Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hafnarstjórn Þorlákshafnar hefur
samþykkt að taka eina tilboðinu
sem barst í umfangsmiklar hafn-
arbætur í sveitarfélaginu. Það var
frá Suðurverki hf. í Kópavogi og
hljóðaði upp á tæpar 2.356 milljónir
króna og var 102,7% af kostnaðar-
áætlun. Stefnt er að því að ganga
frá samningnum á næstu vikum.
Verkið felst í lengingu Suður-
varargarðs um 250 metra, rifi harð-
viðartunnu á garðsenda og undir-
búningi á færslu og snúningi
Suðurvararbryggju með byggingu
brimvarnargarðs og niðurbroti
Suðurvararbryggju og dýpkun
bryggjustæðis. Verkinu er skipt
upp í sex áfanga og verði að fullu
lokið 1. desember 2023. Hlutur rík-
isins í verkinu er fjármagnaður á
samgönguáætlun og fjármála-
áætlun en hafnarsjóður Þorláks-
hafnar greiðir hluta kostnaðar.
Fram kemur á vef Vegagerð-
arinnar að verkið var auglýst á
Evrópska efnahagssvæðinu.
Í greinargerð með deiliskipu-
lagsbreytingu vegna verksins kem-
ur fram að flutningar um höfnina í
Þorlákshöfn hafa aukist mjög síð-
ustu ár en sökum smæðar eiga stór
skip erfitt með að athafna sig innan
hennar. Eins er öldulag innan
hafnarinnar ekki eins og best verð-
ur á kosið við vissar veðurað-
stæður. Tilraunir með öldulíkan
sýni að úr þessu má bæta með ein-
földum aðgerðum, þ.e. Suðurvar-
arbryggja endurbyggð og viðlegu-
kanti snúið.
Landfyllingarefni vegna þess-
arar breytingar kemur frá tveimur
stöðum. Grjót sem fellur til við
landmótun á fiskeldislóð í nágrenn-
inu verður notað í framkvæmdina
en það sem upp á vantar kemur frá
námu á Hafnarsandi. Kjarnafyll-
ingar í garða verða 250.000 rúm-
metrar og 195.000 rúmmetrum af
grjóti verður raðað í garða
Landfylling milli stálþils
bryggjukants nýrrar Suðurvar-
arbryggju og sjóvarnargarðs kem-
ur úr sandi sem fellur til við upp-
dælingu úr höfninni við eðlilegt
viðhald hennar.
Tekur við stærri skipum
Eftir breytingar verði hægt að
taka á móti 180 metra löngum skip-
um í Þorlákshöfn en nú er aðeins
hægt að taka á móti 130 metra
skipum.
Sem kunnugt er býður færeyska
félagið Smyril Line upp á vikulegar
siglingar frá Þorlákshöfn til Evr-
ópu. Fleiri skipafélög hafa sýnt
áhuga á því að sigla til Þorláks-
hafnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorlákshöfn Höfnin verður öruggari að loknum framkvæmdum og getur tekið við stærri skipum en hingað til.
Suðurverk átti eina
tilboðið í hafnarbætur
- Framkvæmt verður í Þorlákshöfn fyrir 2.356 milljónir
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Hafist var handa við kortlagningu á
fjölda íbúa í atvinnuhúsnæði á höf-
uðborgar svæðinu í gær. Kortlagn-
ingin er fyrsti liður í samstarfsverk-
efninu Örugg búseta fyrir alla, sem
kynnt var á blaðamannafundi í bíla-
sal Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins í Skógarhlíð 14 í gær.
Bræðraborgarstígur kveikjan
Í kjölfar brunans við Bræðra-
borgarstíg í fyrra, þar sem þrjú lét-
ust, var Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun falið að vinna að tillögum til
úrbóta á brunavörnum í húsnæði
þar sem fólk hefur búsetu. Í því
skyni stofnaði HMS samráðsvett-
vang sem lagði fram þrettán úrbóta-
tillögur, þar á meðal að kortleggja
hversu margir einstaklingar búa í
atvinnuhúsnæði, ásamt því að safna
upplýsingum um ástand brunavarna
og félagslegar aðstæður íbúa. Áætl-
að er að kortlagningin muni taka um
þrjá mánuði, að því er greint er frá í
sameiginlegri tilkynningu.
Upplýsa íbúa um réttindi þeirra
Halla Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís-
lands, segir aðkomu sambandsins að
verkefninu snúast um að ná til þess
fjölda félagsmanna sem búa í at-
vinnuhúsnæði. Tilgangurinn sé þó
ekki að sópa þeim út á götu.
„Við höfum áhuga á að ná í þetta
fólk til að upplýsa það um réttindi sín
á vinnumarkaði, réttindi sín sem
leigjendur og auðvitað taka þátt í
þessu samfélagslega verkefni sem er
að binda enda á búsetu í óviðunandi
húsnæði og tryggja öryggi fólks þar
sem það er.“
Á blaðamannafundinum sagði
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri Slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu, að bankað yrði upp á í öllu
atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu, rætt við bæði eigendur og
íbúa og reynt að finna lausnir, þeg-
ar það á við. Innt eftir því segir
Halla allan gang á því hvernig
menn muni bregðast við heimsókn-
um af þessu tagi. Því skipti miklu
máli hvernig verkefnið er nálgast.
„Þetta gengur ekki út á að ganga
inn í hús og sópa fólki þaðan út í
húsnæðisóöryggi eða að ógna at-
vinnuöryggi þess,“ segir hún. „Ég
get þó alveg ímyndað mér að það
verði ákveðinn hópur sem treystir
ekki yfirvöldum og óttast afskipti
af þessu tagi.“
Eftirlitsfulltrúar verkefnisins
tali þó samanlagt sjö tungumál, auk
þess að hafa hlotið þjálfun í menn-
ingarlegum samskiptum og því ætti
tungumál ekki að vera nein hindr-
un, að sögn Höllu.
Ósætti um úrlausn á vandanum
Óljóst er hve margir búa í at-
vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð-
inu en stöðumynd af umfangi vand-
ans var síðast tekin árið 2017, segir
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, að-
stoðarforstjóri Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar, innt eftir
því.
„Okkar áætlanir gera þó ráð fyr-
ir því að þetta sé allt upp í 5-7 þús-
und manns og það er rosalega mik-
ill fjöldi. Ég vona þó svo sannarlega
að það sé minna en það.“
Þá segir hún ýmsar tillögur hafa
verið lagðar fram um það hvernig
hvetja megi eigendur atvinnuhús-
næðis til að gæta betur að bruna-
vörnum en að engin sátt hafi náðst
um neina þeirra ennþá.
Dæmi um tillögur sem ræddar
hafa verið er að beita sektar-
greiðslum eins og tíðkast við brot á
annars konar reglum og að auka
fræðslu um mikilvægi góðra bruna-
varna og ábyrgð húseigenda.
Skrá fjölda íbúa í atvinnuhúsnæði
- Áætlað er að íbúar í atvinnuhúsnæði séu um 5-7 þúsund talsins - Eftirlitsfulltrúar heimsækja allt at-
vinnuhúsnæði á næstu þremur mánuðum - Skráningin er mikilvægur liður í því að tryggja öryggi íbúa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Örugg búseta Samstarfsverkefnið Örugg búseta fyrir alla var kynnt á blaðamannafundi í Skógarhlíð 14 í gær.
LINDESIGN.IS
KÓÐI í VEFVERSLU
N “HREKKUR”
HREKKJAVÖKUTILBOÐ
ÁMORGUN
30%
AFÖLLUMVÖRUM
Afmælisgjafir Sængurgjafir
Skírnagjafir Jólagjafir
v
v
Dimmalimmreykjavik.is
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17