Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 16

Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góðs má vænta næstkomandi laug- ardagskvöld þegar hljómsveitin Todmobile kemur saman að nýju eftir langt hlé og heldur tónleika í Hörpu. Fyrir um 30 árum var þetta eitt vin- sælasta band landsins, sem átti vin- sælustu popplögin og gaf út plötur sem seldust í hlössum. Spilaði á böll- um og tónleikum um allt land og lög sveitarinnar voru í kvikmyndum, það er á tíma þegar mikil gróska var í ís- lenskri bíómenningu. Kröftugur tónn á fyrstu plötu Todmobile starfaði frá 1989 til 1993. Sveitina skipuðu Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, söngkonan Andrea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds sem lék á selló. Þau slógu kröftugan tón með hljómplöt- unni Betra en nokkuð annað sem kom út síðla hausts 1989. Því var fylgt eftir með tónleikum í Gamla bíói, og það var raunin í fyrsta sinn sem sveitin kom fram. Viðtökurnar voru góðar; spilverkið var þétt og lögin kröftug. Lagið Ég heyri raddir var eitt það vinsælasta þetta árið. „Já, Todmobile var band sem hafði töfra,“ segir Eyþór Arnalds. „Við öll höfðum bakgrunn í klassík. Andrea var og er góð söngkona og við Þor- valdur Bjarni menntaðir í tón- smíðum, auk þess að hafa verið í hljómsveitum frá unga aldri. Höfðum því tileinkað okkur agann sem þarf í verkefni eins og að halda úti tónlist. Við þrjú náðum vel að vinna saman, en galdurinn lá annars helst í því að erum afar ólík. Slíkt er oft uppskrift að góðum hlutum; tveir plús einn verða ekki ekki endilega þrír heldur jafnvel fjórir, fimm eða sex.“ Auk þríeykisins sem fyrr er nefnt voru í Todmobile sem fylgihnettir þau Eiður Arnarson bassaleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðs- leikari og Ólafur Hólm trommari. Þetta er mannskapurinn sem spilaði á plötum Todmobile, er urðu fimm. Lögin hafa elst vel „Við vorum djarfhuga með titlinum Betri en nokkuð annað og svo héldum við áfram af fullum krafti,“ segir Ey- þór. Platan Todmobile kom árið 1990, Ópera 1991, tónleikaplatan 2603 er frá 1992 og síðust er platan Spillt sem gefin var út 1993. Á þessum plötum eru mörg vinsæl lög, svo sem Ég heyri raddir, Stúlkan, Lof mér að sjá, Brúðkaupslagið og Stelpurokk og mætti svo lengi áfram telja. Þorvald- ur Bjarni var aðallagahöfundur sveit- arinnar. Þá átti hljómsveitin innkomu í bíómyndunum Veggfóðri og Stutt- um frakka. „Já, ég held að lög Todmobile hafi elst nokkuð vel. Þar held ég að bæði komi til meðal annars bakgrunnur okkar Þorvaldar Bjarna úr námi í sí- gildri tónlist, þekking og kunnátta í tónsmíðum. Síðan eru plöturnar líka þaulunnar. Við gerð einnar vörðum við 1.000 tímum í hljóðveri, nostr- uðum við hvert lag og fullt af efni fór í ruslið,“ segir Eyþór. Todmobile í sinni upphaflegu gerð starfaði allt til ársins 1993. Þau Þor- valdur Bjarni og Andrea héldu starf- inu áfram, en Eyþór sneri sér að öðru. Hefur reyndar komið fram með Todmobile við einstaka tilefni síðan, síðast árið 2007 á tónleikum á Laug- ardalsvelli. „Árin fjögur með Todmobile voru mikil keyrsla. Hundruð tónleika, túr- ar um landið og alltaf kraftur,“ segir Eyþór. „Ég man eftir tónleikaferð um landið sem byrjaði í Bíóhöllinni á Akranesi. Þegar ég kom inn á sviðið missté ég mig illa svo hnéskelin færð- ist úr stað. Ég kippti hnéskelinni aft- ur inn án þess að hugsa. Ég stokk- bólgnaði og gat mig illa hreyft á tónleikunum. Fór svo á sjúkrahús þar sem læknar gerðu að eymslunum en á eftir var ég draghaltur og átti í þessu lengi á eftir. En fall var farar- heill; túrinn um landið var frábær,“ segir Eyþór, sem hlakkar til tón- leikanna í Hörpu nk. laugardags- kvöld. Þeir verða endurteknir í Hofi á Akureyri 20. nóvember. – Auk þeirra sem fyrr eru nefnd kemur Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari fram með sveitinni á þessum tónleikum. „Að vera í hljómsveit er góður skóli fyrir félagsþroska og tónlist – lög og stef – er ekkert annað en hugmyndir. Og tónlistin er alltaf í blóðinu. Fyrir tónleikana á laugardagskvöldið erum við búin að taka þrjár æfingar sem gengu vel. Talið var í og við náðum takti og réttum tónum eins og skot. Tónleikarnir á laugardagskvöldið hljóta því að verða góðir,“ segir Ey- þór Arnalds að síðustu. Ljósmynd/Todmobile Tónlist Eyþór, Andrea og Þorvaldur Bjarni á fyrstu árum sveitarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Todmobile Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni í viðtali á kaffihúsi við blaðamann Morgunblaðsins árið 2000. Ljósmynd/Einar Bárðarson Sveitaball Eyþór með sellóið á balli í Njálsbúð 1992. Todmobile með töfra og tónleika - Endurkoma eftir langt hlé - Harpa á laugardagskvöldið - Eitt vinsælasta bandið fyrir 30 árum - Fimm plötur og mörg vinsæl lög - Ég heyri raddir, Stúlkan, Lof mér að sjá - Af fullum krafti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sinfó Todmobile og Sinfóníuhljómsveitin fylltu Laugardalshöllina 2003. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Hljómsveitin kom saman til æfinga í vikunni fyrir tónleikana í Eldborg í Hörpu næsta laugardagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.