Morgunblaðið - 28.10.2021, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Taktar Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur farið á kostum í
síðustu leikjum. Hér sýnir Sveindís Jane Jónsdóttir takta í leiknum
gegn Kýpur í fyrrakvöld en þar skoraði hún tvö mörk í 5-0-sigri.
Unnur Karen
Loftslagsbreytingar
af mannavöldum eru
grafalvarlegur, hnatt-
rænn umhverfisvandi
enda virðir mengun
engin landamæri. Eftir
því sem ógnir loftslags-
breytinganna koma
skýrar fram, verður
leitin að bjargráðum
ákafari. Mikilvægast er
að hætta brennslu jarð-
efna á borð við kol, gas
og olíu. En hvað á að koma í staðinn?
Öll nútímasamfélög ganga fyrir
orku. Þó að mörg ríki leggi áherslu á
aukna framleiðslu
grænnar orku, s.s. með
virkjun vinds og sól-
arvarma, dugir það
enn ekki til. Slík er
orkuþörfin. Sam-
kvæmt nýrri skýrslu
SÞ gera þjóðir heims
ráð fyrir því að fram-
leiða að óbreyttu 240
prósentum meira af
kolum, 57 prósentum
meira af olíu og 71 pró-
senti meira af gasi
fram til ársins 2030.
Hvað geta Íslendingar gert?
Endurheimt votlendis, rafvæðing
bílaflotans, vistvæn orka til skipa og
aukin skógrækt eru þær mót-
aðgerðir sem liggur beinast við að
við Íslendingar ráðumst í. En hnatt-
rænn umhverfisvandi leysist ekki
með því að hver þjóð hugsi bara um
sjálfa sig. Við hjá Flokki fólksins
viljum nýta hreinar orkulindir lands-
ins af skynsemi og ábyrgð svo draga
megi úr mengun, samhliða náttúru-
vernd. Þar er mögulegt framlag
okkar til loftslagsmála á heimsvísu
ekki undanskilið.
Loftslagsmál og orkumál eru óað-
skiljanlegir málaflokkar. Ég verð
seint talinn til ákafra virkjanasinna
en mér virðist sýn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks á þessi mál
skynsamleg. Fyrir nýafstaðnar
kosningar lögðu báðir flokkarnir til
að Íslendingar hæfu útflutning á
grænni orku í formi rafeldsneytis.
Þannig gæti sprottið hér upp nýr og
spennandi iðnaður ásamt tilheyrandi
atvinnusköpun og ávinningi í lofts-
lagsmálum. Ljóst er að losa verður
rammaáætlun úr höftum kyrrstöðu,
öfgalaust, og horfa m.a. til kosta
þess að nýta vindorku. Eðlilegt virð-
ist jafnframt að sveitarfélög og íbúar
komi í auknum mæli að því að
ákvarða hvar mörkin á milli nýt-
ingar grænna orkukosta og náttúru-
verndar liggja.
Það er ekki nóg að viðurkenna
loftslagsvandann – við verðum líka
að horfast í augu við tækifærin og
hvernig við Íslendingar getum axlað
okkar ábyrgð. Skynsamleg nýting
orkukosta og öflug náttúruvernd
geta vel farið saman. Þær áskoranir
bíða nýrrar ríkisstjórnar.
Eftir Jakob Frí-
mann Magnússon »Endurheimt votlend-
is, rafvæðing bíla-
flotans, vistvæn orka til
skipa og aukin skóg-
rækt eru þær mót-
aðgerðir sem liggur
beinast við að við Ís-
lendingar ráðumst í.
Jakob Frímann
Magnússon
Höfundur er stofnandi Græna hersins
og þingmaður Flokks fólksins.
Áskoranir nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum
Fjölmargar stofnanir
ríkis og sveitarfélaga
hafa eftirlit með þjón-
ustu og framleiðslu fyr-
irtækjanna í landinu.
Almennt fer eftirlitið
þannig fram að starfs-
maður stofnunar kemur
í heimsókn og kannar
hvort aðstæður í fyrir-
tækinu séu í samræmi
við lög og reglur. Skoð-
uð eru skjöl og önnur
gögn, rætt við fólk og lagt mat á hvort
gera þurfi athugasemdir við starfsem-
ina stórar eða smáar. Veittur er tiltek-
inn frestur til úrbóta og síðan taka við
þyngri aðgerðir, álagning sekta eða
jafnvel stöðvun starfsemi að hluta eða
í heild.
Fyrirtækin búa við að eftirlitsmenn
margra stofnana koma í heimsókn þar
sem hver tekur til skoðunar þá þætti
sem honum ber en lætur aðra af-
skiptalausa. Vinnueftirlit, níu heil-
brigðiseftirlit hvert á sínu svæði jafn-
vel með mismunandi kröfur,
Umhverfisstofnun, Matvælastofnun
og Fiskistofa eru dæmi um opinbera
aðila sem senda fólk út af örkinni.
Eftirlit með að vörur á markaði
uppfylli settar kröfur hafa m.a. Neyt-
endastofa, Umhverfisstofnun, Vinnu-
eftirlit, heilbrigðiseftirlitin, Mat-
vælastofnun og Fjarskiptastofa og
heimsækja í þessu skyni verslanir og
skoða upplýsingar á merkimiðum og
jafnvel verðmerkingar.
Vit vinnur meira en strit
Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur verið
lagt niður og annast skoðunarstofur á
almennum markaði þá þjónustu án
teljandi vandkvæða. En
vinnuvélar og alls kyns
önnur tæki sem lúta svip-
uðum lögmálum og bílar
eru undir eftirliti Vinnu-
eftirlits og vandséð hvers
vegna ekki er unnt að fela
skoðunarstofum þetta
eftirlit. Allar lyftur lands-
ins fá árlega heimsókn
frá Vinnueftirlitinu og er
það til viðbótar eftirliti
framleiðenda og mun Ís-
land eitt hafa þennan
háttinn á þegar horft er til
nágrannalandanna.
Eftirlit með póst- og fjarskipta-
þjónustu er nú komið til Byggðastofn-
unar og Fjarskiptastofu en eftirlit
með öryggi vöru hefur verið flutt til
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Ekki má gleyma Samkeppnis-
eftirlitinu sem virðist nú hafa tekið
upp hjá sér að hafa skoðun á og vilja
takmarka umfjöllun hagsmuna-
samtaka um efnahagsmál.
Hér hefur ekki verið minnst á öll
leyfi sem þessar stofnanir veita en
mætti að ósekju fækka mikið með því
að leggja áherslu á að fyrirtækin til-
kynni starfsemi sína og leggja með því
áherslu á atvinnufrelsi og að fólk geti
stofnað til reksturs án þess að leggja
inn umsóknir um leyfi. Að sjálfsögðu
þurfa viðkomandi að kynna sér reglur
sem um starfsemina gilda.
Á ýmsum sviðum hefur ríkið tekið
til í stofnanauppbyggingu þar sem
nefna má löggæsluna, skattinn og
jafnvel dómstólana.
Tækifærin blasa við
Það blasa við tækifæri til að stokka
upp eftirlitsstofnanirnar í landinu
með hagræðingu að leiðarljósi án þess
að slaka á kröfum eða fórna hags-
munum almennings. Það má ekki vera
þannig að skipting verkefna milli
ráðuneyta ráði því að reka þurfi allar
þessar stofnanir. Þær verða að geta
sinnt verkefnum sem tengjast mörg-
um ráðuneytum og fleiru en einum
lagabálki en geta þá kallað á sér-
fræðiþjónustu þar sem hennar er
þörf.
Það má jafnvel hafa í huga að á síð-
ustu árum hefur virkt eftirlit almenn-
ings með þjónustu, gæðum og verð-
lagi tekið miklum breytingum með
þátttöku fólks á samfélagsmiðlum.
Þar er þjónustan vegin og metin og
fyrirtækin bregðast í flestum tilvikum
hratt og vel við. Þetta er mun fljót-
virkara en stopular og tilviljana-
kenndar heimsóknir opinbers eftir-
litsfólks.
Nútímalegar aðferðir eins og raf-
rænt eftirlit með gæðakerfum, eftirlit
með tilviljanakenndu úrtaki, töl-
fræðigreiningar og skoðanir með tilliti
til metinnar áhættu geta skilað hag-
ræðingu og betri þjónustu en á sama
tíma uppfyllt kröfur um nauðsyn op-
inbers eftirlits með tiltekinni starf-
semi.
Í upphafi kjörtímabils er þetta kjör-
ið verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Uppstokkun eftirlits er brýn
Eftir Halldór Benja-
mín Þorbergsson » Það blasa við tæki-
færi til að stokka upp
eftirlitsstofnanirnar í
landinu með hagræðingu
að leiðarljósi án þess að
slaka á kröfum eða fórna
hagsmunum almennings.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins.
Reykjavíkurborg
stendur nú í miklu
átaki fyrir betri grunn-
skóla í borginni. Í
september samþykkti
borgarstjórn nýtt út-
hlutunarlíkan fyrir
grunnskóla Reykjavík-
ur. Það kallast Edda
og mun skapa for-
sendur fyrir raunhæf-
ari og betri fjár-
mögnun fyrir hvern
grunnskóla borgarinnar.
Reykjavíkurborg hefur allt of
lengi búið við plástrað líkan, sem
ekki mætir þörfum skólanna. Skól-
arnir eru mismunandi og samsetn-
ing nemenda er líka misjöfn. Við
því þurfti að bregðast og því var
farið í það átak að þróa nýtt úthlut-
unarlíkan með aðkomu skóla- og
fjármálasérfræðinga ásamt fulltrú-
um frá skólastjórnendum.
Aukið fjármagn
í skólana
Þegar úthlutunarlík-
anið var klárt var ljóst
að rekstur grunnskóla
þarf í heild aukið fjár-
magn. Við því þarf að
bregðast í fjárhags-
áætlun borgarinnar og
í september samþykkti
borgarráð að vísa því
til fjárhagsáætlunar að
fjárheimildir skóla- og
frístundasviðs hækki
um rúmlega 1,5 millj-
arða.
Það þarf bæði að huga að öllu
umhverfi skólastarfsins, en verið er
að ljúka við heildarúttekt á við-
haldsþörf grunnskóla í borginni.
Þegar sú mynd liggur fyrir þarf að
forgangsraða framkvæmdum en
fyrir liggur að fjárveitingar til end-
urnýjunar eldra skólahúsnæði verða
stórhækkaðar. Í fjárfestingar-
áætlun þessa árs var gert ráð fyrir
3,085 milljörðum í fjárfestingar
vegna skóla, þar af 2,1 milljarði
vegna viðhalds á húsnæði. Áætlunin
gerir ráð fyrir að þær upphæðir
muni hækka, bæði á næsta og þar
næsta ári.
Aukið faglegt frelsi
Við viljum treysta skólastjórn-
endum til að þekkja sitt nær-
umhverfi og hvernig best sé að
skipuleggja starf skólanna miðað
við þarfir nemenda. Á því byggist
úthlutunarlíkanið, sem mun efla
faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórn-
enda. Líkanið mun einnig auka
gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafn-
ræði á milli skóla og hverfa borg-
arinnar.
Í úthlutunarlíkaninu er tekið til-
lit til mismunandi félagslegra og
lýðfræðilegra þátta hvers skóla við
úthlutun fjármagns. Með því drög-
um við úr aðstöðumun á milli skóla.
Dregið er úr áherslu á formlegar
greiningar og lagður til stuðningur
við börn eftir þörfum þeirra. Á því
munu börnin okkar græða.
Látum skólastjórnendur ráða
hvaða fagfólk þarf
Þverfaglegt samstarf innan skóla
er stefna Viðreisnar í mennta-
málum. Við viljum mæta fjöl-
breyttum þörfum nemenda með
teymisstarfi fagfólks á sviðum vel-
ferðar, heilbrigðis og skóla eða því
sem þurfa þykir.
Grunnskólar Reykjavíkur munu
fá aukið rými til að ráða fagfólk,
sem ekki er kennarar, til að styðja
við skólastarfið. Fagfólkið getur
verið sálfræðingar, þroskaþjálfar,
félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðr-
ir sérfræðingar. Allt eftir áherslum
og þörfum hvers skóla. Eftir því
sem fleiri börn þurfa stuðning í
skólanum, því fleiri fagaðila verður
hægt að ráða.
Frelsi fylgir ábyrgð
Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð
skólastjórnenda um að starf skólans
sé innan fjárheimilda hverju sinni.
Til þess munu skólastjórar fá stuðn-
ing frá rekstrarstjóra og ef þörf
krefur fjármálaráðgjöfum og fjár-
málastjóra skóla- og frístundasviðs.
Fylgst verður með því ef rekstur
fer umfram fjárheimildir og skólar
krafðir um tímasettar úrbætur.
Þó svo að líkanið hafi verið unnið
í góðu samstarfi við skólastjóra í
borginni, þá getur ýmislegt komið í
ljós þegar það er komið í notkun og
vel getur verið að það þurfi að sníða
af því vankanta. Þá þurfum við að
gæta þess að búa ekki til sama
plástraða og flókna kerfi og við er-
um nú að hverfa frá.
Vinnan við úthlutunarlíkanið var
góð. Næsta skref þarf að vera álíka
líkan sem unnið er fyrir leikskóla
borgarinnar, þar sem horfið verður
frá flóknu kerfi og úthlutun úr pott-
um.
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur » Skólar Reykjavíkur
munu fá aukið rými
til að ráða fagfólk, sem
ekki er kennarar, til að
styðja við skólastarfið.
T.a.m. sálfræðinga eða
þroskaþjálfa.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er formaður borgarráðs og
oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Enn betri skólar í Reykjavík