Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 32
32 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég kláraði kennslufræðina þarna
vorið ’91 og fór svo bara að leita
mér að vinnu og sá þá að það var
auglýst staða í Garðabænum,“ seg-
ir Kristinn Þorsteinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, en um þessar mundir
eru 30 ár liðin síðan hann hóf
fyrst störf við skólann sem hann
nú stjórnar og brást Kristinn vel
við þeirri beiðni að segja frá ferl-
inum og hvernig FG hefur dafnað
í hans höndum.
„Ég var ráðinn í fulla stöðu
þarna um haustið við kennslu fé-
lagsgreina, kenndi félagsfræði,
stjórnmálafræði, sálfræði og ein-
hverja fjölmiðlafræði, sem var nú
alveg á mörkunum kannski þar
sem ég var bara búinn að læra
fræðilega fjölmiðlafræði og hafði
ekki mikla menntun í henni,“ segir
Kristinn, sem í einum námsáfang-
anum rak þann sem hér skrifar út
úr tíma í Fjölmiðlafræði-203 á vor-
önn 1992 fyrir að trufla kennslu,
en bauð sama nemanda frí eina
kennslustund önnina á undan til
að fara í klippingu á þeim tíma
sem ritari skartaði síðu hári hvers
nú sjást fá merki.
„En ég var ungur maður þarna
og treysti mér í hvað sem var,“
segir Kristinn og á þar ekki við
hárprýði nemanda síns heldur eig-
ið hæfi til að kenna fjölmiðlafræði.
„Við höfðum kennslubók í fjöl-
miðlafræðinni, nokkuð sem ekki
var alltaf hægt að ganga að í fé-
lagsgreinum,“ segir Kristinn frá.
Endurvarpsstöð fyrir Rás 2?
Hann lagði stund á stjórn-
málafræði sem meginfag og fjöl-
miðlafræði aukalega í háskólanum
á sínum tíma. „Svo ákváðum við
Doddi vinur minn í einhverjum
flýti að fara í kennslufræði, vorum
bara með BA-próf og skelltum
okkur bara í þetta í HÍ, það var
nánast eini háskólinn á þeim
tíma,“ segir Kristinn af námi sínu.
Hann naut þegar nokkurra vin-
sælda fyrsta veturinn í FG, en sá
er hér skrifar var nemandi Krist-
ins frá fyrstu byrjun í Fjölmiðla-
fræði-103 í fjölbrautaskólanum,
sem þá var í húsi með sál við
Lyngás í Garðabæ. Fór kennarinn
hafnfirski ekki í grafgötur með
drjúgt álit sitt á Rás 2 og er við
bættist að hann kom jafnan hjól-
andi til kennslu úr nágrannabæn-
um leið ekki á löngu uns út kvis-
aðist meðal gárunga skólans að
Kristinn og hjólið væru í raun
endurvarpsstöð fyrir Rás 2.
Kristinn hlær dátt.
„Sko, málið er það að ég hef
aldrei verið mikill útvarpsmaður,
ég hlustaði aldrei mikið á útvarp
enda ekki eftir miklu að slægjast,
Lög unga fólksins og eitthvað
svona. Svo kemur Rás 2 og það
var þó alla vega eitthvað sem
hægt var að hlusta á og ég hlust-
aði svolítið á hana, en ekkert mik-
ið, ég hef ábyggilega bara verið að
stríða ykkur, en ég var alltaf á
hjóli, það er rétt, enda stutt úr
Hafnarfirðinum yfir til ykkar,“
rifjar Kristinn upp.
Á hann góðar minningar frá
þessum fyrstu árum sínum í FG
þá?
„Já, þetta var mjög gaman,“
svarar skólameistarinn án um-
hugsunar, „kannski var ekki allt
jafn skemmtilegt, þetta var mikil
vinna, ég kenndi mjög mikið, samt
var ég ekkert búinn að ákveða það
á þessum tíma að verða kennari
beint, ég fór í framhaldsnám til
Hollands veturinn eftir og var
ekki búinn að marka mér framtíð
á þessum tíma. Konan mín er
læknir og hún þurfti að fara í
framhaldsnám og við þurftum að
taka umræðu um hvert við ætl-
uðum að fara og þetta átti bara að
vera svona millibilsstopp í Garða-
bænum veturinn ’91 til ’92,“ játar
Kristinn, en sjaldan verður ósinn
eins og uppsprettuna dreymir.
Sá að ég yrði bara í þessu
Úr varð að Kristinn dvaldi í
Hollandi í fjögur ár og lauk þar
meistaraprófi í alþjóðastjórn-
málum.
„Svo er ég að koma heim og var
á leið til Flórída og hitti þá Aðal-
björgu [Helgadóttur, fagstjóra fé-
lagsgreina í FG] á flugvellinum og
hún sagði mér að aftur væri verið
að auglýsa eftir kennara í félags-
greinum í skólanum. Þá fer ég og
hitti Þorstein [Þorsteinsson, þá-
verandi skólameistara] bara nán-
ast samdægurs eða daginn eftir,
þetta er 1996, og ég fékk starfið
strax,“ segir Kristinn. Þá um vet-
urinn hafi hann svo áttað sig á að
örlög hans væru ráðin. „Ég sá að
ég yrði bara í þessu, ég er ágætur
í þessu og ég ætlaði bara að vera í
þessu það sem eftir er,“ játar
hann.
Kristinn kveðst hafa náð góðu
sambandi við Þorstein Þor-
steinsson skólameistara sem hafi
falið honum ýmis störf, „og ég var
fljótlega farinn að gera mig þykk-
an þarna innan skólans,“ játar
Kristinn og brosir út að eyrum á
skjánum, en örlögin höguðu því
svo að þótt blaðamaður hefði ein-
mitt verið í heimsókn á Íslandi
brást engu að síður heimsókn til
Kristins í FG þar sem hann sat
heima í sóttkví.
Kennslan mikilvægt starf
Kristinn hefur upplifað verkföll
kennara frá fleiri hliðum en marg-
ir, sem nemandi, kennari og skóla-
meistari, og spjallið berst að lang-
vinnu og erfiðu kennaraverkfalli á
haustdögum árið 2000. „Þá voru
launin mín það lág að ég skamm-
aðist mín fyrir að segja hvað ég
væri með í laun,“ segir skólameist-
arinn og rifjar upp verkfall árið
2014 þegar gríðarlegt bil var að
hans sögn milli kennara og ann-
arra opinberra starfsmanna.
„Kennslan er gríðarlega mik-
ilvægt starf en samt er sjálfs-
traust kennarastéttarinnar ákveð-
ið vandamál auk þess sem
virðingu skortir fyrir starfinu. Við
fengum ágæta hækkun 2014, en
nú er svo komið að maður spyr sig
hvort við séum enn að sigla í sama
farið eða hvort okkur takist að
halda í við launaþróun annarra
stétta,“ segir Kristinn.
Hann telur nýliðun í stéttinni
ágæta og nefnir sem dæmi að
blaðamaður þekkti líklega ekki
marga kennara í FG nú á tímum.
„Þú ert náttúrulega orðinn hund-
gamall,“ segir Kristinn og glottir
við tönn áður en hann víkur talinu
yfir í að hann telji mikilvægt að
fjölga karlmönnum í kennarastétt
sem sé ærið verkefni næstu ára,
jafnvel næstu kynslóða.
Kristinn tók við stöðu aðstoð-
arskólameistara af Gísla Ragn-
arssyni árið 2005 þegar Gísli varð
skólameistari Fjölbrautaskólans
við Ármúla. „Svo hættir Þorsteinn
árið 2010 og ég sæki um starfið,
er einn margra umsækjenda, ég
bjóst alls ekki við að ég fengi stöð-
una, en ég fékk hana, enda bjó ég
þarna yfir gríðarlegri reynslu, ég
þekkti skólann gjörsamlega í
ræmur þá eins og nú, ég hef gegnt
flestum störfum innan skólans fyr-
ir utan að vera húsvörður eða
matráður,“ segir Kristinn kíminn.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
hefur löngum þótt vinsæll meðal
nemenda úr nágrannabæjunum
Hafnarfirði og Kópavogi, svo lengi
að blaðamaður kynntist þaðan
mörgum öðlingnum á sinni tíð fyr-
ir þremur áratugum og þekkir
enn.
„Já, það er nú einu sinni þannig
að Hafnfirðingum finnst allt í lagi
að fara í Garðabæ og Kópavogsbú-
um í Hafnarfjörð, en Garðbæingar
hafa frekar viljað fara inn í
Reykjavík ef þeir fara ekki í sinn
heimaskóla. Við vorum nátt-
úrulega alltaf í ströggli með hús-
næði, skólinn var í þremur húsum
við Lyngás, en árið 1997 flytjum
við í nýtt húsnæði við Skólabraut
og þá fer að fjölga í skólanum, í
dag erum við með 740 nemendur
og einhverja 70 eða 80 í fjarnámi
sem er heldur meira en við ráðum
við, skólinn er byggður fyrir fimm
til 600 nemendur og við erum að
biðja um að fá viðbyggingu, það
mál er bara statt einhvers staðar í
ráðuneytinu, en Garðabær styður
okkur mjög í því að fá þessa við-
byggingu og við þurfum bara að
fylgja því vel eftir,“ segir Kristinn.
Ungt fólk heilbrigðara
Hann telur stemmninguna hafa
aukist í skólanum við að flytja úr
þremur húsum í eitt 1997 auk þess
sem áfengisneysla nemenda sé nú
orðið mun minna vandamál en áð-
ur. „Hún er miklu minna mál núna
en fyrir 20 og 30 árum, því er
varla saman að jafna, ungt fólk í
dag er að flestu leyti miklu heil-
brigðara en bæði mín kynslóð og
þín kynslóð,“ segir Kristinn, sem
er fæddur árið 1962 svo því sé
haldið til haga.
Hann telur forvarnastarf þar
hafa margt að segja auk þess sem
viðhorf foreldra gagnvart áfengis-
og vímuefnaneyslu sé breytt. „Nú
er orðið mjög algengt að krakkar
byrji ekki að drekka fyrr en um
18 ára aldur, Ísland stendur mjög
vel þegar kemur að áfengis- og
vímuefnaneyslu ungs fólks, ég
man þegar maður var að halda ut-
an um skólaböllin fyrir aldamót,
það voru ekki fagrar samkomur
get ég sagt þér,“ rifjar Kristinn
upp.
„Þegar ég var nýnemi í Flens-
borgarskólanum í Hafnarfirði 1977
– ’78 var ballið í Festi svo rosalegt
að það var ekki haldið ball í skól-
anum í hálft ár á eftir, fyrirsögnin
í Morgunblaðinu var „Allt brotið
og bramlað í Festi“. Þetta var
1977 og ástandið er mun betra í
dag, fólk hegðar sér mun betur
núna,“ segir Kristinn.
Mál Páls flókið
Skrif Páls Vilhjálmssonar, kenn-
ara við skólann, á lýðnetinu vöktu
nýlega þjóðarathygli og varla
stætt á öðru en að hreyfa við því
umræðuefni úr því sem komið er,
Erfiðara að ná til nemenda með forns
- 30 ár síðan Kristinn Þorsteinsson hóf kennslu við FG - „Fljótlega farinn að gera mig þykkan
þarna innan skólans“ - Viðhorf til áfengisneyslu breytt - Skólakerfið tryggi viðgang íslenskunnar
Við stjórnvölinn Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur víðtæka reynslu af skólamálum og hefur meðal annars
upplifað kennaraverkföll sem nemandi, kennari og skólameistari auk þess að sjá skólaböll breytast til hins betra.
Kveðjustund Svavar Bragi Jónsson þýskukennari, Hulda Friðjónsdóttir
skrifstofustjóri og Leifur Helgason íslenskukennari láta af störfum.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646