Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 26
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Útrásin var djörf ákvörðun, en hef- ur reynst okkur heillaskref. Starf- semi fyrirtækisins hefur styrkst til muna og getan til að takast á við stór verkefni er meiri en áður var. Einnig höfum við öðlast mikilvæga þekkingu, sem gerir okkur kleift að mæta betur kröfum á markaði þar sem ekkert er gefið eftir,“ segir Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sets ehf. Sagan spannar hálfa öld Starfsemi Sets ehf. spannar rúma hálfa öld, en frá 1978 hefur röra- framleiðsla verið hryggurinn í starf- seminni. Lengi framan af einbeitti Set sér að framleiðslu einangraðra hitaveituröra úr stáli en hóf fram- leiðslu einangraðra sveigjanlegra plaströra fyrir 15 árum. Verksmiðja fyrirtækisins og höfuðstöðvar eru á Selfossi, söluskrifstofur og vöruhús í Klettagörðum í Reykjavík og ný- stofnað dótturfélag, Set Pipes A/S, starfrækir söluskrifstofu og vöruhús í Danmörku. Þá er starfrækt stór framleiðslueining í Þýskalandi. Það er dótturfélagið Set Pipes GmbH í bænum Haltern am See í sambands- ríkinu Norður-Rín Westfalíu, sem liggur að Hollandi í vestri. Sáu tækifæri ytra Framleiðsla á Elipex-plaströrum, sem eru einangruð og rúllað út af keflum, er orðin stór þáttur í starf- semi Sets á alþjóðamarkaði. „Þetta eru einangruð fjarvarma- rör sem við höfum góða reynslu og þekkingu í framleiðslu á. Þau eru mikið notuð hér heima og sambæri- leg vara eftirsótt ytra. Við sáum því tækifæri í því að hefja framleiðslu erlendis, og byggja þar á reynslu okkar og þekkingu,“ segir Berg- steinn. Blaðamaður Morgunblaðsins kynnti sér starfsemina í Þýskalandi í síðustu viku. „Við höfðum lengi haft hug á að koma upp framleiðslu á þyngri ein- ingum og stórum hitaveiturörum er- lendis, meðal annars til að hafa góð- an aðgang að verkefnum erlendis. Horfðum í því sambandi til Norður- landanna eða Eystrasaltsins. Út- flutningur hafði lengi verið í deiglu en kostnaður við flutninga kom í veg fyrir að slíkt væri hægt. Með fjöl- breyttari framleiðslu og skilyrðum fyrir hagkvæman rekstur var ein- boðið að hefja starfsemi ytra.“ „Made in Germany“ Aðstæður í efnahagsmálum og at- vinnurekstri á Íslandi voru allt ann- að en hagfelldar þegar Set ehf. hóf útrásina árið 2009. Allt var í kalda- koli í kjölfar hrunsins árið áður og á brattann að sækja. „Við fundum fljótt að nýja félagið undir íslensku eignarhaldi fengi hvergi fyrir- greiðslu og höfum því alfarið byggt á þjónustu viðskiptabanka okkar hér heima á Íslandi,“ segir Berg- steinn. Þýskir atvinnuráðgjafar beindu sjónum Sets að Haltern am See, sem eins og fyrr segir er á Ruhr- svæðinu í þýska sambandsríkinu Norður-Rín Westfalíu. Húsnæði á hagstæðum kjörum var í boði og það sem meira var; á þessum slóðum er sterk hefð fyrir stál-, efna- og þung- aðiðnaði. Bergsteinn segir að ýms- um hafi hins vegar þótt íslensk útrás til Þýskalands vera næsta undarleg. „Þýskaland er eitt helsta iðnveldi heims og Made in Germany hefur verið staðfesting um gæðavöru. Að komast inn á þennan markað er afar erfitt og útflutningur er í hávegum hafður meðal Þjóðverja. Margir af okkar helstu birgjum um hráefni, svo sem stál og efnavörur, eru hins vegar í Þýskalandi. Öflun aðfanga hafði því mikil áhrif á ákvörðun okk- ar um landnám á þessum slóðum.“ Fimmtungur af veltunni Þýska hlutafélagið Set Pipes GmbH veltir árlega um 600 millj- ónum króna. Það er um fimmtungur af heildarveltu samstæðu Sets hf., þar sem verksmiðjan á Íslandi er og verður áfram í aðalhlutverki. Ytra eru um 10 starfsmenn, en verk- smiðjustjórinn Frank Müller hefur borið hitann og þungann af starf- seminni og uppbyggingunni ytra. „Framleiðslan ytra hefur meðal annars skilað okkur stórum verk- efnum á Íslandi, sem við hefðum ekki ráðið við að framleiða þar. Ný lögn Norðurorku frá Hjalteyri til Akureyrar, hitaveita við Hornafjörð og verkefni fyrir Veitur hafa borið hátt hjá okkur síðustu árin. Þetta eru rör í stofnæðar þar sem hefur þurft 300-800 millimetra stálrör, með enn víðari hlífðarkápum úr plasti, einangruð með frauði.“ Flutt með Smyril Line frá Rotterdam Rör í mörg stór verkefni hér heima hafa komið að utan, á flutn- ingavögnum sem ferjaðir eru yfir hafið með Smyril Line, sem siglir frá Rotterdam til Þorlákshafnar. Frá Haltern am See til skips í Rott- erdam eru um 250 kílómetrar á greiðri leið – en þessi flutnings- möguleiki gerir starfsemina í Þýska- landi enn betri fyrir Set. Útrásin hefur reynst heillaskref - Set hf. með stóra plaströraverksmiðju í Þýskalandi - Framleitt fyrir Ísland og erlenda markaði - Eftirsótt vara og miklar kröfur - Velta og umsvif - Fengu ekki þjónustu í þýskum bönkum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framleiðsla Starfsmenn Set Pipes GmbH eru 8-10 talsins. Meðal verkefna sem þeir sinna er einangrun á stórum stálrörum sem plastkápa er sett utan um. Tomasz Bugajski frá Póllandi er einn verkamanna Sets í Þýskalandi. Þýskaland Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets, og Frank Müller, sem hefur borið hitann og þungann af starfseminni og uppbyggingunni ytra. Verksmiðjubyggingin í Haltern am See er um 6.000 fermetrar að flatarmáli. 26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Ýmsar hindranir hafa verið í veginum í útrás Sets hf. og sæta hefur þurft lagi til að ná árangri. Stjórnendur Sets hafa verið langdvölum ytra við störf og að mörgu hefur verið að hyggja svo dæmið gangi upp. „Við höfum enn sem komið er ekki uppskorið mikla sölu á vörum okkar í Þýskalandi sjálfu en dæmið hefur gengið betur upp á Norðurlöndunum. Við vorum kannski svolítið bláeygir að ætla að okkur yrði fagnað sér- staklega á hinum opna innri markaði Evrópu. Viðskiptavinir okkar eru hins vegar ánægðir, enda stöndum við vel í gæðamálum. Stærri framleið- endur eru auðvitað fyrir á markaði en við náum þó smám saman stærri sneið af kökunni,“ segir Bergsteinn. Starfseminni í Þýskalandi sl. 12 ár lýsir Bergsteinn sem afar lærdóms- ríku ferli varðandi innkaup, aðföng, framleiðslu, tækniþróun og markaðs- mál. „Þetta hefur verið lærdómsrík og krefjandi vegferð sem við höfum farið í gegnum á síðastliðnum tólf árum. Nú eru ný tækifæri handan við hornið. Okkur hefur gengið vel að stýra félaginu ytra heiman frá Íslandi, það er innkaupum og framleiðslu, þannig að allt virki sem ein heild. Fjar- lægðir geta verið hindrun og eins var heimsfaraldrinum, sem tók fyrir all- ar ferðir okkar að heiman og hingað út í tæp tvö ár,“ segir framkvæmda- stjóri Sets að lokum. Við erum að ná stærri sneið HÖRÐ SAMKEPPNI VIÐ STÓRFYRIRTÆKIN Í ÞÝSKALANDI Morgunblaðið/Sigurður Bogi Handavinna Vel hefur gengið að fá góðan mannskap til starfa í smiðjunni ytra. LÝSTU UPP skammdegið með GE‘ loftljósinu frá Skeifan 8 | Sími 588 0640 | casa.is Ø: 37 cm Skermur: 26 cm Lengd snúru: 45-230 cm Perustæði E27 12W LED pera fylgir ljósinu Glær: Verð 39.900,- Metallitir: Verð 49.900,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.