Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Viðar Ingi Pétursson
Sími: 569 1109 vip@mbl.is
Heilsa
&útivist
–– Meira fyrir lesendur
Nú er tíminn til að
huga að betri heilsu
og bættum lífstíl.
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 23. desember.
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar
SÉRBLAÐ
Er hugsanlegt að
það sé tenging milli
aukins nýgengis
krabbameins og af-
lagðrar herstöðvar í
Miðnesheiði? Fyrrver-
andi þingmaður, Sig-
ríður Jóhannsdóttir úr
Keflavík, mælti þessi
orð á Alþingi árið 1999:
„Okkur ber því að
gæta hagsmuna þegna
okkar, krefjast þess að þessi mál
verði rannsökuð og viðeigandi ráð-
stafanir gerðar til úrbóta. Á und-
anförnum árum hafa verið dregin
fram í dagsljósið fjölmörg meng-
unarslys sem orðið hafa í nágrenni
herstöðva víða um heim frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Vegna fá-
kunnáttu voru menn lengi vel ekki á
varðbergi og með ýmsu móti, jafnvel
af ásetningi, fóru niður í jarðveg efni
eins og afísingarefni, ýmiss konar
hreinsiefni svo sem hið stór-
hættulega leysiefni tríklóretýlen,
TCE, hið baneitraða PCE, úrgangs-
olíur, slökkviefni, rafgeymaleifar
(blý og sýra), spennaolía, sem stund-
um innihélt PCB, málningarleifar,
málmhúðunarleifar, þotueldsneyti
og ýmislegt annað miður geðslegt.
Áður fyrr vildu menn umfram allt
skjótvirk efni en voru ekki alltaf
meðvitaðir um skaðsemi þeirra.“
Það má segja að þarna hafi fyrsta
neyðarópið frá þingmanni kjördæm-
isins komið innan veggja alþingis, en
svo gerist það 9. desember sl. að sjö
þingmenn Suðurkjördæmis leggja
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að farið verði í að rannsaka
þessa hluti, sem er vel, en þá hljóta
að vakna spurningar eins og: Hvað
hefur breyst? Kann skýringin að
liggja í nýlegum opinberum rann-
sóknum á tíðni nýgengis krabba-
meins á Suðurnesjum, en rann-
sóknir benda til þess að
Suðurnesjamenn séu með mjög há-
ar, hugsanlega hæstu, tölur nýgeng-
is krabbameins á landinu öllu.
Nú hljóta íbúar að spyrja: Kann
ástæðan að liggja í nálægð við varn-
arsvæðið? Er hugsanleg tenging
milli hás hlutfalls krabbameins og
mengunar á gamla varnarsvæðinu,
er það skýringin? Hvaða afsökun
hafa stjórnvöld eða heimamenn fyrir
því að ekki var farið af stað strax í
að fá óháða hlutlausa rannsókn á
svæðinu, gerða af verktökum sem
hafa engra hagsmuna að gæta?
Þannig voru hlutirnir unnir í Þýska-
landi, en hér á landi var fenginn
bandarískur verktaki til að rann-
saka svæðið með aðstoð starfs-
manna heilbrigðiseftirlits Suð-
urnesja.
Kæru bæjarbúar. Með fullri virð-
ingu hef ég mínar efasemdir um
slíka rannsókn, mér er líka spurn:
Var eitthvað annað sem hékk á spýt-
unni en að tryggja lífsgæði íbúa í og
við gömlu varnarstöðina eftir að
varnarliðið fór með skömm haustið
2006? Af hverju lá svona mikið á að
selja eignirnar og koma þeim til
borgaralegra nota í stað þess að
gera allsherjarúttekt á svæðinu með
tilliti til mengunar og fleiri þátta
sem fylgja erlendum her? Fólk spyr
sig líka: Gerðu íslensk
stjórnvöld einhvern
viðauka í viðskiln-
aðarsamningi á þann
veg að komi mengun í
ljós síðar verði hægt
að sækja bætur á
Bandaríkjamenn?
Hvað er það sem menn
vilja ekki ræða og af
hverju þessi þöggun
um þessa hluti? Kann
það að vera raunin,
sem kemur æ betur í
ljós í hárri tíðni krabbameins hér
um slóðir?
Sem íbúi í Reykjanesbæ og um-
hverfissinni kalla ég eftir því að
bæjarfulltrúar á Suðurnesjum,
þingmenn kjördæmisins og íbúar
sameinist um að vinna þetta mál
saman og það af fullri hörku, þótt
ekki væri nema til að tryggja fram-
tíðarbúsetu íbúa í virðingu fyrir
þeim sem fallið hafa fyrir krabba-
meinsdjöflinum hér suður með sjó.
Ágætu bæjarbúar: Köllum eftir
öllum opinberum sem öðrum rann-
sóknum sem gerðar hafa verið á
svæðinu í og við gömlu varnarstöð-
ina, allt sem gæti kastað nýju ljósi á
hlutina. Útvíkkum rannsóknir okk-
ar, það gerum við með því að kalla
líka fram áður gerðar rannsóknir
þeirra Einars Vals Ingimund-
arsonar umhverfisverkfræðings og
Árna Hjartarsonar jarðfræðings.
Að lokum ætla ég rétt að vona að
með skrifum mínum hafi ég náð at-
hygli íbúa sem ráðamanna hér á
Suðurnesjum með að okkur ber
skylda til að fá þessa hluti á hreint.
Það gerum við með nýjum, hlut-
lausum og óháðum rannsóknum,
gerðum af fyrirtækjum og ein-
staklingum sem engra hagsmuna
eiga að gæta hvað niðurstöðu rann-
sókna varðar. Læt hér fylgja hlekk
á athyglisverða frétt um það sem er
að gerast á aflagðri herstöð Banda-
ríkjamanna í Afganistan og hvað
Bandaríkjamenn hræðast mest.
Greinin minnir óneitanlega á margt
sem við fyrrverandi starfsmenn
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
könnumst við, en það eru aflagðir
gamlir, opnir ruslahaugar þar sem
sorpi var brennt úti undir opnum
himni. Þá var víða að finna á gamla
varnarsvæðinu meðan á dvöl setu-
liðsins stóð frá 1951-2006.
https://www.scientificameri-
can.com/article/u-s-forces-are-
leaving-a-toxic-environmental-
legacy-in-afghanistan/?fbclid=Iw-
AR3x_QVF3E7Ex2Q7Vy-9ulrpO
TeYIB8fDJGbwtHcxOrM3F
QndQtp0Mfgejs
Stytt slóð:
http://mbl.is/go/taura
Suðurnesjamenn:
Köllum eftir óháð-
um og hlutlausum
rannsóknum
Eftir Sigurjón
Hafsteinsson
Sigurjón Hafsteinsson
»Er hugsanlegt að
það sé tenging milli
aukins nýgengis
krabbameins og af-
lagðrar herstöðvar í
Miðnesheiði?
Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ.
molikarlinn@simnet.is
Áður hefur komið
fram hér í blaðinu að
þjóðkirkjan hefur
komið sér upp sér-
stöku kirkjumáli.
Margir muna það efa-
laust að hjá sumum
kirkjudeildum tíðk-
uðust eða tíðkast enn
forn kirkjumál eins
og latína í Róm-
arkirkjunni og kirkju-
slavneska í rétttrúnaðarkirkjunni.
Mál þjóðkirkjunnar er hins vegar
ekki fornt heldur nýsmíði og veit
ég ekki um önnur dæmi slíks. Í
byrjun var það látið heita „málfar
beggja kynja“ eins og í jafnrétt-
isstefnu kirkjunnar frá 1998 og til
þess vísað þegar stefnan var upp-
færð fyrir árin 2011 og 2012 og í
framkvæmdaáætlun fyrir árin
2015 til 2017. Skilgreiningu var
ekki að finna á þessu máli en þó
var í skjalinu ein vísbending nán-
ast eins og í ratleik: „Leitast skal
við að nota nýjustu þýðingu Bibl-
íunnar í öllu starfi kirkjunnar.“
Leitarmenn lenda þó þar í blind-
götu enda á þetta nýja kirkjumál
sér enga stoð í þýðingunni frá
árinu 2007. Segir svo á heimasíðu
biblíufélagsins: „Í fyrsta sinn er
reynt að koma hér á málfari
beggja kynja. Oftast var t.d. for-
nafninu „þeir“ í Gamla testament-
inu breytt í hvorugkyn, ef fullljóst
var að um blandaðan hóp var að
ræða, annars ekki.“ Í jafnrétt-
isstefnu 2019 er miðað við að kyn-
in séu þrjú en ekki tvö og er því
vísað til „málfars allra kynja“.
Nánari skilgreiningu á slíku mál-
fari er heldur ekki að finna þar. Í
framkvæmdaáætlun áranna 2019
til 2023 er vísað til þessa nýja
kirkjumáls en það er ekki skil-
greint þar. Segir þar að halda
skuli námskeið fyrir presta,
djákna og starfsfólk safnaða um
„málfar allra kynja“. Þá verði
handbók kirkjunnar gerð rafræn
og reglulega uppfærð með tilliti til
„málfars allra kynja“. Einnig segir
að höfðað skuli til allra kynja í út-
gefnu efni kirkjunnar og þeir sem
boði og fræði skuli huga að ábyrgð
sinni í þessu efni. Loks segir að
breyta skuli skráning-
arformum, prests-
þjónustubókum o.fl. í
sömu veru.
Þótt enga viðunandi
skilgreiningu á þessu
nýja kirkjumáli sé að
finna í kirkjulegum
gerðum má ráða
helstu einkenni þess
af því máli sem nú
tíðkast víða við
kirkjulegar athafnir
þótt því fari fjarri að
þar sé allt einhlítt
eins og rakið verður. Í því er hvor-
ugkyn fleirtölu látið vera almennt,
hlutlaust kyn í stað karlkynsins
eins og verið hefur í íslensku. Þá
er það annað einkenni þessa máls
að samband kyns og tölu í setn-
ingum er rofið. Til dæmis er per-
sónufornafnið þau látið vísa til
karlkyns og hvorugkyns nafnorða
sem merkja hóp fólks en þó ekki
ef um kvenkyns nafnorð er að
ræða, að því er virðist. Þetta nýja
mál mun vera byggt á þeirri hug-
mynd að málfræðikyn og lífkyn
séu nánast eitt og hið sama og að
íslenska sé „karllæg“ tunga. Hér í
blaðinu hafa birst nokkrar greinar
þar sem sýnt hefur verið fram á
að þessi hugmynd er alröng, að
jafnréttishugsunin, sem hún bygg-
ist á, falli þannig um sjálfa sig, að
þetta nýja kirkjumál brjóti gegn
máltilfinningu alls þorra fólks og
loks að málfar af þessu tagi sé til
þess fallið að valda skaða á miklu
beygingamáli eins og íslenska er.
Birtist ein þessara greina 22. júlí
sl. undir heitinu „Nýlenska Rík-
isútvarpsins“.
Á fyrsta sunnudegi í aðventu
var útvarpað messu og predikun
biskups Íslands úr Hallgríms-
kirkju. Eins og vænta mátti var
mörgu brýnu og göfugu efni
hreyft í þeirri ræðu en hún var
flutt á hinu nýja kirkjumáli. Meðal
þess sem biskup vék að voru alls-
nægtir fólks og tvisvar vísaði hann
til fólks með pfn. þau. Þá gerði
hann að umtalsefni aðstoð við fólk
sem býr við kröpp kjör en nú var
pfn. það látið vísa til fólksins eins
og tíðkast mun hafa í kirkjunni al-
veg frá kristnitöku. Þegar þar var
komið í ræðunni að sagt var frá
lýðnum sem hrópaði „krossfestið
hann!“ var vísað til lýðsins með
pfn. þau. Biskup vék svo aftur að
bágstöddu fólki en nú var ekki
annað að heyra en að hið forna
kirkjumál leitaði aftur á huga hans
og vísaði hann til fólksins með for-
nafninu það. Loks er að nefna
fagnandi fólk sem ýmist var vísað
til með pfn. þau eða þá að nafn-
orðið var látið taka með sér sögn í
eintölu að fornum hætti. Fleira
merkilegt mætti til tína.
Á þriðja sunnudegi í aðventu
var útvarpað kaþólskri messu úr
Dómkirkju Krists konungs. Heyra
mátti prest flytja hana með út-
lendum málhreim sem vitaskuld er
ekkert við að athuga. Predikun
hans og mál allt var flutt á óað-
finnanlegu og rétt beygðu máli.
Hann veit, eins og aðrir lands-
menn, að kristni og tunga hafa hér
ávallt átt samleið. Var fagnaðar-
erindið flutt á íslensku frá fyrstu
stundu og kirkjan leiddi íslenska
tungu til öndvegis með því að gera
hana að ritmáli. Hefur kirkjan
ásamt mæðrum þessa lands öðrum
fremur varðveitt íslenskt mál lítt
breytt fram á okkar tíma og gert
okkur kleift að lesa texta frá upp-
hafi ritaldar í landinu.
Raunalegt er að þjóðkirkjan
skuli hafa ratað í þessar ógöngur.
Hér munu áhrif frá Kvennakirkj-
unni og flumbrugangur kirkju-
þingsmanna hafa ráðið. Ekki hefur
einu sinni verið reynt að skilgreina
þetta nýja kirkjumál en reyndar
verður ekki séð að neitt vit geti
orðið í slíkri skilgreiningu. Hefur
kirkjuþing því dæmt biskup, aðra
kennimenn og messuþjóna til
þeirrar hneisu og vafalaust skap-
raunar að skripla á þessari illu
skötu.
Tvær messur
Eftir Pétur
Guðgeirsson »Hefur kirkjuþing því
dæmt biskup, aðra
kennimenn og messu-
þjóna til þeirrar hneisu
og vafalaust skapraunar
að skripla á þessari illu
skötu.
Pétur Guðgeirsson
Höfundur er fv. héraðsdómari.
petrus@visir.is
Atvinna