Morgunblaðið - 14.12.2021, Side 24
Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson
kemur víða við í sköpun sinni og nú
hefur hann bæst í hóp nokkurra víð-
frægra listamanna sem hafa tekið að
sér að hanna miða á flöskur eins
þekktasta rauðvínsframleiðanda
Frakklands, Château Mouton Roths-
child. Verk Ólafs prýðir flöskur 2019-
árgangs vínhússins og kallar Ólafur
það upp á ensku „Solar Iris of Mou-
ton“. Vann hann það út frá sólar-
ganginum yfir vínekrum framleiðand-
ans í Bordeaux-héraði.
Meðal þekktra listamanna sem
áður hafa tekið að sér að hanna verk á
flöskur Château Mouton Rothschild
má nefna Salvador Dalí, Joan Miró,
Georges Braque, Francis Bacon,
Keith Haring, Jeff Koons, Niki de
Saint Phalle, Rufino Tamayo, Robert
Wilson og Andy Warhol.
Í tilkynningu er haft eftir Ólafi að
„Solar Iris of Mouton“ sé eins konar
„kort yfir öll sólsetur og sólarupp-
rásir eins árs við Château Mouton
Rothschild“. Það sýni hverja stund
dags og nætur á vaxtartíma vínþrúg-
anna, sé eins konar tákn fyrir vínekr-
una og segi sína sögu um aðstæðurn-
ar við vöxt vínviðarins og náið
samband vínsins og staðsetningar
vínekrunnar. Gulur efri hluti miðans
tákni dagsbirtuna og dökkur neðri
hlutinn næturmyrkrið.
Samkvæmt vínkaupavefnum
wine-searcher.com kostar flaska af
2019-árgangi Château Mouton
Rothschild með miða Ólafs um 96
þúsund krónur í Frakklandi.
Ólafur í hópi frægra
hönnuða vínflöskumiða
- Hannaði fyrir
Château Mouton
Rothschild-vínin
Ljósmynd/Michael Waldep – Stúdíó Ólafs Elíassonar
Sólargangur Ólafur Elíasson og vínframleiðandinn Julien de Beaumarchais
de Rothschild við hönnun Ólafs á flöskur Château Mouton Rothschild.
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
Hágæða handverkfæri
frá Crown Tools
Vefverslun brynja.is
gavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isau
Opið
til 22 frá 16.12
Þorláksmessa
til 23
S
káldsagan Kóperníka eftir
Sölva Björn Sigurðsson er
sennilega hryllilegasta bók
jólabókaflóðsins. Sagan
gerist á níunda áratug 19. aldar í
Kaupmannahöfn og hefst á því að
íslenskur unglæknir er myrtur á
hrottafenginn hátt skammt frá
kirkjugarði. Læknirinn hafði, eins
og helsta söguhetja bókarinnar,
sem einnig er læknir, þann auka-
starfa að skila líkum í garðinn að
krufningum loknum.
Í kjölfarið fer af stað skelfileg og
óhugnanleg atburðarás þar sem
læknirinn reynir
að greina og átta
sig á hegðunar-
mynstri fjölda-
morðingja sem
drepur ítrekað.
Alltaf eru morð-
in framin af nán-
ast listrænni ná-
kvæmni sadista
sem hefur að því
er virðist ákaflega góða þekkingu á
líffærafræði mannslíkamans.
Sagan hverfist um óhugnað og
Sölva tekst að skapa sögusvið þar
sem hárin rísa ítrekað á lesanda.
Stór hluti sögunnar gerist í líkhúsi,
óhugnanlegum kirkjugarði, vænd-
ishúsi og meira segja býr aðal-
söguhetjan á óhugnanlegum stað,
þ.e. á vöruskemmulofti þar sem
hann býr innan um gömul verkfæri
sem áður voru notuð til krufninga
og skurðar á fólki.
Söguþráðurinn er einfaldur og
skýr. Lesandi er fljótur að átta sig
á megininnihaldinu og bókin er
mjög áhrifarík og spennandi allt
frá upphafi til enda. Raunar svo
sterk að undirritaður stóð sig að
því að hætta lestri um miðbik bók-
arinnar tímabundið uns eiginkona
hans var komin heim og hann gat
öruggur haldið áfram í faðmi fjöl-
skyldu.
Stemning bókarinnar er mjög
kraftmikil, óhugnanleg og erfitt að
lýsa upplifun lesanda öðruvísi en að
maður verður smeykur við lest-
urinn og heillaður af því hve vel
tekst til að lýsa óhugnaði og
grimmd manneskjunnar. Efnið
minnir að hluta til á Ilminn eftir
Patrick Süskind, með ívafi úr bíó-
myndinni Seven og talsverðu af
sönnum sögum um fjöldamorðingja
síðustu alda, m.a. Jack the Ripper.
Kóperníka er hreint út sagt stór-
virki og skyldulesning fyrir alla þá
sem hafa gaman af óhugnaði og vel
skrifuðum texta en rétt er að vara
viðkvæma við. Væri þetta bíómynd
væri hún bönnuð innan 18 ára og
hjartveikir varaðir við að kaupa
miða. Fyrir alla aðra ætti þetta að
vera fyrsta val.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sölvi Björn „Kóperníka er hreint út
sagt stórvirki og skyldulesning fyr-
ir alla þá sem hafa gaman af óhugn-
aði og vel skrifuðum texta.“
Óhugnaður og
grimmd
Glæpasaga
Kóperníka bbbbm
Eftir Sölva Björn Sigurðsson.
Sögur útgáfa 2021. 390 bls. innb.
PÁLL EGILL
WINKEL
BÆKUR
Viðamesta yfirlitssýning sem sett
hefur verið upp á ljósmyndum
Ragnars Axelssonar – RAX verður
opnuð á morgun í sýningarsölum
Kunstfoyer í Versicherungs-
kammer Kulturstiftung í München í
Þýskalandi.
Sýningin nefnist Þar sem heim-
urinn bráðnar en minni útgáfa
hennar var sett upp í Listasafni
Reykjavíkur í fyrra. Samhliða gef-
ur hið þekkta þýska forlag Kehrar
út efnismikla samnefnda sýningar-
skrá með verkum Ragnars.
Sýning Ragnars er í röð sýninga
á verkum heimskunnra ljósmynd-
ara sem settar hafa verið upp í
Kunstfoyer, til að mynda á verkum
eftir Bill Brandt og Sebastião Sal-
gado. Í tilkynningu frá Kunstfoyer
segir að Ragnar sé einn þekktasti
og dáðasti ljósmyndari norðursins
og hafi í fjóra áratugi skrásett
mannlíf og breytingar á lífskjörum
á norðurhjara með eftirtektar-
verðum og einstökum hætti.
Stærsta yfirlitssýning RAX
- Opnar í Münch-
en - Kehrer gef-
ur út nýja bók
Virtur Í Kunstfoyer er fjöldi verka
frá ferli Ragnars Axelssonar.
Hittingur / Encounter / Spotkanie er
yfirskrift sýningar fjögurra lista-
manna, Önnu Pawłowska, Gíslínu
Daggar Bjarkadóttur, Hlyns Helga-
sonar og Elínar Eddu Árnadóttur,
sem hefur verið opnuð í Grafík-
salnum Tryggvagötu 17, hafnar-
megin í Hafnarhúsinu.
Listamennirnir fjórir eiga það
sameiginlegt að hafa nýlega gengið
til liðs við Íslenska grafík. Í tilkynn-
ingu segir að þrátt fyrir að að tilurð
sýningarinnar og samsetning sé til-
viljunarkennd „er áhugavert að sjá
að þar birtist bæði áhugaverður
kontrast í efnistökum í því hvernig
ólíkir listamenn ná að spila saman á
sýningunni, nokkuð sem er dæmi um
það sem kallast getur tíðarandi.“
Anna sýnir þrjú stór abstrakt litó-
grafíuprent sem unnið hefur verið í
með vatnslitum, Elín Edda sýnir röð
sjálfsmynda unnar með tækni silki-
þrykks og ljósmynda, Gíslína Dögg
sýnir myndir unnar með fjölbreyttri
tækni þar sem sögulegur veruleiki
kvenna og íslenskar mynsturhefðir
eru áberandi og Hlynur sýnir þrjár
ljósmyndaraðir unnin með svipuðum
aðferðum og svonefndir pictoralistar
nýttu um og fyrir aldamótin 1900.
Sýningin er opin fram á Þorláks-
messu frá fimmtudegi til sunnudags
kl. 14-17.
Lukkuleg Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni, Gíslína Dögg Bjarka-
dóttir, Anna Pawłowska, Hlynur Helgason og Elín Edda Árnadóttir.
Sýna fjölbreytileg
verk í Grafíksalnum