Morgunblaðið - 10.11.2021, Side 2

Morgunblaðið - 10.11.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Íslendingar treysta konum best til þess að gegna leiðtogastöðum sam- kvæmt niðurstöðum Reykjavik Index- mælikvarðans. Mælingin byggir á könnun sem framkvæmd er í öllum G-20 ríkjunum, tuttugu stærstu iðn- ríkjum heims, Póllandi og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og ræddar í pallborðs- umræðum á Heimsþingi kvenleiðtoga sem sett var í Hörpu í gær. Af hundrað mögulegum stigum mældist Ísland með 92 stig, þar sem hundrað stig myndu þýða að karlar og konur þættu jafnhæf til stjórnunar- starfa á öllum sviðum samfélagsins. Meðalstigafjöldi á meðal G-7-ríkjanna var 73 og 68 á meðal G-20-ríkjanna. Í rannsóknarskýrslunni frá al- þjóðlega rannsóknarfyrirtækinu Kantar segir að Ísland hafi með þess- um niðurstöðum fest sig rækilega í sessi sem leiðandi þjóð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður framkvæmdastjórnar Wo- men Political leaders. Hún segir að meðal stóru fréttanna varðandi heimsþingið sé að núna sé loksins hægt að koma saman. Þetta er fjórða heimsþingið sem hefur alltaf verið haldið hér á landi, í Hörpu, að síðasta ári undanskildu þar sem þingið var eingöngu rafrænt. Í þetta skiptið er þingið hvort tveggja, um tvö hundruð konur alls staðar úr heiminum eru komnar saman í Hörpu ásamt því að um fjögur hundruð taka þátt rafrænt. „Fyrir utan það að mikill tími og orka fer í að ræða Covid-19 og þá staðreynd að það hefur tekið jafnrétti aftur á bak, þá stendur eftir lærdóm- urinn frá Íslandi. Það var verulega ánægjulegt að sjá niðurstöður Ís- lands í Reykjavik Index, sem sýnir að Ísland er mikið framar en önnur ríki þegar kemur að viðhorfi til kvenleið- toga. Ísland fest sig í sessi sem leiðandi þjóð - Heimsþing leiðtogakvenna fer nú fram í Hörpu - Mæling á traust þjóða til kvenleiðtoga langhæst á Íslandi - Bæði mætt í Hörpu og fjarfundi - Covid-19 bakslag fyrir jafnrétti Ljósmynd/María Kjartansdóttir Leiðtogar Hanna Birna segir lærdóminn af Íslandi standa upp úr. Allt útlit er fyrir að yfirstandandi ár verði á meðal stystu þingára Alþing- is í langan tíma, þótt telja verði ósennilegt að það verði það stysta. Tæpar sjö vikur eru liðnar frá kosn- ingunum og ekki útlit fyrir að nýtt löggjafarþing komi saman fyrr en í síðari hluta nóvember úr því sem komið er. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á Alþingi er fjöldi þing- fundardaga 65 það sem af er árinu eða þremur færri en yfir allt alman- aksárið 2017 en þingfundardagar Al- þingis á því ári voru samtals 68. Yfirlit sem fékkst á skrifstofu Al- þingis í gær leiðir í ljós að á öllu tímabilinu frá 1992 voru þingfund- ardagar á hverju almanaksári fæstir á árinu 2017. Þeir voru 76 yfir allt árið 2003 og 79 á árinu 1999. Flestir voru þingfundardagarnir á árinu 2009 þegar þeir voru 148 talsins. Óvíst er hvað komandi þing mun starfa í marga daga í desember en skv. upplýsingum þingsins hafa þingfundardagar í desember verið frá 6-19 frá því að upplýsingakerfi þingsins var tekið upp og því eru litl- ar líkur á að „metinu“ frá 2017 verði haggað á þessu ári. omfr@mbl.is 2021 meðal stystu þingáranna - 65 þingfundar- dagar frá áramótum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kópavogsbær gerir ráð fyrir 89,3 milljóna rekstrarafgangi hjá sam- stæðu bæjarins og 13,7 milljóna af- gangi í A-hluta, samkvæmt fjárhags- áætlun 2022 sem var birt í gær. Skattar verða áfram lækkaðir. Lagt er til að fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði lækki úr 0,212% í 0,2%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði mun lækka úr 1,47% í 1,44%. Útsvar verður óbreytt 14,48%. Sorphirðu- gjald hækkar vegna meiri kostnaðar við sorphirðu og sorpeyðingu. Á móti lækka vatnsskattur og holræsagjöld. „Við höfum reynt að halda skyn- samlega á málum,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Hann sagði að ekki sé gert ráð fyrir óreglulegum tekjum í fjár- hagsáætluninni. Stefnt er að út- hlutun fjölbýlis- húsalóða fyrir um 500 íbúðir í seinni hluta Glaðheimahverfis. Tekjur af lóðasölunni verða notaðar til að lækka vaxtaberandi skuldir. „Þetta mun laga reksturinn og bæta afkomuna. Við munum ekki þurfa að taka nema mjög lítið af lán- um til framkvæmda. Það lítur út fyr- ir að vaxtaberandi skuldir hækki nánast ekkert,“ sagði Ármann. Gert er ráð fyrir að íbúum Kópa- vogs fjölgi um 2,5% og að þeir verði orðnir rúmlega 40.000 í árslok. Fjölgunin tengist mest nýjum íbúð- um á Kársnesi og í Smára 201. Kópavogsbær ætlar að fram- kvæma fyrir 5,5 milljarða á næsta ári. Bygging nýs Kársnesskóla veg- ur þungt auk þess sem nýr leikskóli rís samhliða. Verja á 3,6 milljörðum í það verkefni á næstu þremur árum og þar af tveimur milljörðum á næsta ári. Byggja á nýjan leikskóla við Skólatröð og er áætlað að um 250 milljónir fari í hann árið 2022. Verja á um 1.280 milljónum í nýbyggingu leikskóla á næstu þremur árum. Þá á að setja um 350 milljónir í að klára endurbætur á Kórnum. Ætlunin er að setja 1,7 milljarða í gatnagerð og tengd verkefni á næsta ári. Rekstrarafgangur í Kópavogi - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar kynnt - Lækka fasteignaskatta 2022 Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Framkvæma á fyrir 5,5 milljarða á næsta ári. Nýir skólar byggðir og miklar gatnaframkvæmdir. Íbúatalan fer yfir 40.000. Ármann Kr. Ólafsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nú þegar líður að loðnuvertíð verða netagerðarmenn um land allt að fara yfir loðnunætur og flottroll. Næturnar skiptast í vetrar- eða grunnnætur, og sumar- eða djúpnætur, og þurfa vetrarnæturnar meiri yfirferð en sum- arnæturnar, þar sem þær voru notaðar á síðustu vertíð. Netagerðarmennirnir Birgir Guðjónsson og Jón Garðar Einarsson hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum sjást hér sauma saman sumarnót sem flutt var á milli staða í tveimur pörtum, en nótin verður notuð í loðnuveiðar í nóvember. Útsýnið er ekki amalegt, þar sem Heimaklettur vakir yfir þeim. Setið daglangt við sumarnætur Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Sagnfræðingurinn Rósa Magnús- dóttir, höfundur bókarinnar Krist- inn og Þóra: Rauðir þræðir, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Guð- nýju Bjarnadóttur lækni, sem greindi frá því í Morgunblaðinu að Kristinn E. Andrésson hefði misnot- að hana kynferðislega í tvígang. Sagði Rósa á Facebook-síðu sinni að hún dáðist að hugrekki Guðnýjar, sem hefði fyrst haft samband við sig árið 2011. Rósa hafi hins vegar verið bundin trúnaði um atvikið, þar sem móðir Guðnýjar var enn á lífi. Segir hún að frásögn Guðnýjar hafi haft mikil áhrif á sig, og að bók sín um Kristin og Þóru Vigfúsdóttur konu hans sé ekki helgisaga. „Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að ein- staklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“ Stendur með Guðnýju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.