Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við erum ótrúlega spennt að fá að
frumsýna og gaman að finna hvernig
allt er að smella saman á lokametr-
unum,“ segir Inga Huld Hákonar-
dóttur um dansverk sitt, Neind
Thing, sem frumsýnt er í Tjarnarbíó í
kvöld. Að sögn
Ingu Huldar á
uppsetningin sér
langan aðdrag-
anda, enda hefur
það verið æft með
hléum síðan 2020.
Þegar Inga
Huld er beðin að
lýsa verkinu segir
hún það viðleitni
þriggja sviðslista-
kvenna og eins
trommara til að umbreyta ástandi
óreiðu og upplýsingaáreitis yfir í
rými þar sem hægt er að íhuga,
dansa, leika, tengjast og láta sig
dreyma. „Hraðinn í nútíma-
samfélaginu er sífellt að aukast með
tilheyrandi kvíða. Mig langaði að
rannsaka hvert gæti verið svarið við
þessu til að koma í veg fyrir að við
töpum okkur inni í nútímakaosinu,“
segir Inga Huld og bendir á að marg-
ir finni jarðtengingu í gegnum nátt-
úruna og fái þar ákveðna útrás.
„Samtímis fannst mér pönkið bjóða
upp á leið til að fá útrás og vinna með
orkuna sem getur verið birtingar-
mynd frústrasjóna,“ segir Inga Huld
og tekur fram að hópurinn hafi skoð-
að ýmsar leiðir fyrir líkamann til að
losa sig við áföll úr líkamsminninu. „Í
því sambandi skoðuðum við hreyfi-
mynstur sem nefnist TRE og stendur
fyrir Trauma Release Exercises. Þar
er um að ræða hreyfimynstur sem
Peter Levine uppgötvaði á sínum
tíma og í framhaldinu voru þróaðar
ákveðnar æfingar,“ segir Inga Huld
og bendir á að dýr sem verða fyrir
áfalli, t.d. árás annars dýrs, byrja að
skjálfa, sem sé þeirra leið til að losa
sig við stress og áföll. „Kenningin er
sú að við manneskjur höfum hálf-
glatað þessum hæfileika til að hrista
af okkur stress og áföll,“ segir Inga
Huld sem notaði þetta hreyfimynstur
sem útgangspunkt í hreyfiefni sínu.
Ekkert og allsnægt
Ávextir leika stórt hlutverk í sýn-
ingunni. „Við vinnum með tvo and-
stæða póla sem eru ekkert og alls-
nægt,“ segir Inga Huld og tekur fram
að þar nýtist ávextirnir vel til að
skapa leikgleði, fá útrás og nota í
nokkurs konar ritúal.
Inga Huld dansar sjálf í verkinu en
með henni eru Salvör Gullbrá Þór-
arinsdóttir og Védís Kjartansdóttir
auk þess sem Ægir Sindri Bjarnason
flytur tónlistina. „Mig langaði að
vinna verkið í samsköpun með spuna
og fannst besta leiðin til að vinna
gegn hefðbundinni híerarkíu leik-
hússins að vera sjálf í hópi flytjenda.
Með því móti gat ég farið inn í leikinn
og komið með hugmyndir inn í spuna-
vinnuna í stað þess að segja þeim
hvað þau ættu að gera,“ segir Inga
Huld og tekur fram að endanlega hafi
það auðvitað verið hennar að velja og
hafna í mótun verksins. „Ég er mjög
ánægð með samvinnu hópsins,“ segir
Inga Huld og bætir við að sér hafi
líka þótt spennandi hversu ólíkur
bakgrunnur og reynsla þátttakenda
væri. „Þannig erum við tvær sem er-
um menntaðir dansarar og einn sviðs-
höfundur sem hefur reynslu af því að
vinna með texta og leikstýra og vera
með uppistand. Salvör og Ægir hafa
unnið saman í pönkhljómsveit,“ segir
Inga Huld og tekur fram að meira sé
hægt að læra af samstarfsfólki sínu
þegar bakgrunnurinn er ólíkur.
Aðspurð hvort ráðgert sé að sýna
Neind Thing erlendis segir Inga
Huld að það sé draumurinn en að erf-
itt hafi verið að skipuleggja slíkt á
tímum Covid. Verkið verði kynnt á
Ice Hot Nordic Dance, norrænu
danshátíðinni sem haldin verður í
Helsinki í febrúar 2022, og vonandi
sýnt erlendis í framhaldinu.
Neind Thing er þriðja verkið af
fjórum sem Inga Huld frumsýnir í
fjórum ólíkum löndum á síðustu mán-
uðum, en löndin eru auk Íslands,
Noregur, Finnland og Frakkland.
„Þetta er mikil uppskera eftir Covid-
tímabilið þar sem fólk mátti ekki sýna
og gat ekkert annað gert en að æfa.
Það hafði því safnast upp slatti af
verkum,“ segir Inga Huld og tekur
fram að Neind Thing sé eina verkið af
þessum fjórum sem hún semji sjálf
því í hinum verkunum er hún flytj-
andi.
„Í verkinu Temple Père sem sviðs-
lista- og sirkuskonan Phia Ménard
samdi og við frumsýndum á Avignon-
hátíðinni í sumar við góðar viðtöður
er ég nokkurs konar syngjandi
„master of ceremony“,“ segir Inga
Huld, en verkið er hluti af þríleik sem
samanstendur af verkunum Maison
Mère, Temple Père og Rencontre
Interdite sem sýnd eru saman. „Við
erum að fara að túra með þríleikinn
fram á sumarið 2023,“ segir Inga
Huld og tekur fram að það sé ein-
staklega gaman að vinna með Phia
Ménard þar sem þær nái afar vel
saman í listinni.
Ljósmynd/Kaja Sigvalda
Kvíði „Hraðinn í nútímasamfélaginu er sífellt að aukast með tilheyrandi kvíða,“ segir Inga Huld Hákonardóttir.
„Hrista af okkur
stress og áföll“
- Dansverkið Neind Thing frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld
Inga Huld
Hákonardóttir
27.995.- / St. 40-47
Vnr.: E-83681402507
ECCO ST1 HYBRID
LEÐUR GÖTUSKÓR MEÐ GORE-TEX® FILMU
27.995.- / St. 40-47
Vnr.: E-83681402114
27.995.- / St. 41-46
Vnr.: E-83681401001
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
E
kki er allt sem sýnist og
ýmsir utanaðkomandi
þættir geta haft áhrif á
samskipti fólks með
mismunandi hætti. Vinátta ristir
ekki alltaf eins djúpt og ætla
mætti og mjög getur kraumað
undir því sem virðist vera slétt og
fellt yfirborð.
Rithöfundurinn
Ragnar Jón-
asson lýsir vel
þessum and-
stæðum í Úti,
nýjustu spennu-
sögu sinni, og fer
vel á því að svört
kápa umlyki
hvítu síðurnar.
Svart og hvítt fara vel saman, en
lífið er samt mun flóknara en það,
eins og berlega kemur fram í sög-
unni.
Ragnar hefur sent frá sér
spennusögu árlega frá 2009. Vetr-
arkuldinn og snjórinn hafa verið
honum hugleikin og Úti gerist í
slíkum aðstæðum uppi á fjöllum
fjarri mannabyggðum. Sagan er
frábrugðin stefi fyrri bóka hans og
minnir að sumu leyti á Bráðina,
sem Yrsa Sigurðardóttir sendi frá
sér í fyrra, en er samt ólík, þegar á
heildina er litið.
Höfundur lýsir erfiðum aðstæð-
um, sem blasa við sögupersónun-
um fjórum, á svo snilldarlegan
hátt, að á svipstundu er lesandinn í
ókunnu umhverfi, sem hann ræður
ekki við, hvað þá fjórmenning-
arnir. Hann varpar líka ljósi á
samskipti þeirra, rifjar upp hvern-
ig þau byrjuðu og hvaða stefnu þau
hafi tekið. Tengslin verða æ skýr-
ari og um leið opinberast úr hverju
einstaklingarnir eru gerðir, hvaða
augum þeir líta vináttuna, ábyrgð-
ina, traustið og samheldnina.
Uppbygging sögunnar er góð og
persónurnar skýrar, eins misjafnar
og þær eru margar, en samtölin
virka stundum stíf auk þess sem
orð eins og „ha“, „ókei“, „sko“ og
„ja“ eru vægast sagt ofnotuð auk
þess sem, „sko er útlenskur slæð-
ingur og vart rithæfur“ eins og
einhver sérfræðingurinn sagði um
árið! „Þetta verður allt í lagi“ get-
ur verið uppörvandi að heyra en
öllu má ofgera, jafnvel hvatningu.
Þrátt fyrir þessa annmarka er
sagan hnitmiðuð, hæfilega löng og
spennandi. Persónur eru fáar, sem
er kostur, spilin eru lögð á borðið í
ákveðnu uppgjöri þeirra, en ekki
eru öll kurl komin til grafar og því
kæmi ekki á óvart að framhald
yrði á, þótt það sé ekki boðað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnar „Höfundur lýsir erfiðum aðstæðum, sem blasa við sögupersónunum
fjórum, á svo snilldarlegan hátt, að á svipstundu er lesandinn í ókunnu um-
hverfi, sem hann ræður ekki við, hvað þá fjórmenningarnir.“
Út í óvissuna og
opinn dauðann
Spennusaga
Úti bbbbn
Eftir Ragnar Jónasson.
Veröld 2021. Innbundin, 263 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR