Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 48

Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pakkaskraut Pappír Skreytingarefni Pokar Borðar Teyjur Bönd Kort Sellófan Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Lambalæri með kartöflugratíni og rauðvínssósu Fyrir 4-6 manns Lambalæri Íslenskt lambalæri, um 2 kg 2 hvítlauksgeirar Ólífuolía Lambakjötskrydd 1 gulrót ½ laukur 400 ml vatn Aðferð: Hitið ofninn í 170°C. Þerrið lambalærið og berið á það smá ólífuolíu. Skerið aðeins í lærið á nokkrum stöðum, takið hvítlauksrifin í 2-3 hluta og stingið ofan í raufarnar. Kryddið vel með lambakjötskryddi allan hringinn. Setjið í steikarpott ásamt gulrót og lauk (fyrir betra soð) ásamt vatninu. Setjið lokið á og inn í ofn í um eina og hálfa klukkustund eða þar til kjarnhiti er á bilinu 60-70°C eftir því hversu vel þið viljið hafa það steikt. Kartöflugratín Um 1 kg kartöflur 1 rauðlaukur 3 hvítlauksrif 50 g smjör 500 ml rjómi 1 msk. timjan Salt og pipar Rifinn ostur (t.d. Tindur) Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Flysjið kartöflurnar og skerið þær síðan í þunnar sneiðar (½ cm eða þynnri), leggið til hliðar. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneið- ar og rífið niður hvítlaukinn. Steikið upp úr smjöri við meðalhita þar til mýkist, kryddið til með salti og pipar. Takið af hellunni og geymið. Raðið síðan saman í eldfast mót, eitt lag af kartöflum, smá af lauk- blöndu, smá timjan, salt og pipar … endurtakið síðan þar til allar kart- öflur eru búnar. Þá má hella rjómanum yfir allt saman og rífa vel af osti yfir allt að lokum. Bakið í ofninum undir álpappír í um klukkustund, takið álpappírinn þá af og leyfið ostinum aðeins að gyllast, í um 10 mínútur í viðbót. Ofnbakaðar gulrætur 1 poki gulrætur (um 500 g) 2 msk. ólífuolía 1 msk. hlynsíróp 1 tsk. timjan 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Aðferð: Skolið gulræturnar (flysjið ef þess þarf). Setjið gulrætur ásamt öðrum hrá- efnum saman í eldfast mót, veltið öllu saman og bakið í um klukkustund eða þar til gulræturnar verða mjúkar í gegn. Rauðvínssósa 4 skalottlaukar 2 hvítlauksrif 30 g smjör 100 ml balsamikedik 350 ml Muga Reserva-rauðvín 200 ml kjötsoð (frá lambalærinu) 300 ml vatn 1 lárviðarlauf 1 msk. timjan Salt og pipar 1-2 msk. Oscar fljótandi kjötkraftur 3-4 msk. dökkur sósujafnari Aðferð: Saxið skalottlaukinn smátt niður og rífið niður hvítlauksrifin. Steikið báðar tegundir af lauk upp úr smjöri við meðalhita, kryddið til með salti og pipar. Hellið næst balsamikediki yfir laukinn og leyfið því að sjóða niður (gufa upp). Því næst má hella rauðvíninu yfir allt og leyfa því sömuleiðis að sjóða að- eins niður og malla í nokkrar mínútur. Bætið þá kjötsoði (frá lambalær- inu) í pottinn ásamt vatni, lárvið- arlaufi og timjan, leyfið að malla. Smakkið til með krafti og kryddi og þykkið með sósujafnara. Sósan má malla eins lengi og þarf, hún verður bara betri fyrir vikið. Pískið eggið og vefjið smjördeigs- ræmunum yfir miðjuna og penslið í framhaldinu (þá festast þær betur saman). Bakið í 200°C heitum ofni í 20 mín- útur eða þar til smjördeigið er orðið vel gyllt. Skerið ferskar fíkjur niður og raðið ofan á ostafléttuna ásamt restinni af pekanhnetunum. Hin fullkomna helgarmáltíð Það er fátt sem toppar góðan sunnudagsmat og þar er lambalæri efst á blaði enda allsendis frábær mat- ur. Ljóst er að lambalærið lifir góðu lífi því lesendur matarvefsins sækja mikið í slíkar uppskriftir og hér erum við með frábæra uppskrift frá Berglindi Hreið- ars á Gotteri.is sem býður upp á rauðvínssósu og kartöflugratín með – ásamt gljáðum gulrótum. Ljósmyndir/Berglind Hreiðarsdóttir Strangheiðarleg sósa Flestir eru sam- mála um að góð sósa skiptir öllu máli. Sívinsælt Lambalærið nýtur mikilla vinsælda og mörgum þyk- ir fátt betra en vel eldað læri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.