Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021 Landsdómur Danmerkur dæmdi Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga- og innflytjendamála, í gær til 60 daga óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að gefa þau fyr- irmæli árið 2016 að giftir hælisleit- endur undir 18 ára aldri skyldu að- skildir, en slíkt gengur í berhögg við dönsk lög. Bar Støjberg því við á sínum tíma, og við réttarhöldin, að henni hefði gengið það eitt til að bjarga ungum stúlkum úr þvinguðum hjónaböndum, sem þekkt eru víða um Austurlönd, en þetta er í sjötta skiptið sem lands- dómur Danmerkur kemur saman. Hófst málarekstur fyrir landsdómi snemma í haust og var Støjberg dæmd sek með atkvæðum 25 dómara á móti einum. „Hér er enginn vafi“ Danska þingsins bíður nú að taka afstöðu til snúinnar spurningar. Er Inger Støjberg sætt á þingi sem dæmdum sakamanni? Sú spurning verður reyndar fyrst borin undir kjörprófanefnd þingsins klukkan 16 í dag að dönskum tíma. Kjörprófa- nefnd skipa 17 þingmenn og nægir að einn þeirra fari fram á að þingheimur greiði atkvæði um málið til að slík at- kvæðagreiðsla fari fram. Lars Løkke Rasmussen, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerkur og þeirrar ríkisstjórnar sem Støjberg sat í, er þeirrar skoðunar að innflytj- endaráðherranum fyrrverandi sé ekki sætt á þingi. Ritaði hann um málið á Facebook og var þetta nið- urlagið: „Hér er enginn vafi: Maður er ekki verðugur til að skipa þingsæti hafi maður hlotið 60 daga óskilorðs- bundinn dóm, ekki nema við endur- kjör eftir að afplánun lýkur.“ AFP Dæmd Inger Støjberg ræðir við fjöl- miðla við þingfestingu málsins. Støjberg dæmd til fangelsisvistar - Framtíð hennar á þingi næsta mál „Nú er alvara á ferðum,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætis- ráðherra Nor- egs, á blaða- mannafundi í gærkvöldi þar sem hann kynnti hertar sóttvarna- reglur, sem gilda skulu í fjórar vik- ur frá miðnætti í kvöld, en hver metdagurinn í nýsmitum rak annan í síðustu viku, mest 5.400 smit á sól- arhring. Ráku norskir vertar upp ramakvein í fjölmiðlum í gær eftir að Støre lagði algjört bann við sölu áfengis á veitingahúsum frá í kvöld fram í miðjan janúar, þar með talið það litla sem eftir er af vertíð jóla- hlaðborða, einu helgasta véi veit- ingabransa landsins, að ógleymdum áramótunum. Ekki eru liðnir fleiri en sex dagar síðan ríkisstjórnin herti síðast á regluverkinu. NOREGUR Støre-dómur yfir norskum vertum Jonas Gahr Støre Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Tala látinna er nú komin í sjö í kjölfar öflugrar sprengingar, sem að öllum líkindum orsakaðist af gasleka, og lagði fjögur íbúðarhús í bænum Rav- anusa á Sikiley í rúst á laugardags- kvöld auk þess að valda umfangs- miklu tjóni á þremur til viðbótar. Varð þetta ljóst þegar björgunar- menn, sem unnið hafa nótt sem nýtan dag við leit í rústum húsanna, fundu fleiri lík í gærmorgun, eftir því sem slökkvilið bæjarins greinir frá. Gæta varúðar í rústunum Tveggja er enn þá saknað og held- ur leit áfram að þeim, en björgunar- fólk hafði hunda sér til fulltingis við leitina og voru það þeir, sem rötuðu á líkin. Ein hinna látnu var hjúkrunar- kona, sem var að því komin að fæða afkvæmi sem hún bar undir belti, og eru íbúar Ravanusa harmi slegnir vegna atburðarins. „Við verðum að gæta þess að fjar- lægja brakið varlega, einn hluta í einu, til að hindra að frekara hrun verði,“ sagði Luca Cari, sem hafði orð fyrir slökkviliðsmönnum á vett- vangi, við Reuters-fréttastofuna í gær, „brak úr byggingunum getur hrunið ofan á slökkviliðsmennina og einnig fólkið sem við erum að leita að.“ „Fjölskyldur hafa tapað öllu“ Rannsókn er þegar hafin á orsök sprengingarinnar, sem, eins og fyrr segir, grunur leikur á að tengist gas- leka. „Hér hefur ekkert viðhald átt sér stað í 100 ár, Sikiley er gleymd,“ sagði Maria Rallo, en eitt fórnar- lamba sprengingarinnar tengdist henni vinaböndum. Ítalska gasveitan Italgas hefur sent íbúum Ravanusa innilegar samúðarkveðjur, en nefndi við sama tækifæri að neyðarþjónustu stofnunarinnar hefðu ekki borist nein boð um gasleka í Ravanusa í síð- ustu viku. Þá hefur Carmelo D‘Angelo, bæj- arstjóri þessa 11.000 íbúa bæjar, sem einkum er þekktur fyrir grísk hof er þar finnast, heitið því að ekkert verði til sparað við endurbyggingu húsanna, sem sprengingin jafnaði við jörðu. „Fjölskyldur hafa tapað öllu sínu og misst ættingja sína í ofaná- lag, þær hafa tapað heimilum sínum, minningum sínum, ljósmyndum og öðrum eigum,“ sagði D‘Angelo. „Þetta er lítill bær og hér þekkja allir alla,“ sagði nafni bæjarstjórans, elli- lífeyrisþeginn Arcangelo D‘Angelo, í samtali við katarska fjölmiðilinn Al Jazeera, „okkur skortir orð.“ Fleiri lík fundin á Sikiley - Barnshafandi hjúkrunarkona meðal látinna sem fundust snemma í gærmorgun - Tveggja enn saknað eftir sprenginguna - „Ekkert viðhald átt sér stað í 100 ár“ Vigili del Fuoco/AFP Rústir Ljósmynd sikileyska slökkvi- liðsins sýnir eyðilegginguna glöggt. Úgandski vaxtarræktarmaðurinn Tamale Saf- aulu er langt frá því að vera kominn að fótum fram þar sem hann „pósar“ einfættur á sviðinu í vaxtarræktarkeppninni Mr. 001 í Mombasa í Kenía á laugardaginn, en Safaulu gerði sér lítið fyrir og bar þar sigur úr býtum í sínum þyngd- arflokki. Hann er 28 ára gamall og á sex ára langan keppnisferil að baki, frá 2015. Ekki lét Úganda- maðurinn það slá sig út af laginu þegar hann missti allan hægri fótlegginn í vélhjólaslysi í febrúar í fyrra heldur kom tvíefldur til baka á sviðið og sigraði fyrst í keppninni Mr. Kampala í Úganda, þá í flokki fatlaðra, en nú um helgina í Mr. 001, hans fyrstu vaxtarræktarkeppni fjarri fósturjarðar ströndum, eða strönd réttara sagt, þar sem eina strönd Úganda er sú sem aðskilur það Viktoríuvatninu, er nemur hálfu Íslandi að flatarmáli og Kenía og Tansanía deila með Úg- anda. Afríka Lét alvarlegt slys ekki verða sér fjötur um fót AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.