Morgunblaðið - 28.10.2021, Qupperneq 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
✝
Sigríður Krist-
ín Bjarnadóttir
fæddist á Blöndu-
ósi 29. maí 1948.
Hún lést á Bräcke-
líknardeildinni í
Gautaborg 1. októ-
ber 2021. Foreldr-
ar hennar voru
Bjarni Jónsson, f.
1906, d. 1990, og
Jófríður Kristjáns-
dóttir, f. 1920, d.
1995, sem bjuggu í Haga í
Þingi, A-Hún. Eftirlifandi
systkini Kristínar eru Björg, f.
1944, Ragnar Páll, f. 1950, Sig-
urlaug, f. 1951 og Lárus Haga-
lín, f. 1956. Látin eru Jón, f.
dönskum lýðskóla, nam leiklist
bæði í Reykjavík og Óðinsvéum
og lagði síðar stund á
bókmenntir og heimspeki við
Gautaborgarháskóla. Kristín
fékkst einkum við leiklist,
skáldskap og aðrar listir, bæði
hérlendis og erlendis. Frá 1985
bjó hún og starfaði í Svíþjóð,
síðustu árin sem framkvæmda-
stjóri rithöfundamiðstöðvar í
Gautaborg. Kristín hefur m.a.
sent frá sér ljóðabækur og síð-
asta verk hennar, á banabeði,
var að ganga frá texta ljóða-
bókar sem ráðgert er að komi
út í Svíþjóð snemma á næsta
ári.
Útför Kristínar verður gerð
frá Västra Frölunda-kirkju í
Gautaborg 28. október 2021 kl.
13.30 að staðartíma. Að henni
lokinni verður hægt að nálgast
upptöku af athöfninni og verða
upplýsingar þar um m.a. birtar
á fésbókarsíðu Kristínar.
1946, d. 1990, og
hálfsystirin Lára
Ragnhildur, f.
1936, d. 2020.
Árið 1974 giftist
Kristín Jan Maa-
gaard, f. 1945. Þau
skildu. Árið 1984
giftist hún Guð-
mundi Brynleifs-
syni, f. 1949. Þau
skildu.
Kristín ólst upp
við almenn sveitastörf hjá for-
eldrum sínum í Haga og gekk í
barnaskóla hreppsins. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Hér-
aðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði, var einn vetur í
Kristín systir mín, eða Sigga
eins og við kölluðum hana heima
í Haga, var engin venjuleg mann-
eskja enda held ég að einhvern
veginn hafi alltaf legið í loftinu að
hún myndi ekki fara troðnar
slóðir þegar hún kæmist til vits
og ára. Innra með Kristínu bjó
einhver óræð frelsisþrá, hún
hafði auðugt ímyndunarafl og lét
sig snemma dreyma um að kynn-
ast veröldinni utan Íslands. Á
hennar uppvaxtarárum voru
ferðalög til útlanda ekki á færi
almennings og hvað var þá til
ráða? Jú, tæplega 18 ára sveita-
stelpan brá fyrir sig leikarahæfi-
leikum til að sýnast nokkru lífs-
reyndari en raunin var, skáldaði
upp smávegis reynslu af sigling-
um og út á þetta tókst henni að
fá vinnu á helsta farþegaskipi Ís-
lendinga, Gullfossi, og upphófust
þá fyrstu kynni af útlöndum. Það
átti svo fyrir Kristínu að liggja
síðar að mennta sig erlendis og
reyna fyrir sér í alvöru leiklist og
skáldskap, þ.e. bæði sem leik-
kona og ljóðskáld.
Kristín var stundum óútreikn-
anleg og dularfull, líka spaugsöm
og hláturmild og í senn listamað-
ur, sveitamanneskja, heimskona
og hugsuður en umfram allt
sjálfstæð og hlý manneskja, trú
vinum sínum og sannfæringu um
það sem gefur lífinu gildi. Kristín
heillaðist af tangódansi snemma
á Svíþjóðarárunum og lék hann
stórt hlutverk í lífi hennar upp
frá því. Dansinn var ekki bara
íþrótt og heilsubót heldur tilefni
ótal ferðalaga og vinasambanda
nær og fjær og enn fremur gerði
Kristín tangóheiminn að yrkis-
efni í ljóðum og greinaskrifum.
Kannski var ást systur minnar á
tangóinum, þar sem spuni og
sköpunargleði eru allsráðandi,
einmitt táknræn fyrir frelsis-
þrána sem áður var nefnd.
Í dýrmætum minningabanka
eru rökræður um lífsgátuna og
margskonar gæðastundir liðins
tíma allt frá æskuleikjum til síð-
ustu heimsóknar til hennar, sem
við vissum bæði að væri hin síð-
asta. Ég á eftir að sakna sendi-
bréfa, tölvupósta, símtala, heim-
sókna á báða bóga og stefnumóta
í Kaupmannahöfn svo eitthvað sé
nefnt. Reyni að leiðarlokum að
sjá systur mína fyrir mér svífa
frjálslega um gólf, einbeitta á
svip, með heimsins besta tangó-
ara á milongu í fjarlægu landi.
Veri hún kært kvödd.
Lárus H. Bjarnason.
Fyrir rétt rúmum tveimur ár-
um fékk ég facebook-skilaboð:
„Hæ, hæ! Ertu í Kaupmanna-
höfn? Kannski kominn tími á
ættarmót?“ Þarna var Kristín að
vísa í hittinga meðal frændfólks
sem búsett var á Norðurlöndun-
um á hverjum tíma. Hún var öt-
ull frumkvöðull að þessum hitt-
ingum og það var í raun ekki fyrr
en ég fluttist til Svíþjóðar og síð-
ar Danmerkur að ég kynntist
Kristínu frænku minni almenni-
lega.
Fyrir mér var hún lengi vel
dularfulla föðursystir mín sem
bjó í Svíþjóð. Hún rúllaði eigin
sígarettur í eldhúsinu, hló sér-
kennilegum hlátri og ég vissi
aldrei hvort ég ætti að kalla hana
Sigríði Kristínu eða bara Krist-
ínu.
Mér þótti vænt um að hún
hafði samband þegar ég var flutt
ein til Svíþjóðar árið 2003 og vildi
hitta mig og kynnast mér. Henni
fannst m.a. tilheyra að sjá mig
spila borðtennis og stuttu síðar
varð það að veruleika, þegar ég
kom á borðtennismót í Partille
og fékk að gista hjá henni. Á
næstu árum voru haldin nokkur
frænkumót, ýmist í Svíþjóð eða í
Danmörku, og voru Freyja og
Jóna Finndís þá í norræna
frænkuhópnum. Síðar bættist
Jón Kristján í hóp frændsystkina
sem bjuggu á Norðurlöndunum á
meðan önnur fluttu eitt af öðru
aftur til Íslands og það gerði ég
líka að lokum. Það var því sér-
staklega gaman að fá tækifæri til
þess að taka upp þráðinn haustið
2019 og ná einu ættarmóti í við-
bót. Ég vissi ekki þá að það yrði í
síðasta skiptið sem ég hitti
frænku mína en endurfundir
meðan á Danmerkurdvöl minni
stóð urðu því miður ekki fleiri
enda skullu á ferða- og sam-
komutakmarkanir.
Eftir lifa góðar minningar frá
norrænu ættarmótunum okkar
og þessum smitandi hlátri. Ég
vissi alls ekki alltaf að hverju
Kristín var að hlæja en það var
ekki hægt annað en að hlæja
með.
Aldís Rún Lárusdóttir.
Kristín fylgdi mér í gegnum
maníuna 1979, hún hefði komið
með mér uppí sjónvarp ef ég
hefði þorað þangað. Helsta ráð
hennar til að hjálpa mér var að
draga mig í sund ef ég gat farið
þangað því það gat eitthvað
hræðilegt gerst ef ég færi í sund.
Ég kynntist Kristínu þegar
hún kom heim með föður mínum,
þá kom hann heim til að deyja og
síðustu dagana var hann áfram
um að Kristín saumaði honum
silkislopp. Kristín sat við að
sauma silkisloppinn þegar faðir
hans, afi minn séra Jakob,
hringdi til að tilkynna andlát
hans. Ég held ekki að hann hafi
verið jarðaður í silkisloppnum.
Kristín varð vinkona mín og
ég var heppin, það er erfitt að
lýsa svo góðri vinkonu því allt
fléttast saman og við vorum svo
samofnar að ég get ekki almenni-
lega skrifað um hana. En sonur
minn Kristjón lýsti henni vel:
Hún var djúp og þroskuð sál –
með dass af húmor. Og góða
nærveru, það var alltaf gott að
vera nálægt henni, sagði hann.
Mér hefur alltaf fundist gott
að synir mínir kynntust vinum
mínum og vinkonum. Tvíburarn-
ir mínir höfðu aldrei heyrt neinn
hlæja einsog hún og kölluðu hana
með heiðri og sóma hlátursskjóð-
una.
Kristín var sú sem oftast kom
í heimsókn og sú sem hló mest.
Hlátur Kristínar var einstakur
og ég vissi ekki fyrr en nýlega að
ég kynntist Björgu systur henn-
ar að þær höfðu sama hláturinn.
Ég sá þær fyrir mér systurnar,
hlæjandi að allri mögulegri vit-
leysu. Ef ég myndi deyja þá
gætu vinkonur mínar sagt börn-
unum mínum eitthvað um mig
sem þeir vissu ekki. En já Krist-
ín fylgdi mér í gegnum maníuna
1979, ég sat uppi á Öldugötu á
kistlinum hennar og malaði út úr
heiminum. Og hún heimsótti mig
á Suðurgötuna þarsem ég átti
heima á nöturlegu heimili geð-
veikinnar, þar var allt tómt og
tilgangslaust, þetta fallega heim-
ili. Allt fullt af allskonar dóti og
drasli sem ég dró með mér heim.
En það var ekki allt vitlaust því
ég tók ljósmyndir af skemmti-
legum uppstillingum áðuren
manían tók öll völd. Svo afsagði
ég alla vini og allt fólk og hélt
alein inní þennan heim.
Einu sinni fórum við á rétt-
arball í Húnavatnssýslunni og á
leiðinni heim af ballinu sungu
þúsund svanir á vatninu.
Í sömu ferð fórum við að
Haga, æskuheimili hennar, sem
hún var tengd svo sterkum bönd-
um. Kristín var tengd svo mörgu.
Þræðir hennar spunnust víða.
Tangó, heimspeki, leiklist, ljóð,
Ísland, Svíþjóð. Í bréfi til mín
segir hún á þessa leið: Þegar ég
var á Íslandi saknaði ég skóg-
anna en svo eftir að ég flutti til
Svíþjóðar fór íslenskt landslag,
fjöll, að fylla hugann.
Kristín heimsótti mig alltaf,
það fannst mér skrítið því ég átti
erfitt með heimsóknir og það að
fara útúr húsinu, ég var alltaf
heima að skrifa. En hún heim-
sótti mig norður á Strandir þar-
sem ég var með Kristjón lítinn,
hún heimsótti okkur til Kaup-
mannahafnar þarsem ég var með
syni mína í menningarreisu, það
er til ljósmynd af okkur saman í
Tívolí og hún heimsótti mig til Ír-
lands þarsem ég var við nám í
listaháskóla. Og hún gerði meira
en það, þegar ég var í skólanum
var hún óþreytandi að senda mér
hlekki og greinar viðkomandi
námsefninu, hún var einsog einn
af mentorum mínum. Ég skildi
ekki hvernig hún hafði uppi á
öllu þessu námsefni sem hjálpaði
mér mikið í náminu og að ein-
hver hefði svona mikinn áhuga á
því sem ég var að gera. Og bréfin
gengu á milli okkar, síðan frá
1983, þykk bréf um heimspeki,
ljóð, leikrit, ástina og lífið.
Og nú er hún dáin, það er fal-
legt, hún vildi deyja fallega og
hún sagði við mig í sumar: Maður
deyr ekki nema einu sinni. Þess
vegna ætla ég að gleðjast og
þakka fyrir elsku Kristín mín að
eilífu.
Elísabet Jökulsdóttir.
Kristín
Bjarnadóttir
Hugrakka,
sterka og fallega
hetjan mín, núna ertu farin frá
okkur inn í eilífðina. En minn-
ing þín lifir í hjörtum okkar sem
syrgjum þig sárt.
Þú háðir erfiða, langa og
Guðrún Þóranna
Ingólfsdóttir
✝
Guðrún Þór-
anna Ingólfs-
dóttir fæddist 15.
maí 1955. Hún lést
21. september
2021.
Útför Guðrúnar
fór fram í kyrrþey
30. september
2021.
stranga baráttu við
krabbamein en
„maðurinn með ljá-
inn“ var búinn að
vakta þig um hríð.
Þú tókst þessum
veikindum þínum
af miklu æðruleysi
og hugrekki, þú
gast notið þín í
smátíma undir lok-
in. Þú fékkst að
njóta heimsóknar
fjölskyldunnar þinnar og okkar
systkinanna og vina. Við öll vor-
um þess megnug að geta verið
til staðar fyrir þig, við gátum
umfaðmað þig og þú okkur með
þinni ást, hlýju og umhyggju.
Þú hafðir sterka réttlætis-
kennd og sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum. Stund-
um var ekki hægt annað en að
skella upp úr þegar þú fórst á
flug og það var líka stutt í grínið
hjá þér sjálfri og þú gast hlegið
með.
Þú háðir þína erfiðu baráttu í
lífinu og það komu sigrar og
ósigrar. Þú fékkst mörg erfið
verkefni og mikið á þig lagt. En
þar sem þú varst hetja og bar-
áttujaxl gafstu aldrei upp.
Elsku pabbi okkar dó alltof
snemma, þú varst 12 ára og ég
14 ára. Við vorum báðar miklar
pabbastelpur. En þú fórst oftar
á sjóinn með honum, þér fannst
það svo gaman. Föðurmissirinn
var okkur öllum mjög þungbær
og tók á okkur.
Þú týndir aldrei barninu í
þér, þú varst alltaf brosmild,
hjartahlý og kærleiksrík
Þú varst sannur vinur. Gast
verið hrókur alls fagnaðar ef
svo bar undir.
Þér var mjög umhugsað um
velferð barnanna þinna og
barnabarna sem þú varst svo
þakklát að eiga og svo stolt af
þessum fallega og efnilega hóp.
Elsku Agnar eiginmaður þinn
fór aðeins mánuði á undan þér.
Þið voruð mjög náin hjón og
góðir vinir. Vonandi fáið þið að
hittast í sumarlandinu góða.
Ég vil þakka þér innilega fyr-
ir samfylgdina í gegnum lífið,
elsku hjartans Gunna Þóra mín,
og allt það sem þú hefur gefið
mér.
Ég bið algóða kærleiksríka
Guð og verndarenglana að vaka
yfir þér og þinni fjölskyldu.
Hvíl í friði, elsku systir, hafðu
þökk fyrir allt.
Þín systir,
Kristín Ingólfsdóttir.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Útför í kirkju
Þjónusta
kirkjunnar
við andlát
utforikirkju.is
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur, afi og langafi,
SNORRI KRISTINN ÞÓRÐARSON,
Ársölum 1,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans miðvikudaginn 20. október.
Útförin fer fram mánudaginn 1. nóvember
frá Lindakirkju klukkan 13.
Brynja Böðvarsdóttir
Böðvar Snorrason Kristín V. Jónsdóttir
Þórður Snorrason Herdís Sigurðardóttir
Ingibjörg Halldóra Snorrad. Páll Ólafsson
Sigríður Brynja Snorradóttir Sveinn Daníel Arnarson
Jóna Maggý Þórðardóttir Haukur Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT ANTONSSON,
áður til heimilis í Bakkagerði 19,
sem lést fimmtudaginn 14. október, verður
jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 1. nóvember klukkan 13.
Eva María Gunnarsdóttir
Davíð Benedikt Gíslason Brynhildur Þorgeirsdóttir
María Gísladóttir Einar Kristinn Hjaltested
Eva Björk, Hrefna María, Þorgeir Bjarki, Anna Lára,
Hrafnhildur, Karólína, Benedikt Arnar, Katrín Eva
og Ari Gísli
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARÍA NORÐDAHL,
kennari og nuddari,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum 24. október.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 12. nóvember
klukkan 13.
Eggert J. Levy
Snorri Sturluson Lydia Holt
Kári Sturluson
Oddný Sturludóttir Sigurjón Jónsson
barnabörn og aðrir ástvinir
Elskulegur faðir minn, afi og langafi,
JÓN VALGEIR STEFÁNSSON,
lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn
21. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Valborg Valgeirsdóttir
Orri Dór Guðnason
Ívar Dór, Silja Sól, Darri Dór og Eik Embla
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR STEFÁN GÍSLASON,
lést á Landspítalanum 19. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 13.
Áslaug Ásmundsdóttir
Andrés Þór Gunnlaugsson Sigríður Dröfn Jónsdóttir
Stefán Örn Gunnlaugsson
og barnabörn