Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Ég vil að íslenskt
skólakerfi verði meðal
tíu fremstu innan
OECD fyrir árið 2040.
Við höfum dregist aft-
ur úr í alþjóðlegum
samanburði en þurfum
að setja stefnuna á
fremstu röð.
Mælumst með
þeim lægstu
Árið 2003 mældist íslenskt skóla-
kerfi það 13. besta innan OECD, en í
dag skipar íslenska kerfið 31. sætið.
Ísland er á niðurleið í stærð-
fræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi
samkvæmt niðurstöðum PISA-
könnunar. Ísland er undir OECD-
meðaltali í öllum mældum náms-
greinum og mælist verst allra Norð-
urlandaþjóða. Hlutfall þeirra sem
sækja verkmenntun hérlendis er
meðal þess lægsta innan OECD og
hlutfall þeirra sem eru líklegir til að
ljúka meistaragráðu fyrir 25 ára ald-
ur er jafnframt meðal þess lægsta.
Þeir fjármunir sem íslenskt sam-
félag ver í hvern grunnskólanema er
40% yfir OECD-meðaltali. Samt
sem áður mælast gæði skólastarfs
sífellt verr í samanburði þjóða. Lyfta
þarf grettistaki í menntamálum.
Höfuðborgin þarf að taka forystu.
Árangur sjálfstæðra skóla
Holland mælist meðal efstu þjóða
í PISA-könnunum, jafnvel ofar en
fyrirheitna landið Finnland. Í því
samhengi er athyglisvert að rýna
langa hefð þarlendis fyrir einka-
reknum skólum, en um 70% allra
hollenskra grunnskólabarna sækja
nám í einkareknum skólum. Skól-
arnir eru sjálfstæðir í störfum sín-
um, en innheimta ekki skólagjöld
enda fjármagnaðir af hinu opinbera.
Hérlendis eru aðeins 13 einka-
reknir grunnskólar en nemendur
þeirra eru um 2,3% allra grunn-
skólabarna landsins. Til saman-
burðar er fjórðungur allra grunn-
skólabarna í Kaupmannahöfn í
sjálfstætt starfandi skólum.
Í Reykjavík mætti styðja betur
við sjálfstætt starfandi skóla svo
auðga megi skólaflóru borgarinnar.
Í dag þiggja skólarnir skert framlög,
en ef jöfn opinber
framlög fylgdu hverju
skólabarni mætti
treysta grundvöll skól-
anna. Jafnframt gætu
skólarnir lagt niður
skólagjöld og tryggt
öllum börnum jöfn
tækifæri til að sækja
slíka skóla, óháð efna-
hag foreldra. Þannig
mætti veita foreldrum
fleiri valkosti í skóla-
málum og tækifæri til
að velja milli ólíkra
áherslna í uppeldi og menntun barna
sinna.
Skapandi framtíð
Færni til skapandi hugsunar hef-
ur um nokkra hríð verið talin nauð-
synlegur hluti af almennri menntun.
Reykjavíkurborg hefur löngum gef-
ið fyrirheit um aukið vægi listgreina
og verkgreina í skólastarfi borg-
arinnar. Mikilvægi sköpunar er jafn-
framt undirstrikað sérstaklega í
menntastefnu Reykjavíkur. En
þrátt fyrir fögur fyrirheit fer lítið
fyrir innleiðingu og skólakerfið
þróast á hraða snigils.
Við horfum fram á fjórðu iðnbylt-
inguna. Færniþættir framtíðar
verða að líkindum frábrugðnir
færniþáttum fortíðar. Fyrirséð er að
tölvur muni leysa fjölmörg störf af
hólmi. Einhverjir hafa jafnvel áætl-
að framtíðina hafa litla þörf fyrir þá
þekkingu sem aldagamalt skólakerfi
skilur eftir hjá nemendum. Meiri
áherslu mætti leggja á færni líkt og
skapandi og gagnrýna hugsun.
Íslenskt skólakerfi mælist ekki
nægilega vel í PISA-könnunum. Það
er þó huggun harmi gegn að slíkar
kannanir mæla ekki allt skólakerfið
– þær geta ekki talist alhliða mæli-
kvarði á árangur. Þetta stendur þó
til bóta því fyrirhugað er til fram-
tíðar að mæla getu nemenda til
skapandi hugsunar – færni þeirra til
þátttöku í sköpun og mati á frum-
legum hugmyndum að nýjum lausn-
um. Jafnframt verði metið hvernig
börnum farnast að tjá hugsanir sín-
ar og hugmyndir.
Ísland hefur alla burði til að
standa framarlega í mælingum og
þjálfun á öllum þáttum PISA-
könnunar, hvort sem um er rætt
læsi, stærðfræði eða skapandi hugs-
un. Það eina sem þarf er pólitísk
ákvörðun og metnaður til fram-
fylgni.
Höfuðborg í forystu
Íslensku skólakerfi er vandi á
höndum. Við stöndum ekki nægilega
sterk í alþjóðlegum samanburði.
Námsárangur við lok grunnskóla er
slakur og menntakerfið hefur brugð-
ist í undirbúningi fyrir síðari stig
skólagöngu. Við stöndum á tímamót-
um. Eitthvað þarf að breytast.
Ég trúi því að sérhvert barn hafi
eitthvað mikilvægt fram að færa –
að eitt verðugasta verkefni skóla-
kerfisins verði ávallt að tryggja öll-
um börnum jöfn tækifæri til að leita
hæfileika sinna – og efla með þeim
sjálfstraust til að skapa úr hæfi-
leikum sínum tækifæri og verðmæti.
Það byggir á trú minni á einstakling-
inn og samfélag þar sem enginn er
skilinn eftir.
Ætli skólakefið að virkja sérhvern
einstakling til samfélagsþátttöku
þarf að mæta óíkum þörfum –
tryggja fjölþættar lausnir og fjöl-
breytt námsmat. Það gerum við með
fjölbreyttum valkostum í lifandi
skólaflóru. Við þurfum skólakerfi
sem treystir hefðbundinn grunn í
stærðfræði og læsi – en gengur
lengra í áherslum á skapandi hugs-
un, list- og verkgreinar og tækni-
mennt.
Setjum okkur metnaðarfull mark-
mið. Stefnum að því að koma ís-
lensku skólakerfi í röð 10 fremstu
innan OECD fyrir árið 2040. Styðj-
um við kennarastéttina og sköpum
öllum börnum tækifæri til að njóta
hæfileika sinna. Höfuðborgin taki
forystu og leiði stórstíg framfara-
skref í menntamálum – samfélaginu
öllu til heilla.
Eftir Hildi
Björnsdóttur » Setjum okkur metn-
aðarfull markmið.
Stefnum að því að koma
íslensku skólakerfi í röð
tíu fremstu innan
OECD fyrir árið 2040.
Hildur Björnsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks.
hildurb@reykjavik.is
Skólakerfi í fremstu röð
Undanfarin misseri
hef ég skrifað nokkr-
ar greinar í Morg-
unblaðið, m.a. um ým-
isleg kínversk málefni
bæði hér á landi og í
Kína. Hefur það farið
fyrir brjóstið á Kín-
verjum, einkum þá
vegna umfjöllunar
minnar um kínversku
Covid-19-veiruna og
fólskulega meðferð Kínverja á Úíg-
úrum í Xinjianghéraði í norðvest-
urhluta Kína, sem greinilega hvor-
ugt mátti minnast á að mati
Kínverja. Fór svo að ég var af
þeim ástæðum settur á svartan
lista hjá kínverskum stjórnvöldum
hinn 16. apríl sl., en tilefnið var að
íslensk stjórnvöld, sem og fjöl-
margar þjóðir, höfðu mótmælt
þessari meðferð Kínverja á Úíg-
úrum. Í yfirlýsingu þeirra, sem var
á ensku, sagði m.a. að ég sem ein-
staklingur „seriously harms China
sovereignty (fullveldi) and interests
by maliciously (af illkvittni) spread-
ing lies and disinformation (rang-
færslum)“. (A nasty peace of
work?)
Það sem kom mér þó þarna
skemmtilega á óvart voru þessi
orð, sem notuð voru í fyrirsögn til-
kynningarinnar, „Statement on
China’s Sanctions on One Relevant
(sem skiptir máli, sbr. relevance,
mikilvægi) Icelandic Induvidual.
Verð ég að viðurkenna undrun
mína og ánægju að fá lof sem þetta
frá Kínverjum, fjölmennustu þjóð í
heimi, þrátt fyrir allt og allt sem á
undan hafði gengið á milli okkar.
Þekkjast þó dæmi þess í mann-
kynssögunni, að innst inni hafi ver-
ið borin dulin virðing fyrir and-
stæðingnum. Verð ég að sjálfsögðu,
þótt seint sé, að þakka þeim fyrir
lofið, þótt það hafi verið svona und-
ir rós.
Tilgangur minn með þessum
skrifum mínum nú er að minnast
þess, að senn eru liðin tvö ár frá
því fyrst varð vart við kínversku
Covid-19-veiruna, sem kom upp á
markaði með ferskar fisk- og kjöt-
vörur í Wuhan í Kína. Vegna síðbú-
inna og slælegra viðbragða kín-
verskra stjórnvalda við upphaf
faraldursins varð það til þess, að
þau misstu stjórn á útbreiðslu veir-
unnar. Gerði það að verkum, að
veiran náði á endanum, eins og
kunnugt er, að breiðast út um allan
heiminn með hrikalegum afleið-
ingum á líf allra íbúanna á öllum
sviðum mannlífsins og engan endi
sér á. Fjárhagslegt tjón þjóða
heimsins af völdum veirunnar er
þegar í dag orðið hrikalegt og ör-
birgð blasir strax við í mörgum fá-
tækari ríkjum heimsins. Á öllu
þessu tjóni bera Kínverjar fulla
ábyrgð, sem stafar af þessu víta-
verða gáleysi/hirðuleysi þeirra og
breytir engu, að tjónvaldurinn sé
heimsveldi og fjölmennasta ríki í
heimi. Þjóðir heims ættu því að
sameinast um að krefja Kínverja
um skaðabætur þegar upp verður
staðið. Bætur sem gætu þá að ein-
hverju leyti bætt þjóðunum upp
þann gífurlega fjárhagsskaða, sem
þær hafa þá orðið fyrir af völdum
þessarar kínversku Covid-19-veiru.
Annað tjón og óbeint verður
trauðla bætt, tjón sem íbúar allra
þjóða heims munu
þurfa sjálfir að bera í
náinni framtíð eftir alla
lífsgæðaskerðinguna,
sem veiran hefur vald-
ið og mun áfram valda.
Hvað snertir nauð-
synlegar rannsóknir al-
þjóðasamfélagsins á
uppruna þessarar
veiru í Wuhan, sem
margar þjóðir hafa
óskað eftir á al-
þjóðavettvangi að
gerðar séu, þá hafa
Kínverjar barist með kjafti og klóm
gegn því og hafnað öllum óskum
um gagnsæi varðandi upplýsinga-
gjöf. Jafnvel sett þjóðir í viðskipta-
bann af þeim ástæðum, sbr. t.d.
Ástralíu. Hefur þó tilgangur al-
þjóðasamfélagsins verið eingöngu
sá að reyna að finna út eins og
hægt er hver sé uppruni veirunnar
og um eðli hennar og þar með öðl-
ast skilning á henni. Ekki síst að
geta þá verið betur undirbúnir fyr-
ir næsta veirusmit, sem mun fyrr
en síðar verða á heimsvísu og þá
mögulega með miklu verri afleið-
ingum en nú.
Sem dæmi um viðbrögð Kínverja
vegna þessa máls má nefna hér að
sendiherra Kínverja á Íslandi lýsti
því yfir í blaðagrein í Mbl. 16.8 sl.
að verið væri að nýta sér farald-
urinn í pólitískum tilgangi og slíkt
væri „pólitískur vírus“. Ég spyr:
Er það í pólitísku skyni, að Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
sem og þjóðir heims, vilja fræðast
um tilurð og útbreiðslu veirunnar,
svo draga megi lærdóm af, öllum
íbúum heimsins til hagsbóta? Við
hvað eru Kínverjar hræddir? Að
sannleikurinn komi í ljós um
ástæðuna fyrir upphafi og síðan út-
breiðslu veirunnar? Hefur það eng-
an tilgang fyrir Kínverja að slá
höfðinu við stein og neita alkunnum
staðreyndum, hvað þá neita að
veita upplýsingar eða aðgang að
svæðum, sem skipta rannsóknarað-
ila öllu máli? Það að einhverjar
staðreyndir komi illa við Kínverj-
ana sjálfa breytir þeim ekki eða
þær verði þaggaðar niður. Kínverj-
um er ekki stætt á því að neita
fullri samvinnu við Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina, sem hefur hags-
muni allrar heimsbyggðarinnar að
leiðarljósi til framtíðar litið, þar
með talið Kína. Kínverjar verða að
standa undir ábyrgð sinni og al-
þjóðasamfélagið á ekki heldur að
gefa þeim kost á að víkjast undan
upplýsingaskyldu sinni, hvað þá
skaðabótaskyldu.
Að öðru máli sem varðar Kína.
Það fer um mann þegar lesnar eru
í ýmsum innlendum og erlendum
blöðum og tímaritum lýsingar á
fólskulegri meðferð Kínverja á Úíg-
úrunum, sem þar á sér stað gagn-
vart þessu varnarlausa þjóðarbroti
í Kína, þar sem jafnvel er talað um
þjóðarmorð. Þessu verður að linna.
Eftir Jónas
Haraldsson
Jónas Haraldsson
» Við hvað eru Kín-
verjar hræddir? Að
sannleikurinn komi í
ljós um ástæðuna fyrir
upphafi og síðan út-
breiðslu veirunnar?
Höfundur er lögfræðingur.
Kínversk málefni
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is