Morgunblaðið - 14.12.2021, Side 6

Morgunblaðið - 14.12.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ef gera á Landspítalanum kleift að standa undir óbreyttum rekstri á næsta ári, veita nýja þjónustu og vinna að eðlilegum rekstrarumbót- um vantar sjúkrahúsið tæplega 1,8 milljarða króna til viðbótar við þau framlög sem lögð eru til í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Einnig stefnir að óbreyttu í mikla fjárvöntun vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári eða upp á rúma tvo milljarða króna umfram þær fjárveitingar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögnum Landspítalans um frumvarpið. Ekki svigrúm fyrir ný lyf Þar er m.a. rakið að áætlaður kostnaður á næsta ári vegna leyf- isskyldra lyfja er upp á tæplega 14,7 milljarða kr. en fjárveitingar eru upp á rúma 12,5 milljarða. „Ný en mjög dýr lyf gjörbreyta lífslíkum og lífsgæðum sjúklinga. Heimsmark- aðsverð á mörgum lyfjum hækkar mikið. Reiknaður vöxtur í fjárlaga- frumvarpinu er 1,5% en raunveru- leikinn þyrfti að vera um 10%. Að óbreyttu er ekkert svigrúm fyrir að taka ný lyf í notkun á árinu 2022 og fjárveitingar duga ekki fyrir þeim lyfjameðferðum sem nú þegar eru í gangi,“ segir í umsögn sem Guðlaug Rakel Guð- jónsdóttir, settur forstjóri Land- spítalans, hefur sent fjárlaganefnd Alþingis. Bendir hún á að leyfis- skyld lyf séu oft mjög dýr en geti gjörbreytt lífslíkum og lífsgæðum sjúklinga. Tekin eru dæmi um ástæður þess að kostnaður vegna þeirra fer vaxandi. Þannig er t.d. áætlaður aukinn kostnaður vegna mikilla verðhækkana á lyfinu inn- únóglóbúlín 270 milljónir kr. Með tilkomu nýrra krabbameinslyfja, svokallaðra PDL-1 hemla, hefur orðið mikil þróun í meðferð krabba- meina og horfur sjúklinga farið batnandi en kostnaðaraukinn vegna þeirra er 308 milljónir. Kostnaðar- auki vegna aukinnar notkunar líf- tæknilyfja til meðferðar við lang- vinnum bólgusjúkdómum er áætlaður 352 milljónir. Í annarri umsögn um framlög til spítalans kemur fram að þrátt fyrir margt jákvætt í frumvarpinu og aukin framlög á ýmsum sviðum, en alls hækka fjárveitingar til rekstrar um 8,7 milljarða, þá glími spítalinn við langvarandi fjárhagsvanda. Er undirliggjandi rekstrarvandi á yfir- standandi ári sagður vera um einn milljarður. Á næsta ári vanti 1.642 milljónir til að standa undir óbreytt- um rekstri. Ef reikniviðmið fjárlaga á liðnum árum giltu í ár hefði spít- alinn fengið um 1,4 milljarða og er óskað eftir að það verði tryggt áfram. Loks er lagt til að felld verði niður 387 milljóna kr. hagræðing- arkrafa á spítalann á næsta ári. „Að óbreyttu þarf spítalinn því að skerða þjónustu sína. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve alvar- leg slík staða er,“ segir í umsögn- inni. Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Landspítalinn glímir við langvarandi fjárhagsvanda og er undirliggjandi vandi í ár talinn einn milljarður. Landspítalinn þarf 1,8 milljarða í viðbót - Vilja að 387 milljóna hagræðingarkrafa verði felld niður „Það eru mikil vonbrigði að fjár- lagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkr- unarheimila né nýjan stjórnarsátt- mála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönn- unarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Þetta segir í umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga til Alþingis við fjárlagafrumvarp ársins 2022. Gert sé ráð fyrir tveggja millj- arða kr. hækkun framlaga til hjúkr- unarheimila en það nægi ekki þar sem verulega virðist vera skorið niður á móti. Kostnaður vegna styttingar vinnutímans ekki bættur Einnig vanti fjármagn til að mæta stórum kostnaðarliðum hjúkrunarheimila. Í frumvarpinu sé ekki að finna milljarð króna sem bætt var inn í daggjald heimilanna í sumar í fjáraukalögum til að af- stýra neyðarástandi í rekstri heim- ilanna. „Í því samhengi má benda á að vinnuhópur um framhaldsgreiningu á svonefndri „Gylfaskýrslu“ kom sér saman um að árið 2019 hefði vantað inn einn milljarð til að við- halda þjónustustiginu. Þá er ekki að sjá í frumvarpinu að kostnaður hjúkrunarheimilanna vegna „Betri vinnutíma“ vaktafólks sé bættur. Auk þessara þátta má nefna að það virðist langt frá því að nægt tillit sé tekið til aukinnar hjúkrunarþyngd- ar, útlagakostnaðar eða verðlags- og launahækkana,“ segir í umsögn sambandsins, sem heldur því fram að ef þetta reynist rétt þá boði fjár- lagafrumvarp næsta árs „í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila lands- ins“, segir þar. Ríkisframlög til sveitarfélaga sem höllum fæti standa? Í umsögninni er einnig m.a. bent á að fjármálareglum sveitarstjórn- arlaganna var vikið til hliðar til árs- ins 2026 vegna heimsfaraldurs kór- ónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða skuldaregluna um að halda skuldum undir 150% af tekjum. „Nú er viðbúið að rekstur einhverra sveitarfélaga kunni að brjóta í bága við fjármálareglurnar árið 2026. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti á að takast á við það, en nauðsynlegt kann að vera að veita framlög úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem höll- um fæti standa,“ segir í umsögn- inni. Sveitarfélögin kalla einnig eftir því að tímabundin hækkun á endur- greiðslum virðisaukaskatts af launakostnaði í átakinu „Allir vinna“ úr 60% í 100% verði fram- lengd til loka árs 2022. Átakið hafi sannarlega leitt til atvinnusköpunar og spornað gegn svartri atvinnu- starfsemi sem skili sér í auknu út- svari til sveitarfélaga og tekjuskatti til ríkisins. omfr@mbl.is Gagnrýna boð- aðan niðurskurð - Segja ekki staðið við loforð í fjár- lagafrumvarpi um hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Golli Seljahlíð Tveggja milljarða hækk- un til hjúkrunarheimila er ekki nóg. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) kalla eftir því í umsögn um fjárlagafrumvarpið að eins milljarðs kr. viðbótarframlagi sem Alþingi samþykkti í fjáraukalögum 2021 verði bætt aftur við rekstrargrunn hjúkrunarheimila og 300 milljónir til viðbótar vegna svonefnds útlaga- kostnaðar. Þessi innspýting hafi komið í veg fyrir hamfarir í rekstri hjúkrunarheimila, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi. Segja samtökin að inn í frumvarpið vanti einnig fjármuni til að bæta kostnað vegna styttingar vinnuvikunnar. Óska samtökin eftir því við fjárlaganefnd að aðhaldskrafa á starfsemi hjúkrunarheimila verði af- lögð. Mikið vanti upp á fjárveitingar í frumvarpinu til hjúkrunarheimila ef stjórnvöld vilji viðhaldi sama þjónustustigi og nú og óska þau eftir að fjárheimild til málaflokksins hækki um þrjá milljarða, sem ráðstafað verði til að styrkja rekstrargrunn hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma. Óska eftir 3 milljarða hækkun SFV SEGJA INNSPÝTINGU HAFA KOMIÐ Í VEG FYRIR HAMFARIR Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa endurmetið spá vegna kostnaðar við almenn lyf og gera nú ráð fyrir að á þessu ári stefni kostnaðurinn í tæpa 14,7 milljarða kr. en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir 11,9 milljörðum í þessi lyfjaútgjöld. Hallinn stefnir því í 2.750 milljónir kr. Þetta kemur fram á yf- irliti SÍ sem fylgir umsögn Félags atvinnurekenda, SVÞ og Frumtaka um fjárlagafrumvarp næsta árs. „Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað hjá Sjúkratryggingum er það mat stofnunarinnar að þörf næsta árs vegna almennra lyfja sé 15.024 [milljónir kr.] Það mat er byggt á faglegum forsendum, m.a. um þróun sjúkdóma, fólksfjölgun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar,“ segir í umsögninni. Er ítrekuð vanáætl- un lyfjaútgjalda gagnrýnd og varað við því að stjórnvöld grípi reglubund- ið til vanhugsaðra niðurskurðaraðgerða sem stefni lyfjaöryggi í hættu. Stefnir í 2,7 milljarða halla KOSTNAÐUR VEGNA ALMENNRA LYFJA VANÁÆTLAÐUR Hrefnur við Noreg eru nú taldar vera um 150 þúsund talsins, um 50 þúsund fleiri en áður var metið og er byggt á talningum á fimm ára tíma- bili 2014-19. Hrefna er eini hvalurinn sem Norðmenn veiða, en þeir eru auk Íslendinga eina Evrópuþjóðin sem heimilar slíkar veiðar, en reynd- ar hefur hrefna ekki verið veidd hér við land síðustu ár. Ekki er talið að skýra megi fjölgun hrefnu við Noreg með fjölgun í stofn- inum á norðurslóðum. Frekar sé um að ræða breytingar í útbreiðslu teg- undarinnar og fleiri hrefnur hafi ver- ið á talningasvæði Norðmanna, að því er NRK Nordland í Noregi hefur eftir Arne Bjørge, sérfræðingi hjá norsku hafrannsóknastofnuninni. Ráðgjöf vísindamanna fyrir næsta ár er um að leyfa veiðar á 917 hrefn- um og er veiðunum skipt á fimm svæði, m.a. við Jan Mayen. Síðustu ár hafa norsk stjórnvöld heimilað veiðar á 1.278 hrefnum. Í ár veiddu Norðmenn 575 hrefnur og hafa ekki veitt svo mörg dýr síðan 2016. Auðveldara með hverju árinu Bjørn Rikard Andersen, skipstjóri á hvalveiðibát og formaður samtaka hrefnuveiðimanna, segir að það hafi orðið auðveldara með hverju árinu að skjóta hrefnur og þéttleikinn hafi aukist. Á vertíðinni síðasta vor veiddu þeir 46 dýr á 13 dögum fyrir utan Vardø í Finnmörku, en hvalur- inn finnist víða. Andersen leggur áherslu á að hrefnuveiðar séu svo takmarkaðar að þær hafi ekki nein áhrif á stofnstærðina. aij@mbl.is Hrefnum hefur fjölgað á hafsvæðinu við Noreg - Breytt útbreiðsla - Veiðar hafa ekki áhrif á stofnstærð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hvalaskoðun Vinaleg hrefna gleður farþega í hvalaskoðun á Faxaflóa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.