Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 69

Morgunblaðið - 28.10.2021, Síða 69
ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Bakvörður dagsins horfði á útsendingu frá leik Kiel og Magdeburg í þýska handbolt- anum á sunnudaginn. Þar voru okkar fulltrúar, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magn- ússon, áberandi. Lið þeirra Magdeburg hefur unnið fyrstu sjö leikina í deildinni og vann auk þess HM félagsliða í Sádi-Arabíu á dögunum. Ef til vill bjuggust margir við að fyrsta tapið yrði gegn Kiel á útivelli en Magdeburg vann 29:27. Áhugavert er að sjá hversu atkvæðamikill Ómar Ingi er þótt andstæðingarnir leggi nú mikla áherslu á að minnka vægi hans í sóknarleik Magdeburg. Ómar varð jú markakóngur á síðasta tímabili. Króatíski refurinn Domagoj Duvnjak reyndi til dæmis að ganga út í Ómar og trufla spilið á hægri vængnum. Ómar hefur á sínum meistara- flokksferli ávallt búið yfir góðum hreyfingum. Nú er hann orðinn líkamlega sterkari og því orðið enn erfiðara en áður að stöðva hann í gegnumbrotum. Ómar sér vel í kringum sig og er nú einnig orðinn virkilega góður í að koma sendingum á samherjana þótt varnarmenn læsi í hann hrömm- unum. Nokkrar stoðsendingar hans í leiknum komu þegar and- stæðingarnir virtust vera að brjóta á honum. Gísli Þorgeir býr yfir þeim eiginleika að geta komið „kald- ur“ inn á af bekknum og sett strax mark sitt á leikinn. Þegar Gísli kom inn á gegn Kiel óð hann inn í vörn Kiel í fyrstu sókn. Fékk hann strax tveggja mínútna brottvísun. Aukakastið var tekið og hann óð í gegnum vörnina og skoraði. Gísli virðist mjög sterk- ur á taugum og var nýttur á mikilvægum augnablikum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Gott gengi nýliðanna frá Njarðvík heldur áfram í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en bikarmeist- ararnir árið 2020 í Skallagrími eru hins vegar í krísu. Njarðvíkingar fóru í Borgarnes í gær og unnu risasigur 86:31. Segja má að með því að skora 11 stig í síð- asta leikhlutanum hafi Skallagrími tekist að láta tölurnar líta aðeins betur út en þær gerðu um tíma. Lið- ið skoraði 6 stig í fyrsta leikhluta og 5 stig í þriðja leikhluta sem dæmi. Njarðvík er með 10 stig eftir sex leiki en Skallagrímur er án stiga á botni deildarinnar. Lavina Joao Gomes De Silva var stigahæst hjá Njarðvík með 16 stig en fimm leikmenn liðsins náðu að skora tíu stig eða meira í leiknum. Nikola Nedoroscíkova var stigahæst hjá Skallagrími með 11 stig. Keflavík er einnig með 10 stig eft- ir sex leiki og nágrannarnir í Reykjanesbæ setja skemmtilegan svip á deildina í upphafi tímabilsins. Margir bjuggust við að Haukar og Valur yrðu sterkustu liðin í deildinni en hefðin á Suðurnesjunum er sterk. Keflavík vann Breiðablik í gær 80:59 en Breiðablik er með 2 stig eins og Grindavík í 7. sæti. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Keflavík náði að slíta sig frá í 3. leikhluta. Eygló Kristín Ósk- arsdóttir skoraði 16 stig fyrir Kefl- víkinga en Telma Lind Ásgeirsdóttir 16 fyrir Breiðablik. _ Leikur Fjölnis og Grindavíkur fór einnig fram í gærkvöldi og var leikið í Grafarvogi. Honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en um þá viðureign má lesa í frétt á mbl.is frá því í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dalhús Aliyah Mazyck úr Fjölni með boltann í leiknum gegn Grindavík í Grafarvoginum í gær en hún var mjög atkvæðamikil í leiknum. Risasigur Njarðvíkinga - Nágrannarnir úr Reykjanesbæ í efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna eftirtektarverður fyrir þær sakir að Jón náði ekki að keppa neitt á síðasta og þarsíðasta ári. „Árið 2018 var síð- asta tímabil þar sem ég keppti og þá var ég með um 4,7 í erfiðleika- einkunn. Svo fékk ég brjósklos og þurfti að róa mig niður en þá nýtti ég tímann og líka tímann í Covid til þess að byggja upp aðeins meiri styrk. Ég hengdi upp hringi í bílskúrnum þegar það var ekki hægt að æfa. Allt árið 2019 var ég að passa mig rosalega mikið. Ég náði í rauninni ekki að gera neitt mikið fyrir utan einhverjar handstöður. Ég keppti ekkert 2019 né 2020. Síðan er ég bara búinn að vera að vinna mjög vel inni í sal með þjálfaranum mínum, honum Yuriy, síðasta eitt og hálft til tvö ár, að gera það sem þarf að gera til þess að bæta þessa erfiðleikaeinkunn. En síðan er það framkvæmdaeinkunnin sem ég hefði mátt laga á þessu móti, það er eitthvað sem við förum núna aðeins betur í,“ sagði hann. Hringirnir eru ekki eina keppnis- grein Jóns þó hún sé hans sterkasta. „Ég æfi líka svifrá af því að það er eiginlega skemmtilegast að æfa það og tvíslá af því að ég er frekar sterkur á henni líka. Fyrir liðakeppnina, ef ég er að keppa með landsliðinu, þá er gott að hafa fleiri en eitt áhald en ég er hættur að keppa á gólfi og í stökki. Eftir seinna brjósklosið brenndi ég mig svolítið á því, ég á ekkert að vera að hoppa mikið lengur,“ sagði hann. Dreymir um gullið Spurður um framtíðarmarkmið sín stóð ekki á svörum hjá Jóni: „Ég ætla að halda áfram að vinna eins og ég hef gert undanfarið því það virkar greinilega svona vel, við sjáum árang- ur. Núna eftir tvær og hálfa viku er Norður-Evrópumót í Wales þar sem er liðakeppni. Við í íslenska landslið- inu ætlum að ná verðlaunasæti þar. Síðan hefur það lengi verið markmið mitt að vinna gullið á hringjum á þessu móti. Samkvæmt úrslitum þessa heims- meistaramóts þá ætti ég allavega að vera á palli. Ég læt mig dreyma um að fá þetta gull í Wales í nóvember. Ef ég geri mitt ætti það að ganga upp. Það er allavega fyrsta skrefið en síðan höldum við áfram. Ég er að fara í aðgerð eftir það mót, það þarf að laga olnbogann á mér aðeins. Það er alltaf eitthvað að þegar maður er kominn svona langt í íþróttum, það er ekki hægt að sleppa við meiðsli.“ „Ég fer í smá aðgerð og næsta ár fer bara í undirbúning fyrir EM sem er næsta sumar og svo er Norður- landamót hér heima í júlí. Þar ætla ég að reyna að komast í úrslit og halda áfram á fullu á hringjunum, að gera eitthvað „næs,“ skemmtilegt, fallegt og erfitt. Síðan held ég bara áfram. Markmið mín til langtíma eru til 2024, fram að Ólympíuleikum, ég tek stöðuna þá,“ sagði Jón að lokum við Morgunblaðið og vísaði þar til þess hvort bætingar hans á næstu árum reynist nægilegar til þess að vinna sér inn sæti á leikunum í París í Frakklandi eftir tæp þrjú ár. Markviss vinna í tvö ár - Einbeitir sér sérstaklega að hringjunum - Hengdi slíka upp í bílskúrnum Ljósmynd/FSÍ Sterkur Jón við keppni á EM í áhaldafimleikum í Basel í Sviss í vor. FIMLEIKAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Jón Sigurður Gunnarsson, fimleika- kappi úr Ármanni, náði bestum ár- angri Íslendinga á einstökum áhöld- um á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Kitakyushu í Jap- an í síðustu viku þegar hann hafnaði í 23. sæti á hringjum í undankeppn- inni. Sjálfur kveðst hann nokkuð sátt- ur við árangurinn en telur sig geta gert betur. „Ég met árangurinn bara ágæt- lega. Það gekk í rauninni mestallt upp og 23. sætið hljómar ágætlega en það hefði verið hægt að gera betur eins og alltaf en þetta hefði líka getað farið verr. Ég er ánægður með frammistöðuna og þetta sæti. Ég hefði verið ennþá ánægðari með topp 20 en það verður bara að nást næst,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði hringina vera sitt besta áhald. „Það hefur alltaf verið svolítið þannig í gegnum tíðina en það er ekki fyrr en núna að ég er byrjaður að ein- beita mér sérstaklega og alveg mark- visst að hringjunum.“ Á HM í Japan fékk Jón hæstu erfiðleikaeinkunn sem íslenskur fimleikamaður hefur fengið á hringjum. „Erfiðleikaeinkunnin snýr að æf- ingunum sem ég er að gera á hringj- unum, sem teljast til stiga. Því erf- iðari æfingar sem þú gerir því hærri verður sú einkunn, eins og heitið seg- ir til um. Ég er búinn að vera að vinna í þessu mjög markvisst síðustu tæp tvö ár,“ útskýrði hann. Keppti ekkert 2019 né 2020 Árangur hans á HM er ekki síst Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik, er komin í frí frá íþróttinni en Lovísa hefur ekki leik- ið frá því hún meiddist í lands- leiknum gegn Svíum. Hún birti færslu á Instagram þar sem hún segist hafa misst áhugann. Henni hafi ekki liðið vel á æfingum eða í leikjum að undanförnu. Erfitt sé að kúpla sig frá íþróttinni sem hefur sett svo mikinn svip á líf hennar en nauðsynlegt sé að staldra við og finna hvað veiti henni ánægju. Hún geti tekið upp þráðinn ef áhuginn kviknar á ný. Lovísa tekur sér frí frá boltanum Morgunblaðið/Eggert Farsæl Lovísa Thompson hefur leik- ið í meistaraflokki frá 15 ára aldri. Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/ Glimt gerðu í gærkvöldi frábæra ferð til Molde er liðið vann sterkan 2:0 útisigur í toppslag gegn heima- mönnum og jók þannig forskot sitt í fjögur stig á toppi norsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu karla. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að spila vel fyrir Sandefjord en hann skoraði annað marka liðs- ins í 2:0 sigri gegn Strömsgodset í deildinni í gær. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur fimm í 24 deildarleikjum á tímabilinu. Styrktu stöðu sína á toppnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakvörður Alfons Sampsted er lykilmaður hjá Bodö/Glimt. Subway-deild kvenna Skallagrímur – Njarðvík...................... 31:86 Keflavík – Breiðablik ........................... 80:59 Fjölnir – Grindavík............................ (53:61) _ Var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan: Njarðvík 6 5 1 424:333 10 Keflavík 6 5 1 501:421 10 Valur 5 4 1 386:353 8 Haukar 4 3 1 305:208 6 Fjölnir 4 2 2 300:289 4 Grindavík 5 1 4 345:419 2 Breiðablik 6 1 5 410:434 2 Skallagrímur 6 0 6 303:517 0 Evrópubikarinn B-RIÐILL: Buducnost – Valencia ......................... 71:70 - Martin Hermannsson skoraði 5 stig og gaf 2 stoðsendingar hjá Valencia. Evrópubikar FIFA D-RIÐILL: Reggiana – Zaragoza.......................... 76:67 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig fyrir Zaragoza og tók 3 fráköst. F-RIÐILL: Antwerp Giants – Belfius Mons......... 77:63 - Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig fyrir Antwerp og gaf 4 stoðsendingar. >73G,&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópubikar kvenna: Ásvellir: Haukar – Brno .......................19:30 Subway-deild karla: Þorlákshöfn: Þór Þ. – ÍR ......................18:15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19:15 Smárinn: Breiðablik – Keflavík ...........19:15 Hlíðarendi: Valur – Vestri ....................20:15 HANDKNATTLEIKUR Olís-deild kvenna: Varmá: Afturelding – Fram ......................18 Olís-deild karla: Mýrin: Stjarnan – Valur .......................19:30 Varmá: Afturelding – Víkingur............20:15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.