Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 JÓLAGJÖFIN í ár? arc-tic Retro VERÐ FRá: 29.900,- „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ SEGJA MÉR EITT EÐA NEITT UM ÞAÐ.“ „Á DÓTTIR ÞÍN ENN SAMA SVEFNHERBERGIÐ?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vatnsheld. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍFIÐ VERÐUR VARLA BETRA EN ÞETTA KVÖLDVERÐUR VIÐ ÍSSKÁPSLJÓS HRÓLFUR! ÆTLARÐU AÐ RÆNA KASTALANN Á AFMÆLISDAGINN MINN?! SAX NEI! ÉG KOM TIL AÐ SKERA KÖKUNA! JÆKS SKEL L HEIMS- ENDIR Í NÁND inbera, lífeyrissjóða og fyrirtækja. „Ég er formaður hjá fjórum fyrir- tækjum núna, Símanum, Reiknistofu bankanna, Rafmagnsveitu ríkisins og Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ég er farinn að draga mig í hlé og er á útleið.“ Sigurður fór út í hestamennsku þegar hann hætti störfum sem ríkis- endurskoðandi. „Ég hef verið með dóttur minni og dóttursyni í þessu en ætla að hætta hestamennskunni um árámótin.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar var Hinrika Halldórsdóttir, f. 6.5. 1942, d. 18.12. 2002, bankastarfsmaður. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór S. Ás- geirsson, f. 4.1. 1904, d. 12.5. 1990, sjómaður, og Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir, f. 12.9. 1904, d. 5.3. 1985, húsfreyja. Börn Sigurðar og Hinriku eru 1) Sigríður, f. 26.2. 1966, arkitekt. Maki: Bjarni Þór Gunnlaugsson rafmagns- tæknifræðingur. Börn: Hinrika, f. 7.6. 1991, hjúkrunarfræðingur. Sambýlis- maður: Jóhann Valur Sævarsson, rekstrarverkfræðingur. Barn: Darri Þór, f. 27.11. 2018; Steinunn, f. 6.10. 1994, kennari og leirlistakona. 2) Rannveig, f. 9.6. 1967, viðskiptafræð- ingur. Maki: Björn Arnar Magnússon byggingartæknifræðingur. Börn: Sigurður Darri, f. 18.6. 1996, d. 29.1. 2020, var á lokaári í umhverfis- og byggingarverkfræði í HÍ, Salvör Svanhvít, f. 4.6. 1998, nemi í umhverf- is- og byggingarverkfræði í HÍ, Hinrika Salka, 2.6. 2009, grunn- skólanemi. 3) Birgir, f. 31.12. 1973, bifvélavirki og ljósmyndari frá há- skóla í Kanada. Maki: Hafsteina Sigurbjörnsdóttir, f. 16.3. 1976, tölvunarfræðingur. Börn: Sunna Dís, f. 26.8. 2001, nemi, Alexía Liv, f. 19.11. 2008, grunnskólanemi. Systur Sigurðar eru Kristín, f. 24.6. 1938, sjúkraliði, og Guðlaug Gréta, f. 4.1. 1945, skrifstofumaður. Báðar bú- settar í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Þórður Bjarnason, f. 11.9. 1897, d. 3.11. 1980, bifreiðarstjóri, og Sigríður Ketilsdóttir, f. 20.4. 1911, d.18.2. 1998, húsfreyja. Þau bjuggu í Hafnarfirði alla sína búskapartíð Sigurður Þórðarson Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Laug Jón Sigurðsson bóndi á Laug í Biskupstungum Þórunn Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Ketill Greipsson sjómaður í Hafnarfirði Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja og verkakona í Hafnarfirði Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja í Haukadal Greipur Sigurðsson hreppstjóri í Haukadal í Biskupstungum Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja í Móakoti Jón Sigurðsson bóndi í Móakoti Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Móakoti Bjarni Sigurðsson bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd Margrét Bjarnadóttir ljósmóðir á Minna-Knarrarnesi Sigurður Gíslason bóndi á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Ætt Sigurðar Þórðarsonar Þórður Bjarnason bifreiðarstjóri í Hafnarfirði Jón Gissurarson skrifar í Boðn- armjöð: „Sumir líta betur út með maska (grímu)“: Ellin nokkuð á mér hrín útlit mun hún laska. Aðeins lagast ásýnd mín ef ég nota maska. Þorgeir Magnússon yrkir um „vinskapinn“: Þegar skilur vini vík verða strjálir fundir sælli en ef sætu á brík saman allar stundir. Kristján H. Theodórsson yrkir: Í Grímsvatnanna grautarskál, gerjun stendur hæst. Af gossperringi gerist mál, en gengur betur næst. Kolbrún Hjörleifsdóttir orti þessa fallegu vísu á laugardag: Í Suðurhöfum sólin skín sindra öldur sæl er vetrarsólin mín sefar nöldur. Það eru nýir og breyttir tímar. Magnús Geir Guðmundsson yrkir: Föstudagar færa mér, fleira víst en áður var. Núna friðsæld frekar er, en fyllerí og kvennafar! Ingólfur Ómar Ármannsson skrifar: „Smá óhapp henti mig í morgun en ég slapp með skrekk- inn“: Vísast hlaut ég vondan skell varist gat ei falli. Á hausinn stakkst og flatur féll fram af vinnupalli. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson þekkir uppruna sinn og þakkar: Kussungurinn Æði margt mér gæfan gaf, gat því hætt á sjónum. Í beinan karllegg kominn af, Kussungsstaðahjónum. Hrólfur Sveinsson yrkir um „ein- semd“: Abbadís Birgitta Brant var bústin og elegant. Já, svo er að heyra. En hitt er þó meira hvað henni var ábóta-vant. Enn yrkir Hrólfur og kallar „Leit heldur áfram“: Frú Halldóra keyrði á klett og kurlaðist, hef ég frétt; þó tínd væri saman er tæpast að daman sé talin með öllu komplett. Gömul vísa í lokin: Karlar reiða í kútum vín, kjaftar freyða – eins og svín, bruðla – eyða efnum sín, af því leiðir skuldapín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ellin með og án maska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.