Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 ✝ Sverrir Garð- arsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1935. Hann lést á Landakots- spítala 7. desember 2021. Sverrir var sonur Garðars Ósk- ars Péturssonar, járniðnaðarmanns og skátaforingja (1906-1989), og Sigríðar Ólafs- dóttur skrifstofumanns (1912- 1991). Albróðir Sverrris er Pét- ur, f. 1941 og hálfsystur hans, sammæðra, Þorgerður (1952- 2020) og Einfríður, f. 1956. Árið 1957 kvæntist Sverrir Þorgerði Guðrúnu Sigurð- ardóttur, fulltrúa hjá VR (1938- 2019). Börn þeirra eru: 1) Garð- ar, f. 1959, kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur, f. 1956. a) Son- ur Garðars og Katrínar Dani- valsdóttur er Sverrir, f. 1984, maki Erna Sigmundsdóttir, f. 1985 og eiga þau tvo syni. b) Dóttir Garðars og Kristínar er indamál hljómlistarmanna urðu honum snemma hugleikin og lagði hann sig fram um að efla og styrkja Félag íslenskra hljómlistarmanna, fyrst sem al- mennur félagsmaður, stjórn- armaður og framkvæmdastjóri, en lengst af sem formaður FÍH, frá 1968-1987. Til að tryggja réttindi hljómlistarmanna beitti hann sér ekki aðeins fyrir kjarabótum heldur líka stofnun sérstaks tónlistarskóla, Tónlist- arskóla FÍH, sem hann var sannfærður um að myndi efla tónlistarlífið í landinu og starfs- grundvöll hljómlistarmanna. Hann tók þátt í starfi Sjálfstæð- isflokksins, sat í flokksráði hans og verkalýðsráði, en jafnframt í stjórn fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík og mið- stjórn ASÍ. Síðustu tvo áratugi dvaldi Sverrir á Flórída yfir vetr- armánuðina og lék þar reglu- lega með stórhljómsveit og sin- fóníuhljómsveit. Sambýliskona hans á þessum árum var Lára G. Nielsen, f. 1937. Útför Sverris verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 20. des- ember 2021, kl. 15. Þorgerður Guðrún, f. 1990, gift Einari Ágústi Einarssyni, f. 1983 og eiga þau tvo syni. 2) Ásdís Anna, f. 1962. Börn hennar og Lúðvíks Birgissonar eru: a) Gerður Anna, f. 1986, maki Stefán Harðarson, f. 1980 og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Stefán eina dóttur. b) Birgir, f. 1988, maki Rakel Kristinsdóttir, f. 1992 og eiga þau einn son. c) Helga Hjördís, f. 1996. Að loknu námi í Gagnfræða- skóla Austurbæjar var Sverrir einn vetur við verslunarnám og tvo í tónlistarskóla, auk nám- skeiða heima og erlendis. Hann hóf ungur að vinna fyrir sér sem trommuleikari, lék frá ung- lingsaldri með ýmsum hljóm- sveitum, jazz og dægurlög ásamt klassískri tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Þjóðleikhúsinu og víðar. Rétt- Í dag kveð ég afa minn í hinsta sinn. Því fylgir söknuður en á sama tíma ylja allar góðu minn- ingarnar. Við afi vorum alla tíð vinir og gátum talað um allt milli himins og jarðar, stundum kannski einum of, ég segi ekki að við höfum alltaf verið sammála en ef ágreiningur kom upp var það alltaf auðleyst. Sem barn kom afi reglulega í heimsókn til okkar í Grafarvog- inn. Hann kom yfirleitt með nammi með sér, Haribo-gúmmí- bangsa og Toblerone. Þrátt fyrir að koma færandi hendi fannst okkur systkinunum alltaf jafn skrítið að afi væri tyggjandi tyggjó allan tímann sem lyktaði svo vel en harðneitaði að gefa okkur og sagði: „Nei, þetta er afa tyggjó.“ Þetta fannst okkur frek- ar skrítið, en kannski ekki svo skrítið að gefa börnum ekki nikó- tíntyggjó þegar betur er að gáð. Þegar ég var nýkomin með bíl- próf spurði afi mig hvort ég vildi koma með honum í smá bæjar- ferð, hann ætti erindi á Lauga- veginn og ég þyrfti að koma með honum, ég hélt það nú. Verslun Guðsteins var áfangastaður okk- ar afa í það skiptið og verkefnið kannski örlítið sérstakt en nú átti að fjárfesta í jarðarfararfötum, bæði til að fylgja þeim sem mundu kveðja áður en hann færi sjálfur og eins til að láta jarða sig í, því huggulegur skyldi maður kveðja þennan heim. Afi eyddi vetrarmánuðum á Flórída alveg síðan ég var ung- lingur og bjó þar lengst af með Láru. Nokkrar ferðir voru farnar að heimsækja þau, bæði ég ein og eins við fjölskyldan saman. Þá var farið út að borða með afa, á hljómlistaræfingu og tónleika og svo var einnig mikilvægt að kíkja aðeins í mall-ið og versla smá. Afi naut sín þar og átti mörg góð ár á Flórída. Eftir að afi hætti að geta ferðast á milli Flórída og Íslands eyddum við fjölskyldan enn meiri tíma með honum. Á þeim tíma átti afi við alls kyns heilsuvanda að stríða og þurfti orðið ansi mikla hjálp við flestar athafnir. Þar kom mamma mín sterk inn og sinnti pabba sínum af alúð og umhyggju og var afi henni æv- inlega þakklátur og sagðist oft viss um það að án Dísu sinnar væri hann líklega dáinn, ég held að það sé margt til í því. Jólin verða svo sannarlega tómleg án þín elsku afi minn. Ég veit að eftir þessi veikindi síðustu mánuði hefurðu verið hvíldinni feginn og ég vona að þú verðir sexý í jarðarfararfötunum þarna hinum megin. Ég mun ylja mér við góðu minningarnar okkar og kveð þig eins og við kvöddumst alltaf: „Ég elska þig.“ Þín Gerður Anna. Mig langar í fáeinum orðum að minnast vinar, hans Sverris Garðarssonar. Flottur kall sem nú er genginn á vit eilífðarinnar. Sverrir var góður vinur sem allt- af var gaman að spjalla við og hann hafði skoðanir á svo mörgu. Hann var bæði hlýr og nærgæt- inn, en einnig gat hann sýnt á sér hliðar þar sem hann sagði mein- ingu sína umbúðalaust. Maður kom aldrei að tómum kofunum. Ég kynntist Sverri þegar hann hóf samband og sambúð við föð- ursystur mína hana Láru. Marg- ar voru ánægjulegar samveru- stundir með þeim í Rjúpnasölum og úti í Flórída, sem og hjá okkur á Melstað í Miðfirði. Sverrir hafði góða nærveru og gaf sér alltaf góðan tíma til að tala við alla, hann sýndi því áhuga hvað unga fólkið í fjölskyldunni væri að fást við og setti sig inn í það. Hann var alltaf boðinn og búinn að greiða götu manns, og ég minnist þess þegar hann tjáði mér að þegar ég kæmi út til þeirra vildi hann lána mér bílinn sinn. Lára og Sverrir áttu mörg góð ár sam- an, ferðuðust innan lands og utan meðan heilsan leyfði. Svo fór að aðstæður breyttust og leiðir þeirra skildi. Við hringdumst á í seinni tíð og var alltaf gaman að heyrast og fara yfir málin. Nú eru leiðarlok og ég þakka fyrir samfylgdina við góðan vin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ég vil votta Láru og fjölskyldu Sverris samúð mína. Guðrún Lára Magnúsdóttir. Þegar gamall maður kveður er ekki víst að mörg séu til að segja frá hver hann var og hvað hann afrekaði. Ég er af annarri kyn- slóð en Sverrir og þekkti hann ekki fyrr en eftir að hann hafði látið af formennsku í Félagi ís- lenskra hljómlistarmanna, sem hann gegndi í 19 ár, frá 1968- 1987. Fyrst sá ég hann, þá nýliði í stjórn FÍH, á aðalfundum félags- ins. Mér þótti hann á stundum allt að því smásmugulegur um að rétt væri með farið og spurði of- an í kjölinn þegar önnur hirtu ekki um og svo fannst mér hann stundum frekar kaldranalegur í fasi. Með árunum gerbreyttist sýn mín á Sverri, það þurfti bara svo- lítinn tíma til að komast undir hrjúfa skelina. Við urðum perlu- vinir og gátum talað um heima og geima en mest um félagsmálin og sögu íslensks tónlistarlífs. Hann bar svo sterka umhyggju fyrir að félaginu hans gengi sem best og vildi hag þess sem mestan á öll- um sviðum. Ég fann líka á sam- ferðamönnum hans og jafnöldr- um hvað þeir mátu hann mikils og skildu hverju hann hafði áork- að. Bera má saman að hann tók við félagi, sem var rekið nánast úr herbergi, og byggði það upp í sterkt afl í myndarlegu eigin hús- næði. Svo var hann forgöngu- maður um stofnun Tónlistarskóla FÍH, en sá skóli átti eftir að ger- breyta og bæta menntun ís- lenskra tónlistarmanna í rytm- ískri tónlist. Fyrir hönd FÍH-fólks þakka ég Sverri fyrir frábær störf og umhyggju fyrir velferð okkar. Ættingjum hans vottum við inni- lega samúð, genginn er góður maður. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH. Ég kynntist Sverri Garðars- syni fyrst í Elverum í Noregi árið 1974, við vorum þar á norrænu hljómsveitarnámskeiði nokkrir tónlistarnemar úr Tónlistarskóla Reykjavíkur. Sverrir var farar- stjóri hópsins sem var þarna samankominn fyrir tilstuðlan Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) en Sverrir var þá formað- ur félagsins. Það liðu svo tíu ár þar til leiðir okkar lágu aftur saman en þá tók ég þátt í mínum fyrstu kjarasamningum fyrir FÍH við Þjóðleikhúsið. Þar leiddi Sverrir viðræðurnar fyrir okkur tónlistarmennina og var lær- dómsríkt fyrir mig að taka mín fyrstu skref í baráttu fyrir bætt- um kjörum hljómlistarmanna undir hans handleiðslu. Fleiri verkefni tóku við sem leiddi til þess að Sverrir lagði það til á að- alfundi FÍH 1986 að ég tæki að mér varaformannsembætti fé- lagsins. Okkur varð vel til vina og ég hóf störf á skrifstofu félagsins. Ári síðar ákvað Sverrir að stíga til hliðar sem formaður og við Sverrir Garðarsson ✝ Ingibjörg Þor- kelsdóttur, fv. tryggingafulltrúi, fæddist á Rauðará í Reykjavík 15. mars 1926. Hún lést 7. des. 2021. Foreldrar: Þor- kell Sigurðsson yf- irvélstjóri BÚR, f. á Flóagafli 1898, d. 1969, og Anna Þor- björg Sigurð- ardóttir, f. í Rvk. 1900, d. 2000. Systkini Ingibjargar eru Sal- ome Þorkelsdóttir, fv. forseti Alþingis, f. 1927, Sigurður Þor- kelsson fv. ríkisféhirðir, f. 1932, og Kristín Þorkelsdóttir, mynd- listamaður og grafískur hönn- uður, f. 1936. Ingibjörg giftist 1947 Guðna Þorgeirssyni, kaupmanni og síðar skrifst.stjóra Kaupmanna- samtaka Ísl, f. í Götuhúsum á Stokkseyri 1923, d. 2015. For- eldrar Guðna voru Þorgeir Gíslason verkstjóri, f. 1890, d. 1948, og k.h. Kristín Eiríks- dóttir, f. á Eyrarbakka 1888, d. 1956. Börn Ingibjargar og Guðna eru 1) Þorkell Guðnason f. 1947, maki Stefanía Halla Ingibjörg ólst upp fyrir „austan Læk“ í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskóla og útskrif- aðist frá Kvennaskólanum 1944. Ung iðkaði hún sund, stundaði verslunar- og skrifstofustörf, var heimavinnandi húsmóðir ásamt því að starfa við eigin rekstur þeirra hjóna, meðan hún kom börnum sínum á legg. Sótti sér síðan frekari menntun og varð tryggingafulltrúi hjá BÍ og síðar VÍS, til starfsloka. Árið 1950 tóku þau Guðni við rekstri fyrstu matvöruverslunarinnar í Kópavogi, sem var Fossvogs- búðin á Kársnesbraut 1. Hana ráku þau til 1960, en fluttu hana þá í nýtt verslunarhús sem þau byggðu ásamt heimili sínu að Borgarholtsbraut 71 og nefndu Kársneskjör. Árið 1973 seldu þau reksturinn, þegar Guðni var fenginn til starfa hjá Kaupmannasamtökum Íslands þar sem hann starfaði til 75 ára aldurs, en Ingibjörg réð sig til Brunabótafélags Ísl, sem síðar sameinaðist VÍS. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 20. desember 2021, að viðstöddum nánum aðstandendum og vinum – að viðhöfðum fjöldatakmörk- unum og grímuskyldu. Athöfnin hefst kl. 13. Uppl. til að tengjast streymi verða á vefsíðunum: kirkja.is og www.streyma.is. Hlekkur: https://www.mbl.is/andlat. Hjálmtýsdóttir, f. 1947, sonur þeirra 1a) Guðni Már Þor- kelsson, f. 1971, var kvæntur Guð- nýju Kristleifs- dóttur, f. 1972. Börn þeirra: a) Árni Gunnar, f. 1996, b) Anna Sól- veig, f. 2001. Guðni Már gekk Ásdísi Lilju Guðnýjard., f. 1993, í föðurstað, unnusti Örvar Már Jónss, f. 1990. Guðni er kvæntur Auði Bjarnadóttur, f. 1982, barn hennar Arna Sara, f. 2007. 2) Kristín Guðnadóttir, f. 1953, maki Ásbjörn Björnsson, f. 1953. Synir þeirra 2a) Björn Ásbjörnsson, f. 1978, kvæntur Ólafíu Sólveigu Einarsdóttur, f. 1978. Börn þeirra: a) Benedikt Einar, f. 2005, b) Harpa Björg, f. 2008, c) Hekla Kristín, f. 2009. Unnusta Björns var Sig- ríður Reynisdóttir læknanemi, f. 1976, d. 2002. 2b) Guðni Ás- björnsson, f. 1982, kvæntur Hönnu Ósk Helgadóttur, f. 1983. Synir þeirra eru a) Helgi Már, f. 2008, og b) Heiðar Már, f. 2020. Elskuleg tengdamóðir mín Ingibjörg Þorkelsdóttir hefur kvatt þetta líf. Margs er að minn- ast eftir 50 ár sem tengdasonur hennar. Inga var bæði glæsileg og heilsteypt kona. Stundum koma augnablik í lífinu sem mað- ur trúir varla að geti verið raun- veruleg. Eitt slíkt var þegar Inga og litla nýfædda dóttir hennar Kristín, sem átti eftir að verða eiginkonan mín, komu í rúmið við hliðina á okkur mömmu á fæðing- ardeildinni. Inga og mamma mín rifjuðu þetta oft upp. Seinna flutti Kristín systir Ingu í næsta hús við æskuheimilið mitt og leið- ir lágu oftar saman. Ekki verður minnst á Ingu öðruvísi en að nefna tengdaföður minn, heiðurs- manninn Guðna Þorgeirsson. Þau voru mjög samrýnd og glæsileg hjón, einstaklega smekkleg og heimilið bar sterkt vitni um smekkvísi. Í góðlátlegu gríni töluðum við gjarna um að hún hefði löggildan smekk. Ég kom á Borgarholtsbrautina 15 ára og var tekið vel á móti mér af þeim báðum og okkur leið vel saman alla tíð. Guðni og Inga ráku verslunina Kársneskjör og eftir að þau seldu verslunar- reksturinn sem þau höfðu rekið til margra ára, réð Inga sig til Brunabótafélags Íslands, síðar VÍS, og var fulltrúi í tjónadeild þar sem hún naut sín vel í starfi. Jafnframt var hún einn af þjálf- urunum í Heilsuræktinni. Við Kristín bjuggum um tíma erlend- is. Þau heimsóttu okkur nokkr- um sinnum. Þá leigðu þau gjarn- an bíl og við víkkuðum sjóndeildarhringinn saman. Ingu og Guðna fannst gaman að ferðast, Kanarí var þeirra uppá- hald. Við eigum líka góðar minn- ingar úr ferðum með þeim til Flórída og Portúgal. En við kynntumst best við byggingu sumarhússins í Skorradal, þá sá Inga til þess að við „smiðirnir“ yrðum ekki svangir. Hún hafði líka þann eiginleika að sjá hlutina auðveldlega frá ýmsum hliðum. Og varð aðstoðarverkstjóri og einnig mjög liðtæk í að mála og smíða. „Skorró“ varð svo þeirra sælureitur í mörg ár. Inga var mjög góður kokkur og lista kö- kuskreytir. Brauðtertan, kara- mellukökurnar og súkkulaði- marsipankakan, voru góðgæti sem maður fékk ekki annars staðar. Hún bakaði súkku- laðikökuna fyrir okkur þegar við vorum að taka á móti hópi guð- fræðinema. Gestirnir vildu meina að Inga gæti auðveldlega notað þá köku, ef hún þyrfti að heilla Lykla-Pétur við dyr himnaríkis. Inga var gamansöm en bar ekki tilfinningar sínar á torg og gerði gott úr aðstæðunum sem hún var í. Þetta sást vel þegar hún var komin á hjúkrunarheimilið á Sléttuveginum og Covid olli því að hún mátti ekki fá heimsóknir. En þegar maður spurði hvernig hún hefði það, sagði hún gjarnan: „Ég hef það.“ Ég geymi í hjarta mér daginn sem ég sótti hana eft- ir eftir vikudvöl á Bergheimum. Það var mjög fallegur dagur og við ákváðum að fá okkur bíltúr um Suðurland á leið til höfuð- borgarinnar. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Það var ekki langt í gamansemina. Þarna var Inga opin og einlæg og við nutum samverunnar innilega bæði tvö. Þú lifðir í friði. Far þú í friði. Takk fyrir allt elsku Inga. Ásbjörn Björnsson. Hún Inga stóra systir mín er látin. Elst af okkur fjórum systkin- um. Forysta var henni í blóð borin - umhyggjusöm fram í fingur- góma. Ég hef grun um að snemma hafi henni verið innrætt að hún bæri ábyrgð á yngri systkinum sínum. Inga var að- eins 15 mánuðum eldri en Salóme sem næst var í systkinaröðinni. Fyrir margt löngu heyrði ég haft eftir barnapíu systra minna: „Þú ert svo stór og dugleg. Nú skaltu drífa þig út að passa litlu sætu systur þína.“ Ég held að þessi setning hafi verið leiðarstef Ingu alla tíð. Hún fann á sér þegar við systkini hennar gátum þegið stuðning. Ef eitthvað stóð til hjá okkur var Inga alltaf komin óum- beðin og farin að mála hjá okkur, jafnvel bólstra húsgögn eða flytja eigin húsgögn til okkar þegar ferming var fram undan. Þau hjónin Inga og Guðni voru sam- hent í stuðningi sínum. Þau voru fyrstu kaupendur málverka minna og héldu því áfram lengi vel. Slíku gleymir maður ekki. Inga sinnti mér talsvert í bernsku og sótti mig oft á leik- völlinn og lét mig svífa yfir poll- ana á Snorrabrautinni á heim- leiðinni. Hún söng fyrir mig fyndin revíulög og glaðlega texta eins og „Vorvindar glaðir“. Svo þegar hún þvoði mér á kvöldin fékk ég alltaf spurninguna: „Hvora höndina viltu Stína mín?“ þegar hún var hálfnuð með hand- þvottinn. Þegar ég lenti í að fá lús í skólanum var það hún sem kembdi hár mitt, sem lýsir því hvað hún var hjálpleg við móður okkar þegar þetta uppgötvaðist. Inga og Guðni mágur bjuggu á Bergþórugötu 13. Þegar ég komst á unglingsár var stutt að bregða sér til hennar í löngu frí- mínútunum og kíkja á stóra Kela nýfæddan og síðar Kristínu litlu. Þar smakkaði ég í fyrsta sinn rækjusalat og marengs, enda hafði Inga farið á hússtjórnar- námskeið og bryddaði upp á ýms- um nýjungum sem ekki tíðkuðust á bernskuheimili okkar. Eftir að þau fluttu í Barmahlíð skutu þau skjólshúsi yfir okkur Hörð og tvo elstu syni okkar á meðan við bið- um þess að Hörður lyki við að innrétta fyrstu íbúð okkar. Ég gat oft leitað í reynsluheim Ingu á fullorðinsárum mínum, t.d. um hvernig fæðingu elstu barna okkar systra bar að. Þá vissi ég við hverju var að búast. Inga var mikill námshestur í Kvennaskólanum og á tímabili var hún í hópi jógakennara í Heilsuræktinni Glæsibæ. Þar náði hún mikilli þekkingu á við- brögðum líkamans og gat oft los- að fólk við verki með því að styðja á næma punkta. Inga var afar góð í teikningu eins og við systkinin vorum öll, þótt hún sjálf liti ekki slíkum augum á sig. Það er mikill söknuður að Ingu systur. Hún var í senn akkeri og stuðningsstólpi okkar systkina. Þakklæti er mér efst í huga fyrir langa samfylgd. Mér finnst sem hún hafi verið mér bæði sem kærleiksrík systir og móðir. Við þurfum að breyta sorg og eftirsjá í þakklæti fyrir að hafa átt Ingu að og þakklæti fyrir að hún fékk að fara núna, svo hún fengi lang- þráða hvíld eftir erfið veikindi síðustu vikur. Við Hörður Rafn og fjölskylda okkar sendum börnum hennar, þeim Þorkeli og Kristínu, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Rafn Daníelsson. Það er sól í bernskuminning- um um Ingu frænku. Inga klædd sumarkjól að ýta mér í rólu sem pabbi hafði útbúið á snúrustaur- unum í „stóru“ Reykjahlíð. Ný- þvegin hvít lök blaktandi á snúr- unni. Frá Ingu stafaði hlýja og gleði, eins og hún nyti þess að vera útí í sumrinu að ýta mér í rólu. Inga var sól. Inga var góð. Á uppvaxtarárum mínum í Mosfellsdalnum á sjötta áratug síðustu aldar var mikil samgang- ur milli fólks. Fólk kom í heim- sókn, leit við í kaffi, spjallaði og sagði sögur. Engum boðið. Fólk kom. Inga og Guðni og börn þeirra, Keli og Kristín, voru tíðir gestir í Reykjahlíð. Systurnar, mamma og Inga voru nánar og samgangur mikill milli fjöl- skyldnanna. Sólin fylgdi Ingu inn í veturinn Ingibjörg Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.