Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 8
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur veitt Sjálf-
stæðisflokknum leyfi til að byggja fjölbýlishús á
lóð Valhallar, höfuðstöðva flokksins.
Sótt var um leyfi til þess að byggja 4-6 hæða
steinsteypt fjölbýlishús, klætt málmklæðningu,
með alls 47 íbúðum, atvinnurými á hluta jarðhæð-
ar og bílakjallara. Húsið, sem THG arkitektar
teiknuðu, verður alls 7.330 fermetrar. Þar verða
23 tveggja herbergja íbúðir, 13 þriggja herbergja
íbúðir, 10 fjögurra herbergja íbúðir og ein fimm
herbergja íbúð. Byggingin mun standa samsíða
Bolholti og stallast niður til norðausturs til sam-
ræmis við halla götunnar. Á lóð verða 49 bílastæði
og 42 stæði í bílageymslu.
Í desember 2019 var auglýst tillaga að nýju
deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Háaleitisbraut.
Í tillögunni fólst að bætt var við tveimur nýjum
byggingarreitum á lóðinni auk þess sem heimilt
verður að stækka hús Veitna við Bolholt 5. Næst
Kringlumýrarbraut er heimilt að reisa fimm hæða
byggingu með bílakjallara. Á horni Skipholts og
Bolholts er heimilt að reisa allt að sex hæða íbúð-
arhús með bílakjallara ásamt þjónustu- og versl-
unarrými á 1. hæð. sisi@mbl.is
Fjölbýlishús byggt á lóð Valhallar
- Borgin veitir leyfi fyrir
sex hæða húsi á lóðinni
Tölvumynd/THG arkitektar
Vallhallarlóð Nýja húsið mun standa við Bolholt.
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Askalind 3,
201
Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Föst.
10—17
Laugardaga
11—15
HAUSTTILBOÐ
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október
Gestur Ólafsson, fyrrverandi
formaður Skipulagsfræðinga-
félags Íslands, ritaði athyglis-
verða hugleiðingu um skipulags-
mál hér í blaðið á
mánudag. Gestur
setti meðal annars
spurningarmerki
við þéttingarstefnu
stjórnvalda í
Reykjavík. Hann
spurði til dæmis
hvort þétting
minnkaði raunverulegan útblástur
gróðurhúsalofttegunda og sagði
nýlegar rannsóknir draga það
mjög í efa.
- - -
Þá sagði hann að „í mörg
hundruð ár hefur dregið
verulega úr þéttleika borga. Fólk
hefur unnvörpum flúið þennan
þéttleika. Fyrir þessu eru margar
ástæður. Fólk vildi meira rými,
sólarljós og birtu, græn svæði til
útivistar og manneskjulegra um-
hverfi til að ala upp börnin sín í
og hvílast. Mikið af þessu var ekki
fyrir hendi í þéttbyggðum borg-
um fortíðarinnar. Þetta kostaði
auðvitað eitthvað, en í ljós kom að
þetta aukna frelsi og rýmra um-
hverfi gerði fólk bæði ánægðara
og gerði því kleift að skapa verð-
mæti sem gerðu gott betur en að
borga þetta allt saman.“
- - -
Gestur benti líka á að ferðir
fólks í þéttbýli væru „ekki
lengur línulegar, eða frá heimili á
vinnustað, heldur eru aðrar ferðir
víða allt að 85% af heildarfjölda
ferða – í allar áttir – og vafasamt
verður að telja að kostnaðar-
samar „borgarlínur“ hjálpi þar
mikið.“
- - -
Jafnvel þótt borgaryfirvöld
skorti bersýnilega ekki viljann
til að þvinga fólk inn í ákveðna
hegðun er afar ólíklegt að þeim
takist að fá alla til að ferðast
aðallega fram og til baka eftir
„borgarlínunni“.
Gestur Ólafsson
Línulegt líf?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum undirbýr nú sýn-
ingu um íslensk handrit og íslenska
tungu sem opnuð verður vorið 2023 í
Húsi íslenskra fræða sem er í bygg-
ingu við Arngrímsgötu. Á útboðsvef
ríkisins auglýsir stofnunin eftir upp-
lýsingum frá sýningarhönnuðum
sem hafa áhuga og getu til að vinna
að þessu verkefni. Er frestur til þess
veittur til 1. nóvember.
Miðlunin verði fjölbreytt
„Við erum núna eingöngu að leita
upplýsinga um hugsanlega sýning-
arhönnuði sem hafa áhuga og
reynslu til að vinna að sýningunni
með okkur. Fyrirspurnin á útboðs-
vefur.is er því eingöngu fyrirspurn
til að afla upplýsinga,“ segir Sól-
mundur Jónsson, verkefnastjóri
flutninga og breytinga á Árna-
stofnun, í svari við fyrirspurn Morg-
unblaðsins. „Við erum rétt nýbyrjuð
í hugmyndavinnunni en viljum hafa
vaðið fyrir neðan okkur og kanna
núna strax hverjir hafa áhuga.
Stefnt er að því að meginhugmyndir
varðandi sýninguna verði orðnar
skýrari í byrjun næsta árs,“ segir
Sólmundur.
Fram kemur í auglýsingunni á út-
boðsvefnum að mikill áhugi og metn-
aður sé til að gera sýninguna sem
glæsilegasta fyrir fjölbreyttan hóp
gesta. Sýningarsvæðið er alls um
310 fermetrar og kostnaðaráætlun
er upp á 200-250 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir fjölbreyttri miðlun,
svo sem gagnvirkri miðlun, mynd-
böndum, grafískri framsetningu sem
og sýningu á frumgerðum handrita
og ýmsum munum.
Auglýsir eftir sýn-
ingarhönnuðum
- Handritasýning
fyrir allt að 250 millj.
kr. í undirbúningi
Morgunblaðið/Hari
Handrit Sýningin hefst þegar nýja
húsið kemst í gagnið vorið 2023.