Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tæpir tveir mánuðir eru til jóla og hæpið að fólk sé almennt farið að hugsa um jólaté. Þetta á þó ekki við um þá sem standa í ræktun trjáa og vita að slíkt starf er langhlaup, sem krefst úthalds og umhyggju til að ná góðum ár- angri. Fram und- an er námskeið um ræktun jóla- trjáa við ólíkar að- stæður. Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Grænni skógar á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands og verður á Reykjum í Ölfusi 5. og 6. nóvember. Leiðbeinendur verða Hallur Björgvinsson og Jón Þór Birgisson, skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni. Leiðbeint verður m.a. um tegundir jólatrjáa, ræktun þeirra, sýnd dæmi frá Danmörku og farið í vettvangsferð. Jón Þór segir í samtali við Morg- unblaðið að nokkrir bændur séu komnir af stað með ræktun jólatrjáa í sérstökum ökrum. Langmest sé þó um ræktunina í gömlum skógum eða að hentug jólatré séu tekin frá sam- hliða grisjun. Hann segir að ræktun á ökrum þurfi góðar aðstæður og um- gjörð. Jólatré eru alltaf vinsæl Bændur þurfi m.a. að hafa í huga að jarðvegur sé hentugur og skjól gott, en það fáist oft með ræktun skjólbelta. Á síðustu árum hafi nokkrir bændur reynt fyrir sér og segist Jón Þór vona að eftir tíu ár verði þessi hópur orðinn enn öflugri. Normansþinur, innfluttur frá Dan- mörku, hefur verið vinsælasta jóla- tréð í stofum landsmanna í fjölda ára. Nokkrar íslenskar trjátegundir hafa verið notaðar sem jólatré og stafa- furan notið mestra vinsælda, oft köll- uð íslenska jólatréð. Á námskeiðinu verða meðal annars skoðaðar til- raunaniðurstöður í ræktun jólatrjáa hér á landi. Jón Þór áætlar að minnst tíu ár taki að rækta stafafuru frá gróður- setningu upp í hentuga stofustærð. Nefna má að í gangi eru ýmsar til- raunir í ræktun og einnig kynbætur á trjám. „Jólatré eru alltaf vinsæl og ég sé ekki fyrir mér að breyting verði á því,“ segir Jón Þór. „Í ræktuninni er- um við alltaf að læra og á námskeið- inu tekst okkur vonandi að vekja áhuga einhverra skógareigenda. Með auknum skógum fjölgar möguleik- unum og fleiri staðir eru að verða til- búnir fyrir ræktun jólatrjáa á akri.“ Hann segir að jólatré séu tekin í skógum alls staðar á landinu. Mest komi af þeim úr skógum á Suður- og Vesturlandi, en það skýrist m.a. af nálægð við stærsta markaðinn. Að mörgu að hyggja við ræktun jólatrjáa - Ræktun á ökrum þarf góðar aðstæður og umgjörð Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Jólamarkaður Fólk hugar að kaupum á jólatrjám, en stafafura hefur lengi verið vinsælasta íslenska jólatréð. Jón Þór Birgisson Rótarýklúbbur Borgarness stendur fyrir málstofu og atvinnusýningu laugardaginn 30. október í Hjálm- akletti, menningarhúsi Borgar- byggðar í Borgarnesi. Málstofan ber heitið Matvælalandið Ísland – loftslagsmál og kolefnisspor og stendur frá kl. 10:30 til 12:30. Mál- stofan og sýningin eru öllum opin án endurgjalds. Frummælendur verða Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson umhverfis- ráðherra, Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi, Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi og framleiðandi Biobu, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands. Atvinnusýningin verður frá kl. 12:30 til 16. Þegar hafa þegar ríf- lega 30 aðilar skráð sig til leiks. Þar á meðal eru stofnanir og fyrirtæki eins og SSV – samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Landlínur, Límtré- Vírnet, Steypustöðin, Sögufélag Borgarfjarðar, Ljómalind, Bílabær, Eiríkur Ingólfsson ehf., Hótel B59, Efla, Landbúnaðarháskóli Íslands, Englendingavík, útfararþjónustan Borg, Skógræktarfélag Borgar- fjarðar, Landnámssetur og margir fleiri. Meðan á atvinnusýningunni stendur verður boðið upp á tónlist- aratriði. Ásta Marý Stefánsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson munu koma tvisvar fram og syngja og leika á gítar. Krílakórinn mun einnig stíga á stokk sem samanstendur af börn- um úr Borgarbyggð á aldrinum 3-5 ára sem syngja munu með sínu nefi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur. Nemendur í Menntaskóla Borgar- fjarðar sjá um veitingar meðan á málstofunni og sýningunni stendur. Styrktaraðilar málþingsins og sýningarinnar eru Rótarýumdæmið á Íslandi, sveitarfélagið Borgar- byggð og Arion banki. Birna G. Konráðsdóttir er forseti Rótarý- klúbbs Borgarness þetta starfsár. Málstofa um mat- vælalandið Ísland - Atvinnusýning í menningarhúsi Borg- arness á laugardag Sýning Frá atvinnusýningu sem haldin var í Borgarnesi árið 2014. vfs.is GEGGJUÐ VERKFÆRA- JÓLADAGATÖ L OGAÐVENTU GJAFIR VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is Kíktu í heimsókn og gerðu góð kaup! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is TILBOÐ Í OKTÓBER SX 80588 hornsófi Verð áður 339.900 kr. Verð 249.900 kr.Sæti við arma rafstillanleg Sjá nánar á patti.is Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð rými fyrir heilabilaða var opnuð á Sólvangi í Hafnarfirði í sumar. Áhersla er lögð á að greiða aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi á einum og sama staðnum. Í gær var tekið á móti 12 ein- staklingum en til skoðunar er að fjölga rýmunum, segir í tilkynn- ingu frá Hafnarfjarðarbæ. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri heim- sótti notendur þjónustunnar og starfsfólk á dögunum en sóttvarnir hafa staðið í vegi fyrir formlegri opnun deildar. Markmiðið með nýrri dagþjálf- unardeild er að gera einstakling- um með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu eftir fremsta megni. Boðið er meðal annars upp á tómstundaiðkun, heilsueflingu, máltíðir og hvíldaraðstöðu. Að- staðan er á fyrstu hæð í eldri byggingu Sólvangs en húsnæðið var nýverið endurnýjað af sveitar- félaginu. Deildin er rekin af Sóltúni öldr- unarþjónustu ehf. í samstarfi við sveitarfélagið og eru Alzheimer- samtökin faglegur bakhjarl starf- seminnar. Á fyrstu hæðinni er einnig rekstur almennra dagdvalarrýma fyrir eldri borgara. Sólvangur miðstöð öldrunarþjónustu Hafnarfjörður Setustofa í nýrri dagþjálfunardeild á Sólvangi. - Ný dagþjálf- unardeild opnuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.