Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
595 1000
Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu!
10.000 og færð 15.000
20.000 og færð 30.000
40.000 og færð 60.000
Gefðu góðar minningar
„Þegar fennir í sporin
á því erindi til allra, því
þrátt fyrir ofbeldið og
misgjörðirnar sem
fram koma er það hið
góða í fólki sem heldur
lífinu gangandi. Því má
aldrei gleyma og þess
vegna er þessi bók svo
kærkomin.“
Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðið 7. desember
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það er fráleitt ef það á aftur að fara
að leggja Póstinum til hundruð millj-
óna af peningum skattgreiðenda til
að fjármagna undirverðlagninu,“
segir Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, í tilefni af frétt um fjármál Ís-
landspósts í Morgunblaðinu sl.
föstudag.
Þar var rætt við Hjalta Árnason,
forstöðumann lögfræðisviðs Byggða-
stofnunar, sem staðfesti að búið væri
að tekjufæra stuðning við Póstinn í
ár vegna alþjónustubyrði.
Tekjufæra 254 milljónir
Í árshlutareikningi Íslandspósts
fyrir fyrri hluta þessa árs væri búið
að tekjufæra 254,5 milljónir króna,
samkvæmt fjármálastjóra Íslands-
pósts, sem væri helmingurinn af
áætlun Íslandspósts á alþjónustu-
byrði ársins 2021. „Áætlunin um al-
þjónustuframlag byggist á ákvörðun
Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS)
um alþjónustuframlag ársins 2020 en
ekki á kostnaðargreiningu á mögu-
legri byrði fyrir árið 2021,“ sagði
Hjalti í samtali við blaðið.
„Við þjónustuþættina bætist einn-
ig tekjutap vegna ákvæðis 2. mgr. 17.
gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019
um sama verð um allt land á vörum
innan alþjónustu. Þessu ákvæði var
breytt með lögum nr. 76/2021 en varð
þess valdandi á meðan það var í gildi
að ákvæði 3. mgr. sömu greinar var
ekki fyllilega virkt eins og kemur
fram í svari ráðuneytisins við fyrir-
spurn ykkar [á Morgunblaðinu] í
mars á þessu ári [...] Byggðastofnun
og Póst- og fjarskiptastofnun taka
undir þetta sjónarmið ráðuneytis-
ins,“ sagði Hjalti.
Ólafur segir nokkrar ástæður fyrir
því að málflutningur Byggðastofnun-
ar gangi ekki upp.
„Í fyrsta lagi er gjaldskrá Íslands-
pósts, sem gilti fram á þetta ár, alveg
jafn ólögmæt á þessu ári og því síð-
asta. Hún fór langt undir raunkostn-
að sem er skýrt brot á póstlögunum.
Í öðru lagi er afskaplega dapurlegt
að sjá að Byggðastofnun bætist í
hópinn með fjármálaráðuneytinu,
samgönguráðuneytinu og Póst- og
fjarskiptastofnun, eins og hún hét þá
en heitir nú Fjarskiptastofa, með því
að halda því fram að framkvæmda-
valdið hafi eitthvert úrskurðarvald
um það hvað séu gild lög á Íslandi.
Þetta er einfaldlega klárt brot á þrí-
greiningu ríkisvaldsins,“ segir hann.
Ákveða ekki hvort lög gildi
Því haldi sá málflutningur ekki
vatni að umrædd lög séu óvirk.
„Í fyrsta lagi ákveða ríkisstofnanir
ekki hvort lög frá Alþingi eru óvirk
eða ekki. Það er sömuleiðis della og
rökleysa að halda því fram að það sé
einhver mótsögn í því að alþjónustu-
veitanda beri að hafa sama verð um
allt land og að það verð skuli um leið
taka mið af raunkostnaði, að við-
bættum hæfilegum hagnaði. Það
gerir alþjónustuveitandinn einfald-
lega með því að hafa meðalverð, sem
er það sama um allt land og byggt á
raunkostnaði. Það hefði þýtt að
Pósturinn hefði þurft að hækka verð
sums staðar á landinu og lækka ann-
ars staðar þegar breytingin [á gjald-
skrá Póstsins] var gerð í ársbyrjun
2020. Það er engin mótsögn í þessum
lagaákvæðum; það eru ótal fyrirtæki
sem ýmist gera þetta af sjálfsdáðum,
að bjóða upp á sama verð um allt
land, eða þeim er gert að gera það
með lagaboði eins og til dæmis lyfja-
verslunum ber að bjóða upp á sama
verð um allt land á lyfjum. Þannig að
í framhaldi af þessum ummælum yf-
irmanns lögfræðisviðs Byggðastofn-
unar munum við ítreka erindi okkar
til umboðsmanns Alþingis um að
hann taki þessa lögleysu stofnana
framkvæmdavaldsins til skoðunar.“
Murka lífið úr keppinautum
Spurður hvort staða keppninauta
Póstsins hafi breyst í ár, í ljósi gagn-
rýni á viðbótarframlög til Póstsins í
fyrra, segir Ólafur lítið hafa breyst.
Stjórnvöld hafi haldið áfram að
„murka lífið úr fyrirtækjum um allt
land með niðurgreiðslu á þjónustu
ríkisfyrirtækis“, enda hafi verðskrá
ekki breyst fyrr en í haust.
Ólafur
Stephensen
Hjalti
Árnason
Niðurgreiðslurnar
hamli samkeppni í pósti
- FA með ítrekun til umboðsmanns Alþingis vegna Póstsins
Morgunblaðið/Hari
Pósturinn Fyrirtækið hefur fengið meðgjöf frá ríkinu vegna taprekstrar.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í
beinmerg. Oft verður einkenna sjúk-
dómsins ekki vart fyrr en hann hefur
þegar haft alvarleg áhrif á heilsuna.
Hér á landi grein-
ast um 20 til 25
manns með sjúk-
dóminn árlega og
alls um 200 þús-
und manns í heim-
inum öllum. Nið-
urstöður í
skimunarátakinu
„Blóðskimun til
bjargar“, sem er
liður í umfangs-
miklu rannsókn-
arverkefni á vegum Sigurðar Yngva
Kristinssonar, prófessors við Háskóla
Íslands, staðfestu það að sjúkdómur-
inn verður algengari með hækkandi
aldri.
Fyrir fimm árum hóf Sigurður
Yngvi vinnu við að svara rannsókn-
arspurningunni hvort það sé ávinn-
ingur af því að skima fyrir forstigi
mergæxlis. Rúmlega 80 þúsund ein-
staklingar tóku þátt. Þessi mikla þátt-
taka vakti gríðarlega athygli á árlegri
læknarannsókn í Bandaríkjunum í
síðustu viku og er algjört lykilatriði í
rannsókninni að sögn Sigurðar
Yngva.
„Íslendingar eru mjög opnir og til í
að taka þátt í vísindarannsóknum, við
erum upplýst þjóð.“
Búinn að kortleggja útbreiðslu
Til þess að svara spurningunni þarf
að athuga vissa þætti. Hversu út-
breitt forstig mergæxlis er, hvaða
áhrif skimanir hafa á lífsgæði fólks og
hversu mikið lífslíkur aukast með því
að grípa fyrr inn í með lyfjameðferð.
Þeir sem greindust með vægasta
forstig mergæxlis eru undir eftirliti
að sögn Sigurðar Yngva, en ekki þótti
ástæða til frekari meðhöndlunar að
svo stöddu. Þá voru aðrir með lengra
gengið forstig, svokallað mallandi
mergæxli, og var þeim þá boðin með-
ferð með nýjum lyfjum. Miklar vonir
eru bundnar við áhrif þeirra á sjúk-
dóminn.
„Úti í heimi er talað um að það eigi
að meðhöndla þetta svokallaða mal-
landi mergæxli sem er þá lengra
gengið forstig, en hvernig ætlarðu að
finna fólkið ef þú ert ekki að leita að
því og það er einkennalaust?“ spyr
Sigurður Yngvi.
Ekki liggja enn fyrir niðurstöður
um árangurinn af lyfjameðferðunum
en búið er að kortleggja hve algengt
mergæxli á forstigi er, fimm prósent
þátttakenda greindust, þrátt fyrir að
ekki væru komin fram einkenni. Sig-
urður Yngvi segist hafa búist við
lægra hlutfalli og því komu niðurstöð-
urnar honum á óvart.
Skimunin fór þannig fram að rann-
sóknarhópurinn safnaði saman og
skimaði blóðsýni sem höfðu verið tek-
in af öðru tilefni, til þess að lágmarka
ónæði gagnvart þátttakendum. Þá
var lagður spurningalisti fyrir fólk til
þess að kanna andlega líðan þess fyrir
skimunina. Svo var sami listi aftur
lagður fyrir það eftir að niðurstöður
úr skimun lágu fyrir. Nú fá þátttak-
endur spurningalistann í tölvupósti á
hálf sárs fresti og þannig fylgist rann-
sóknarhópurinn ítarlega með því
hvaða áhrif skimanir hafa á andlega
líðan fólks.
Svörin ættu að varpa ljósi á það
hvort það reynist einstaklingum
þungbært að fá upplýsingar um for-
stig mergæxlis, þrátt fyrir að það sé
ekki tilefni til að aðhafast frekar.
Krabbameinssjúkdómar greinast
oft seint, og þá er sjúkdómurinn jafn-
vel orðinn ólæknandi þegar hann
greinist. Það er því afar hagnýt
spurning að velta upp hversu mikill
ávinningurinn er af því að skima ein-
kennalaust fólk fyrir krabbameini yf-
irhöfuð, en rannsóknin kann að veita
góða vísbendingu um það.
Útbreiddar skimanir
bylting eða böl?
- Forstig mergæxlis greindist hjá 5% - Meta áhrif á lífsgæði
Sigurður Yngvi
Kristinsson
Skortur á aðgengi fyrir fatlaða, lítil
rými, og þröngir og brattir stigar
hafa verið á meðal áskorana við
rekstur Konukots í húsnæði sínu í
Eskihlíð sem er komið til ára sinna.
Halldóra Guðmundsdóttir, for-
stöðukona í Konukoti, segir ýmsar
úrbætur á döfinni í aðstöðu Konu-
kots, sem er neyðarskýli fyrir heim-
ilislausar konur. Halldóra er gestur
Karítasar Ríkharðsdóttur í Dag-
málum.
„Langflestar sem leita í Konukot
eru með mjög þungan vímuefna-
vanda, það eru líka mikið um and-
leg veikindi og oft fjölþættan
vanda. Svo er líka ofbeldi oft
ástæða heimilisleysis; kynbundið
ofbeldi. Konur sem ættu í raun
heima í kvennaathvarfi en eru líka
með vímuefnavanda þannig að þær
falla á milli. Það þyrfti auka úrræði
fyrir konur sem eiga heima hvor-
ugum megin,“ segir Halldóra um
aðstæður kvenna sem nýta sér úr-
ræðið. Allar konur yfir 18 ára eru
velkomnar í kotið.
Starfsemi Konukots er sprottin
upp úr og hefur verið rekin af hug-
sjón fjölmargra sjálfboðaliða hing-
að til. „Svo er það kannski bara
barn síns tíma að reka svona fram-
línuþjónustu, sem getur verið lífs-
nauðsynleg, á framtaki sjálf-
boðaliða,“ segir Halldóra. Ásamt
því að ráðast eigi í endurbætur á
húsnæði Konukots hefur þjónustu-
samningur Reykjavíkurborgar
einnig verið stækkaður svo að hægt
sé að fjölga starfskonum en ein-
ungis konur starfa í Konukoti.
Halldóra segir að áhersla sé lögð
á halda mikilli ró og huggulegri
stemningu í Konukoti um jólin þar
sem hátíðarnar geta verið erfiður
tími fyrir heimilislausa. „Það er
enginn jólatryllingur þarna. Það á
að vera öruggt umhverfi þar sem
þær eiga að geta leitað stuðnings
en það eru skreytingar, góður mat-
ur, kærleikur og friður.“
Morgunblaðið/Hallur Már
Dagmál Halldóra Guðmundsdóttir
er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur.
Ofbeldi oft ástæða
heimilisleysis