Morgunblaðið - 14.12.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eigendur ökutækja sem öllum
stundum eru notuð í Hrísey, Gríms-
ey eða á Flatey á Breiðafirði geta nú
fengið undanþágu frá skoðunar-
skyldu tækja sinna. Undanþágan
tekur gildi um áramót og geta eig-
endur þá skráð bíla sína og önnur
ökutæki í sérstakan notkunarflokk.
Nú reglugerð um skoðun öku-
tækja tók gildi í maí en þó var gild-
istöku tiltekinna breytinga frestað
til áramóta. Eyjaflokkurinn er þar á
meðal.
Gunnar Geir Gunnarsson, deildar-
stjóri öryggis- og fræðsludeildar
Samgöngustofu, segir að ökutæki í
þessum tilteknu eyjum séu ekki í
umferð með sama hætti og ökutæki á
öðrum stöðum landsins, þau séu yfir-
leitt aðeins notuð til að komast á milli
húsa. Þá hafi það verið óþægindi fyr-
ir eigendur að þurfa að færa ökutæk-
in upp á land til skoðunar. Nú er
kveðið á um að ef ökutæki í þessum
flokki eru færð upp á meginlandið
falli undanþágan úr gildi og menn
skuli færa ökutækið án tafar til
reglubundinnar skoðunar.
Undanþágan nær ekki til öku-
tækja í Vestmannaeyjum. Gunnar
bendir á að umferðin þar sé meiri en
í fámennari eyjunum og lúti svipuð-
um lögmálum og umferð í sambæri-
legum bæjum uppi á landi. Þá séu
samgöngur með þeim hætti að al-
gengt sé að ökutækin séu notuð bæði
á Heimaey og uppi á landi.
Breytingarnar sem taka gildi um
áramót snerta lítið hinn venjulega
bíleiganda, sem er með sitt á hreinu.
Hins vegar hækkar vanrækslugjald,
fyrir að færa ökutæki ekki til skoð-
unar á réttum tíma, úr 15 þúsund í 20
þúsund krónur og í 40 þúsund fyrir
stærri bíla.
Skoðað fyrir sumarið
Þá þurfa eigendur ökutækja sem
einkum eru notuð á sumrin, svo sem
húsbíla, fellihýsa, fornbíla og bif-
hjóla, að athuga breyttan skoðunar-
tíma. Framvegis verður miðað við að
þau þurfi að færa til skoðunar í byrj-
un ferðatímabils, það er að segja í
maí, en áður var miðað við ágúst.
Fólk hefur eftir sem áður þrjá mán-
uði til að færa ökutækin til skoðunar.
Önnur ákvæði snúa mest að sér-
tækari ökutækjum og ökutækjum
sem ekki eru í lagi. Nú er í nógu að
snúast á skoðunarstofunum við að
aðlaga gæðakerfi og þjálfa starfsfólk
fyrir komandi breytingar enda fyr-
irvarinn ekki langur.
Ekki þarf að skoða ökutæki í eyjum
- Ný ákvæði reglugerðar um skoðun
ökutækja taka gildi um komandi áramót
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Heyvagnaferð Margir ferðamenn hafa nýtt sér sætaferðir um Hrísey.
Dráttarvélar hafa lengi verið helsta samgöngutæki Hríseyinga.
Guðni Einarsson
Urður Egilsdóttir
Unnur Freyja Víðisdóttir
Ólíklegt er að herða þurfi sóttvarna-
reglur yfir hátíðirnar, að mati Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Núverandi bylgja kórónuveiru-
faraldursins er hægt og sígandi á
niðurleið.
Þrátt fyrir að um 100-120 smit
hafi greinst innanlands síðastliðna
daga hefur staðan á Landspítalanum
oft verið verri en nú, að sögn Þór-
ólfs. „Helgin var allsæmileg á spít-
alanum og á meðan svo er þykir mér
ekki ástæða til að herða aðgerðir.
Þessar aðgerðir sem eru í gildi núna
virðast halda í horfinu og ef eitthvað
er þá er smitum að fækka og kúrfan
á leið niður.“
Tæplega 30 hafa greinst með
ómíkron-afbrigði veirunnar hér á
landi. Afbrigðið er í mikilli sókn og
greinist í auknum mæli í nágranna-
löndunum, einkum í Danmörku.
Börnum á aldrinum 5-11 ára verð-
ur boðin bólusetning við Covid-19
eftir áramót. „Sennilega munu þess-
ar bólusetningar fara fram í annarri
vikunni í janúar,“ segir Þórólfur.
Ljóst er að börn eru að leggjast
alvarlega veik inn á spítala vegna
veirunnar í bæði Bandaríkjunum
sem og öðrum Evrópulöndum. Því
er fyllsta ástæða til að bjóða ofan-
greindum aldurshópi bólusetningu
gegn veirunni, að sögn Þórólfs.
Hann segir yfirstandandi bylgju far-
aldursins drifna áfram af börnum og
bólusetningar þeirra muni ekki ein-
ungis hjálpa við að kveða smitin nið-
ur heldur einnig að draga úr nei-
kvæðum áhrifum veirunnar á
daglegt líf barna.
Opnað fyrir heimsóknir
Heimsóknir verða leyfðar á Land-
spítala frá og með morgundeginum,
15. desember, en 14 sjúklingar lágu
inni í gær með Covid-19. Einn gest-
ur má heimsækja hvern sjúkling í
klukkustund á dag. Æskilegt þykir
að gesturinn sé fullbólusettur.
Hertar aðgerðir eru ólíklegar
- Staðan á Landspítala oft verið verri - Bólusetningar 5-11 ára barna í janúar
175
150
125
100
75
50
25
0
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
1.350 erumeð virkt smit
og í einangrun2.262 einstaklingar
eru í sóttkví
14 einstaklingar eruásjúkrahúsi,
þarafþrírágjörgæslu
36hafa látist, þar af einn
einstaklingur sl. föstudag
377 ný innanlandssmit
greindust sl. helgi
(fös. 10. til sun. 12. des.)
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra á LSH
með Covid-19 smit
154
32
14
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
júlí ágúst september október nóvember des.
135
123
Gunnar Ein-
arsson bæjar-
stjóri Garða-
bæjar mun ekki
gefa kost á sér
aftur í komandi
sveitarstjórnar-
kosningum og
mun því láta af
störfum að kjör-
tímabili loknu.
Gunnar er orð-
inn 67 ára gamall en hann hóf fyrst
störf hjá bænum 25 ára að aldri, þá
sem íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Eftir það tók hann við stöðu for-
stöðumanns fræðslu- og menning-
arsviðs en það var ekki fyrr en árið
2005 sem hann var ráðinn bæjar-
stjóri.
„Ég hef varið rúmlega 40 árum
af starfsævi minni í þjónustu við
Garðbæinga. Á þessu langa tímabili
hef ég tekið virkan þátt í uppbygg-
ingu bæjarins bæði sem embætt-
ismaður, stjórnmálamaður og þátt-
takandi í félagsstarfi innan bæjar-
markanna,“ er haft eftir Gunnari í
tilkynningu.
Hættir sem bæjar-
stjóri Garðabæjar
Gunnar
Einarsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa til
að bóka tíma sem allra fyrst í blóð-
gjöf fyrir hátíðarnar. Mikilvægt er
að tryggja öryggisbirgðir blóðs fyrir
jól og áramót. Öryggisbirgðir rauð-
kornaþykkna í Blóðbankanum þurfa
að vera um 400 einingar en nú eru
einungis 200 einingar tiltækar, sam-
kvæmt tilkynningu sem Blóðbank-
inn sendi frá sér í gær.
Hægt er að afgreiða blóðhluta til
allra sjúklinga sem þess þurfa en ef
skyndilega kemur til mikillar notk-
unar er viðnámsþróttur Blóðbank-
ans stórlega minnkaður við þessar
aðstæður. Blóðbankinn segir það því
vera mjög brýnt öryggismál fyrir
sjúklinga að tryggja nægilegan
fjölda blóðgjafa fram að jólum.
Lengdur þjónustutími
Þjónustutími fyrir blóðgjafa hefur
verið lengdur í þessari viku til að
gera fleiri blóðgjöfum kleift að heim-
sækja Blóðbankann. Opið verður í
Blóðbankanum við Snorrabraut í
Reykjavík klukkan 8-19 í dag, á
morgun og á fimmtudag. Á föstudag
verður opið kl. 8-13 og klukkan 8-16
á laugardag, 18. desember.
Opið verður í Blóðbankanum á
Glerártorgi á Akureyri klukkan 8-18
í dag og á morgun og klukkan 10-18
fimmtudaginn 16. desember.
Hægt er að skrá sig í blóðgjöf í
gegnum heimasíðu Blóðbankans,
blodbankinn.is. Eins má hringja og
panta tíma fyrir blóðgjöf í síma 543-
5500 fyrir Blóðbankann á Snorra-
braut og í síma 543-5560 fyrir Blóð-
bankann á Glerártorgi.
Blóðbankinn minnir á að blóðgjöf
er besta jólagjöfin og að blóðgjöf er
lífgjöf.
Blóðgjafar komi
og gefi jólagjöf
- Tryggja þarf öryggisbirgðir blóðs
Morgunblaðið/Eggert
Blóðgjöf Nú þarf að stækka inni-
stæðuna í Blóðbankanum.