Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 44
44
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Um tíma hafa samn-
ingar verið lausir milli
sérgreinalækna,
sjúkraþjálfara og
Sjúkratrygginga Ís-
lands fyrir hönd rík-
issjóðs. Ekkert virðist
gerast í þessari deilu.
Hún er í hnút. Úr
ranni sérfræðilækna
heyrist að þeir þurfi
ekkert á samningi að
halda. Hið opinbera hótar með inn-
leiðingu nýrrar reglugerðar með
þeim boðskap að þá skuli þeir bara
hafa það svo. Á meðan greiða sjúk-
lingar fagstéttunum rekstrarálag
upp á 1.700 milljónir úr eigin vasa.
Stundum hvarflar að manni að
hvorum megin sem samningsaðilar
sitja séu þeir sáttir við þetta ósætti.
Vissulega bitnar samkomulags-
leysi þessara aðila á sjúklingum.
Þeir greiða einir þau aukagjöld sem
rekstraraðilarnir hafa sett á og inn-
heimta utan kostnaðarþátttökukerf-
isins. Að baki aukagreiðslunum er
engin skilgreind þjónusta. Gjaldið
er fyrst og fremst óskilgreint veltu-
álag þess reksturs sem að baki ligg-
ur. Þessi álagning skekkir allt tal
um minnkandi kostnaðarþátttöku
almennings í heilbrigðisþjónustu.
Í júní síðastliðnum fékk mál-
efnahópur Öryrkjabandalagsins um
heilbrigðismál Svein Hjört Hjart-
arson hagfræðing til að meta um-
fang aukagjaldanna, veltuálagsins.
Niðurstöðurnar voru kynntar nú
um miðjan október. Sveinn áætlar
þar að umfang veltuálagsins nemi
tæpum 1.700 milljónum á ári. Not-
endur þjónustu þessara fagaðila
greiða því á ári hátt á annan millj-
arð króna utan kostnaðarhlut-
deildar ríkis. Ef aðilar væru með
samning væri þessi þjónusta alfarið
undir kostnaðarþaki og innan þess
sáttmála sem hefur verið í gildi um
greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu.
Raunar má segja að ástand þetta
geri kostnaðarþátttökukerfið hrip-
lekt. Einnig verður öll umræða um
árangur ríkisstjórnarinnar um
lækkun kostnaðar
sjúklinga í heilbrigð-
iskerfinu kolröng.
Áætluð heildar-
fjárhæð sérstaka
komugjaldsins til sér-
fræðilækna er að með-
altali 878 milljónir
króna síðastliðin þrjú
ár. Hér er miðað við
miðgildi sérstaks
komugjalds sérfræði-
lækna. Hlutur öryrkja
af komugjaldi er áætl-
aður um 90,2 milljónir
króna. Upphæð aukagjalda sér-
greinalækna við komu er almennt
frá 1.500 upp í 2.200 krónur. Þá er
áætluð heildarfjárhæð aukakomu-
gjalda til sjúkraþjálfara um 780
milljónir króna á ári, miðað við mið-
gildi gjaldsins. Kostnaðarhluti ör-
yrkja er áætlaður um 150 milljónir
króna. Upphæðir aukagjalda
sjúkraþjálfara reyndust vera allt frá
500 upp í 1.500 krónur við hverja
komu.
Samanlagt er þetta ekki lítil upp-
hæð. Hér er um að ræða flóðgáttir
undan kostnaðarþátttökukerfi
landsmanna; kerfi sem á að tryggja
aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu
óháð efnahag. Til samanburðar má
taka stórátak ríkisstjórnarinnar í
geðheilbrigðismálum með árlegri
innspýtingu á fjármagni um einn
milljarð. Gott mál það og tímabært.
Byggist fjármögnun þess verkefnis
á því að aðrir sjúklingahópar borgi?
Það væri ekki ný aðferð. Það gefur
augaleið að fólk með stoðkerf-
isvanda er stærsti hópurinn sem
greiðir umrætt veltuálag fagstétt-
anna.
Umfang veltuálagsins er byggt á
tíðni koma og miðgildi þess verðs
sem innheimt er. Kostnaðurinn fer
hækkandi eftir því sem þjónustan
er notuð meira. Þeir veikari greiða
því meira en þeir sem þurfa minna
á þjónustunni að halda. Andstætt
þeirri hugsun sem er í kostnaðar-
þátttökukerfinu. Með dæmum má
sýna fram á margföldun á kostn-
aðarþakinu að óbreyttri greiðslu
veltuálags. Notast er við 2.200
króna aukagjald hjá sérgreinalækn-
um og 1.000 krónur hjá sjúkraþjálf-
urum. Ef öryrki heimsækir sér-
greinalækna fimm sinnum á ári og
þarf á sjúkraþjálfun að halda tvisv-
ar í viku í 20 vikur hækkar kostn-
aðarþak hans um 240% en gildandi
þak er 18.317. Til eru fleiri tilfelli en
menn grunar um fólk sem þarf á
sjúkraþjálfun að halda tvisvar í
viku, í 40 vikur. Þá hækkar kostn-
aðarþak viðkomandi um 350% á ári.
Það er ekki hægt að líta öðruvísi
á en að með innheimtu á þessu
veltuálagi sé sáttmála um hámarks-
kostnað sjúklinga í heilbrigðisþjón-
ustu rift og það einhliða af þjón-
ustuveitendum. Veltuálagið leggst
þungt á fatlaða, langveika og lág-
tekjufólk; alla þá sem meira þurfa á
þjónustunni að halda. Lífeyrisþegar
og lágtekjufólk hafa þegar dregið úr
því að nýta þessa þjónustu og/eða
neita sér um hana samanber nýlega
könnun Vörðu á högum öryrkja.
Hér verður ekki tekin afstaða
með eða á móti samningsaðilum. Í
samningum verða báðir aðilar að
gefa eftir. Ef semja á um kerf-
isbreytingu tekur hún tíma og öllum
á að vera ljóst að fjármagnið er tak-
markað. Eftir stendur skylda aðila
að semja. Þjóðin hefur svarað því
hvernig heilbrigðiskerfi hún vill.
Hér er því skorað á samningsaðila
að hætta öllu vafstri og setjast nú af
alvöru að samningaborðinu. Í þess-
um leik er notandinn eins og fót-
bolti í fótboltaleik. Það er bara
sparkað í hann og hann borgar fyr-
ir.
Sérálögur sérfræðilækna
og sjúkraþjálfara
Eftir Emil
Thoroddsen »Um tíma hafa samn-
ingar verið lausir
milli sérgreinalækna,
sjúkraþjálfara og
Sjúkratrygginga. Ekk-
ert virðist gerast.
Kostnaðarþátttökukerf-
ið hriplekur.
Emil Thoroddsen
Höfundur er framkvæmdastjóri Gigt-
arfélags Íslands.
emilthor@gigt.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Audi A8 4 2 Quattro
• Ný smurður af Heklu
• Ný skoðaður án athugasemda
• Ný 19“ Toyo heilsársdekk
• Fullkomið viðhald
• Einstakt tækifæri
• Fjórhjóladrifinn
• Stillanleg loftpúðafjöðrun
• 6 þrepa sjálfskipting
• 335 hestöfl (0-100 km 6,3 sek.)
• Álbíll
,
Árgerð 2003
Ekinn aðeins 180 þús.
VERÐ 1.490.000
Flestir Íslendingar
eiga auðvelt með að
lesa færeysku, svo
mjög er hún skyld ís-
lensku. Tummas Just-
inussen skrifaði fína
grein um ESB-þjóðina
Dani og bar saman við
fiskveiðiþjóðina Fær-
eyinga. Danir eiga
fimmta stærsta kaup-
skipaflota í heimi. Sá
floti er ekki talinn með þegar skuld-
bindingar Dana í loftslagsmálum eru
reiknaðar. Dönskum vöruflutn-
ingabílum er ekið um alla Evrópu.
Akstur þeirra utan Danmerkur telst
ekki með í losun Dana. Flug með
dönskum flugfélögum skilst mér á
honum að sé líka undanskilið ef það
er innan Evrópu. En Færeyingar búa
við allt annars konar útreikning líkt
og við Íslendingar.
Fiskveiðar Færeyinga
Fiskveiðar eru meginatvinnuvegur
Færeyinga. Meira en 97% afurðanna
er neytt utan Færeyja. En gagnstætt
danska kaupskipaflotanum reiknast
losun færeyska fiskiskipaflotans
Færeyjum á versta veg. Er einhver
lógík í þessu? Ekki segir Tummas og
hann færir góð rök fyrir sínu máli. Ís-
lenski fiskiskipaflotinn lýtur sömu
reglum. Væri nú ekki ráð að skrá ís-
lensku togarana sem evrópsk kaup-
skip? Þá er Ísland búið að standa sína
loftslagsplikt um langa framtíð.
Staða Íslands
Frammistaða Íslands í loftslags-
málum er í einu orði sagt frábær.
Endurnýjanleg orka er 85% af orku-
notkun Íslands. Ef aðrar þjóðir stæðu
sig eins vel væri enginn loftslags-
vandi, hvað þá -vá. Samt er mikill
hljómgrunnur fyrir því að Ísland geri
meira í loftslagsmálum en okkur ber
skylda til. Til hvers? Jú, til að meng-
unarsóðinn Kína geti t.d. gert enn
verr. Er það verðugt markmið?
Eins og önnur lönd á Ísland að
standa við skuldbind-
ingar sínar. Höfum við í
hyggju að gera betur
eigum við að velja okkur
markmið og verja til
þess þeim fjármunum
sem við getum til að ná
sem mestum árangri.
Ekki til að líta vel út.
Enginn vafi leikur á að
nýting fjár er margföld
ef mengunarmarkmið
með árangur að mark-
miði eru tekin fram yfir
að gera betur en Parísarsam-
komulagið. Eigum við ekki öll að
sættast á að rýra ekki lífskjör á Ís-
landi að nauðsynjalausu og minnka
mengun jafn mikið og unnt er? Þetta
tvennt fer auðveldlega saman.
Parísarsamkomulagið
er ósanngjarnt
Ósanngirni Parísarsamkomulags-
ins í garð fiskveiðiþjóða á borð við Ís-
land og Færeyjar blasir við. Meðal
annars þess vegna á alls ekki að fórna
íslenskum hagsmunum og fórna lífs-
kjörum okkar og barnabarna okkar
til að gera meira en krafist er af okk-
ur. Næst þegar sest verður að samn-
ingaborðinu eigum við að gera tvær
sanngjarnar kröfur: Að íslenski fiski-
skipaflotinn fái sömu stöðu og kaup-
skipafloti ESB og að flugumferð til og
frá Íslandi reiknist með sama hætti
og flug innan Evrópusambandsins. Á
slíkar ráðstefnur má ekki senda
menn með hugarfar Indriða Þorláks-
sonar; að Ísland hafi bara gott af því
að borga fyrir aðra.
Ekkert þróað land
stendur Íslandi fram-
ar í loftslagsmálum
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
» Frammistaða Ís-
lands í loftslags-
málum er í einu orði
sagt frábær. Endurnýj-
anleg orka er 85% af
orkunotkun Íslands.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is