Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 68

Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 68
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Stórskytta Logi í kunnuglegri stöðu í leik með Njarðvík. Logi Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, er með skaddað liðband í hné og verður því frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Logi meiddist í Njarðvíkur gegn Val hinn 22. október. Njarðvíkingar reikna með því að fyrirliðinn verði frá í að minnsta kosti sex vikur. „Það sem ég óttaðist mest var að krossbandið væri slitið og tímabilið og hreinlega ferillinn í hættu. Þetta eru því í raun jákvæðar fréttir,“ er haft eftir Loga á vef UMFN en hann varð fertugur í september. sport@mbl.is Logi fékk jákvæðar fréttir 68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 England Deildabikarinn, 16-liða úrslit: Burnley – Tottenham.............................. 0:1 - Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 75 mínúturnar fyrir Burnley. Leicester – Brighton ....................... 4:2 (2:2) Preston – Liverpool ................................. 0:2 Stoke – Brentford..................................... 1:2 West Ham – Manchester City ........ 5:3 (0:0) Þýskaland Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Bochum – Augsburg ....................... 5:4 (2:2) - Alfreð Finnbogason kom inn á í hálfleik og skoraði úr vítaspyrnu í vítakeppni. Belgía Bikarkeppni, 32-liða úrslit: Lierse – OH Leuven................................. 1:2 - Rúnar Rúnarsson varði marki Leuven. Charleroi – Lommel........................ 3:4 (0:0) - Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara- maður á 97. mínútu. Danmörk Bikarkeppni, 16-liða úrslit: AGF – SönderjyskE........................ 0:2 (frl.) - Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir AGF og Mikael Anderson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 91. mínútu og skoraði bæði mörk SönderjyskE. Nordsjælland – OB ......................... 1:4 (frl.) - Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 79. mínútu og skoraði. Lettland Valmiera – Riga....................................... 1:1 - Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður hjá Riga. Svíþjóð Östersund – Häcken ................................ 1:1 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Häcken. Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður vara- maður. Sirius – Hammarby ................................. 0:1 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. - Jón Guðni Fjóluson lék ekki með Hamm- arby vegna meiðsla. Noregur Molde – Bodö/Glimt ................................ 0:2 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. - Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt. Mjöndalen – Kristiansund ...................... 5:0 - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Kristiansund. Haugesund – Rosenborg......................... 0:0 - Hólmar Örn Eyjólfsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg. Sandefjord – Strömsgodset.................... 2:0 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord. - Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset og Valdimar Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu. Tromsö – Odd........................................... 2:0 - Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Tromsö. Staða efstu liða: Bodø / Glimt 24 15 6 3 49:21 51 Molde 24 14 5 5 57:28 47 Rosenborg 24 12 6 6 49:30 42 Viking 23 12 5 6 47:41 41 Kristiansund 24 12 3 9 30:33 39 Vináttulandsleikur kvenna Bandaríkin – S-Kórea .............................. 6:0 4.$--3795.$ Íslendingaliðinu Kielce gengur flest í haginn í Meistaradeild karla í handknattleik. Liðið er í efsta sæti í B-riðli keppninnar eftir að hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjunum. Í gær vann Kielce franska stórliðið París SG og lét sig ekki muna um að skora 38 mörk. Þar af gerði Sig- valdi Björn Guðjónsson þrjú. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og gaf fjórar stoðsendingar en liðið tapaði fyrir Pick Széged 31:28. Montpellier, lið Ólafs Guðmundssonar, vann Zag- reb, einnig í A-riðli, á útivelli 25:22. 38 mörk Kielce gegn París SG Ljósmynd/HSÍ Kielce Sigvaldi Björn er í hægra horninu hjá pólska stórliðinu. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Antwerp Gi- ants þegar liðið lagði Belfius Mons að velli 77:63 í Evrópubikar FIBA. Zaragoza tapaði fyrir Reggiana 76:67 í sömu keppni á Ítalíu. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig fyrir Zaragoza. Hann tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Valencia mátti sætta sig við eins stigs tap gegn Budocnost í Svart- fjallandi í Evrópubikarnum 71:70. Martin Hermannsson skoraði 5 stig fyrir Valencia. sport@mbl.is Ljósmynd/FIBA Sigur Elvar Már Friðriksson hafði ástæðu til að brosa í gær. Sigur hjá Elvari í Evrópuleik EM 2022 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu verður í pottinum þegar dregið verður í riðla í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Manchester á Englandi á morgun. Opnunarleikur mótsins fer fram á Old Trafford í Manchester, heima- velli Manchester United, hinn 6. júlí en úrslitaleikur mótsins fer fram á Wembley í London 31. júlí. Íslenska liðið er í fjórða styrk- leikaflokki ásamt Rússlandi, Finn- landi og Norður-Írlandi. Gestgjaf- arnir frá Englandi eru í efsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía eru í öðr- um styrkleikaflokki og Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki eru í þriðja styrkleikaflokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla fyrir lokakeppnina og því ljóst að Ísland verður í afar sterkum riðli enda sextán bestu lið álfunnar í pott- inum í dag. A-riðill keppninnar verður spil- aður í Manchester og á suðurströnd Englands en leikið verður á Old Trafford, heimavelli Manchester United, Samfélagsvellinum í Bright- on og loks St. Mary‘s-leikvanginum í Southampton. B-riðillinn verður spilaður á tveimur stöðum, í og við Lundúnir, höfuðborg Englands. Leikið verður á Samfélagsvellinum í Brentford og MK-vellinum í Milton Keynes. C-riðilinn verður spilaður í Shef- field og á Manchester-svæðinu en leikið verður á Bramall Lane, heima- velli Sheffield United, og Leigh Sports Village-vellinum sem kvenna- lið Manchester United spilar sína keppnisleiki á. D-riðill verður svo spilaður í Roth- erham annars vegar og Manchester hins vegar. Leikið verður á New York-vellinum í Rotherham og æf- ingavelli Manchester City þar sem kvennalið Manchester City leikur sína keppnisleiki. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fyrir sig komast áfram í átta liða úrslitin þar sem leikið verður í Manchester, Brighton, Rotherham og London, dagana 21. júlí til 22. júlí. Undan- úrslitin fara svo fram í Sheffield og Milton Keyens 26. og 27. júlí. Verður viðstaddur dráttinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins, og Alex- andra Jóhannsdóttir, leikmaður liðs- ins, sátu fyrir svörum á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum KSÍ á þriðjudaginn síðasta eftir 5:0-sigur Íslands gegn Kýpur í C-riðli und- ankeppni HM 2023. „Ég hef því miður ekki haft mikinn tíma til þess að skoða þetta eitthvað sérstaklega mikið,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður út í það hvort hann ætti sér einhvern draumariðil á Evrópumótinu í sumar. „Ég flýg út í fyrramálið [í gær] til þess að vera viðstaddur dráttinn en satt best að segja þá er ég ekki búinn að pæla neitt of mikið í þessu enda haft í nógu að snúast í þessum lands- leikjaglugga,“ sagði Þorsteinn. „Ég væri alveg til í að spila upp- hafsleikinn gegn Englandi á Old Trafford,“ sagði Alexandra þegar hún svaraði spurningum blaðamanna en hún nefndi líka Þýskaland sem mögulegan draumamótherja enda samningsbundin Eintracht Frank- furt í þýsku 1. deildinni. „Við þjálfararnir ræddum það reyndar líka í gær að við vildum fá England í upphafsleik,“ skaut Þor- steinn inn í. „Það voru einhverjir spenntir fyrir því að spila á Old Trafford en per- sónulega skiptir það mig litlu sem engu máli enda er ég stuðnings- maður Manchester City,“ bætti Þor- steinn við. Væri gaman að mæta Englandi á Old Trafford Morgunblaðið/Unnur Karen England Landsliðskonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir verða að öllum líkindum allar í stórum hlutverkum í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. - Ísland í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Manchester í dag Meistaradeildin A-RIÐILL: Pick Szeged – Aalborg ....................... 31:28 - Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari. Zagreb – Montpellier .......................... 22:25 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. Staðan: Montpellier 9, Kiel 9, Aalborg 8, Pick Szeged 8, Elverum 6, Vardar 5, Zag- reb 1, Meshkov Brest 0. B-RIÐILL: Kielce – París SG................................. 38:33 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er meiddur. Staðan: Kielce 10, Barcelona 8, Veszprém 8, París SG 5, Porto 4, Motor Zaporozhye 4, Dinamo Bucaresti 2, Flensburg 1. Þýskaland B-deild: Rostock – Gummersbach.................... 34:33 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm- isson 1. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar. Aue – Rimpar ....................................... 30:34 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson kom lítið við sögu í markinu. Emsdetten – Hagen............................. 32:28 - Anton Rúnarsson skoraði ekki fyrir Emsdetten. Sviss Amicitia Zürich – Zug ........................ 26:29 - Harpa Rut Jónsdóttir leikur með Zug. %$.62)0-# Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Sönder- jyskE þegar liðið sló AGF út eftir framlengingu í 4. umferð dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í gær- kvöldi. Hann kom inn á sem varamaður í upphafi fram- lengingar, skoraði strax á 94. mín- útu og svo aftur á 108. mínútu og tryggði þar með frækinn 2:0 úti- sigur, sem þýðir að SönderjyskE er komið áfram í 16-liða úrslit bikar- keppninnar. Aron Elís Þrándarson var þá á skotskónum þegar OB sló Nord- sjælland út í keppninni, einnig eftir framlengingu. Mark Arons reyndist gulls ígildi þar sem hann jafnaði metin í 1:1 á 89. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum áður. Eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir OB sem vann að lokum 4:1 eftir að hafa leik- ið manni fleiri frá 35. mínútu. Kristófer hetja SönderjyskE Kristófer Ingi Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.