Morgunblaðið - 25.10.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2021
þjóðkirkjan fái að fullu sóknar-
gjöldin, sem ríkið innheimtir. Þeim
hefur ekki, segir kirkjunnar fólk,
verið skilað til fulls síðan á árunum
eftir bankahrunið og nemur skerð-
ingin nú hartnær 50%.
„Við megum aldrei sætta okkur
við að sú skerðing verði gerð var-
anleg,“ sagði Drífa Hjartardóttir,
forseti kirkjuþings, í setningarræðu
sinni.
Leiðrétting er forgangsmál
Fyrir kirkjuþingi liggur nú tillaga
til þingsályktunar um að gagnvart
ríkinu verði settur þungi í að sókn-
argjöldin skili sér til þjóðkirkjunnar
og slíkt verði „forgangsmál þar til
leiðrétting fæst,“ eins og segir í til-
lögunni. Á síðasta ári voru sókn-
argjöld ársins 975 kr. á mánuði fyrir
fólk 16 ára og eldra og hækkuðu um
50 kr. milli ára. Litið er svo á að þau
eigi að taka breytingum til sam-
ræmis við þá hækkun sem verður á
meðtaltekjuskattsstofni ein-
staklinga, en slíkt hefur þó ekki
gengið eftir.
Í fyrrgreindri tillögu segir að
skerðing þessi hafi haft mikil og
slæm áhrif á allt starf kirkjunnar og
nú séu sumir söfnuðir að nálgast
fjárhagslegt þrot. Ekki sé hægt að
sinna nauðynlegu viðhaldi eigna,
starfsfólki sé sagt upp og svo fram-
vegis. Söfnuðum sé í raun ætlað að
starfa fyrir sömu krónutölu og upp-
hæðir og þau höfðu árið 2008, en ein
króna þá er túkall í dag.
til staðar meðal starfsfólks Biskups-
stofu sem gæti nýst báðum sviðum
starfseminnar. Þarna yrði að vera
mikið og óheft flæði milli sviðanna –
kirkjunni til dáða og blessunar.
„Það stenst enga skoðun, í þeim að-
haldsaðgerðum sem fram undan
eru, að stofna til frekari skrifstofu-
kostnaðar,“ sagði Agnes.
Veraldleg umsýsla og fjármál eru
áberandi í þeim tillögum sem nú
liggja fyrir kirkjuþingi, sem stendur
til og með nk. miðvikudegi. Rætt er
af þunga um mikilvægi þess að
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, gerði í ræðu sinni við setn-
ingu kirkjuþings í Bústaðakirkju á
laugardaginn athugasemdir við ný-
lega samþykkt þingsins um að
stjórnsýslu þjóðkirkjunnar sé skipt
upp í tvö svið. „Við verðum að nýta
hverja krónu til að verja starf kirkj-
unnar úti á meðal fólksins, sér-
staklega úti á landsbyggðinni. Ann-
að er óverjandi,“ sagði biskup í
ávarpi sínu.
Á aukakirkjuþingi nú í byrjun
október var, á grundvelli nýrra
þjóðkirkjulaga, samþykkt ályktun
um að yfirstjórn kirkjunnar yrði
skipt upp í tvö svið. Annars vegar
skrifstofu biskups, sem hefði tilsjón
með kristnihaldi, kenningu kirkj-
unnar og vígðri þjónustu. Hins veg-
ar að stofnuð yrði rekstrarskrifstofa
þjóðkirkjunnar, starfandi undir for-
ystu framkvæmdastjóra sem ráðinn
væri í umboði kirkjuþings og hefði
með höndum til dæmis fjármála-
stjórn, stefnumótun í rekstri og
áætlanagerð, auk þess að sinna
einnig allri almennri þjónustu við
yfirstjórn þjóðkirkjunnar og starfi
úti á akrinum.
Dáð og blessun
„Það er að mínu viti vond niður-
staða að stofna til nýrrar skrif-
stofu,“ sagði biskup í ræðu sinni.
Hún benti á að mikil þekking væri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samfélag Lagðar eru línur um starf og áherslur þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi, þar sem leikir og lærðir eiga sæti.
Þingið var sett í Bústaðakirkju síðastliðinn laugardag og stendur fram í vikuna. Mörg stórmál bíða afgreiðslu þar.
Hverja krónu til að
verja starf kirkjunnar
- Stofnun rekstrarskrifstofu vond niðurstaða, segir biskup
Biskup Annað er óverjandi, sagði
Agnes M. Sigurðardóttir í ávarpi.
Þungi er settur í samgöngumál í
ályktunum þings Fjórðungs-
sambands Vestfjarða sem haldið
var á Ísafirði um helgina. Sveitar-
stjórnarmenn vestra telja mikil-
vægt að fá nýja ferju til siglinga yf-
ir Breiðafjörð í stað þess Baldurs
sem nú er í útgerð. Núverandi ferja
anni ekki eftirspurn og öryggi far-
þega sé ekki tryggt.
Að mati Fjórðungssambandsins
verður ekki unað við þá ákvörðun
Vegagerðarinnar að framlengja
gildandi samning við Sæferðir –
jafnvel fram til vors 2023 – um að
núverandi ferja verði áfram notuð
til siglinga yfir fjörðinn. Skýr krafa
sveitarfélaga á Vestfjörðum sé að
útbúa gamla Herjólf svo að skipið
geti lagst að bryggju í Flatey á
Breiðafirði og á Brjánslæk – og
verði notaður í Breiðafjarðarferðir
uns ný ferja fæst. Gamli Herjólfur
hefur sl. tvö ár verið bundinn við
bryggju í Eyjum og er til þrauta-
vara fyrir ferjuna sem kom 2019.
Ferjan er grunnstoð
Fyrirséð þykir að nú þegar Dýra-
fjarðargöng eru tilbúin og unnið er
að vegagerð á Dynjandisheiði muni
umferð um sunnanverða Vestfirði
aukast. Í því efni eru ferjan Baldur
og siglingar hennar að mati Fjórð-
ungsþings grunnstoð í samgöngu-
málum Vestfirðinga. Þau verði líka
að skoðast í samhengi við atvinnu-
hætti. Tilgreind er í ályktunum
þörf á vegabótum og jarðganga-
gerð auk þess sem Vegagerðin
þurfi að efla vetrarþjónustu. Lok-
anir vega vegna veðurs og núver-
andi skipulag vetrarþjónustu sé
hindrun. Fiskeldið vestra skili millj-
örðum króna í verðmæti í þjóðar-
búið. Innan fimm ára megi reikna
með að ársframleiðsla í sjókvíaeldi
á svæðinu verði yfir 50 þúsund
tonn, helmingi meiri en nú. Flutn-
ingar afurða og aðfanga muni því
enn aukast. Viðhald og endurbætur
vegakerfisins þurfi að taka mið af
því. sbs@mbl.is
Vilja Herjólf á
Breiðafjörðinn
- Samgöngur brenna á Vestfirðingum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Gamla skipið er í Eyjum
og bíður eftir nýju hlutverki.
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Heimsþing Alþjóðajarðhitasam-
bandsins hófst í Hörpu í gær. Um er
að ræða stærstu alþjóðlegu jarðhita-
ráðstefnu í heimi, sem haldin er í
fyrsta sinn á Íslandi. Markmið ráð-
stefnunnar er að leiða saman helstu
sérfræðinga, vísindamenn, stjórn-
völd og aðra hagaðila til að ræða nýt-
ingu auðlinda á sjálfbæran og vist-
vænan máta.
Formaður skipulagsnefndar
heimsþingsins er dr. Bjarni Pálsson
og segir hann
þingið hafa verið í
undirbúningi frá
árinu 2013.
„Þetta er nokkuð
stór viðburður,
stærsti jarðhita-
viðburður heims
á þessu ári alla
vega og einn sá
stærsti sem hefur
verið haldinn hér
á landi. Það eru tvö þúsund manns
skráðir en við gerum ráð fyrir að það
verði um 1.100 hérna í Reykjavík og
900 sem munu taka þátt í gegnum
netið frá 101 þjóðlandi,“ segir Bjarni
í samtali við blaðamann. Á ráðstefn-
unni sé einnig vörusýning með yfir
fimmtíu básum frá hátt í hundrað
fyrirtækjum og stofnunum. Einnig
séu alls kyns hliðarviðburðir, nám-
skeið, skoðunarferðir og fleira sem
tilheyrir.
Ráðstefnan hefst formlega í dag,
þar sem Guðni Th. Jóhannesson, for-
seti Íslands, opnar ráðstefnuna
ásamt Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra, og stendur fram á
miðvikudag.
Ráðstefnan er haldin á fimm ára
fresti. Upphaflega var stefnt að því
að halda þingið í apríl í fyrra en
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru
þurfti að gera miklar breytingar og
færa hluta þess á netið fyrr á þessu
ári. „Þetta er mikilvægur þáttur þar
sem fulltrúar frá svo mörgum lönd-
um koma og við drögum saman
marga mismunandi hópa sem vinna í
jarðhita og fáum þá til að ræða um
sameiginlegar áskoranir fyrir þenn-
an geira á heimsvísu,“ segir Bjarni,
spurður um mikilvægi ráðstefnunn-
ar fyrir fræðigreinina.
Heimsþing um hita hafið í Hörpu
- Haldið í fyrsta sinn hér á landi - Stærsti jarðhitaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Harpa Heimsþingið fer fram í Hörpu.
Bjarni
Pálsson