagt okk- ur endalausar sögur bæði úr sveit og af sjó, þú hafðir mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf gaman í fjöl- skylduútilegunum og ég Stefanía man þegar þú tókst vasadiskó hjá einu barnabarninu og byrjaðir að dansa um allt, okkur hinum til mik- illar skemmtunar, varst kannski ekki alveg með lagið á hreinu en söngst bara þína útgáfu af því. Þú varst afinn sem hafðir þann eiginleika að geta blakað eyrun- um og fannst okkur þetta ótrú- lega merkilegt og þú værir lík- lega sá eini sem þetta gæti því það var sama hvað við börnin reyndum þá gátum við þetta ekki og getum ekki enn. Þú varst alltaf til í að þvælast með okkur og fyrir okkur og það klikkaði ekki að fá spes-brauð í Ásveginum beint úr Bakaríinu við brúna því þú vissir að þetta væri eitt af okkar uppáhalds- brauði. Alexander á góða minningu af ykkur og Annmari litla þegar þú ákvaðst að skella þér í hengirúmið úti í garði og lést strákana sveifla þér í því. Þeir frændur hlógu dátt að því en voru um leið svolítið smeykir um að þú myndir ekki geta staðið aftur upp en auðvitað hafðir þú þetta af, 81 árs gamall þá. Elsku afi, það verður skrýtið að fá ekki afaknús næst þegar við komum en við eigum góðar minn- ingar um yndismann og yljum okkur við þær um ókomna tíð. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín afabörn, Stefanía og Alexander. Annmar Arnald Reykdal Ljúfmennið og meistarinn Guð- mundur Ingimund- arson blikksmíða- meistari er látinn, sem er okkur sem hann þekkt- um mikil sorg. Guðmund hef ég sjálfsagt séð fyrst í kringum 1978 þegar ég byrjaði að starfa sjálfstætt, en þá fór ég í Blikk- smiðjuna Vog í mínum Kópa- vogi ef blikkvinnu vantaði. Þeg- ar Vogur hætti stofnuðu nokkrir félagar þaðan Blikk- smiðjuna Vík 1985. Það var mín gæfa að ég fylgdi þeim frá fyrstu tíð og geri enn. Þarna vil ég meina að ég hafi eignast góða vini og Guðmundur var einn af þeim. Alltaf viðræðu- góður og stutt í húmorinn, vandvirkur og úrræðaflottur blikkari. Hann vann og stjórn- aði nokkrum verkefnum sem Einar P. og kó tóku að sér, þar fóru fram margbreytileg störf við loftræstingu og blikksmíða- hluti sem Guðmundur fram- kvæmdi af mikilli fagmennsku. Guðmundur S. Ingimundarson ✝ Guðmundur S. Ingimundarson fæddist 12. júní ár- ið 1953. Hann lést 7. október 2021. Útförin fór fram 20. október 2021. Hann var vinnu- félagi sem gott var að vera nálægt. Guðmundur var að vinna að verkefn- um fyrir okkur af sömu trú- og fag- mennsku eins og alltaf áður fram á síðustu daga. Hann hafði talað við son minn Helga Pál nokkrum dögum fyrir áfallið, hann vildi hafa allt á hreinu um verkefnið af því hann var á leiðinni í hnéaðgerð. Í sama símtali talaði hann um að það þyrfti að smíða smá heima hjá sér og hvort það væri ekki tilvalið að sá gamli (ég) kæmi, hann skyldi sko sjá um að gefa honum kaffi og kök- ur því hann yrði heima að jafna sig. Það hefði pottþétt verið gaman fyrir mig að vera með Guðmundi heima hjá honum en því miður fór það á annan veg. Fyrir hönd Einars P. og kó og mín vil ég þakka frábært sam- starf við Guðmund meistara sem lauk alltof snöggt og fljótt. Eiginkonu, Guðrúnu Þor- björnsdóttur, og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu sam- úð. Einar Pétursson. ✝ Þrúður Svanr- ún Ingvars- dóttir fæddist á Laxárnesi í Kjós 11. nóvember 1943. Hún lést 14. október 2021 á hjartadeild Land- spítalans við Hringbraut. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Ingvar Jónsson, f. júní 1935, d. 2012. Þrúður gift- ist Hreini Eyjólfssyni, f. 18. maí 1943, d. 5. mars 2016, hinn 6. apríl 1968. Þau áttu saman tvö börn: Evu Hrönn, f. 27. jan- úar 1965, d. 5. febrúar 1986, og Reyni Sigurbjörn, f. 24. október 1967. Kona hans er Nína Björg Bernhöft Salvar- ardóttir og börn þeirra eru Gottskálk Daði Bernhöft, f. 1993, Bjarni Freyr Bernhöft, f. 1995, og Eva Rut Bernhöft, f. 2001. Sambýliskona Gottskálks er Saga Sigríðardóttir, f. 1991, og saman eiga þau Lóu Karen, f. 2018. Útför Þrúðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25. október 2021, klukkan 13. 1. apríl 1901, d. 1981, og Úrsúla Þorkelsdóttir, f. 23. desember 1899, d. 1994. Systkini hennar voru Fjóla Svandís, f. 6. júní 1930, d. 1970, Jó- hannes, f. 17. mars 1932, d. 1947, Ólafur, f. 23. maí 1933, d. 2017, og Auður Helga, f. 13. Við viljum þakka Þrúði fyrir all- ar þær stundir sem við áttum sam- an. Sem krakki var alltaf spenn- andi að koma í heimsókn til Hreins og Þrúðar. Efsta hæðin í blokk á hæsta tindi í Reykjavík. Þar var spilað, púslað, ýmislegt sjónvarps- gláp, spiluð tónlist, endalaust skoð- að pennasafnið og hinir ýmsu mun- ir sem keyptir höfðu verið á ferðalögum erlendis. Þar inn á milli var spjallað í eldhúskróknum. Oft var sofið inni í stofu og þá var stóra klukkan tifandi og sló vina- legan tón með reglulegu millibili. Alltaf voru bangsarnir spennandi langt fram eftir aldri þó svo að það væri ekki sagt svo hátt að aðrir skyldu heyra. Þrúður hafði þægi- lega nærveru sem mikið verður saknað. Ég get lokað augunum og heyrt smitandi hlátur hennar sem brast út við hinar fjöldamörgu bækur sem hún las og bíómyndir sem henni fannst gaman að. Við höfum ferðast saman og fengið fjöldamargar heimsóknir í gegn- um tíðina sem alltaf skildu eftir sig skemmtilegar minningar. Þar stendur upp úr ferðalag til Þýska- lands þar sem á ýmsu gekk. Á meðal annars týndust Þrúður og Ágústa systir mín sem voru skildar eftir á bryggjunni og horfðu á eftir okkur sigla í burt, en þó ekki nema stuttan spöl, og voru svo komnar til baka á undan okkur með smá lestarferð. Þess má geta að á þess- um tíma var ekki farsími til þess að skipuleggja hitting í ókunnugu landi. Í sömu ferð vorum við á labbi og mikið úrhelli skall á og Hreinn og Þrúður hreinlega settu heims- met í því hversu blautur er hægt að verða af rigningu. Þrúður bjó til ýmsa hluti með höndunum og munum við minnast hennar sérstaklega á jólunum þegar við setjum upp hið árlega jólaskraut sem hún bjó til. Síðasta minning okkar með Þrúði er þegar við heimsóttum hana klædd brúðarfötunum og supum freyðivín. Við þökkum fyrir okkur, Þrúð- ur, og hafðu það sem allra best þangað til við hittumst aftur. Megir þú hvíla í friði og guð veri með þér. Sturla Már, Karina og Ólivía Long. Þrúður S. Ingvarsdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, SNORRI KRISTINN ÞÓRÐARSON, Ársölum 1, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 20. október. Útförin fer fram mánudaginn 1. nóvember frá Lindakirkju. Brynja Böðvarsdóttir Böðvar Snorrason Kristín V. Jónsdóttir Þórður Snorrason Herdís Sigurðardóttir Ingibjörg Halldóra Snorrad. Páll Ólafsson Sigríður Brynja Snorradóttir Sveinn Daníel Arnarson Jóna Maggý Þórðardóttir Haukur Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, VALGARÐUR J.L. JÖKULSSON frá Núpi, Laxárdal, til heimilis að Hamarsteigi 4, Mosfellsbæ, lést á líknardeild LSH þriðjudaginn 19. október. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Aðalbjörg G. Þorkelsdóttir Egill Þór Valgarðsson Hafdís Gréta Þórsdóttir Þorvaldur Smári Valgarðss. Eva Pácaltová Reynir Már Valgarðsson Lilja Björk Bjarnadóttir Signý Björg Valgarðsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir og afabörnin Elsku besta móðir mín, dóttir og systir, HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR, kvikmynda- og bókmenntafræðingur, Bergstaðastræti 43, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18 október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 1. nóvember klukkan 13. Magnús Kolbjörn Björnsson Hanna Gunnarsdóttir Sigurður Steinþórsson Anna Jóhannsdóttir, Ástráður Eysteinsson og börn Magnús Jóhannsson og börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.