Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tæpir tveir mánuðir eru til jóla og
hæpið að fólk sé almennt farið að
hugsa um jólaté. Þetta á þó ekki við
um þá sem standa
í ræktun trjáa og
vita að slíkt starf
er langhlaup, sem
krefst úthalds og
umhyggju til að
ná góðum ár-
angri. Fram und-
an er námskeið
um ræktun jóla-
trjáa við ólíkar að-
stæður.
Námskeiðið er
hluti af námskeiðaröðinni Grænni
skógar á vegum Endurmenntunar
Landbúnaðarháskóla Íslands og
verður á Reykjum í Ölfusi 5. og 6.
nóvember. Leiðbeinendur verða
Hallur Björgvinsson og Jón Þór
Birgisson, skógræktarráðgjafar hjá
Skógræktinni. Leiðbeint verður m.a.
um tegundir jólatrjáa, ræktun þeirra,
sýnd dæmi frá Danmörku og farið í
vettvangsferð.
Jón Þór segir í samtali við Morg-
unblaðið að nokkrir bændur séu
komnir af stað með ræktun jólatrjáa í
sérstökum ökrum. Langmest sé þó
um ræktunina í gömlum skógum eða
að hentug jólatré séu tekin frá sam-
hliða grisjun. Hann segir að ræktun á
ökrum þurfi góðar aðstæður og um-
gjörð.
Jólatré eru alltaf vinsæl
Bændur þurfi m.a. að hafa í huga
að jarðvegur sé hentugur og skjól
gott, en það fáist oft með ræktun
skjólbelta. Á síðustu árum hafi
nokkrir bændur reynt fyrir sér og
segist Jón Þór vona að eftir tíu ár
verði þessi hópur orðinn enn öflugri.
Normansþinur, innfluttur frá Dan-
mörku, hefur verið vinsælasta jóla-
tréð í stofum landsmanna í fjölda ára.
Nokkrar íslenskar trjátegundir hafa
verið notaðar sem jólatré og stafa-
furan notið mestra vinsælda, oft köll-
uð íslenska jólatréð. Á námskeiðinu
verða meðal annars skoðaðar til-
raunaniðurstöður í ræktun jólatrjáa
hér á landi.
Jón Þór áætlar að minnst tíu ár
taki að rækta stafafuru frá gróður-
setningu upp í hentuga stofustærð.
Nefna má að í gangi eru ýmsar til-
raunir í ræktun og einnig kynbætur á
trjám.
„Jólatré eru alltaf vinsæl og ég sé
ekki fyrir mér að breyting verði á
því,“ segir Jón Þór. „Í ræktuninni er-
um við alltaf að læra og á námskeið-
inu tekst okkur vonandi að vekja
áhuga einhverra skógareigenda. Með
auknum skógum fjölgar möguleik-
unum og fleiri staðir eru að verða til-
búnir fyrir ræktun jólatrjáa á akri.“
Hann segir að jólatré séu tekin í
skógum alls staðar á landinu. Mest
komi af þeim úr skógum á Suður- og
Vesturlandi, en það skýrist m.a. af
nálægð við stærsta markaðinn.
Að mörgu að hyggja
við ræktun jólatrjáa
- Ræktun á ökrum þarf góðar aðstæður og umgjörð
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Jólamarkaður Fólk hugar að kaupum á jólatrjám, en stafafura hefur lengi verið vinsælasta íslenska jólatréð.
Jón Þór
Birgisson
Rótarýklúbbur Borgarness stendur
fyrir málstofu og atvinnusýningu
laugardaginn 30. október í Hjálm-
akletti, menningarhúsi Borgar-
byggðar í Borgarnesi. Málstofan
ber heitið Matvælalandið Ísland –
loftslagsmál og kolefnisspor og
stendur frá kl. 10:30 til 12:30. Mál-
stofan og sýningin eru öllum opin
án endurgjalds.
Frummælendur verða Guðmund-
ur Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra, Haraldur Benediktsson
alþingismaður og bóndi, Kristján
Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi og
framleiðandi Biobu, og Ragnheiður
I. Þórarinsdóttir, rektor Landbún-
aðarháskóla Íslands.
Atvinnusýningin verður frá kl.
12:30 til 16. Þegar hafa þegar ríf-
lega 30 aðilar skráð sig til leiks. Þar
á meðal eru stofnanir og fyrirtæki
eins og SSV – samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi, Landlínur, Límtré-
Vírnet, Steypustöðin, Sögufélag
Borgarfjarðar, Ljómalind, Bílabær,
Eiríkur Ingólfsson ehf., Hótel B59,
Efla, Landbúnaðarháskóli Íslands,
Englendingavík, útfararþjónustan
Borg, Skógræktarfélag Borgar-
fjarðar, Landnámssetur og margir
fleiri.
Meðan á atvinnusýningunni
stendur verður boðið upp á tónlist-
aratriði. Ásta Marý Stefánsdóttir
og Heiðmar Eyjólfsson munu koma
tvisvar fram og syngja og leika á
gítar. Krílakórinn mun einnig stíga
á stokk sem samanstendur af börn-
um úr Borgarbyggð á aldrinum 3-5
ára sem syngja munu með sínu nefi
undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur.
Nemendur í Menntaskóla Borgar-
fjarðar sjá um veitingar meðan á
málstofunni og sýningunni stendur.
Styrktaraðilar málþingsins og
sýningarinnar eru Rótarýumdæmið
á Íslandi, sveitarfélagið Borgar-
byggð og Arion banki. Birna G.
Konráðsdóttir er forseti Rótarý-
klúbbs Borgarness þetta starfsár.
Málstofa um mat-
vælalandið Ísland
- Atvinnusýning í
menningarhúsi Borg-
arness á laugardag
Sýning Frá atvinnusýningu sem
haldin var í Borgarnesi árið 2014.
vfs.is
GEGGJUÐ
VERKFÆRA-
JÓLADAGATÖ
L
OGAÐVENTU
GJAFIR
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
Kíktu í heimsókn
og gerðu góð kaup!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
TILBOÐ Í OKTÓBER
SX 80588 hornsófi
Verð áður 339.900 kr.
Verð
249.900 kr.Sæti við arma rafstillanleg
Sjá nánar
á patti.is
Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð
rými fyrir heilabilaða var opnuð á
Sólvangi í Hafnarfirði í sumar.
Áhersla er lögð á að greiða aðgang
eldri borgara að fyrirbyggjandi
þjónustu og stuðningi á einum og
sama staðnum.
Í gær var tekið á móti 12 ein-
staklingum en til skoðunar er að
fjölga rýmunum, segir í tilkynn-
ingu frá Hafnarfjarðarbæ. Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri heim-
sótti notendur þjónustunnar og
starfsfólk á dögunum en sóttvarnir
hafa staðið í vegi fyrir formlegri
opnun deildar.
Markmiðið með nýrri dagþjálf-
unardeild er að gera einstakling-
um með heilabilun kleift að búa
sem lengst heima og viðhalda
sjálfsbjargargetu eftir fremsta
megni. Boðið er meðal annars upp
á tómstundaiðkun, heilsueflingu,
máltíðir og hvíldaraðstöðu. Að-
staðan er á fyrstu hæð í eldri
byggingu Sólvangs en húsnæðið
var nýverið endurnýjað af sveitar-
félaginu.
Deildin er rekin af Sóltúni öldr-
unarþjónustu ehf. í samstarfi við
sveitarfélagið og eru Alzheimer-
samtökin faglegur bakhjarl starf-
seminnar. Á fyrstu hæðinni er
einnig rekstur almennra
dagdvalarrýma fyrir eldri borgara.
Sólvangur miðstöð
öldrunarþjónustu
Hafnarfjörður Setustofa í nýrri
dagþjálfunardeild á Sólvangi.
- Ný dagþjálf-
unardeild opnuð