Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 55
daginn gamli, fyrst þú gast ekki drullast til að lifa lengur!“ Þú hefur kennt mér svo ótal margt og þá ekki bara vísur og lög, sem koma sér svo sannarlega vel þegar ég syng fyrir Kötlu Dröfn og Rökkva Gunnar og hlakka ég til að geta sagt þeim frá þér í framtíðinni. Elsku amma. Takk fyrir allar frábæru stund- irnar okkar saman síðustu 30 árin. Takk fyrir að taka á móti lítilli og pjattaðri borgarstúlku og bjóða henni að vera í „sumarbúð- um í borg“ eins og þú kallaðir það því hún gat ekki hugsað sér að fara í aðrar sumarbúðir og sofa í rúmum sem aðrir voru búnir að prumpa í. Takk fyrir alla þolinmæðina, ekki margir sem myndu láta plata sig í það að stytta sér leið yfir háa girðingu og í gegnum kirkjugarð til þess eins að komast í bakaríið eftir sund. Takk fyrir að vera alltaf tilbúin að koma sem módel til mín í lagn- ingu, blástur og permanent. Takk fyrir allar gæðastundirn- ar okkar saman og allt súkkulaði- og nammismakkið. Takk fyrir að vera þú! Enda þetta á síðustu orðunum sem þú sagðir við mig: Takk fyrir allt og takk fyrir lífið. Sofðu rótt elsku amma mín. Elska þig. Þín Guðrún Ýr Halldórsdóttir (Gúrý). Amma hafði sterka réttlætis- kennd, dæmdi fólk ekki, hlustaði, sjálfstæð og gott að leita til og spjalla um hvaðeina. Man aldrei eftir að hafa hitt ömmu og ekki liðið betur á eftir, einstaklega góð nærvera. Reis alltaf upp eftir þau fjöl- mörgu áföll sem urðu yfir ævina og barðist alltaf fyrir sig og sína eins og þurfti. Hún var ekki manneskja sem bara talaði heldur framkvæmdi. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ágúst Kristinn. Elsku yndislega Stína „amma“ og langamma. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér, man eftir einni ógleymanlegri stund þegar þið Jónína rugluðust á dögum og misstuð af flugi til Spánar og þurftuð að gista hjá okkur. Þá var hlegið endalaust og margt brallað það kvöld. Oft þegar við hittumst var þetta kvöld rifjað upp og alltaf hlógum við jafn mikið. Einnig er ég óendanlega þakk- lát fyrir stundina sem við áttum saman nokkrum dögum fyrir and- lát þitt og fékk ég þá að knúsa þig einu sinni enn. Þín verður sárt saknað, en minningin um yndislega konu lifir áfram í hjarta okkar. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr) Harpa og Almar Óli. Þá hefur elsku besta langamma mín kvatt þetta líf. Hún er sterk- asta, jákvæðasta og lífsglaðasta kona sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Um hana væri auðveldlega hægt að skrifa metsölubók vegna alls sem hún hefur gengið í gegn- um og alls sem hún hefur afrekað. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þessari indælu konu. Stuttu eftir að ég fæddist fékk hún heilablóðfall og lenti uppi á spítala. Hún fékk ekki einungis eitt heldur nokkur og var því ekki talið að lífslíkurnar hennar þá væru miklar, en viti menn; auðvit- að kom þessi kona sterk út úr því, jákvæðari en nokkru sinni fyrr og þokkalega hress að vanda. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman í gegnum þessi 18 ár af samveru sem við höfðum. Ótelj- andi sundferðir, sumarbústaðar- helgar, ferðalög, ís- og pönnukö- kuát, rabarbarasultugerð og svo margt margt fleira sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um stundirnar okkar saman. Yndis- legar minningar. Ég átti yndislega kveðjustund með henni. Hún spurði mig hvort ég hefði fundið hamingju í lífinu, því að sjálfsögðu liggur það henni helst á hjarta. Hamingja fólksins hennar. Hún gaf og gaf af sér, jafnvel þegar ekkert var til þess að gefa, þannig var hún bara. Þeg- ar hennar fólki leið vel, þá leið henni vel. Hún hefur alltaf elskað tónlist og því sungum við með henni er við heimsóttum hana í síðasta sinn upp á spítala. Hún reyndi að syngja með inni á milli þegar hún hafði orkuna til en naut annars að hlusta á okkur syngja lögin sem hún hafði svo gaman af. Takk fyrir samveruna, langamma mín, ég er óendanlega þakklát fyrir þig og finnst það því- lík forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, hvað þá að hafa þig sem langömmu. Camilla Hjördís Samúelsdóttir. Lífið gaf og lífið tók lífs þíns er nú skrifuð bók sé henni flett þá finna má fagurt vitni um lífsins þrá. „Mamma þín bað mig um að gefa sér þig. Ég sagði þvert nei. Um nóttina dreymdi mig að það yrði þín ógæfa. Ég hringdi í hana um morguninn og bað hana um að sækja þig strax.“ Það rættist, held ég, betur úr því heldur en kleinuuppskriftinni sem þú gafst mömmu seinna - þó uppskriftin væri góð. Ég var tíunda barn mömmu Stínu, og svo einkabarn Gunnu systur hennar, og hennar manns. Hún fór ekki auðveldu leiðina, heldur þá leið sem afkomendum hennar gæfist best. Um samviskusemi hennar kann ég þetta: Bör Börsson var vinsælasta saga sem lesin hafði verið í útvarpið, og mátti ekki nokkur maður missa af lestri. Svo var haldið próf í barnaskólanum og allir flýttu sér að klára prófið til að ná lestri dagsins, nema mamma Stína. Hún sat og gerði eins vel og hún gat, þó svo að séra Sigtryggur, í yfirsetunni, væri orðinn eirðarlaus yfir að missa af lestrinum. Mig rámar í að hafa komið til hennar á Kleppsveginn. Ég man eftir veislum í Granaskjólinu. Og svo voru margar góðar stundir á Laugarnesvegi þegar við vorum nágrannar, og ég heimsótti hana og Gísla bróður. Það var gott að þegja með mömmu, þó að gleði, söngur og hlátrasköll hafi verið í hávegum þegar systurnar hittust. Hún kunni vel hina fornu bragfræðilist íslenskunnar. Hún þurfti ekki skrifaðar reglur á bók, heldur lá þetta náttúrulega fyrir henni. Allar minningar með Stínu mömmu eru fallegar. Takk fyrir mig. Kristján Gaukur Kristjánsson. MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 ✝ Elínborg Bern- ódusdóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 4. desember 1940. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 17. október 2021. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Jó- hanna Bergmunds- dóttir, f. 1919, d. 2003, húsmóðir og verkakona, og Bernódus Þor- kelsson, f. 1920, d. 1957, skip- stjóri. Systkini hennar eru Birna Berg, f. 1938, d. 2021, Þorkell Birgir, f. 1939, d. 1943, Þóra Birgit, f. 1942, d. 2013, Aðalbjörg Jóhanna (Lilla), f. 1944, Birgir, f. 1946, d. 1979, Helgi, f. 1949, Jón, f. 1952, d. 2021, Þuríður, f. 1954, og Elín Helga Magnúsdóttir, f. 1963. Elínborg hóf um 1960 sambúð með Jóni Inga Steindórssyni, sjó- manni og síðar kaupmanni, f. 4. jan. 1938. Hann lést 20. nóv. á síð- astliðnu ári. Þau giftu sig 30. nóv. 1969. Foreldrar Jóns Inga voru Lára Jónsdóttir, skrifstofumaður og snyrtifræðingur í Vestmanna- eyjum, f. 1. mars 1915, d. 13. júní 1981, og Steindór Aðalsteinn Steindórsson vélstjóri, f. 11. nóv. 1916, d. 11. júlí 1991. Börn Elínborgar og Jóns Inga eru þrjú: 1) Bernódus, f. 23. okt. 1960, d. 24. okt. 1960. 2) Hinrik, f. 19. ág. 1964, búsettur í Reykja- vík; börn hans eru Ívar Aron, f. 25. júní 1986, og Telma Hafrós, f. 9. febr. 1998. 3) Ölver, flugstjóri, búsettur á Selfossi, f. 2. des. 1970, giftur Svanhildi I. Ólafsdóttur fé- lagsráðgjafa, f. 20. febr. 1979; börn þeirra eru Gabríel, f. 27. maí 1999, Anna Lára, f. 11. jan. 2002, Katrín, f. 17. okt. 2005, Rakel, f. 19. okt. 2007, og Veigar Elí, f. 19. ág. 2011. Barnabarna- börnin eru fjögur. Í heimili með Ellu og Jóni Inga voru lengi Lára, móðir Jóns Inga, og Anna Mathiesen, ömmu- systir hans. Elínborg gekk í barnaskóla Vestmannaeyja og síðar Gagnfræðaskólann í Eyj- um. Hún fór ung að vinna fyrir sér, var fyrst í sumarvinnu frá 12 ára að aldri, en vann síðan í fisk- vinnslu í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja og Fiskiðjunni. Heim- ili Elínborgar við Urðaveg 50 fór undir hraun í eldgosinu á Heima- ey sem hófst í janúar 1973. Þau Jón Ingi dvöldust fyrst á eftir í Ölfusborgum en fluttust aftur til Eyja í maí, mánuði áður en gos- inu lauk. Skömmu síðar stofnuðu þau matvöruverslunina Jónsborg og ráku hana fram undir 1990. Þau keyptu húsið Gimlé við Kirkjuveg og bjuggu þar mörg ár og ráku þá á fyrstu hæð vin- sæla sjoppu, Búr. Síðar voru þau nokkur ár á Faxastíg 1 en keyptu svo Miðstræti 11, „rakarans hús“, og bjuggu þar uns yfir lauk. Þeg- ar verslunin Jónsborg var seld vann Ella nokkur ár á Búr en 1998 fór hún að vinna í fiski á ný og vann í Ísfélagi Vestmannaeyja þar til fyrir fáum árum. Útför Elínborgar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 28. október 2021. Streymt verður frá athöfninni: https://www.landakirkja.is/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Andlát Ellu, systur minnar, var ekki óvænt. Hún háði langa og stranga baráttu við krabbamein. Ella lét þó meinið aldrei slá sig út af lagi, kvartaði hvorki né vildi um það tala við aðra. Hún vann starf sitt fram á áttræðisaldur, sam- viskusöm, áreiðanleg og einstæð- ur dugnaðarforkur. Þannig var það alltaf, alveg frá því hún byrj- aði að vinna 12 ára gömul. Sama kappið hvort sem hún var í fiski, við afgreiðsluborðið eða heima við. Ella var fremur lágvaxin og tággrönn alla ævi. Það var ótrú- legt hve mikill kraftur og skap- festa bjó í þessum létta kroppi. Hún var æðrulaus þegar á móti blés, gat þá verið köld í lund, en annars var hún hress og kát með vinum sínum sem voru margir. Í fæðingu skaddaðist annar fótur Ellu og við þá fötlun bjó hún alla tíð, en faldi vanhag sinn fyrir öðrum sem best hún gat. Hún var oft á sjúkrahúsum í æsku og gekk í spelku. En það var eins og þessi bagi herti hana. Mér var sagt að engar aðrar konur en systir mín hefðu komist upp í „Efra gras“ í Spröngunni, heldur ekki margir strákar farið svo hátt í bergið. Ella hafði mikla þörf fyrir að skemmta sér og slá sér út. Það loddi við hana frá unglingsárum og fram eftir öllum aldri, allt þar til sjúkdómurinn tók að herja á hana. Hún var sérstakur áhuga- maður um sjóstangaveiði og var forustumaður veiðimanna í Eyj- um í 20 ár og eignaðist í því sporti marga kunningja. Ella hafði líka gaman af að spila og lét sig sjald- an vanta á spilakvöld í Alþýðu- húsinu, var glúrin og kappsfull í því sem öðru. Heimili þeirra Ellu og Jóns Inga var einstaklega smekklegt og notalegt. Þar var fylgt ströng- um venjum og varð allt að vera gljáandi og í föstum skorðum, Ajax-ilmur fram í anddyri, allt viðrað ef veður gaf. Alveg frá æskuárum var Ella mikill safnari. Engu mátti henda. Hjá henni voru góðar bækur, mörg og þykk myndaalbúm og geysimikið af bæklingum eins og t.d. pró- grömmum. Ella var elst okkar systkina sem ólumst upp saman í Borgar- hól í Eyjum um og upp úr miðri síðustu öld og því foringi í liðinu þá. Eftir að hún fór að búa varð heimili hennar eins og það væri okkar líka. Á Urðaveginn var gott að koma fram að gosi og mörg kvöldin pössuðum við þar eða gistum; vorum stundum í fæði hjá henni um tíma. Þótt matarhlé væru aðeins klukkustund í vinnunni var tími til að fara heim, elda eitthvað staðgott, þvo upp, ganga frá og skella sér svo í stutt sólbað ef blítt var úti. Hún mátti varla sjá sólina svo að ekki yrði hún kaffibrún. Það var indælt að fá að endurgjalda henni alla þessa vinsemd og velvilja þegar að leið- arlokum kom. Systur mínar sinntu Ellu af nærgætni og hlýju. Þuríður var hjá henni nær dag- lega, hressti hana með bíltúrum og átti þá við hana trúnaðarsam- töl um hennar innstu tilfinningar og þrár. Vinkonur litu inn til hennar og hjúkrunarfólkið dekr- aði við hana. Síðustu missirin breyttist skaphöfn Ellu, viðmótið varð blíðara, hún lét sér um munn fara orð sem við höfðum ekki heyrt áður. Væntumþykja og þakklætissvipur í augum er sú mynd af systur okkar sem við munum lengst geyma. Helgi Bernódusson. Elínborg Bernódusdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og tengdadóttir, HULDA GUÐNÝ FINNBOGADÓTTIR, lést í Noregi miðvikudaginn 25. ágúst. Útför hennar á Íslandi fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 13. Helgi Hólmar Ófeigsson Kolfinna Ósk Helgadóttir Christian Bacolod Wiik Steinar Helgi Helgason Guðmundur Hólmar Helgason og fjölskylda Kolbrún Sigfúsdóttir Guðmundur Árnason Linda Bára Finnbogadóttir Elfa Dögg Finnbogadóttir Stefán Þór Björnsson Steinunn Sigvaldadóttir Ófeigur H. Jóhannesson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA SESSELJA FRÍMANNSDÓTTIR, áður kennari á Hvolsvelli og í Hveragerði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 23. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 13. Matthías, Ragnheiður, Málfríður Klara og Kolbrún Kristiansen tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR GESTSDÓTTIR, Sunnubraut 8, Kópavogi, andaðist í Sunnuhlíð 15. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 1. nóvember klukkan 15. Gestur Jónsson Helga Jónsdóttir Skafti Jónsson Gunnar Jónsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GUÐRÚN VALSDÓTTIR, kennari og félagsfræðingur, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi 21. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 1. nóvember klukkan 13. Snæfríður Sól Thomasdóttir Valur Brynjar Guðrúnarson Ella Björt Teague barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær bróðir okkar, VALGEIR INGVI KARLSSON frá Víkum, lést mánudaginn 18. október á HSN Blönduósi. Útför fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 6. nóvember klukkan 14. Systkini hins látna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.