Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 66
66 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
www.gilbert.is
60 ÁRA Sigurður er úr Kópavogi en býr
í Hafnarfirði. Hann er vélvirki að mennt
og starfar sem slökkviliðsmaður hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
„Áhugamalin eru að ferðast, aðallega inn-
anlands, og veiði. Við hjónin ferðumst um
bæði á jeppum og ferðabíl sem við eig-
um.“
FJÖLSKYLDAN Kona Sigurðar er Guð-
rún Hrönn Guðbjörnsdóttir, f. 1962,
menntuð í prentiðn. Börn þeirra eru Þór-
unn, stjúpdóttir, f. 1980, og Elín, f. 1989.
Barnabörnin eru Dagbjört Fjóla, dóttir
Þórunnar, og Matthías og Tinna Hrönn,
börn Elínar. Foreldrar Sigurðar voru
Þorsteinn Theodórsson, f. 1939, d. 2018,
verktaki, og María Snorradóttir, f. 1941,
d. 2011, fékkst við umönnunarstörf.
Sigurður Þorsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú
skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja
draumaferðina hvað sem hver segir. Skrif-
aðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.
20. apríl - 20. maí +
Naut Framkoma þín skapar yfirvegað and-
rúmsloft, jafnvel þótt þér líði ekki þannig.
Kauptu gjöf handa ástinni þinni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert opin/n fyrir skoðunum
annarra. Reyndu að sýna þolinmæði og
hafa hægt um þig næstu daga. Einhver
sýnir sitt rétta andlit.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Framsýni þín verður til þess að
aðrir leita ráða hjá þér. Þú hefur gott nef
fyrir möguleikum. Slettu úr klaufunum í
kvöld.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hugsar mikið um tilgang lífsins
þessa dagana. Búðu þig undir að dagurinn
verði alls ekki eins og þú hélst að hann
yrði.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þótt full ástæða sé til að gera sér
glaðan dag þurfið þið líka að muna að hóf
er best á hverjum hlut. Þú laðast að fólki
sem fer óvenjulegar leiðir í lífinu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þér kann að finnast samstarfsmenn
þínir einum of gagnrýnir á þín störf. Gefðu
eftir í litlu málunum og haltu þínu striki í
þeim stóru.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það virðist eiga vel við þig að
hafa mörg járn í eldinum. Nú er rétti tíminn
til þess að losa sig vð hluti sem trufla sál-
arró þína.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp hefur komið. Einhver gerir
þér grikk, en þú erfir það ekki. Einhver
reynir að koma sér í mjúkinn hjá þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Áætlanir sem tengjast ferðalög-
um og/eða menntun eru komnar í farveg.
Hættu að velta þér upp úr fortíðinni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þótt þér finnist aðrir gera tóm
axarsköft er það ekki þitt að hafa vit fyrir
þeim. Láttu þó ekki draga þig inn í til-
gangslausar þrætur.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Viðkvæmt mál ber á góma og þótt
þér sé mikil raun að því að ræða álit þitt á
því verðurðu að gera það. Hlustaðu á þinn
innri mann.
haustferða til annarra landa. Hóp-
urinn hittist einnig á vetrum í hádeg-
issúpu einu sinni í mánuði og hluti
hans hefur stundað göngur í Elliða-
árdal þrisvar í viku síðustu 14 árin.
Þessi samheldni veitir ómetanlegan
styrk og dregur úr einangrun sem
fylgir háum aldri. Ég var inspector
scholae lokaárið í MR og því hef ég
talið það skyldu mína að halda hópn-
um saman.
Ég hafði kynnst eiginkonu minni,
Guðlaugu, í gagnfræðaskóla og við
giftum okkur haustið 1957. Þá var
dóttir okkar, Droplaug, fædd. Guð-
laug fór ekki í háskólanám heldur
gerðist fyrirvinna fjölskyldunnar. Ég
hafði hug á námi í jarðeðlisfræði en í
stað þess að fara strax utan til náms
tók ég þann kostinn að nema til fyrri
fóstru sinni. Sem háskólabókavörður
byggði faðir okkar hús á Aragötu 1
og þangað fluttum við haustið 1949.“
Næsta vetur var Sveinbjörn í
Gagnfræðaskólanum við Hringbraut
en síðan í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Þar lauk hann landsprófi vor-
ið 1952 og við tók nám í 3. bekk
Menntaskólans í Reykjavík. „Náms-
árin í MR gáfu tækifæri til félagslegs
þroska og þar hnýttu menn vin-
áttubönd sem enst hafa alla ævi. Alls
urðu níu hjón innan okkar árgangs.
Eftir stúdentspróf skildi leiðir, fjöl-
skyldur voru stofnaðar og margir
fóru utan til háskólanáms. Þegar leið
að starfslokum leitaði hópurinn hins
vegar aftur saman og eftir 50 ára
stúdentsafmæli 2006 hefur hann efnt
til árlegra vorferða um landið og
S
veinbjörn Björnsson er
fæddur 28. október 1936 í
Reykjavík og ólst upp í
húsinu Gretti á Grettis-
götu 46, við Vitastíg. „Á
stríðsárunum óttuðust menn loft-
árásir á Reykjavík og mælt var með
því að koma börnum í sveit um sum-
ur. Fjölskyldan dvaldi því vestur á
Dröngum á Skógarströnd og í eynni
Kiðey sumrin 1940, 1941 og 1942 en
sumrin 1943 og 1944 gerðist faðir
okkar vinnumaður hjá Jörundi
Brynjólfssyni í Skálholti með alla
fjölskylduna.
Sumarið 1945 þurfti Droplaug
móðir okkar að gangast undir aðgerð
vegna gallsteina. Börnunum var því
komið í fóstur og ég fór í Skálholt.
Því miður tókst svo slysalega til að
móðir okkar lést eftir þennan upp-
skurð. Afleiðingin varð mikil fyrir all-
an hópinn. Ég fékk að vera með föður
okkar í Reykjavík en hin systkinin
voru áfram í fóstri hjá frændfólki
næstu árin. Þegar barnaskóli byrjaði
kynntist ég nýjum félaga sem var
Hrafnkell Thorlacius, síðar arkitekt.
Við urðum óaðskiljanlegir félagar allt
til fermingaraldurs. Faðir hans, Sig-
urður, var skólastjóri Austurbæjar-
skólans. Sigurður lést hins vegar
sama sumar og móðir mín, einnig frá
fimm börnum. Ekkjan, Áslaug Krist-
jánsdóttir, gat hins vegar haldið sínu
heimili og þar gerðist ég nú heima-
gangur alla daga. Fyrirmynd okkar
Hrafnkels í einu og öllu var stóri
bróðir hans Örnólfur.“
Um sumur fór Sveinbjörn í sveit.
Fyrst þrjú sumur að Miðhrauni þar
sem Sigfús bróðir hans var í fóstri,
síðan þrjú sumur að Kálfaströnd við
Mývatn hjá ömmubróður sínum
Valdimari Halldórssyni og loks eitt
sumar sem vinnumaður hjá óskyld-
um á Ánabrekku nærri Borgarnesi.“
Sveinbjörn gekk í Austurbæjar-
skóla og var kennari hans allt til
barnaprófs Stefán Jónsson rithöf-
undur. Kjarninn úr þessum hópi varð
svo samstiga allt til stúdentsprófs.
„Sumarið 1948 kvæntist Björn faðir
okkar Kristínu Jónsdóttur. Þau áttu
einn son, Hörð. Nú voru börnin köll-
uð aftur heim, nema Ólafur Grímur
sem var ættleiddur af Ragnheiði
hluta prófs í byggingarverkfræði við
Háskóla Íslands og fá það nám síðar
viðurkennt í Þýskalandi.“ Haustið
1959 fór Sveinbjörn svo til náms við
tækniháskólann í Aachen í Vestur-
Þýskalandi og lauk þaðan dipl.
phys.-prófi í eðlisfræði með val-
greinar í jarðeðlisfræði og stærð-
fræði í nóvember 1963.
Starfsferillinn
„Ráðgjafar mínir um nám voru
Gunnar Böðvarsson, þá forstöðu-
maður Jarðhitadeildar Raforku-
málaskrifstofu, og Þorbjörn Sigur-
geirsson, prófessor í eðlisfræði. Ég
hafði byrjað ýmsa vinnu fyrir Gunn-
ar með námi allt frá 1957 og þegar
ég kom heim frá námi í desember
1963 bauðst mér starf hjá Jarðhita-
deildinni. Þá var Surtseyjargos í
fullum gangi og segja má að þar hafi
ég hlotið mína eldskírn. Á þessum
árum var unnið að virkjun jarðhita í
stað olíu til húshitunar um allt land.
Sú vinna leiddi m.a. til Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi, virkjunar
háhitans á Reykjanesi og hraun-
hitaveitu í Vestmannaeyjum í kjölfar
gossins þar 1973.“
Sveinbjörn hóf störf hjá Raunvís-
indastofnun Háskólans árið 1973 og
1977 varð hann prófessor í eðlisfræði
við Háskólann. Því starfi gegndi
hann til ársins 1991 að hann var kos-
inn rektor Háskólans, en á rektors-
árum Sveinbjörns var Þjóðar-
bókhlaðan opnuð. Árið 1997 fór
Sveinbjörn aftur að sinna orku-
málum og gegndi starfi deildarstjóra
á Orkustofnun til starfsloka árið
2006. „Segja má að þannig hafi
starfsævi mín skipst til helminga
milli Háskólans og orkumála. Þess-
um störfum fylgdu ýmis stjórnar-
störf í nefndum, stjórnum og sjóð-
um, innlendum og erlendum, sem
langt mál væri upp að telja.
Í dag er ég að vinna við skriftir á
greinum um ýmis efni sem ekki
vannst tími til að birta vegna ýmissa
stjórnunarstarfa. Nú stendur yfir al-
þjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu og
þar er ég með tvö erindi, annað um
hraunhitaveituna í Vestmanna-
eyjum, hitt um bergsprungur og lekt
í bergi. Undanfarin átta ár hef ég
Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi rektor – 85 ára
Ljósmynd/Sigurður E. Þorvaldsson
Í Elliðaárdal Hluti gönguhóps í Kjartanslundi í haust. Frá vinstri: Ólafur
Sigurðsson, Guðrún Erlendsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Jóna Þorleifs-
dóttir, Svava Ágústsdóttir, Bernharður Guðmundsson, Sigurður Briem.
Traust vináttubönd hnýtt í MR
Hjónin Guðlaug og Sveinbjörn í ferð MR56 um Holland árið 2008. Í næstu
röð eru Ása Jónsdóttir og Ólöf Kristófersdóttir.
Egill Arnar Pálsson hélt tom-
bólu hjá N1 og Krónunni í Ár-
túnsholti. Hann safnaði 15.966
kr. sem hann afhenti Rauða
krossinum. Stóri bróðir hans,
Sævar Snær, er með honum á
myndinni.
Hlutavelta
Til hamingju með daginn