Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 27
ton. Mohemmed ben Sulayem, nýr forseti FIA, segir það ekki útilokað að Hamilton muni sæta einhvers konar refsingu fyrir að mæta ekki á verð- launahátíðina, sem Wolff gerði ekki heldur. _ Suður-Ameríkuþjóðirnar tíu verða þátttakendur í Þjóðadeild UEFA í karlaflokki í fótbolta frá og með árinu 2024, samkvæmt varaforseta Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, Pól- verjanum Zbigniew Boniek. Hann staðfesti við pólska netmiðilinn Mec- zyki að viðræður milli knattspyrnu- sambanda Evrópu og Suður-Ameríku um framkvæmd keppninnar væri á lokastigi. Þegar liggur fyrir að Evr- ópumeistarar Ítalíu og Suður- Ameríkumeistarar Argentínu mætast í London 1. júlí 2022 í nokk- urs konar meist- arakeppni heimsálfanna tveggja. _ Pólski markahrók- urinn Robert Lewandowski hirti ann- að áratuga gamalt met af þýsku goð- sögninni Gerd Müller þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 4:0 sigri á Wolfsburg í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu. Lewandowski skoraði sitt 43. deild- armark og bætti þannig met Müllers yfir flest mörk skoruð í þýsku deild- inni á einu almanaksári _ Kyrie Irving, ein af stórstjörnum Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfuknattleik, mun snúa aftur á körfuboltavöllinn á nýju ári eftir að hafa verið útilokaður frá æfingum og keppni á tímabilinu til þessa vegna þess að hann vill ekki þiggja bólu- setningu við kórónuveirunni. ESPN greindi hins vegar frá því um helgina að vegna mikils leikjaálags og meiðsla innan leikmannahópsins undanfarið hafi Brooklyn ákveðið að leyfa Irving að taka þátt í tilteknum útileikjum þar sem ekki er gerð krafa um að hann sé bólusettur. Vegna strangra sóttvarnaregla í New York, þar sem Brooklyn er til húsa, má óbólusettur Irving ekki spila leiki þar og það sama gildir um Toronto, þar sem slíkar reglur eru einnig í gildi _ Thiago, miðju- maður enska knattspyrnuliðs- ins Liverpool, var ekki í leik- mannahópi liðsins gegn Tottenham Hotspur í gær vegna gruns um að hann sé smit- aður af kórónuveirunni í annað sinn. Eftir að hafa gengist undir hraðpróf fékkst jákvæð niðurstaða og er hann því kominn í einangrun. Nú er beðið niðurstöðu úr einkennasýnatöku, PCR- prófi, til þess að ganga úr skugga um hvort hann sé í raun og sann smitaður. Frá þessu er greint á heimasíðu Liver- pool en Thiago smitaðist einnig af veir- unni á síðasta tímabili. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 1. deild kvenna Snæfell – ÍR .......................................... 72:62 Vestri – Ármann ................................... 50:83 Tindastóll – Fjölnir b ........................... 85:78 KR – Þór Ak.......................................... 73:67 Staðan: ÍR 10 8 2 759:599 16 Ármann 10 8 2 828:632 16 KR 10 7 3 754:696 14 Þór Ak. 10 6 4 722:644 12 Aþena/UMFK 10 5 5 699:725 10 Hamar/Þór 10 5 5 724:707 10 Snæfell 10 5 5 745:735 10 Stjarnan 10 4 6 674:701 8 Tindastóll 10 4 6 752:782 8 Fjölnir b 10 2 8 586:764 4 Vestri 10 1 9 575:833 2 Spánn Valencia – Breogan............................. 97:98 - Martin Hermannsson skoraði 19 stig og gaf 3 stoðsendingar fyrir Valencia. Andorra – Zaragoza ........................... 83:92 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 14 stig og tók 4 fráköst. Belgía/Holland Antwerp Giants – Leuven Bears ....... 68:88 - Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Antwerp. Landstede Hammers – Yoast............. 88:71 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 10 stig fyrir Landstede og tók 2 fráköst. Hague Royals – Amsterdam ............ 70:103 - Snorri Vignisson skoraði 11 stig og tók 7 fráköst fyrir Hague. Ítalía Virtus Bologna – Fortitudo Bologna 76:70 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 2 stig og tók 2 fráköst. Rúmenía Phoenix Constanta – Alexandria ...... 52:58 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 2 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir Constanta. 4"5'*2)0-# Grill 66-deild karla Þór – Hörður......................................... 31:30 Afturelding U – ÍR............................... 25:36 Valur U – Vængir Júpíters.................. 39:26 Fjölnir – Haukar U .............................. 29:26 Kórdrengir – Berserkir ....................... 25:19 Staðan: ÍR 10 9 0 1 362:284 18 Hörður 10 8 0 2 340:283 16 Fjölnir 10 7 0 3 307:293 14 Þór 10 7 0 3 292:275 14 Selfoss U 9 6 0 3 270:258 12 Haukar U 8 4 0 4 218:207 8 Valur U 9 3 1 5 272:261 7 Afturelding U 10 3 1 6 259:291 7 Kórdrengir 8 3 0 5 217:225 6 Vængir Júpíters 10 1 0 9 242:318 2 Berserkir 10 0 0 10 241:325 0 Grill 66 deild kvenna ÍBV U – FH .......................................... 21:28 Selfoss – Valur U.................................. 38:32 Staðan: ÍR 10 8 1 1 252:208 17 Selfoss 10 7 1 2 292:258 15 FH 10 6 2 2 254:211 14 Fram U 10 5 0 5 276:274 10 Grótta 9 5 0 4 223:209 10 Valur U 10 4 1 5 269:278 9 HK U 10 4 1 5 265:258 9 Stjarnan U 10 4 0 6 253:299 8 Víkingur 10 4 0 6 235:259 8 ÍBV U 9 3 0 6 213:215 6 Fjölnir/Fylkir 10 1 0 9 210:273 2 Þýskaland RN Löwen – N-Lübbecke ................... 36:25 - Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Göppingen – Füchse Berlín................ 24:31 - Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Göppingen. Melsungen – Erlangen........................ 30:28 - Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson 1 en Alexander Petersson skoraði ekki. Balingen – Flensburg ......................... 23:23 - Daníel Ingason skoraði ekki fyrir Bal- ingen og Oddur Gretarsson er meiddur. - Teitur Örn Einarsson skoraði 2 mörk fyrir Flensburg. B-deild: Rimpar – Gummersbach .................... 28:25 - Óðinn Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson 1 en Hákon Daði Styrmisson var ekki með. Guð- jón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Aue – Dormagen.................................. 28:28 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir Aue en Sveinbjörn Pétursson var ekki með. Danmörk Kolding – GOG..................................... 26:35 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í marki Kolding. - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot í marki GOG. Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg .... 30:36 - Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Austurríki Alpla Hard – Bregenz......................... 27:26 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. %$.62)0-# ENGLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Meistararnir í Manchester City eru með þriggja stiga forskot í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu en efstu fjögur liðin lék öll um helgina þrátt fyrir allt. Manchester City vann öruggan sig- ur á Newcastle United 4:0 í New- castle og setti í leiðinni met. Hefur lið- ið unnið þrjátíu og fjóra leiki í deildinni á sama árinu og sló met sem Liverpool hefur átt frá árinu 1982. Manchester City hefur unnið átján leiki á útivelli á árinu 2021 og er það einnig met í efstu deild á Englandi. Rúben Dias, Joao Cancelo, RIyad Mahrez og Raheem Sterling skoruðu mörkin fyrir City sem er með 44 stig. Stigi munaði á City og Liverpool fyrir leikina í gær en Liverpool gerði 2:2 jafntefli gegn Tottenham Hotspur í London eftir fjörugan leik. Diogo Jota og Andrew Robertson skoruðu mörk Liverpool en Robertson er á leið í leikbann því hann fékk rauða spjaldið á 76. mínútu. Þau tíðindi urðu í leikn- um að enski landsliðsmiðherjinn Harry Kane skoraði fyrir Tottenham og hefur þá skorað tvívegis í deildinni á tímabilinu Heung-Min Son skoraði einnig og jafnaði þá 2:2 á 74. mínútu. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki sérlega ánægður að leiknum loknum. Sjónvarpsmaður Sky Sports spurði hvort leikurinn hafi verið frábær á heildina litið tók Klopp ekki undir það og sagðist hafa upplifað leikinn frekar sem barning. Þegar talið barst að dómgæslunni sagði hann eðlilegt að Robertson hafi verið rekinn út af. Tæklingin hafi „ekki verið sú gáfulegasta á hans ferli“. En Klopp sagði jafnframt að Harry Kane hefði átt skilið að fá rautt spjald fyrir tæklingu á 20. mín- útu. Klopp benti á að VAR hefði ekki verið notað í því tilfelli né þegar Liv- erpool vildi fá víti í leiknum. Þessi at- vik skipti miklu máli en ekki sé slæmt að gera jafntefli gegn Tottenham á útivelli. Chelsea sýnir veikleikamerki Chelsea hefur lent í erfiðleikum með að ná í þrjú stig að undanförnu og gerði markalaust jafntefli gegn Wolves á útivelli í gær. Chelsea hefur sýnt veikleikamerki að undanförnu. Liðið missti niður 3:2 í 3:2 gegn Zenit í Meistaradeildinni. Fyrir rúmri viku var liðið 2:1 yfir á heimavelli gegn Leeds og missti það niður í 2:2. Chelsea náði þó í þrjú stig eftir mark úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Á fimmtudagskvöldið missti Chelsea svo niður 1:0 í 1:1 gegn slöku liði Everton sem fékk varla marktæki- færi í leiknum. Í norðurhluta Lundúna hefur Ars- enal hins vegar tekið vel við sér. Eftir að hafa tapað sex leikjum í deildinni er Arsenal samt í fjórða sæti deild- arinnar eftir flotta rispu. Arsenal vann Leeds 4:1 á útivelli á laugardag og í síðustu viku vann Arsenal spút- níklið West Ham. Gabriel Martinelli skoraði tvö mörk gegn Leeds og Bukayo Saka og Emile Smith Rowe sitt hvort markið. Raphinha skoraði fyrir Leeds sem hefur aðeins unnið þrjá leiki í deildinni. Eins og mörg dæmi eru um getur annað tímabilið í efstu deild reynst liðum erfitt og Leeds þarf að gera betur til að lenda ekki í alvarlegri fallhættu. „Ég er svo ánægður og hefur spil- að fimm síðustu leiki. Ég reyni að gera mitt besta innan vallar sem ut- an,“ sagði hinn tvítugi Martinelli sem kom til Arsenal frá Ltuano í Brasilíu árið 2019. Hann er einn þeirra leik- manna sem hagnast nú á fjarveru fyrirliðans, Pierre-Emericks Auba- meyang, sem er í agabanni. Forskot City jókst örlítið - Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli - Arsenal í fínum málum án fyrirliðans AFP Í Newcastle Riyad Mahrez fagnar marki sínu fyrir Man City. Forráðamenn ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu funda með öllum félögum deildarinnar í dag til að ræða hvað taka skuli til bragðs vegna þeirrar holskeflu kór- ónuveirusmita sem nú herja á leik- menn og starfsmenn félaganna. Undanfarna viku hefur úrvals- deildin þurft að fresta alls tíu leikj- um, þar af sex nú um helgina. The Athletic greindi frá því í gær að efni fundarins muni snúast um mögulega frestun á 20. umferðinni sem á að fara fram 28., 29. og 30. desember. Ekki verður rædd möguleg frest- un á leikjum á annan í jólum sam- kvæmt fréttinni. Þá á heil umferð að fara fram og er mikil hefð fyrir því. Englendingar hafa átt því að venjast á annan í jólum sé leikin knattspyrna. Líklega þyrfti miklar hamfarir þyrfti til að breyta þeim venjum. AFP London Þétt var setið á leik Tottenham og Liverpool í gær. Fundahöld í dag vegna veirunnar Landsliðsmaðurinn Albert Guð- mundsson lét mjög að sér kveða þegar AZ Alkmaar vann 4:1- heimasigur á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Albert byrjaði reyndar á vara- mannabekknum hjá AZ Alkmaar en lét heldur betur vita af sér þegar tækifæri gafst. Albert kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og 13 mínútum síðar hafði hann náð í víti. Íslendingurinn skaut í stöngina í vítinu en boltinn fór í markvörðinn og í netið. Er markið skráð sem sjálfsmark. Albert skoraði hins veg- ar mark á 86. mínútu og annað til á 89. mínútu og þar við sat. Albert var því ansi nálægt því að skora þrennu í leik í efstu deild í Hollandi. Albert og samherjar hans eru í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 17 leiki. Á skotskónum í Tyrklandi Leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, Birkir Bjarnason, skoraði í tyrknesku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á laug- ardaginn. Birkir var í byrjunarliði Adama Demirspor og hann skoraði þriðja mark liðsins á 51. mínútu þegar liðið vann Alanyaspor 3:1 á útivelli. Ítalinn skrautlegi Mario Balotelli gerði annað markið á 53. mínútu. Adana Demirspor, sem er nýliði í deildinni, er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 17 leiki. Byrjaði út af en var nálægt þrennunni Ljósmynd/Alex Nicodim Öflugur Albert Guðmundsson lét mjög að sér kveða í Hollandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.