Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 74

Morgunblaðið - 28.10.2021, Page 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 D yngja er saga sem fær lesandann til þess að steyta hnefann og kalla „jess“ þegar aðalpersón- unni vegnar vel vegna samkennd- arinnar sem höfundur nær að skapa í sögunni. Hún er sögð út frá nokkr- um mismunandi sjónarhornum og er aðeins flakkað um í tíma. Þannig setur höfundur, Sigrún Páls- dóttir, fram púsluspil frá ólík- um hliðum sem raðast að lokum saman í eina sterka heild. Bókin segir frá Theodóru, eða Teddý, bóndadóttur frá Tungu, sem er alltaf ætlað eitt- hvað annað og meira en fábrotið sveitalíf. Hún virðist byrja að átta sig á því þegar hún hittir Banda- ríkjamann sem hyggst fljúga til tunglsins í fyrstu tilraun mannkyns til þess. Dans Teddýjar við örlögin, þar sem hún er vopnuð sínum sterka vilja, fer af stað í kjölfarið. Sagan spannar bróðurpart úr æviskeiði Teddýjar, hefst árið 1962 og lýkur 2004. Höfundur vísar í ýmsa sögulega atburði í sögunni, þar á meðal tunglförina árið 1969, og lýsir staðháttum, eins og þeir voru fyrir 50 til 60 árum, passlega ítarlega. Það styrkir upplifun les- andans á því að sagan sé, í það minnsta að hluta, sannsöguleg, að Teddý þessi hafi raunverulega lent í þeim ævintýrum sem höfundur sendir hana í. Það er einmitt ein ástæða þess að samkennd lesandans með Teddý verður óvenju sterk. Brestir stúlk- unnar eru ekki minna sýnilegir les- andanum en kostir hennar og verð- ur hún fyrir vikið enn raun- verulegri, ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum lesandans. Því er auðvelt að lifa sig inn í söguna, engj- ast um af sorg þegar Teddý mætir því óréttlæti sem konur urðu fyrir á sögutímanum, en hoppa hæð sína af kæti þegar Teddý nær að þrýsta þeim mörkum sem henni hafa verið sett örlítið lengra út á við. Bókin fer hratt af stað í fyrsta kafla og tekst höfundi þannig að krækja rækilega í lesandann en strax í öðrum kafla er kominn annar taktur í frásögnina þar sem er hætt við að einhverjir lesendur missi at- hyglina. Svona gengur þetta til að byrja með, spenna er vakin og svo fellur hún jafnharðan. Eftir nokkra tugi blaðsíðna er sagan þó komin vel á skrið og þá verður ekki aftur snú- ið; það er ekki val um annað en að komast að því hvaða slóð Teddý muni feta. Þá er tímaflakkið eilítið ruglings- legt til að byrja með en þegar kem- ur að sögulokum verður þetta allt þess virði þegar púslin raðast snyrtilega saman. Söguþráðurinn er því sterkur, jafnvel þótt lesandinn átti sig ekki endilega á því til að byrja með. Dyngja er raunsæ bók með ævin- týralegum blæ. Sannfærandi per- sónusköpun bókarinnar vekur sterka samkennd, svo sterka að bókin er ein af þeim sem hverfa ekki fljótt úr huga lesandans heldur sitja eftir með honum og fá hann til þess að velta efni þeirra áfram fyrir sér. Ljósmynd/Gassi Púsluspil „Dyngja er raunsæ bók með ævintýralegum blæ. Sannfærandi persónusköpun bókarinnar vekur sterka samkennd,“ segir gagnrýnandinn um sögu Sigrúnar Pálsdóttur sem situr áfram í lesandanum. Púslar saman sterkri heild Skáldsaga Dyngja bbbbn Eftir Sigrúnu Pálsdóttur. JPV, 2021. Innbundin, 227 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Hvar staðsetjum við okkur gagn- vart landslagi? Hvar liggja mörk lík- amans og landslagsins?“ Að þessu spyr myndlistarkonan Claire Pau- gam sem opnar sýninguna Tilraun til faðmlags nr. 31 í D-sal Hafnar- hússins í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. október, kl. 20. Á sýningunni sýnir Claire 31. verkið í röð þessara faðmlags-verka sem hún hefur unnið síðasta áratug- inn. „Ég er þverfaglegur listamaður svo öll verkin í seríunni eru ólík hvert öðru en þetta verk held ég að sé um það hvernig við staðsetjum okkur í landslaginu. Drottnum við yfir landslaginu, lítum við á manninn sem yfir allt hafinn og með fulla stjórn, eða erum við hluti af lands- laginu, bara einn af ótal þáttum sem gefa landslaginu líf?“ spyr hún. Verkið sem Claire sýnir er inn- setning sérstaklega sniðin að D-sal. „Hugmyndin er að þegar þú kemur inn í salinn sé þetta eins og heill heimur út af fyrir sig. Þarna er sér- stakt hljóðverk og ljósið er haft á ákveðinn hátt, en ég er ekki viss hvort ég eigi að segja meira, ég vil ekki eyðileggja hið óvænta. Innifalið í innsetningunni er ein mynd og skúlptúrar og hún er nokkuð stór.“ Sýningarstjóri er Aldís Snorradóttir Claire fæddist árið 1991 í Frakk- landi en býr nú og starfar í Reykja- vík. Eftir útskrift með MFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2016 hefur hún sýnt í ýmsum listastofn- unum hérlendis og erlendis. Hún hlaut hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020 og er stjórnarmaður í Nýlista- safninu. Sýning Claire er 44. sýningin í D- salar-sýningarröð safnsins, sem hóf göngu sína árið 2007. Þar hefur upp- rennandi listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlist- arsenu verið boðið að halda í fyrsta sinn einkasýningu í opinberu safni. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af sýningunum í D-sal. Mér finnst al- gjörlega frábært að safnið bjóði upp á þetta tækifæri fyrir unga og upp- rennandi listamenn að halda einka- sýningu. Það er mjög djarft af safn- inu og ég hef alltaf kunnað að meta það. Það er mikill heiður að vera val- in, það er frábært tækifæri og leið til þess að sýna vinnuna mína á sterk- ari hátt. Sem listamaður vill maður deila list sinni með fólki og þetta er stórkostleg leið til þess að gera það.“ Morgunblaðið/Einar Falur Upprennandi „Sem listamaður vill maður deila list sinni með fólki og þetta er stórkostleg leið til þess að gera það.“ Drottna yfir landslagi eða vera hluti af því? - Einkasýning Claire Paugam opnuð í D-sal Hafnarhússins Myndlistarkonan Hulda Stefáns- dóttir verður í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 18 með listamannaspjall á sýningu sinni í galleríinu BERG Contemporary á Klapparstíg 16. Tilefnið er einkasýning Huldu, Upphafið er í miðjunni / In Media Res, sem var opnuð 18. september og stendur til 6. nóvember. Sýn- ingin er framhald af verkaröð og bókverki Huldu, Time Map, sem Space Sisters Press í New York gaf út í fyrra. „Titillinn vísar beint til míns eigin vinnuferlis sem er eins og órofin samfella, þar sem eitt leiðir af öðru og mér finnst aldrei eins og ég sé að klára eitthvað eitt eða byrja annað nýtt,“ sagði Hulda í samtali við Morgunblaðið. Síðasti fimmtudagur í hverjum mánuði er hjá mörgum söfnum og sýningarstöðum myndlistar í höf- uðborginni „fimmtudagurinn langi“ en þá eru sýningar opnar fram á kvöld, þar á meðal í BERG. Listamannaspjall Huldu Stefánsdóttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á sýningunni Hulda Stefánsdóttir. Sýningaropnun laugardaginn 30. október kl. 14 Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum HRAFNHILDUR INGA SIGURÐARDÓTTIR Sýnir í Gallerí Fold 30. október–13. nóvember Ó, VEÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.