Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 68
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Stórskytta Logi í kunnuglegri stöðu í leik með Njarðvík. Logi Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, er með skaddað liðband í hné og verður því frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Logi meiddist í Njarðvíkur gegn Val hinn 22. október. Njarðvíkingar reikna með því að fyrirliðinn verði frá í að minnsta kosti sex vikur. „Það sem ég óttaðist mest var að krossbandið væri slitið og tímabilið og hreinlega ferillinn í hættu. Þetta eru því í raun jákvæðar fréttir,“ er haft eftir Loga á vef UMFN en hann varð fertugur í september. sport@mbl.is Logi fékk jákvæðar fréttir 68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 England Deildabikarinn, 16-liða úrslit: Burnley – Tottenham.............................. 0:1 - Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 75 mínúturnar fyrir Burnley. Leicester – Brighton ....................... 4:2 (2:2) Preston – Liverpool ................................. 0:2 Stoke – Brentford..................................... 1:2 West Ham – Manchester City ........ 5:3 (0:0) Þýskaland Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Bochum – Augsburg ....................... 5:4 (2:2) - Alfreð Finnbogason kom inn á í hálfleik og skoraði úr vítaspyrnu í vítakeppni. Belgía Bikarkeppni, 32-liða úrslit: Lierse – OH Leuven................................. 1:2 - Rúnar Rúnarsson varði marki Leuven. Charleroi – Lommel........................ 3:4 (0:0) - Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara- maður á 97. mínútu. Danmörk Bikarkeppni, 16-liða úrslit: AGF – SönderjyskE........................ 0:2 (frl.) - Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir AGF og Mikael Anderson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 91. mínútu og skoraði bæði mörk SönderjyskE. Nordsjælland – OB ......................... 1:4 (frl.) - Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 79. mínútu og skoraði. Lettland Valmiera – Riga....................................... 1:1 - Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður hjá Riga. Svíþjóð Östersund – Häcken ................................ 1:1 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Häcken. Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður vara- maður. Sirius – Hammarby ................................. 0:1 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. - Jón Guðni Fjóluson lék ekki með Hamm- arby vegna meiðsla. Noregur Molde – Bodö/Glimt ................................ 0:2 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. - Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt. Mjöndalen – Kristiansund ...................... 5:0 - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Kristiansund. Haugesund – Rosenborg......................... 0:0 - Hólmar Örn Eyjólfsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg. Sandefjord – Strömsgodset.................... 2:0 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord. - Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset og Valdimar Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu. Tromsö – Odd........................................... 2:0 - Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Tromsö. Staða efstu liða: Bodø / Glimt 24 15 6 3 49:21 51 Molde 24 14 5 5 57:28 47 Rosenborg 24 12 6 6 49:30 42 Viking 23 12 5 6 47:41 41 Kristiansund 24 12 3 9 30:33 39 Vináttulandsleikur kvenna Bandaríkin – S-Kórea .............................. 6:0 4.$--3795.$ Íslendingaliðinu Kielce gengur flest í haginn í Meistaradeild karla í handknattleik. Liðið er í efsta sæti í B-riðli keppninnar eftir að hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjunum. Í gær vann Kielce franska stórliðið París SG og lét sig ekki muna um að skora 38 mörk. Þar af gerði Sig- valdi Björn Guðjónsson þrjú. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og gaf fjórar stoðsendingar en liðið tapaði fyrir Pick Széged 31:28. Montpellier, lið Ólafs Guðmundssonar, vann Zag- reb, einnig í A-riðli, á útivelli 25:22. 38 mörk Kielce gegn París SG Ljósmynd/HSÍ Kielce Sigvaldi Björn er í hægra horninu hjá pólska stórliðinu. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Antwerp Gi- ants þegar liðið lagði Belfius Mons að velli 77:63 í Evrópubikar FIBA. Zaragoza tapaði fyrir Reggiana 76:67 í sömu keppni á Ítalíu. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig fyrir Zaragoza. Hann tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Valencia mátti sætta sig við eins stigs tap gegn Budocnost í Svart- fjallandi í Evrópubikarnum 71:70. Martin Hermannsson skoraði 5 stig fyrir Valencia. sport@mbl.is Ljósmynd/FIBA Sigur Elvar Már Friðriksson hafði ástæðu til að brosa í gær. Sigur hjá Elvari í Evrópuleik EM 2022 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu verður í pottinum þegar dregið verður í riðla í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Manchester á Englandi á morgun. Opnunarleikur mótsins fer fram á Old Trafford í Manchester, heima- velli Manchester United, hinn 6. júlí en úrslitaleikur mótsins fer fram á Wembley í London 31. júlí. Íslenska liðið er í fjórða styrk- leikaflokki ásamt Rússlandi, Finn- landi og Norður-Írlandi. Gestgjaf- arnir frá Englandi eru í efsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía eru í öðr- um styrkleikaflokki og Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki eru í þriðja styrkleikaflokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla fyrir lokakeppnina og því ljóst að Ísland verður í afar sterkum riðli enda sextán bestu lið álfunnar í pott- inum í dag. A-riðill keppninnar verður spil- aður í Manchester og á suðurströnd Englands en leikið verður á Old Trafford, heimavelli Manchester United, Samfélagsvellinum í Bright- on og loks St. Mary‘s-leikvanginum í Southampton. B-riðillinn verður spilaður á tveimur stöðum, í og við Lundúnir, höfuðborg Englands. Leikið verður á Samfélagsvellinum í Brentford og MK-vellinum í Milton Keynes. C-riðilinn verður spilaður í Shef- field og á Manchester-svæðinu en leikið verður á Bramall Lane, heima- velli Sheffield United, og Leigh Sports Village-vellinum sem kvenna- lið Manchester United spilar sína keppnisleiki á. D-riðill verður svo spilaður í Roth- erham annars vegar og Manchester hins vegar. Leikið verður á New York-vellinum í Rotherham og æf- ingavelli Manchester City þar sem kvennalið Manchester City leikur sína keppnisleiki. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fyrir sig komast áfram í átta liða úrslitin þar sem leikið verður í Manchester, Brighton, Rotherham og London, dagana 21. júlí til 22. júlí. Undan- úrslitin fara svo fram í Sheffield og Milton Keyens 26. og 27. júlí. Verður viðstaddur dráttinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins, og Alex- andra Jóhannsdóttir, leikmaður liðs- ins, sátu fyrir svörum á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum KSÍ á þriðjudaginn síðasta eftir 5:0-sigur Íslands gegn Kýpur í C-riðli und- ankeppni HM 2023. „Ég hef því miður ekki haft mikinn tíma til þess að skoða þetta eitthvað sérstaklega mikið,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður út í það hvort hann ætti sér einhvern draumariðil á Evrópumótinu í sumar. „Ég flýg út í fyrramálið [í gær] til þess að vera viðstaddur dráttinn en satt best að segja þá er ég ekki búinn að pæla neitt of mikið í þessu enda haft í nógu að snúast í þessum lands- leikjaglugga,“ sagði Þorsteinn. „Ég væri alveg til í að spila upp- hafsleikinn gegn Englandi á Old Trafford,“ sagði Alexandra þegar hún svaraði spurningum blaðamanna en hún nefndi líka Þýskaland sem mögulegan draumamótherja enda samningsbundin Eintracht Frank- furt í þýsku 1. deildinni. „Við þjálfararnir ræddum það reyndar líka í gær að við vildum fá England í upphafsleik,“ skaut Þor- steinn inn í. „Það voru einhverjir spenntir fyrir því að spila á Old Trafford en per- sónulega skiptir það mig litlu sem engu máli enda er ég stuðnings- maður Manchester City,“ bætti Þor- steinn við. Væri gaman að mæta Englandi á Old Trafford Morgunblaðið/Unnur Karen England Landsliðskonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir verða að öllum líkindum allar í stórum hlutverkum í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. - Ísland í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Manchester í dag Meistaradeildin A-RIÐILL: Pick Szeged – Aalborg ....................... 31:28 - Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari. Zagreb – Montpellier .......................... 22:25 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. Staðan: Montpellier 9, Kiel 9, Aalborg 8, Pick Szeged 8, Elverum 6, Vardar 5, Zag- reb 1, Meshkov Brest 0. B-RIÐILL: Kielce – París SG................................. 38:33 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er meiddur. Staðan: Kielce 10, Barcelona 8, Veszprém 8, París SG 5, Porto 4, Motor Zaporozhye 4, Dinamo Bucaresti 2, Flensburg 1. Þýskaland B-deild: Rostock – Gummersbach.................... 34:33 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm- isson 1. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar. Aue – Rimpar ....................................... 30:34 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson kom lítið við sögu í markinu. Emsdetten – Hagen............................. 32:28 - Anton Rúnarsson skoraði ekki fyrir Emsdetten. Sviss Amicitia Zürich – Zug ........................ 26:29 - Harpa Rut Jónsdóttir leikur með Zug. %$.62)0-# Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Sönder- jyskE þegar liðið sló AGF út eftir framlengingu í 4. umferð dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í gær- kvöldi. Hann kom inn á sem varamaður í upphafi fram- lengingar, skoraði strax á 94. mín- útu og svo aftur á 108. mínútu og tryggði þar með frækinn 2:0 úti- sigur, sem þýðir að SönderjyskE er komið áfram í 16-liða úrslit bikar- keppninnar. Aron Elís Þrándarson var þá á skotskónum þegar OB sló Nord- sjælland út í keppninni, einnig eftir framlengingu. Mark Arons reyndist gulls ígildi þar sem hann jafnaði metin í 1:1 á 89. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum áður. Eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir OB sem vann að lokum 4:1 eftir að hafa leik- ið manni fleiri frá 35. mínútu. Kristófer hetja SönderjyskE Kristófer Ingi Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.