Morgunblaðið - 09.12.2021, Page 59

Morgunblaðið - 09.12.2021, Page 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 JÓLAGJÖFIN í ár? arc-tic Retro VERÐ FRá: 29.900,- „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ SEGJA MÉR EITT EÐA NEITT UM ÞAÐ.“ „Á DÓTTIR ÞÍN ENN SAMA SVEFNHERBERGIÐ?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vatnsheld. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍFIÐ VERÐUR VARLA BETRA EN ÞETTA KVÖLDVERÐUR VIÐ ÍSSKÁPSLJÓS HRÓLFUR! ÆTLARÐU AÐ RÆNA KASTALANN Á AFMÆLISDAGINN MINN?! SAX NEI! ÉG KOM TIL AÐ SKERA KÖKUNA! JÆKS SKEL L HEIMS- ENDIR Í NÁND inbera, lífeyrissjóða og fyrirtækja. „Ég er formaður hjá fjórum fyrir- tækjum núna, Símanum, Reiknistofu bankanna, Rafmagnsveitu ríkisins og Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ég er farinn að draga mig í hlé og er á útleið.“ Sigurður fór út í hestamennsku þegar hann hætti störfum sem ríkis- endurskoðandi. „Ég hef verið með dóttur minni og dóttursyni í þessu en ætla að hætta hestamennskunni um árámótin.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar var Hinrika Halldórsdóttir, f. 6.5. 1942, d. 18.12. 2002, bankastarfsmaður. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór S. Ás- geirsson, f. 4.1. 1904, d. 12.5. 1990, sjómaður, og Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir, f. 12.9. 1904, d. 5.3. 1985, húsfreyja. Börn Sigurðar og Hinriku eru 1) Sigríður, f. 26.2. 1966, arkitekt. Maki: Bjarni Þór Gunnlaugsson rafmagns- tæknifræðingur. Börn: Hinrika, f. 7.6. 1991, hjúkrunarfræðingur. Sambýlis- maður: Jóhann Valur Sævarsson, rekstrarverkfræðingur. Barn: Darri Þór, f. 27.11. 2018; Steinunn, f. 6.10. 1994, kennari og leirlistakona. 2) Rannveig, f. 9.6. 1967, viðskiptafræð- ingur. Maki: Björn Arnar Magnússon byggingartæknifræðingur. Börn: Sigurður Darri, f. 18.6. 1996, d. 29.1. 2020, var á lokaári í umhverfis- og byggingarverkfræði í HÍ, Salvör Svanhvít, f. 4.6. 1998, nemi í umhverf- is- og byggingarverkfræði í HÍ, Hinrika Salka, 2.6. 2009, grunn- skólanemi. 3) Birgir, f. 31.12. 1973, bifvélavirki og ljósmyndari frá há- skóla í Kanada. Maki: Hafsteina Sigurbjörnsdóttir, f. 16.3. 1976, tölvunarfræðingur. Börn: Sunna Dís, f. 26.8. 2001, nemi, Alexía Liv, f. 19.11. 2008, grunnskólanemi. Systur Sigurðar eru Kristín, f. 24.6. 1938, sjúkraliði, og Guðlaug Gréta, f. 4.1. 1945, skrifstofumaður. Báðar bú- settar í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Þórður Bjarnason, f. 11.9. 1897, d. 3.11. 1980, bifreiðarstjóri, og Sigríður Ketilsdóttir, f. 20.4. 1911, d.18.2. 1998, húsfreyja. Þau bjuggu í Hafnarfirði alla sína búskapartíð Sigurður Þórðarson Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Laug Jón Sigurðsson bóndi á Laug í Biskupstungum Þórunn Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Ketill Greipsson sjómaður í Hafnarfirði Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja og verkakona í Hafnarfirði Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja í Haukadal Greipur Sigurðsson hreppstjóri í Haukadal í Biskupstungum Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja í Móakoti Jón Sigurðsson bóndi í Móakoti Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Móakoti Bjarni Sigurðsson bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd Margrét Bjarnadóttir ljósmóðir á Minna-Knarrarnesi Sigurður Gíslason bóndi á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Ætt Sigurðar Þórðarsonar Þórður Bjarnason bifreiðarstjóri í Hafnarfirði Jón Gissurarson skrifar í Boðn- armjöð: „Sumir líta betur út með maska (grímu)“: Ellin nokkuð á mér hrín útlit mun hún laska. Aðeins lagast ásýnd mín ef ég nota maska. Þorgeir Magnússon yrkir um „vinskapinn“: Þegar skilur vini vík verða strjálir fundir sælli en ef sætu á brík saman allar stundir. Kristján H. Theodórsson yrkir: Í Grímsvatnanna grautarskál, gerjun stendur hæst. Af gossperringi gerist mál, en gengur betur næst. Kolbrún Hjörleifsdóttir orti þessa fallegu vísu á laugardag: Í Suðurhöfum sólin skín sindra öldur sæl er vetrarsólin mín sefar nöldur. Það eru nýir og breyttir tímar. Magnús Geir Guðmundsson yrkir: Föstudagar færa mér, fleira víst en áður var. Núna friðsæld frekar er, en fyllerí og kvennafar! Ingólfur Ómar Ármannsson skrifar: „Smá óhapp henti mig í morgun en ég slapp með skrekk- inn“: Vísast hlaut ég vondan skell varist gat ei falli. Á hausinn stakkst og flatur féll fram af vinnupalli. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson þekkir uppruna sinn og þakkar: Kussungurinn Æði margt mér gæfan gaf, gat því hætt á sjónum. Í beinan karllegg kominn af, Kussungsstaðahjónum. Hrólfur Sveinsson yrkir um „ein- semd“: Abbadís Birgitta Brant var bústin og elegant. Já, svo er að heyra. En hitt er þó meira hvað henni var ábóta-vant. Enn yrkir Hrólfur og kallar „Leit heldur áfram“: Frú Halldóra keyrði á klett og kurlaðist, hef ég frétt; þó tínd væri saman er tæpast að daman sé talin með öllu komplett. Gömul vísa í lokin: Karlar reiða í kútum vín, kjaftar freyða – eins og svín, bruðla – eyða efnum sín, af því leiðir skuldapín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ellin með og án maska

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.